Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 19«7 Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. TÓNLISTARHÁ TÍÐ NORÐURLANDA Úr Póllandsheimsókn de Gaulles forseta. Börn í borginni Krakau færa forsetanum blómvönd. Lítill árangur Frakka af heim- sókn De Gaulles til Póllands rT'ónlistarhátíð Norðurlanda hófst í Reykjavík sl. sunnu dag. Þetta er í annað skipti, sem slík tónlistarhátíð er haldin hér á landi. í fyrsta skipti voru engin verk ís- lenzkra tónskálda flutt, en nú verða íslenzk tónverk flutt á þessari hátíð, bæði eftir hin eldri og þekktari tónskáld okkar og hin yngri. Það er íslendingum ánægju efni, að tónlistarhátíðin skuli haldin hér á landi. Það gefur okkur tækifæri til þess að kynnast tónlist hinna Norð- urlandanna og ekki síður að kynna þeim íslenzk tónverk. Hlutskipti listamanna hér á landi er að mörgu leyti erf- itt. Þeir hafa yfirleitt tak- mörkuð tækifæri til þess að koma verkum sínum á fram- færi í öðrum löndum, þótt nokkrir okkar þekktustu rit- höfunda, og jafnvel listmál- ara líka, hafi unnið sér viður- kenningu í öðrum löndum. En það eru ekki sízt tónskáldin okkar, sem eiga erfitt um vik í þessum efnum. Tækifæri þeirra til þess að kynna verk sín öðrum þjóðum, jafnvel Norðurlandaþjóðunum eru ekki mörg. Á Tónlistarhátíð Norðurlanda nú munu gagn- rýpendur frá hinum Norður- löndunum hlýða á verk ís- lenzkra tónskálda, og þar með skapast tækifæri fyrir íslenzk tónskáld til þess að kynna tónverk sín hinum Norður- landaþjóðunum. Því tækifæri ber að fagna. Við eigum nú á að skipa nokkrum hóp eldri tónskálda, sem þegar hafa hlotið viður- kenningu fyrir verk sín hér á landi, en einnig eru að koma fram ungir menn, sem fara aðrar leiðir í listsköpun sinni. Ýmsum kann að finnast verk þeirra torráðin, en tímarnir breytast og þessir ungu menn eru vaxtarbroddurinn í tón- listarlífi okkar. Þess vegna er ekki síður ástæða til að fagna því tækifæri, sem þeir fá nú til þess að koma verk- um sínum á framfæri við gagnrýnendur frá hinum Norðurlöndunum. NÁTTÚRUVERND lVráttúruvernd hefur orðið -*■' mönnum töluvert um- ræðuefni síðustu daga og vikur, fyrst og fremst vegna þeirrar deilu, sem reis um vegalagningu við Mývatn en einnig í tilefni þess, að Nátt- úruverndarráð h°fur afhent íslenzka ríkínu þjóðgarðinn að Skaftafelli. Hinar víðtæku umræður um nóttúruvernd munu vafa- laust verða til þess að menn geri sér betur grein fyrir nauðsyn þess í framtíðinni að vernda ýmsa fegurstu staði landsins en fram til þessa Ekki er heldur ólíklegt að deilurnar um veginn við Mý- vatn verði til þess, að því verði hreyft á næsta Alþingi, að endurskoða lögin um Nátt- úruverndarráð og veita því aukin völd frá því sem nú er. Við afhendingu þjóðgarðs- ins að Skaftafelli lýsti Birgir Kjaran, formaður Náttúru- verndarráðs hlutverki þess með þessum orðum: „Nátt- úruverndarráð er valdalítil stofnun, sem hefur þó veiga- miklu hlutverki að gegna í nútímaþjóðfélagi, sem er að vera nokkurs konar sátta- semjari milli manns og lands, gæta þess, að fyrir tilverknað mannsins verði náttúru landsins ekki spillt og þá jafn framt að greiða fyrir að lands menn fái notið náttúrufeg- urðar lands síns.“ AUKINN UMFERÐARAGI A ð undanförnu hafa orðið ■™ ítrekuð slys við gang- brautir, sem gangandi fólki eru ætlaðar en öku- menn ekki virt réttindi veg- farenda með hinum alvarleg- ustu afleiðingum. Lögreglan hefur tekið mál þetta föstum tökum og í samvinnu við blöð in hefur síðustu daga verið rekinn mikill áróður fyrir því, að ökumenn. stöðvi bif- reiðar sínar við gangbrautir, þegar gangandi fara yfir þær. Skv. ummælum lögreglunn- ar virðist þessi áróður og auk- ið eftirlit þegar hafa borið nokkurn árangur. Þau slys, sem orðið hafa aí þessu msökum hljóta að vekja menn til umhugsunar um það, að umferðaragi hér á landi virðist hvergi nærri nægilega strangur. Bæði öku- menn og aðrir vegfarendur hafa tilhneigingu til þess að virða að vettugi settar um- ferðareglur en af slíku fram- ferði hljóta óhjákvæmilega að skapast miklar hættur í umferðinni og alvarleg slys eins og dæmin sýna. Það er þeim mun meiri nauðsyn á strangari aga í um- ferðinni, sem bifreiðum fjölg- ar ört í landinu og umíerðar- I vandamálin af þeim sökum Á ÞRIÐJUDAGINN var lauk sex daga opinberri heimsókn de Gaulles Frakklandsforseta til Póllands. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn þjóðhöfð- ingja frá Vesturlöndum til Póllands frá lokum heims- styrjaldartinnar síðari. Mót- tökur þær, sem forsetinn hlaut voru afar vinsamlegar. Mikill mannfjöldi fagnaði honum hvarvetnan og pólskir ráða- menn létu virðingu sína í ljós við hann á allar lundir. Vafalaust á þessi heimsókn Frakklandsforseta eftir að hafa mjög góð áhrif á sambúð þessara landa, en hins vegar verður ekki séð, að Frakk- landsforseta hafi tekizt að ná þeim pólitísku markmiðum, sem hann ætlaði sér. Hann reyndist miklu fremur gef- andi en þiggjandi í þeim efn- um, því að enda þótt hann gengi mjög langt til móts við stefnu pólsku stjórnarinnar í mörgum mikilvægum stefnu- málum hennar, kom fram lít- ill áhugi af hennar hálfu á sjónarmiðum forsetans, sem hann taldi mjög mikilvæg og vörðuðu fyrst og fremst fram- tíð Evrópu og þá ekki hvað sízt Þýzkalands, en einmitt þar gekk hann mjög langt til móts við Pólverja. De Gaulle sagði á fyrsta degi heimsóknar sinnar, að skipting Þýzkalands væri óeðlileg. Þýzkalandsmálið ætti að leysa með „samning- um milli landa Vestur- Mið- og Austur-Evrópu“. í slíkum eríiðari viðfangs. Til þess að 1 erða agann í umferðinn: þarf til að koma strangt eftir lit lögreglunnar, þyngri refs- ingar við brotum á umferðat- reglum og samstillt átak blaða, útvarps og sjónvarps um alhliða upplýsingastarf- semi í sambandi við umferð- arlög og reglur. samningaviðræðum ætti ekki að taka til endurskoðunar hina svonefndu Oder Neisse línu, þ.e.a.s landamæri sameinaðs Þýzkalands ættu að vera, þar sem landamæri Austur-Þýzka lands og Póllands eru nú. De Gaulle gaf það ennfrem- ur í skyn við pólska stjórn- málaleiðtoga, að Pólland og önnur kommúnistaríki í Austur-Evrópu utan Sovét- ríkjanna ættu að taka upp sjálfstæðari og óháðari stefnu gagnvart Sovétríkjunum. Þau ættu að taka þátt í því að mynda þriðja belti álfunnar, Mið-Evrópu, sem hann svo nefndi í ræðum sínum. Póllandi hefði að nýju öðlazt fullkomin rétt til þess að ráða málum sínum sjálft, sagði for setinn. Þetta gæfi því tækifæri til að ráða fram úr hverju vanda máli án hindrana eða for- dóma. „Raunverulegt öryggi sér- hvers ríkis í heimsálfu okkar getur greinilega ekki skapazt fyrir tilstilli tveggja valda- samsteypna, sem beina afli sínu og siga bandamönnum sínum hvor gegn annarri", sgaði forsetinn. „Ef á hinn bóginn yrði ríkjandi á meðal vor frá Atlantshafi til Úral- fjalla jafnt í hugsun sem í framkvæmd stefna samkomu- lags og samstarfs, þá myndu verða til staðar allar líkur á því, að í hinu nýja andrúms- lofti og við þau skilyrði, sem þá sköpuðust, yrði þjóðum HEILDARAFLI landsmanna var fyrstu fimm inánuði ársins 345,6 þúsund lestir, en var á sama tíma í fyrra 427.6 þús. Iestir. Hefur heildaraflinn því minnkað um 82 þúsund lestir. Bátafiskur hefur minnkað úr 403.2 þúsund lestum, sem hann var í fyrra í 317 þúsund lestir á meðan togarafiskur hefur Evrópu kleift að ræða saman og finna lausn sín á milli á þeim vandamálum, sem vörð- uðu þær, en mikilvægasta vandamálið er framtíð Þýzka lands“. Hin ákveðna viðurkenning de Gaullles á Oder Neisse línunni hlaut að sjálfsögðu mjög góðar undirtektir í Póllandi, en þar með var raunar öll sagan sögð. Undir- tektir pólskra stjórnmálaleið- toga undir aðrar tillögur for- setans varðandi framtíð Ewr- ópu, voru vægast sagt mjög daufar og sumum þeirra vísað á bug beinlínis. Þannig lýsti Gomulka, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, því yf- ir opinberiega, að Frakkar hefðu ekkert að bjóða Pól- verjum, sem gæti komið í staðinn fyrir núverandi banda lag þeirra við Sovétríkin, sem væri hornsteinn pólskrar ut- anríkisstefnu. De Gaulle við- urkenndi líka sjálfur í stuttu sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar, að tilganginum með för sinni til Póllands hefði ekki verið náð, því að hann ,hefði talaði þar stöð- ugt um það, sem hann „hefði viljað fá áorkað“ í Póllandi. Sameiginleg fordæming á aðgerðum Bandaríkjamanna í Víetnam var næstum eina atr- iðið í utanríkismálum, er hin- ir frönsku og pólsku stjórn- málaleiðtogar gátu komið sér saman um í sameiginlegri stjórnmálayfirlýsingu, sem gefin var út í lok heimsóknar forsetans. hækkað úr 24.4 þúsund lestum í 28.6 þúsund lestir. Af heildaraflanum var síld nú 43.4 þúsund lestir á móti 68.8 þúsund lestum í fyrra. Loðna er nú 97.1 þús. lestir á móti 124.9 þúsund lestum í fyrra. í ár hafa veiðzt 104 lestir af makríl, en af þeirri tegund veiddist ekkert í fyrra. Heildarafinn 345,6 lestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.