Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 1967 5 íslenzkir stúdentar eiga auðvelt með að læra saman- burðarbókmenntir Viðtal við Dr. Steingerði Ellingston FIMMTUDAGINN 14. sept- ember sl. hélt íslenzk kona, dr. Steingerður El'lingston, fyrirlestur í fyrstu kennslu- stofu háskólans um saman- burðarbókmenntir. Var fyr- irlesturinn fluttur á íslenzku og mjög fjölsóttur. Frú Steingerður er fædd í Reykjavík 1928 og voru for- eldrar hennar Wilhelm Jak- obsson, kennari ættaður úr Skagafirði, og Ólöf Jónsdótt ir Jakobsson frá Smiðjuhóli á Mýrum. Fór Stein- gerður til Bandaríkjanna 1945 og tók B.A. próf 1949 við Barnard College í New York með sögu enskrar tungu sem sérgrein. Hún hélt síðan áfram námi við Columbia- háskólann í New York, en tók doktorspróf við háskólann í Minnesota 1964. Hún hefur kennt við háskóla í Minne- sota og San Francisco, sam- anburðarbókmenntir og hug- myndafræði, en mun nú í haust hefja kennslu í dönsku og íslenzku við Berkiley há- skólann í Kailforníu. Ásamt dr. Philip Siegelman hefur hún skrifað kennslubók í hug myndafræði Evrópu á 18. og 19. öld, en auk þess vinna þau að útgáfu bókarinnar The critical years. Frú Stein gerður er gift John R. Ell- ingston, rithöfundi og fyxr- verandi prófessor við laga- háskólann í Minnesota. Blaða maðiur Mbl. sótti frú Stein- gerði heim á heimili frænda hennar Þorsteins Sveinssonar héraðsdómslögmanns, þar sem hún hefur búið meðan á dvöl hennar stóð hér á landi. Fer viðtalið hér á eft- ir: — Um hvað fjallaði fyrir- lesturinn einkum, og hvað vilduð þér segja nm saman- burðarbókmenntir almennt? — Ég hélt þennan fyrir- lestur að miklu leyti af því mig langaði til að kynna námsefnið samanburðarbók- menntir fyrir íslenzkum stú- dentum, þar sem ég veit að það er ekki kennt hér, og ég reikna með að margir hverj- ir hafi litla hugmynd um í hverju námið er fólgið og hvaða menntun og starfsað- Steingerður Ellington stöðu það hefur upp á að bjóða. Ég veit einnig að ís- lenzkir stúdentar munu eiga auðveldara með að læra það í upphafi en bandariskir stú- dentar, þar sem tungumála- kennsla hér er meiri í menntaskólum en í samsvar- andi skólum í Bandaríkjun- um. — Byggist þá námið að töluverðu leyti á tungumála- kunnáttu? — Já, það byggist á því að læra bókmenntir þjóðanna á frummálinu. — Hvað er um upphaf sam anburðarbókmenntakennslu í bandarískum skólum að segja? — Kennsla í samanburðar- bókmenntum spratt upp af samsteypustefnu í bandarísku skólakerfi um 1950. Sérhæf- ing í öllum fögum var orð- in svo almenn í háskólun- um að í óefni þótti komið. Þess vegna áttu nokkrir fróð- ir og hugulsamir menn frum kvæðið að því, að mynda fræðigreinar úr öðrum fög- um. Þannig er t.d. hugmynda fræðin orðin til með því að slá saman sögu, heimspeki, bókmenntafræði og trúar- sögu, en samanburðarbók- menntir með því að slá sam- an bókmenntum nokkurra þjóða og kenna þær á frum- málinu. Það má því segja að hugmyndafræðin sé almenn víðtæk menntun, sem hent- ar einkar vel kennurum. Aftur á móti eru samanburð arbókmenntir tilvalið við- íangsefni fyrir þá, sem hugsa sér að verða rithöfundar. Um þessa hluti fjallaði fyrirlest- urinn einkum. — f bókmenntum hverra landa hafið þér próf? — Norðurlandanna, — ís- lands, Danmörku, Noregs, Sví þjóðar — og Frakklands, Þýzkalands og Englands. — Og þér hafið tekið dokt orspróf í þessari grein? — Já. Um hvað fjallaði ritgerðin? — Hún fjallaði um endur- sögn á gamallri grískri goð- sögu, sögunni um syni Atre- usar, Agamenon og Menelos, frá öld til aldar og landi til lands eða frá 17.—20 aldar. Ég kynnti mér því verk nokk urra höfunda frá ólíkum löndum og endurritanir þeirra á þessari sögu: franska rithöfundarins Racine á 17. öld, þýzka rithöfundarins Göethe á 18.—19. öld, aust- urríska rithöfundarins Hoff'- manntshal á seinni hluta 19. aldar og franska rithöfund- arins Giraeudoux á miðri 20. öld. Allir þessir menn sögðu þessa ákveðnu goðasögu upp á nýtt í verkum sínum, en hver og einn á mjög mismun- andi hátt. Mitt verkefni var að sýna fram á að breyting- arnar á sögunni væru háðar þeirri öld, sem höfundurinn lifði á og því landi sem hann bjó í. — Og þér munuð hefja kennslu við Berkley háskól- ann í Kaliforníu nú í haust? — Já, og það verður í fyrsta sinn, sem þar er kennd nútíma íslenzka. En j afnframt íslenzkunni mun ég kenna þar dönsku. Heim- ili okkar hjónanna er rétt hjá háskólanum í San Francisco, þar sem ég hef kennt óg er því sárt að þurfa að hætta þar, en þegar í boði er kenn- arastarf við þekktasta og við urkenndasta ríkisháskólann í Bandaríkjunum er auðvitað ekki um annað að ræða. Ritarastaða Fyrirtæki óskar eftir að ráða stúlku vana vélrit- un og með góða enskukunnáttu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Góð laun — 2801“. Húsnæði til leigu Til leigu um 150 ferm. húsnæði á jaiðhæð í nýju húsi við Ármúla. Húsnæðið er t.d. hentugt fyrir skrifstofu, heildverzlun og léttan iðnað. Upplýsingar í síma 81575. að það er ódýrast og oezt að auglýsa í Morgunblaðinu. Prentnám Viljum ráða reglusaman pilt í prentnám, (setningu). LETURPRENT, Síðumúla 14. 4ra-6 herbergja íbúð óskast á leigu frá 1. október, helzt í Vesturbænum. Sími 14970. T oy ota Corolla 1100 Fallegur og traustur japanskur fjölskyldubíll Toyota Corolla 1100 er búin 4ra cylindra 60 ha vatnskældri top pventiavél og er hámarkshraði 140 km/klst. Gírskipting er í gólfi, 4 gírar áfram og bifreiðin mjög viðbragðsfljót. Bensí neyðsla er 7.7 1. á 100 km. Innifalið í verði m. a. riðstraumsrafall (Alternator), rafmagnsrúðusprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða miðstöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o. fl. Tryggið yður Toyota Japanska bifreiðasalan Ármúla 7 SÍMl 34470—82940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.