Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1967 19 ÁTTRÆÐ f DAC: Arnbjörg Sigurbar- dóttir Keflavík — í>VÍ MUNDU fæstir trúa við fyrstu sýn, að Arnbjöfg Sigurð- ardóttir hefði nú í dag 80 ár að baki sér, svo ungleg er hún í út- liti og skýr í hugsun. En stað- reyndum verður þó eigi móti mælt. Arnbjörg er Snæfellingur að ætt, fædd í Bergþórsbúð á Arn- arstapa. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Vigfússon og Sigríður Guðmundsdóttir. Syst- urnar voru fjórar, og lézt ein þeirra í bernsku. Þegar Arn- björg var 7 ára að aldri fluttist hún með foreldrum sínum að Smyrlhóli i Haukadal í Dala- sýslu. í>ar og á fleiri stöðum í Dölunum ólst hún upp. Árið 1904 kom ungur maður, Hannes Einarsson, norðan úr Skagafirði vestur í Dali. Gerðist hann vinnumaður á heimili for- eldra Arnbjargar. Þau felldu hugi saman, og var þar með stigið fyrsta skrefið á farsælli og gifturíkri samleið, sem þau áttu í 42 ár. Þau bjuggu fyrstu árin í Döl- unum, en árið 1912 fluttu þau til Keflavíkur og áttu þaj heima alla tíð upp frá því. Börn þeirra urðu 13 alls. Fjögur þeirra létust í bernsku, en einn sonur þeirra, e.r Ellert hét, lézt af slysförum nú fyrir fáum árum. Mann sinn missti Arnbjörg ár- ið 1947. Eftir það ‘hefir hún lengst af dvalið á heimilum dætra sinna í Keflavík. En yfir- leitt má segja, að börnin öll, >g tengdabörnin, hafi lagt sig fxam við að veita móður sinni og tengdamóður verðskuldaða um- hyggju og gera ævikvöldið hennar svo hlýtt og bjart, sem í þeirra valdi hefir staðið. Þótt Arnbjörg beri aldurinn vel, þá er ekki þar með sagt, að ævibrautin hennar hafi verið greiðfær og baráttulaus og lífið oftast brosað við henni. Á hinu fjölmenna heimili annti hún af hendi sitt ævistarf og hiklaust má fullyrða, að hún hafi skilað hlutverki sínu með sæmd. Oft varð hún að gegna bæði hlut- verki föður og móður, þegar eiginmaðurinn var langdvölum fjarri heimili sínu við öflun nauðþurfta. Þá var vinnutími húsmóðurinnar oft ærið langur, en hvíldarstundirnar stuttar, stopular og fáar. En Arnbjörg stóð trúlega á verðinum, hóg- vær, einörð og kærleiksrík, og þeir eiginleikar reyndust sigur- sæl vopn í hinni hörðu lífsbar- Arnbjörg og fjórir ættliðir hennar . Loewe Opta Sjónvarpstækin í úrvali. Hagstætt verð. Greiðsluskilmálar. Örugg þjónusta. Rafsýn hf. Njálsgötu 22. Sími 21766. áttu. En innsti og sterkasti þáttur- inn í skapgerð Arnbjargar er þó trú hennar, — Guðstraust henn- ar. Það hefir ávallt komið gjörst í Ijós, þegar mest hefir reynt á og raunabrekinn nsið hæst á þeirri leið, sem nú liggur henni að baki. Og þaðan á hún tví- mæialaust rætur sínar að rekja, birtan sem ávallt fylgir henni og heiðríkjan, sem svipur hennar býr jafnan yfir. Það er eins og skáldið sé bein- línis að tala um Arnbjörgu í þessu fagra og alkunna erindi: „Elli, þú ert ekki þung anda, Guði kærum. Fögur sál er ávailt ung undir silfurihærum". Guð blessi þig, Arnbjörg mdn, á þessum merku tímamótum ævi þinnar. Hafðu hjartans þökk fyrir einlæga vináttu og góðvild í minn garð fyrr og síðar. Þess skal að lokum getið, að Arnbjörg verður stödd í Aðal- veri í Keflavík í dag og tekur þar á móti vinum sinum á milli kl. 4 og 6. Bj. J. Einbýlishús 130 ferm. 5 herbergja íbúð, ásamt kjallara og upp- steyptum bílskúr, er til sölu. Húsið ei á nýbygg- ingarsvæði við Melaheiði í Kópavogi. Selst fok- helt. Fasteignasalan Hús og Eignir, Bankastræti 6 — Símar 16637 og 18828. Heimasímar 40863 og 40396. Sýnishorn af okkar verði < í heilum pakkningum I Hveiti pr. kg. 8,94. Strásykur pr. kg. 6,36. Bl. ávextir „Ligo“ 1/1 ds. 51,20. Ananas 1/1 ds. 36,15. Ananasvökvi Vt ds. 13,50. Jarðarber V2 ds. 29,90. Perur V2 ds. 25,05. Maggi-súpur 13,65 pk. Handy-Andv 34,80 br. Skipkútar (7,2 kg.) 481,60. Dixan 3 kg. 215.00. 6—11 í plastfötu 165,35. Tómatsósa „Valur“ 22,60. Camel 27,27 pk. Kent 30,0.2 pk. Melónur pr. kg. 30.00. Appelsínur pr. kg. 22.00. Sólgrjón 1 kg. 16,90. W.C. pappír 6,30 rl. Lux handsápa 9,30 stk. Tómatsósa „Valur“ 4 kg. kr. 162,60 br. Opið föstudaga kl. 2-10 Opið iaugardaga kl. 9-4 Aðra daga kl. 2-6 AFGREIÐUM VÖRUNA SAMTÍMIS. Góðtemplarahúsið Vegna mikillar aðsóknar verður rýmingarsölunni haldið áfram næstu daga KÁPUR KJÓLAR DRAGTIR STRETCHBUXUR BLÚSSUR o.m.fl. SEM ÁÐUR 40 - 60% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.