Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUBíBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1967 MAGlNlUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381' ' Hverfisgötn 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið > leigugjaidi. Sími 14970 BÍLALEIGAIXi - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPARIfl TIMA OG FYRIRHOFN RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tJtvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) Fjaðrir fjaðrablöð hijóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 Sími 24180 —i i ■■111111» 11 miiiii m i ww n 11 iiith LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti •fc Margir litir Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvítir Táskór Ballet-töskur ^Qallettlrúíf in 12i , V E R Z L U N Leiðbeiningar við skordýrasöfnun „Ein, sem hefur áhuga“, fékk birt hér bréf fyrir nokkru þar sem hún bað um upplýs- ingar um skordýrasöfnun. Hér svarar „Safnari“ henni. Stúlkan, sem sendi fyrir- spurnarbréfið, er beðin um að senda Velvakanda nafn sitt og heimilsfang, þar eð hann hef- ur glatað hvoru tveggja. Mun Veivakandi þá senda henni nánari upplýsingar. „Kæri Velvakandi! 5. sept. birtist smágrein frá einni, sem kallar sig„ „Ein.a, sem hefur áhuga“, og ósxar hún eftir, að einhver sem hef- ur safnað skiordýrum, gefi svo litlar bendingar um það, hvernig á að fara að því að drepa þau og ganga frá þeim til að geyma þau. Nú er varla hægt að leið- beina um skordýrasöfnun, nema með alllöngu máli, en ég ætla þó að gefa örfáar bend ingar, sem ég vona að séu betri en ekkert. Af þeim efnum, sern hafa feng izt hér á landi, hefur mér reynzt bezt að nota klóróform til að svæfa sfcordýrin með, en má þó nota ether. Bezt er að láta skordýrin í smáglös með víðum stúti, (má ekki nota plastglös), og láta 3—5 dropa af klóróformi í baðmull og láta það hjá dýr unum og loka glasinu vel og láta það vera lokað í 20—30 mín., svo að öruggt sé, að dýr- in deyi. Varast skal að anda klóróformi eða ether að sér, og þarf að loka ílátinu, sem vökvinn er geymdur í, sem fyrst, svo að ekki gufi úr glas- inu. Þegar dýrin eru dauð, er venjulegast að þurka þau, ag eru notaðar mismunandi að- ferðir, eftir því hvaða dýra- ættir er um að ræða. Til að þurrka fiðrildi, þarf að nota sérstakar skordýranálar, ag er þeim stungið í gegnum miðjan frambolinn á þeim, svo að ekki verði nema 14 af lengd nálar- innar ofan við dýrið. Síðan eru fiðrildin sett í sérstök spenni- borð, til þess að hægt sé að þurrfca þau með útbreidda vængi. Skordýranálar og spenniborð fást ekki hér á landi, en hægt er að fá nál- arnar erlendis, mismunandi gildar, í sverleikum frá 000, 00, og 1-4. Bjöllur mál vel líma með gúmmílími á smápappírsspjöld og hafa langa lítuprjóna til að stinga í gegnum pappírsspjöld in, aftan við bjöllurnar, og stinga títuprjónunum með dýr unum á niður í kassa með ein- angrunarplasti í botni eða ein- hverju öðru, sem hentugt er að stinga prjónunum í. Bjöll- urnar verður þó að þurrka í opnum kassa. Flugur og æðvængjur eru þurrkaðar á prjónum, ef prjón ar eru ekki til. Til þess að lýsa nánar söfn- un og meðferð á skordýrum, þarf alllangt mál og hef ég þetta því ekki lengra. Safnari." 'k Á ökumaður hvergi rétt nema í bíl- skúrnum? Jón Erlings skrifar: „Velvakandi góður! Ég sendi þér hér með nokkr ar spurningar, er leituðu á mig, þegar ég las, að lögregl- an væri farin að sekta öku- menn fyrir að ako yfir „zebra- brautir." Hvenær ætla yfirvöld að fara að framfylgja lögum við- víkjandi gangandi vegfarend- um þær fimmtíu og eina viku á ári, er ekki nefnast „UM- FERÐARVIKA“ ? Með öðrum orðum: Því fær ökumaður sektir en ekki gangandi? Því þarf gar.gandi vegfar- andi ekki að hlíta umferðar- ljósum? Hvers vegna er gangandi ekki sektaður fyrir að virða ekki rétt ökumanns? Hvar er ökumaður í algjör- um rétti? (f bílskúrnum?) Með þökk fyrir væntanlega birtingu. Jón Erlings.“ — Sem betur fer mun nú vera farið að reyna að tugta gangandi umferðarlagabrjóta til, þótt sjálfsagt mætti gera meira að því. íþróttafélag kvenna Leikfimikennsla hefst hjá félaginu mánudaginn 2. okt. í Miðbæjarskólanum, og verður framvegis mánudaga og fimmtudaga kl. 8 og 8.45. Nánari upplýsingar og innritun í síma 14087. STJÓRNIN. Weston - teppi 'W á ber steingólf ofið yfir allt gólfið Álafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 13404. 'Á- Kvikmyndagagn- rýni „Bíóhundur" skrifar: „Kæri Velvakandi! Mér finnst einkennilegt að lesa í dálkum þínum skamm- ir vegna þess, að fleiri en einn rita gagnrýni á kvikmyndum í Morgunblaðinu. Mér þykir einmitt mjög skemmtilegt, að margir skuli fá að gagnrýna kvikmyndir í Morgunblaðinu, og ekki spillir það fyrir, að gagnrýnendur virðast vera menn með mjög ólíkan smekk og jafnvel skapgerð. Því má það ekki koma fram? Það gerir hieidur ekkert til, þótt tveir eða fleiri skrifi um sömu mynd og dæmi hana mis jafnlega. Mér fmnst það fróð- legt og veit, að svo þykir fleir um áhugamönnum um kvik- myndir. Kemur til Svo er hér að lokum lít- il títuprjónssstunga til kvik- myndagagnrýnanda eins (ekki við Morgunblaðið): Hann seg- ir: „Ég hef ekki kynnzt verk- um þessa manns áður, en eft- ir þessari mynd að dæma . . . sé ég ekki betur en hann komi til.“ Hvað þýðir þetta? Er þetta danskt (þýtt upp úr „Ekstrabladet") eða íslenzka? Ég hef heyrt talað um, að ein- hver komi einhverri til, þeg- ar hann vill leita ásta við hana og að einhvér verði til, þegar hann drepst. En hvað þýðir „að koma til“? Bíóhundur." '+r Kona skrifar um konur við stýrið „Kæri Velvakandi! Ég var að enda við að lesa grein, sem birtist í Morgun- blaðinu 20. sept. Þar er þess getið, að helmingur þeirra öku manna, sem umvöndunar þurfa við vegna gangbraut- anna, sé kvenfólk. — Ég varð nú ekki hissa á þeirri útkomu. Ég verð að segja það um mín- ar kæru kynsystur, að því bet- ur ,sem ég kynnist þeim á fjór um hjólum, því ver kann ég við þær. Ég er sjálf búin að aka í nokkur ár, og mér hefur oft gramizt, hve þær eru takt lausar við gangandi, og einnig akandi, í því sambandi að hleypa manni í umferðina! Ég hefi oft mátt bíða með höfuðið öfugt á bolnum í margar mín- útur, sem er fremur óþægileg stelling, nema maður sé æfð ballettdansmey, ti! að gá, hvort ég gæti nú skotizt frá stöðu- mælinum eða út úr hliðar- götu. Oftast eru það hinir svo kölluðu „gæjar“, sem hafa bjargað mér frá hálsríg og hlot ið að launum, mitt sætasta sparibros. Ég held, að mergur- inn málsins sé sá, að við sætu og „eexí“ konur höldum að við getum ávallt heimtað þessa svo riddaralegu kurteisi af sterkara kyninu, en þar skjátl ast okkur hrapallega. Við höf- um engan sérrétt í umferð- inni og eigum aldrei að fá. Kæru kynsystur, hættið að stara á göturnar út um fram- rúðuna, eins og dáleiddar hæn ur á strik, lítið til hægri og vinstri, og þá verðum við aft- ur til fyrirmyndar. — Kæru leigubílstjórar, hættið að stela réttinum af hinum, þá verðið þið beztu bílstjórax í heimi!! — Mikið ertu annars skemmtilegur alltaf, Velvak- andi minn góður!! Um daginn skammaðist kona yfir plastpokakartöflum,, svo var það önnur í sumar sem var vond út í bréfpokana og vildi fá að sjá, hvað það var, sem hún keypti. Ýmislegt er á asnanum rið- ið, eða hafður á herðum sér, eða greyið og hann bara teymdur allt til að þóknast öðr um! Jæja ég verða að halda áfram með þvottinn minn, vertu nú blessaður, með þökk fyrir birtinguna. E J u ir Kartöflu-umbúð- irnar Velvakandi þakkar bréf- ið frá E. J., en hún hefur les- ið eitthvað lauslega bréfin írá konunum, sem kvörtaðu und- an kartöflusölunni. Sú fyrri vildi ekki kaupa köttinn í sekknum: þ.e hún vildi hafa kartöflurnar í gagn sæjum pokum, svo að sjá mætti útlit vörunar. Hin síð- ari kvartaði alls ekki undan plastpokunum, því að hún taldi þá einmitt ágæta, en hins vegar kvað hún það ó- hæfu, að skítugar og umfram allt rakar kartöflur væru sett ar í pokana, því að þá mygla þær, eins og komið hefur á da-ginn. — Bréf hefur borizt frá „Húsmóður í Keflavík“, sem segir, að þar syðra sé hægt að kaupa tandurhreinar, hvííar og þurrar kartöflur. Þannig á það auðvitað að vera, en full- langt er fyrir reykvískar hús- mæður að bregða sér eftir kart öflum suður í Keflavík. En Kannski gætu þær fengið kart öflurnar sendar hingað inneft ir; það er ekki meira en að smygla mjólk flugleiðis frá Akureyri. EIIMAMGRIilMARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggj andi RÚÐUGLER 2-4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. J7U77 SÍMI 1-30-76 11 mmim i n i >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.