Morgunblaðið - 29.09.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 29.09.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1967 Útgefandi: Hf. Arvakur, R’eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. KAUPUM ÍSLENZKT T^uttugasta og níunda Iðn- þing íslendinga kemur saman á erfiðum tímum fyr- ir iðnaðinn sem aðrar atvinnu greinar landsmanna. Breyttir viðskiptahættir, frjáls inn- flutningur og aukið vöruúr- val hafa valdið ákveðnum iðngreinum töluverðum erfið- leikum á undanförnum ár- um og við það bætist nú hinn . almenni samdráttur í atvinnu lífinu vegna verðfalls og afla- brests. Af þessum sökum er þeim mun athyglisverðara og jafn- framt ánægjulegt að sjá hve heilbrigða og raunsæja af- stöðu iðnaðurinn hefur tek- ið til breyttra aðstæðna. I setningarræðu sinni sagði Vig fús Sigurðsson, forseti Lands- sambands iðnaðarmanna: „Iðnaðarmenn óska ekki eft ir innflutningsbanni á iðnað arvörur, en þeir telja eðlilegt, að metinn sé aðstöðumunur innlendra og erlendra fram- leiðenda og þjóðhagslegt gildi þess innlenda verði metið, þó nokkru sé dýrara, án þess að óhagstætt geti talizt fyrir þjóðarheildina.“ Margir aðrir hagsmuna- hópar í þjóðfélaginu mættu taka sér þessa afstöðu iðnað- arins til fyrirmyndar. Þótt frjáls innflutningur og aukið vöruúrval hafi skapað iðnað- inum verulega erfiðleika, hafa forustumenn hans þá víðsýni til að bera að krefj- ast ekki innflutningstak- markana. Það sjónarmið er hins vegar sanngjarnt og eðli legt, sem forseti Landssam- bands iðnaðarmanna setur fram, að landsmönnum ber að meta gildi þess fyrir þjóð- arheildina, að iðnaðarfram- .leiðsla og margvísleg þjón- ustustarfsemi fari fram inn- anlands en ekki utan. Innlendur iðnaður hefur á undanförnum árum búið við breytingatíma. Slík tímabil eru jafnan erfið, meðan þau standa yfir, en það mun koma í Ijós, að íslenzkur iðnaður er nægilega traustur til þess að standast þessa errfiðleika og koma út úr þeim sterkari og öflugri atvinnugrein, sem framleiðir betri vöru og veit- ir betri þjónustu en áður. Hinir breyttu tímar hafa held ur ekki einungis valdið iðn- aðinum erfiðleikum heldur skapað honum mörg ný tæki- færi. Ný verksmiðjuhús og heil iðnaðarhverfi hafa risið af grunni á undanförnum ár- um, nýjar og betri vélar ver- ið teknar í notkun og lána- málum iðnaðarins hefur ver- ið komið á nýjan grundvöll, þannig að lánaaðstaða iðnað- arins er nú gjörbreytt frá því sem var. Kaupum það sem ís- lenzkt er á að vera kjörorð landsmanna, og með þeim hætti geta allir landsmenn átt þátt í því að efla íslenzkan iðnað. NÝ VERK- EFNI FYRIR SKIPASMÍÐA- STÖÐVARNAR k síðustu árum hefur nýr stóriðnaður risið upp hér á landi, þar sem eru stálskipa- smíðarnar. Þessi iðngrein hefur verið byggð upp fyrir dugnað og djörfung fámenns hóps manna og með öflugum stuðningi iðnaðarmálaráð- hera, Jóhanns Hafsteins. Að undanförnu hefur gætt verk- efnaskorts hjá stálskipasmíða stöðvunum og hefur það að sjálfsögðu valdíð áhyggjum. í ræðu sinni við setningu Iðn- þingsins benti Vgifús Sigurðs son, forseti Landssambands iðnaðarmanna á, að íslenzku stálskipasmíðastöðvarnar framleiða skip, sem eru sam- bærileg að verði og jafnvel fremri að gæðum en þau skip, sem eru smíðuð erlendis. — Hann vakti einnig athygli á því, að hagstæðari lán fást út á skip smíðuð hérlendis en er- Iendis. Af þessum sökum er það vissulega undarlegt, að menn skuli fremur leita til erlendra skipsmíðastöðva með nýbyggingar skipa. Jó- hann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, upplýsti í ræðu sinni á Iðnþinginu, að unnið hefði verið að því að kanna hverjar væru hentugustu gerð ir fiskiskipa, og þegar því starfi væri lokið, væri ætlun- in að hjálpa skipasmíðastöðv- unum að byggja skip af þeirri gerð, án þess að kaupandi væri fyrir hendi í upphafi. Iðnaðarmálaráðherra upp- lýsti ennfremur að líkur væru á, að fá mætti stórt verkefni fyrir skipasmíðastöðina á Ak- ureyri, ef hið opinbera gæti stuðlað að nokkru meiri fjár- öflun en verið hefði, eða 85% í stað 75%. Einnig sagði Jóhann Hafstein, að í athug- un væri að láta smíða nýju strandferðaskipin hér innan- lands, ef til vill skuttogara og loks minist hann á ráð- stafanir til þess að láta fram- kvæma stórviðgerðir hér á landi en ekki erlendis. Þessi ummæli iðnaðarmála- ráðherra sýna glögglega að ríkisstjórnin gerir sér glögga grein fyrir nauðsyn þess að skipasmíðastöðvunum verði útveguð nauðsynleg verkefni Godtháb á Grænlandi Áfengisneyzla er mikið vandamál í Grænlandi - ÞAÐ voru fluttir inn 205.300 lítrar af áfengi og 8.6 millj. flöskur af bjór í Grænlandi á því síðasta ári, sem tölur eru enn fyrir hendi um, 1965, handa 40.000 íbúum, en af þeim er helmingur yngri en 15 ára. Hvers vegna drekkur fólk svona mikið á Græn- landi? í stuttu máli er svarið þetta: Hvað ætti það annars að gera í frístundum sínum? Möguleikar þarna á skemmt- unum i frístundum, eru svo lítilvægir, að varla er unnt að greina þá. Þannig er komizt að orði í danska blaðiniu B.T. um áfengismál og félagslíf í Grænlandi fyrir skömmu og verður vart annað sagt, en þar sé kveðið fast að orði. En frásögn blaðsins heldur áfram og segir svo: Einu sinni var þessu á annan veg farið. Þá varð fólk að strita nótt sem nýtan dag til þess að eiga of- an í/ sig að éta næsta dag. Nú er hægt að sækja matinn í búð Konunglegu Grænlands verzLunarinnar. Þar er einn- ig unnt að fá föt — og stíg- vél og skó. Frístundunum skal ekki eytt í að búa þessa hluti til. Þjóðleg list er í þann veginn að deyja út. Sjónvarp er ekki fyrir hendi og það heyrist varla neitt til út- varpsins. Kvikmyndahús eru fá og kumbaldaieg og mynd- irnar, sem sýndar eru, þeim mun lélegri. Það eru sagðar feikilegar hendi á því, hve oft fóilk hef- ur eirð í sér til þess að sækja kvöldskóla, það er of kalt til þess að hanga á götuhornun- um og hver nennir að fara í gönguferðir upp í fjöllin eða fara á veiðar, þegar það er ekki nauðsynlegt til framfæris lífinu? Skömmtun. f nokkrum bæjum ríkir bann á sölu áfengis í viku- lokin, svo að á fimmtudögum er bara eitt ráð til: að kaupa svo marga kassa af bjór, að menn geti verið vissir um, að þeir eigi nóg, af eitthvað yrði um að vera um helgina. Og hvers vegna að láta bjór- inn liggja og staðna í flösk- unum, þegar einu sinni er bú- ið að ná í ihann. Reyndar er einniig til skömmtun á bjór, og þegar skömmtun er á einhverju, þá er það einfald- lega skylda manns að kaupa allan skammtinn — og sjá svo um, að það verið nóg pláss fyrir hendi í húsinu, þegar næsti skammtur er keyptur. Það eru sagðar feykilegar sögur um, að 60.000 flöskur af bjór hafi verið seldar á nolkkrum klukkustundum í bæ einum, þar sem ekki hafði verið til bjór í nokkrar vik- ur. En er þetta óeðiilegt? Hefði þetta ekki gerzt í hvaða öðrum dönskum bæ sem væri, er hefði verið settur í „þurr- kví?“ Síðasti umgangur. Það er viðburður út af fyr- ir sig að fara á þær fáu græn- lenzku veitingastofur, sem 'il eru. Það er verra en í Sví- þjóð. f Godtháb má t.d. ekki selja bjór á veitingahúsi fyrr en eftir kl. 17 og fram til kl. 22.30. Fáeinum mínútum t fyrir 22.30 blinka ljósin. Það er merki um, að nú sé verið að byrja á síðasta umgangi. Og hvílíkur umgangur verð- ur það efcki. Það er rogazt með bjórinn fram á borðin — öll glös eru dregin fram. í einum hvelli eru þau fyllt — og síðan er drukkið. Kl. 22.45 kemur þjónustustúlkan aftur og fjarlægir allar flöskurnar, en áður er komið í veg fyrir hættuna á því, að nokkuð verði eftir í þeim. Það er drukkið svo stíft, að dansgólf- ið er næstum tómt, því að kl. 23 enu öll glös tekin af borð- unum og enginn lætur hálf- fullt glas renna sér úr greip- um. Er nokkuð við því að segja að margir verði drukknir und ir svona kringumstæðum? Enginn veit, hvaða ákortur á Framh. bls. 12 og er þess því að vænta að úr rætist innan skamms. SIGLUFJÖRÐUR í ÖÐRU SÆTI CJiglufjörður var um áratuga- ^ skeið síldarhöfuðborg ís- lands, en eftir að síldin færði sig út fyrir Austfirði hefur þessi frægi síldarbær búið við síldarleysi. En þetta er nú að breytast. Líklega gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir því, að Siglufjörður er nú önnur hæsta löndunarhöfn landsins, aðeins Seyðisfjörður er hærri og munar þó ekki miklu. Þessi breyting er á orðin vegna síldarflutninganna. — Síldarflutningsskipið Haförn- inn hefur í sumar flutt síld til Siglufjarðar með þeim glæsilega árangri, sem að of- an getur. Þessi staðreynd sýnir, að síldarflutningarnir hafa raun verulega valdið byltingu í atvinnumálum einstakra landshluta og hefur framsýni og dugnaður feðganna í Bol- ungarvík, sem fyrstir hófu til raunir með síldarflutninga, nú borið ríkulegri ávöxt en menn grunaði þegar þessar tilraunir hófust á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.