Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 1987 MAYSIE GREIG: J J Læknirinn og dansmærin 41?« Ég skrifaði langt bréf til hennar frænku minnar gömlu. vera í, en þið eruð uppábúin, eins og þið ætlið á einhvern fín- an dansleik. Carl á engin smók- ingföt og ég á heldur ekkert al- mennilegt að vera i, á fínum stöðum. Marcel hreyfði einhverjum andmælum, en Louise varð ekki þokað. — En þið verðið að koma hingað aftur, sagði hún. Við eigum alltaf rauðvínsflösku til að taka tappann úr. En meiru höfum við heldur ekki efni á. — Já, það skulum við gera, sagði Marcel. — En þið verðið einihverntíma að koma niður eftir með okkur. Við lofum að verða ekki neitt uppábúin. En í kvöld stendur dálítið sérstaklega á, vegna þess, að ég er að fara út með Yvonne í fyrsta sinn eftir siysið hennar. Hann brosti til Yvonne, rétt eins og þau væri sérstakir vinir — og heldur meira þó. Hún fann titring fara um sig. Hin litu hvort á annað og Carl glotti. — Því síður ættum við að trufla fyrir ykkur skemmtunina í kvöld, sagði hann. Eitthvert annað kvöld — hvaða kvöld sem er — yrði okkur ánægja að þiggja þitt góða boð, Marcel, en fyrst verðið þið að borða hjá okkur. Þau kvöddu síðan og gengu svo yfir torgið, þangað, sem bíll- inn þeirra stóð. — Þetta var skemmtilegur milliþáttur, sagði hún 1-ágt. — Ég kunni sérstaklega vel við þessa kunningja þína. — Já, víst var hann skemmti- legur, samþykkti hann. — En það sem eftir er kvöldsins, skal verða það engu síður. Við end- um með því að fara að dansa í einhverjum næturklúbb. — Ætti ég að dansa meðan fóturinn á mér er ekki betri en þetta spurði hún. Hann setti upp undrunarsvip. — Því var ég búinn að gleyma. En ég var í svo góðu skapi og þessvegna stakk ég upp á því. Við skulum borða hjá Reynaud, sem er áðætis veitingastaður. Hefurðu nokkurhtíma freistað gæfunnar við spilaborð? Hún hristi höfuðið. — Mér hef ur aldrei fundizt ég hafa efni á því. — Ég skal setja undir þig þús- und franka, sagði hann. — Hver veit nema þú vinnir og getir borgað mér það aftur. Viðvan- ingarnir eru alltaf heppnastir, eins og þú veizt, bætti hann við og glotti. — Ég hef nóg til að kaupa fá- eina spilapeninga, sagði hún. — Frú Hennesy greiddi mér kaup- ið mitt í dag. Og kaupið er ríf- legt. Það var fallega gert af yð- ur að koma mér á framfæri. Hann glotti aftur og sagði: — Ég vona, að ég sé góður við alia sjúklinga mína. Svo bætti hann við og brosið hvarf af andlitinu: - Ég vona, að ég sé góður við þig, Yvonne. — Þú hefur verið mér meira en góður, sagði hún. Hann greip hönd hennar áður en hann hjálpaði henni út úr bílnum. Þau voru nú komin að veitingahúsi Reynauds, sem vissi út að Miðjarðarhafinu. Tunglið var að koma upp. Það yrði fullt tungl í kvöld. — Við skulum gera þetta að eftirminnilegu kvöldi, sagði hann. — Má ég kyssa þig? , Hún rétti honum varirnar og langa stund gleymdi hún algjör- lega Tim, gleymdi öllu öðru en snertingunni af vörum Marcels, og titringnum, sem fór um hana: nú fann hún, að hún elskaði og var elskuð. Hann klappaði henni mjúklega á kinnina. — Þakka þér fyrir, sagði hann lágt. Þetta var yndis- legt. Það er langt síðan ég hef kysst nokkra stúlku svona — og gert það af alhug. Nú skulum við koma inn og fá okkur eitt- hvað að borða. 7. kafli. Borðsalurinn var yndislegur^ með heilum glervegg, sem vissi út að sjónum. Þau völdu sér lít- ið borð með daufu Ijósi á. Maturinn var ágætur. Henni fannst eins og þau væru ein í öllum heiminum. — Hvernig fellur þér hjá Hennesyhjónunum? spurði hann. — Ég kann ágætlega við Dickie, sagði hún. — Hann er prýðiskrakki. En hjónunum hef ég ekki kynnzt neitt nánar. Hún snarþagnaði. Hún hafði einmitt kynnzt Aron Hennesy talsvert þarna kvöldið góða, kvöldið þeg- ar hann hafði komið með þessa fáránlegu uppástungu sína. — Það mætti segja mér, að það væri ekki svo auðvelt að kynnast þeim náið, sagði hann. — Þau virðast litla samleið eiga. — Finnst þér það muni vera heppilegt fyrir hjón? Hún hristi höfuðið ofurlítið og tvírætt bros lék um varir hans. — Ég veit svei mér ekki, sagði hann. En þannig er nú um fjöl- mörg frönsk hjónabönd. For- eldrar okkar skipuleggja þau oftast, og svo þegar uppistand- inu út af því er lokið, fer hvort sina leið. Hún laut fram og sagði, með nokkrum ákafa: — En ekki geta þessi hjónabönd verið hamingju- söm? — Þetta er nú komið upp í vana hjá okkur, sagði hann, en bætti svo við: — Nei ég held nú ek-ki, að þau geti verið ham- ingjusöm. Ekki í þeim skiln- ini, sem Englendingar og Banda- ríkjamenn leggja í það orð. En ástardraumur getur kulnað út, og það stundum fljótt. Og ef það gerir það, hvað þá? — Ekkert, býst ég við, sagði hún lágt. — En þegar Englend- ingar giftast, ætla þeir ekki hjónabandinu að fara út um þúf ur. Við giftumst í því skyni að verða samingjusöm þangað til yfir lýkur. Hann brosti með nokkurri beizkju. — Við Frakkar erum raunsærri — við giftumst til þess að báðir aðilar hafi hag af því, en við búumst alls ekki við, að það geti orðið nein eilífðar- sæla. Við erum við því búin að fara hvort sína leið. — Það held ég hljóti að vera auma lífið, sagði hún og gretti sig. Hann yppti öxlum. — Þetta er nú okkar siður, Yvonne. Sjálf ur er ég trúlofaður stúlku, sem ég hef ekki séð nema þrisvar á ævinni. Hún á heima í París. Foreldrar okkar beggja ákváðu þetta meðan við vorum bæði kornung. Henni fannst hún hafa orðið fyrir vonbrigðum. — Hversvegna eruð þið þa e.kki búin að gifta ykkur? Hann yppti öxlum. — Kannski er það vegna þess, að við séum hvorugt okkar sérlega æst í það. svona strax. Og hún gæti verið skotin í einhverjum öðrum, án þess að ég viti það. Hann leit fast á hana og bætti við: — Og svo gæti ég svo sem vel verið skotin í einhverri annarri — eða átt það aðeins eftir! Hún fann, að hún kafroðnaði. En hvað stoðaði það. úr því hann var þegar trúlofaður stúlku í París? Frakkar eru formfastir, og sannast að segja eru formin mikilvægur þáttur i lífi þeirra. Það vissi hún þegar. Henni datt ekki í hug, að hann færi að segja upp unnustunni sinni, jafn vel þó hann væri ástfanginn af henni. Og svo var vitanlega hann Tim. En Tim virtist bara svo fjarlægur i kvöld, rétt eins og einhver maður, sem hún hefði einhverntíma í fyrr.dinni verið skotin í, en væri nú í órafjar- lægð. — Heldurðu, að þú gætir lært að elska mig? spurði hann og þrýsti hönd hennar fast. AUt frá LADY LONDON dömudeild. HNOTAN auglýsir Sófasett og svefnsófar tveggja manna, dönsk módel. HIMOTAIM HÚSGAGNAVERZLUN, Þórsgötu 1 Sími 20820. er kominn AFTUR á markaðinn KAFFIBÆTISVERKSMIÐJA O. JOHNSON & KAABER H.F. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka vön vélritun óskast sem fyrst á skrifstofu í Miðbænum. Mjög góð vinnuskilyrði. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 22. sept. merkt: „2848“. Iðnoðor- og skrifstofu- húsnæði til leigu Höfum verið beðnir að leigja út 250 ferm. iðnaðar- húsnæði á 1. hæð auk 100 ferm. skrifstofuhúsnæðis á 2. hæð. Húsnæði þetta sem er við innanverða Suðurlandsbraut er mjög hentugt fyrir heildverzlun. ... [T ^ pr IKIQ3SS 0D(13 DWIWCLD 0 0 □ HARALDUR MAGNÚSSON 1 Viðskiptafræðingur Tjarnárgötu 16, simi 2 09 25 og 20025,| ■ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.