Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1967 31 SAMSÆRI UM FJÖLDAMORD — skipulögð af blökkumönnum í USA Philadelphia, 28. sept. NTB. SKÝRT var frá þvi á skrifstofu ríkissaksóknarans í Philadelphia í dag, að han hefði undir hönd- um upplýsingar, sem sýndu fram á að í undirbúningi hefði verið víðtækt samsæri öfga- samtaka blökkumanna um að eyðileggja bandarískar borgir í samræmdum uppþotum og óeirð- um. Aðstoðarmaður saksóknarans, William Wolf, skýrði frá þessu, en fyrr hafði saksóknarinn sjálf- ur, Arlen Specter, upplýst, að menn hans hefðu komið upp um þær fyrirætlanir stjórnar hinna byltingarsinuðu samtaka blökku manna — RAM — og ráða af dögum með eitri ýmsa ráðamikla embættismenn, m.a. sjálfan saksóknarann, James Tate, borg- arstjóra og Frank Rizzio, lög- reglustjóra — og fimmtán hiundr uð lögreglumenn. Saksóknarinn sagði, að fundizt hefðu í fórum þessara manna RAM 298 grömm af Cyankalium, sem væri nóg til að koma meira en fimmtán hundruð mönnum fyrir kattar- nef. Ætlunin hefði verið að SteypubíU vult ú hUðinu STEYPUFLUTNINGABfLL frá Malar- og steypustöðinni á Ak- ureyri valt út af þjóðveginum hjá Höskuldsstöðum í Öngul- staðahreppi klukkan 16:20 í dag. Bíllinn var með þrjá rúmmetra af steypu, þegar hann fór á hlið- ina út af vegarbrún, sem er á annan metra á hæð. Var bíll- inn að mæta fólikstoíl, þegar óhappið varð og sprakk vegar- brúnin undan hinum þunga steypubíl. Fólksbíllinn var kom- inn fáa metra fram hjá heim- reiðinni að Höskuldsstöðum, þar sem bílarnir hefðu getað mætzt vandræðalaust. Furðu litlar skemmdir urðu á steypubílnum, og ökumann sakaði ekki Öll steypan fór forgörðum en bíllinn náðist upp í kvöld og þurfti til þess tvo krana. — í rússviesltti UNGUR piltur slasaðist im borð í síldveiðiskiipnu Sveini Sveinbjarnarsyni frá Neskaup- stað á sunnudag. Lenti hann með höndina í blökkinni og meiddist allmikið. Hjálpar- skipið Goðinn flutti piltinn um borð í rússneska skipið Dauria, þar sem gert var að meiðslum hans. Er þetta í fjórða skiptið sem íslenzkir síldveiðisjómenn leita á náðir Rússanna með meiðsli sín. Mbl. talaði í gær við Kristján Sveinsson, skip- stjóra á Goðanum og spurði hann um viðskiptin við Rúss- ana. Rússarnir hafa reynzt okkur ákaflega hjálplegir, sagði Krist- ján. Fjórir íslenzkir síldveiði- sjómenn hafa nú notið læknis- hjálpar um borð í Dauria og einn liggur enn í sjúkrahúsinu þar um borð. Dauria er 25.000 blanda eitrinu í kaffi og smurt brauð, sem lögreglumenn fengju venjulega í mötuneytum lög- reglunnar, þegar óeirðaástand væri. Wolf sagði, að Philadelphia hefði átt að vera miðstöð eyði- leggingarstarfsemi þessara manna. f júni sl. voru 16 félagar í RAM-samtökunum handteknir í Philadelphia og New York, grunaðir um að hafa ráðgert að myrða nokikra forystumenn hóg- værari blökbumanna, svo sem dr. Martin Luther King, Roy Wilkins og Whitney Young. Einn RAM-félaganna, Antihon Montie- doz, var handtekinn í Chicago á miðvikudagskvöldið, og er búizt við að hann verði afhentur lög- reglunni í PhiladelphL t»á sagði Wolf, að lögreglan í stóru borg- unum á austurströndinni og Detroit og Cincinnatti, væru að leita tveggja af fimm forsprökk- um samsærisins. Fjórði maður- inn er í fangelsi í Philadeilphiu og sá firnmti, — sem gaf lögregl unni upplýsingarnar — er undir 'hennar verndarvæng. Aítoha í Peking Hong Kong, 27. sept. — NTB: 32 ÁRA gamall Kínverji, Li Fang chen að nafni, hefur verið tekinn af lífi, sakaður um njósnir í þágu Bandaríkjamanna. Alþýðudóm- stóll í Peking dæmdi hann til dauða. Þetta er í þwíðja sinn á einni viku, sem fréttir berast frá Kína um aftökur. Fréttastofan Nýja Kína kallaði Li Fang-chen „sérlegan útsend- ara bandarískra heimsvalda- sinna“ og sagði að hann hefði verið sendur til Peking frá Hong Kong í september 1965 ásamt konu sinni til að safna hemaðar- legum og efnahagslegum upplýs- ingum. Konan og tveir a'ðrir, sem viðriðnir voru málið voru dæmd- ir í ævilangt fangelsi af alþýðu- dómstólnum, en dómurinn var kveðinn upp á fundi þar sem rúmlega 10.000 manns voru sam- ankomnir. skipi — tonna skip og þar um borð eru fjórir læknar, þar af einn tann- læknir. Auk þess að vera spítala skip eru um borð í Dauria fram- kvæmd alls kyns verksmiðju- störf, m. a. niðursuða á síld. Það er okkur til háborinnar skammar að ekkert slíkt skip skuli fylgja íslenzka síldveiði- flotanum, sagði Kristján. Lækna skorturinn er mjög tilfinnan- legur á sildarmiðunum. T. d. varð það í gærkvöldi, að maður nokkur veiktist um borð í einu skipanna og þurfti að komast undir læknis hendur. Hann var fluttur um borð í Haförinn, sem hélt til lands með sjúklinginn en sú sigling tekur um tvo sól- arhringa. Sjá allir, hversu fjar- stætt þetta ástand er og hve að- kallandi er að breyta því til hins betra, sagði Kristján að lokum. Vidar Lönn Amesen Vinsælasta dægurlagið — á Norðurlöndum valið á laugardaginn EITT ÞÚSUND unglinga á Norð- urlöndunum velja vinsælasta diægurlag haustsins á laugardag- inn kemur (30. sept.). Kjósa þau það úr syrpu tíu laga, sem vin- sælust eru í hverju landi, en hvert land hefur sent tvö lög í keppnina. Verða lögin að vera flutt af innlendum hljómlistar- mönnum. Dagskrá þessi verður tekin upp á föstudagskvöld og er efn- inu safnað saman í Osló, en þar er miðstöð upptöikunnar, og plöt- urnar spilaðar þar. Unglingarnir mega ekki greiða lagi frá sínu landi atkvæðL Klukkan 14.00 á laiugardag verður svo dagskránni útvarpað beint um öll Norðulöndin frá Osló. Kynnir og stjórnandi af hálfu Ríkisútvarpsins er Jónas Jónas- son, en aðalstjórnandi er Norð- maðurinn Vidar Lönn Arnesen. Þetta er í fyrsta sinn, sem Ríkisútvarpið tekur þátt í slíkri samvinnu við útvarpsstöðvarnar á Norðurlöndunum, og í fyrsta sinn, sem íslenzkir unglinga-r fá tækifæri til þess að greiða at- kvæði iu.m vin.sælaista dægurlaigið á Norðurlöndum, og í fyrsta sinn sem íslenzk lög eru send 1 slíka keppni. - AFTÖKUR Framh. aif bls. 1 fyrrverandi ráðherrar, þeirra á me'ðal dr. Subandrio fyrrum utanríkisráðherra, sitja enn í fangelsi og eiga þeir á hættu að verða dæmdir til dauða. — Liðsforingjarnir voru skotnir til bana í herfangelsi nálægt Bantung, höfuðborg Vestur- Jövu, í gær. - INDVERJAR Framh. a/f bls. 1 kastið mundi ekki auka öryggi hlutlausra ríkja heldur grafa und an því. Þar sem þessi lönd ættu það á hættu, að verða fyrir kjarnorkuárás frá kjarnorku- veldunum, yrðu þau að fá trygg- ingu fyriir öryggi síiniu. Rúmenski fulltrúinn gagnrýndi einnig uppkasti'ð, og sagði að ekkert eftirlit yrði haft með kjarnorkuvígbúnaði kjarnorku- veldanna og einnig væru engin ákvæði um afvopnun þeirra í uppkastinu. —BÚDDAMUNKAR Framh. af bls. 1 *á þá flugiðkeyti í misigripum úr Ibandarískri þyrlu á æfingum' tfyrir sunnan Siaigon í dag. Flug- iskeytið lenti í hópi hermanna, isem fylgdust með æfingunum. 128 bandaTÍskir henmenn féllu lí bardöguim í síðustu viku miðað ivið 236 vibuna á undan. Harðar loftárásir voru gerðar í dag á Btöðvar Norður-Vietnammanna rétt sunnan við vopnlausa beltið. Norður-vietnamiSka fréttastof- >an hélt því fram í dag, að banda- rískar flugvélar hefðu gert loft- árásir á höfnina í Saigon síðan jí marz li965. Sprengjur hefðu tfallið á sovézk, bínverisk, break tog ítölsk skip. - GRÍSKI Framh. af bls. 1 ann, Stylinos Patakos hershöfð- ■ingL frú Vlachos um að hafa móðgað meðlimi stjórnarinnar í viðtali við ítalska blaðið „La 'Stampa". Samkvæmt góðum 'beimildum sagði frú Vlaehos ríkissaksókn- aranium, Konstantín Anastassopo ulos maijór, að texti viðtalsins í „La Stampa" hefði verið úr lagi 'færður og ikæmi ekki heim við ■frumritið, sem hún afhenti sak- sóknaranum afrit af. Hún sagði. að hún hefði ebki ætlað að móðga grísku stjórnina og ráð- herra hennar í viðtalinu, að því er þessar heimildir herma. Harðorð gagnrýni. Frú Vlachos, sem er 56 ára gömiúl, 'hefur hvað eftir amnað gagnrýnt leiðtoga herforingja- stjórnairinn'ar. Hún hætti að gefa út tvö áhrifamikil og hægrisinn- uð blöð, sem hún á, „Kathimer- ini“ og „Mesimerini", þegar her- inn brauzt til valda 21. apríl Patakois innanríbisráðherra sak- aði frú Vlachos á þriðjudaginn um að hafia móðgað stjórnina, sérstaklega þó 'hann sjálían og 'Papandopolus ofursta, sem er að- ■stoðarforsætisráðlherra. í viðtal- inu við „La Stampa hiefði hún 'bállað leiðtoga Grikklainds" „fá- Vísa miðlungsmenn". Fyrir fcíu dögum sagði frú Vlachos, að grtska stjórnin hefði ákveðið að eyðileggja fjárhag þeirra blaða, sem settu það skil- yrði fyrir því að koma út, að blöðin 'hefðiu algert frelsi. Öll af- brot sem framin hafa verið síð- an herinn tók völdán heyra und- ir herdómstó'la í Aþenu og 'hin- •um ýmsiu ihéruðum Grikklands. 'Sjálf hefur firú Vlachos neitað bð gefa blöð sín út á ný fyrr en ritskoðun hefur verið aflétt. AFP hermir, að orðrómur sé á kreiki um það í Aþenu, að Kon- stiantín Kolias, forsætisráðherra, 'hafi lagzt gegn kröfum herfor- ángja í stjórnimni um að frú Vla- chos yrði varpað í fangelsL TÞagaS ium Kanellopoulos. Jafnframt hermir AFP, að gríska herforingjastjórnin hafi svarað með þögn hinni eldfimu kröfu, er Panayotis Kanellopoul- os, fyrrum forsætisráðherra bar fram í gær, þess efnis, að póli- tískt frelsi yrði endurreist Frétta Titanar í Aþenu eru sammála um, að grísku herforingjarnir hafi komizt í mikinn bobba: Annað hvort verði þeár að hafa ummæli ihins virta leiðtoga að emgu eða 'láfca til skanar skríða gegn hon- um. En seint í dag höfðu yfirvöldin ekki gert neinar ráðstafanir gegn hinum hófsama hægri leiðtoga, sem er 64 ára 'gamall. Hann 'gerði sig sekan um freklegt broti 'á neyðarástandslögunum í land- inu, er hann fordæmdi stjórnina í viðtali við er.lenda fréttaiútara ‘í gær og kallaði hana einræðis- ’stjórn Kanellopolos, sem hefiur setið í stofuvarðhaldi síðan 21. ’apríl, sagði í lannarri yfiriýsingu í dag, að hann væri reiðubúinn að mæta fyrir rétt, og um leið lagði hann áherzlu á, að hann hefði rátt til að láta í ‘ljósi skoð- anir sínar og því mundi hann halda áfram. Neitað um lán. 1 frétit frá Brússel segÍT, að að- ildarlönd Efnahagsbandalagsins ■hafi svtarað ólýðræðislegum til- ■hnei'gingum grísfcu stjórnarinnar með því að neita henni um tíu milljón dollara lán, sem hún fiór fram á frá Fjárfestingarbanka Evrópu. Stjórn EBE fjallaði -um miálið á fund'i i dag og ákvað að veita grísku stjórninni ekki fram ar lén úr banbanum á þeirri for- sendu, að handtökur grískra þirug manna hafi torveldað eðlilega framkvæmd samningsins um, aukaaðild Grikklands að Efna- hagsbandalaginu. Samkvæmt samningum 'hefur Gribkjum áður I verið veitt 60 milljón dollara lán, isem þeir hafa enn ekki notað, en fcalið er víst að þessu lánj verði haldið efitir. Fréttaritari NTB hermir, að utanríkisráðherrar EBE-land anna muni ræða á fundum á mánudag og þriðljiudaig bvont viðhalda sbuli samningnum um aukaaðild Grikklands eða breyta' honum. - BÓK Fnamh. af bls. 2 Jólin. Skal þar fynst tielja vand- aða bók um séra Bjarna heit- 4n Jónsson vígslubiskup, og ihef- ur húm m.a. að geyrna samtöl þaiu er Matthías Johannessen, ritstjóri, átti við séra Bjarn-a, en einnig segir Áslaug Ágústsdóttir, ékkja hans, frá samvistum þeirra. Hefur Andrés Björnsson Skrásett þetta. Þá eru í bó'binini ræður og hugvekjur eftir séra Bjarna, ræðia sú er Magnús Jónsson flutti, þegar Bjarni var kjörinn heiðurs dokor við Háskóla íslands og loks ræða bisbupsins, er útför séra Bjarna var gerð. Hin bókin er þriðja og síðasta bimdiið af endurminningum séra Sveins Víkings, og segir þar frá presfcskaparárunum. Kvöldvöku'útigáfian á 10 ára afmæli nú í haust, en hún hef- ur á þessum árum gefið út um 25 'bækur, auk tímarits, sem hætti göngu sinni 1961. í ilefni af aifimælinu hefiur útgáfan látið endurprenta þrjú miálverk; sem e'kki hafa áður verið endurprent- uð. Þetta eru Mótorbátur við ströndina eftir Gunnlaug Schev- ing, Seglbátur eftir Finn Jóns- son og Hlóðaeldhúsið að Gaut- löndum eftir Gumnlaug Blöndal. Handbækur sjá um dreifimgu og sölu á þessum endurprentunum. Mál og menning. Frá Máli og menningu eru væntanlegar: ljóðabókin Fiðrilda dams eftir Þoristein Valdimtars- Son, og er sú bók í svipuðum stiíl og Limrur, 'sem bornu út fyrir fiáeinum árum. Ennfiremur ljóðabókin Rímuljóð eftir Tryggva Emilsson, verkamann. Fyrir nokkrum árum gaf út- gáfan út tvær kviður eftir Jón Helgasom, prófiessor í Kaup- mammahöfn, en nú koma út fjór- ■ar kviður eftir hann, sem hlot- ið hafia heitið Kviður frá Gotum og Húnum. Tvær skáldsögur eru og vænt- anlegar. Er önnur etftir Björn Bjarmam og kallar höfundur bók ina Tröllin. Hin er fyrsta sbáld- saga Drífiu Viðar og nefnist ‘Fj alladalslilj an. Mál og menninig gefur út bók- ina Endurminnimgar um Lenín, ‘og er meginefni henraar eftir 'konu haras, Krupskaja. Kemur 'bókin út í tilefni 50 ára bylting- arafmælisins rússneska en Hall- dór Stiefánsson hefur þýtt hana. Gunnar Beediktsson verður 75 ára í oktióber, og í tiletfni af því Verður gefið út greinasafn etftir hann. Er þer aðallega fjaillað um koraur á tímum Snorra Sturlu- 'soraar. cAinnar M. Magnúss hefiur ttekið saman bók, sem nefnist Ár ■og dagar, í tálefni af 50 ára tafmæli Alþýðusambandis íslands 'í fyrra. Er bókin svipuð í snið- um og Öldin okkar, eða eiras kon- iar anraáll. Þá kemur út bókin Jarðfræði etftir Þorleif Einars- son, og loks Rauða kverið, rit ium Mao í þýðingu Brynjólfs iBjamasonar. Fróði. Fróði verður fjórar bækur nú. Fyrst skal hér talin upp bókin Um eyjar og annes eftir Berg- •svein Skúlason II. bindi, og Stúd- entinn í Hvammi, skáldsaga etftár 'Bjarraa Þorsteirasson í FirðL Þá koma út tvær barnabæbur: Til ævintýralanda eftir Eirík Sig- urðsson, skólastjóra á Akureyri ■og sænsk bók er nefraist Pip á skólaferðalagi. Snæfell. Bókaútgáfan Snæfell er einnig með fjórar bækur: Miannraunir, 'bók sem segir frá hetjudiáðu'm eftir ýmsa höfundia, og svo Gigi eftir Colette fyrir kvenþjóðina. Fyrir böm og unglinga er Kvöld- stundir með Kötu frænku eftir Jón Kr. ísifield og bók um ævin- týri Tom Swift. islenzkir síldveiðisjó- menn fá læknishjálp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.