Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 1967 19 Bíll fer í gegnum þvottavélinaí nýjn stöðinni. Fullkomin þvotta- og bón- stöð tekur til starf a í Sigtúni NÝ SJÁLFVIRK þvotta- og bón- stöð fyrir bifreiðar tók til starfa fyrir síðustu helgi hér í borg. Stendur hún við Sigtún. Vél- arnar allar eru mjög full- komnar, fengnar frá fyrirtækinu Emanuel á Ítalíu, sem löngum hefur haft forustu á framleiðslu á þessu sviði. Það var snemma á árinu 1965, sem hafizt var handa um athug- un erlendis á fullkomnum og nýtizkulegum sjálfvirkum bíla- þvottastöðivum. Nokkrir áhuga- menn um málið stofnuðu síðan með sér félagsskap í þeim til- gangi að freista þess, að koma þessu máli í framkvæmd, og hlaut félagið nafnið Bliki hf. Var fengin lóð fyrir starfsemina í Sigtúni, og hófust framkvæmd- ir í maímánuði sl. Húsið teikn- aði Kjartan Sveinsson, bygg- ingartæknifræðingur, sem jafn- framt er einn af hluthöfum Blika hf. Sem fyrr segir eru allar vélar og tæki fengin frá Ítalíu og h'ófst niðursetning vélanna fyrir tveimur mánuðum. Hefur tækni- maður frá Emanuel haft yfir- umsjón með verkinu. Þessi stöð er ein hin fullkomn- asta, sem Emanuel-fyrirtækið hefur sett upp. Heildarlengd stöðvarinnar er 52 metrar, en lengd hússins er 65 metrar. Ein- stök stig bílaþvottsins, meðan bíllinn rennur í gegnum húsið, eru alls níu. Á fyrsta stigi er bilnum ekið inn á færiband, og er hann dreg- inn áfram með sérstakri keðju. Áður en bíllinn er tengdur við keðjuna, fer fram ryksugun og hreinsun innan í honum með sérstaklega kröftugum ryksug- um. Siðan er bifreiðin tengd og rennur hún í gegnum hin ýmsu stig með hraðanum 3.5 m á mín- útu til 7 metrar á mínútu. Annað stig er hjóla- og dekkja- þvottur, sem gerð er með þar til gerðum burstum, þriðja stig er undirvagnsþvottur, sem er al- gjör nýjung og framkvæmd með aflmiklu háþrýstikerfi, sem ver bifreiðina skemmdum af völd- um salts, rykbindiefnis o.íl. Fjórða stigið fer þannig fram, að bifreiðin fer inn í þvottavél, sem úðar hana með lágþrýsti- vatnsúða og einnig sápuþvær bifreiðina. Fimmta stig er handa- vinna, en þá er farið yfir alla krómhluti, stuðara o.fl., þar sem þvottaburstarnir ná ekki til. Á sjötta stigi fer f-ram skoðun, en sjöunda stigið er bónun, en sér- stöku bóni er sprautað yfir bif- reiðina með Jágþrýstikrafti, sem skilar fyrsta flokks bónun. Áttunda stig er þurrkunin, eh þá fer bifreiðin inn í þurrk- klefa, sem myndar sem svarar 200 km vind'hraða og skilar bifreið- inni þurrkaðri. Síðasta stigið er svo ýmis frágangur. Hámarksafköst stöðivarinnar eru 680 bílar á hverjar átta klukkustundir. Hver einstök bif- reið er þvegin og bónuð á lið- lega 14 mínútum. í stöðinni er fyrirhugað að koma upp kaffi- teríu, þar sem viðskiptavinirnir geti fengið sér hressingu meðan beðið er eftir bifreiðinni. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Blika er Sveinn Halldórsson, og tjáði hann frétta manni Mbl., að kostnaður við fullan þvott og bónun væri um 240 krónur fyrir smærri evr- ópsku bílana en tæplega 300 krónur fyrir stærri fólksbifreið- ir. Skólastjóraskipti — við Húsmœðraskólann á Blönduósi HÚSMÆÐRASKÓLINN á Blönduósi tekur til starfa um mánaðarmótin september októ- ber, en skólinn er ein elzta stofn un sinnar tegundar á landinu skipaður en enn er hægt að veita fjórum nemendum skóla- vist á komandi vetri. í vetur starfa þrír fastráðnir kennarar við skólann auk skólastjóra. Aðalbjörg Ingvarsdóttir. og hefur starfaff svo tll óslitið frá árinu 1879. í haust verða skólastjóraskipti við skólann og tekur Affalbjörg Ingvarsdóttir frá Syffra-Lóni viff skólastjórn af frú Huldu Stefánsdóttur. Miklar byggingarframkvæmd- ir standa nú yfiir við Húsmæðra- skólann á Blönduósi. Lokið er smíði tveggja kennarabústaða, sem þegar hafa verið teknir í notkun og verið er að byggja kyndingarhús og geymslur. Á- aetlað er á næstunni að stækka aðalbyggingu skólans og fjölga nemendaherbergjum. Skólinn starfar í átta mánuði á ári, frá októberbyrjun til maí loka. Hefur hann ætið verið full Fosskraft Óskum að ráða tvær konur til hreihgerninga við Búrfell, einnig fáeina verkamenn. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32. Sendibíll óskast til kaups með sætum fyrir 10—15 manns. Þarf að vera í góðu lagi. — Upplýsingar í síma 30200 milli kl. 9 og 6. BORGARLAGNIR S.F., Skipholti 70. Óskum eftir að ráða stúlkur og karlmenn, ekki yngri en 17 ára til starfa í verksmiðjunni nú þegar. DÓSAVERKSMIÐJAN H.F., Borgartúni 1 — Sími 12085. Verzlunarskólinn fær lóð við Kringlumýrarbraut Á blaðamannafundt Verzlunar- ráðs í gær skýrði Gunnar Ás- geirsson, formaður skólanefndar Verzlunarskóla íslands frá því, að fyrir fáum dögum hefðu skipulagsyfirvöld borgarinnar út- hlutað skólanum ló'ð undir nýtt skólahús. Væri ióðin við Kringlu mýrarbraut, en ekki væri full- ákveðið ennþá hvaða númer hún hlyti. Gunnar sagði, að þegar hefðu verið gerðar frumáætlanir um fyrsta áfanga hússins. Yrði hann sennilega fyrir 500 nem- endur, miðað við einsetningu, en 1200 ef skólinn yrði tvísetinnl Nemendafjöldi Verzlunarskóla ísland nefur vaxi’ð mjög mikið undanfarin ár og í vetur munu verða í skólanum hátt á sjötta hundruð nemendur. Toyota Corona Toyota Corona fólksbifreið árg. 1966 til sölu. Bif- reiðin sem er í mjög góðu ásigkomulagi er til sýnis hjá TOYOTA umboðinu Ármúla 7 — Sími 34470. Weston - teppi á ber steingólf of/ð yfir allt gólfið Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 13404. mw Toyota Landcruiser Toyota Landcruiser jeppabifreið árg. 1967 til sölu. Bifreiðin, sem er í mjög góðu ásigkomulagi, er til sýnis hjá Toyota umboðinu Ármúla 7. Sími 34470. VARAH LUTIR FORD VARAHLUTIR HENTA BETUR í FORD BÍLA EN EFTIRLÍKINGAR. NOTIÐ FORD FRAMLEIDDA HLUTI TIL ENDURNÝ3UNAR í FORD BÍLA. HB. KRISTJANSSON H.I. MBOfllfl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 RAFLAR 3 KVA — 175 KVA. ★ Innbyggð segul- mögnuri. ★ Innbyggður Thyristor spennustillir, held- ur spennunni stöð- ugri 1,5 volt. ★ Dönsk framleiðsla. ★ Stuttur afgreiðslu- tími. Einkaumboð:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.