Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKT. 1967
17
AÐALVÍK OG
SÆBÓLSFJALL
— eftir Helga Hallvarðsson
ÞEGAR komið er norður fyrir
ísafjarðardjúp, er fyrsta víkin
þar Aðalvík. Þessi vík er mynd
uð af tveimur fjöllum, Riti að
sunnanverðu og Straumnesfjalli
að norðanverðu. Aðal'vik er
komin í eyði, eins og allar þær
vfkur, sem fyrir norðan hana
liggja, alflt að Horni. Ef ég man
rétt munu um það bil 14 ár
síðan hún lagðist í eyði. Það
er með Aðailvíkina, eins1 og aðr
ar víkur, sem nú eru fcomnar
í eyði, að ekki hefur hún get-
að stært sig af öðrum samgöng-
um en frá sjó: Þegar kiomið er
inn í víkina frá sjó, blasa við
manni húsaraðirnar að norðan-
og sunnanverðu í víkinni. Látra
vík nefnist sú, sem að norðan-
verðu er, en Sæból sú að sunn
anverðu. Og þegar komið er í
land á öðrumhvorum þessara
staða, blasir við manni ýmis-
legt, s»em segir sögu þessara
staða, og búskaparhættir þessa
harðduglega fólfes, sem þarna
bjó, leyna sér ekki..
En ekki mun fólkið, sem
þarna bjó, alveg hafa gileymt
sínum heimahögum, því nofckr-
ar fjölskyldur, sem eitt sinn
byggðu þess-a vík, og aifkom-
endur þeirra, koma þarna ein-
staka sinnum á sumrin, og
dveljast þar smátíma hverju
sinni, rifja upp gamlar endur-
minningar og veiða silung í
vatninu. En einkennilegt þykir
manni að koma þarna í land á
þessum norðlægu slóðum, stað,
sem Grælandskuldinn vefur
örmum öðru hvoru, að verða
fyrir ágengni mývargsins engu
minna en við Mývatn. En það
hefur sagt mér fólk, sem þarna
bjó, að mýbits hafi það aldrei
orðið vart við meðan það bjó
í Aðalvík, og telur því helztu
líkurnar fyrir þessum mývargi
stafi af þeirri margra ára ó-
hirðu, sem Aðalvík er nú bú-
in að vera í.
Oft leita skip og bátar inn
á Aðalvíkina til að liggja af
sér veður, en það er efeki nema
í landáttum, sem þar er hægt
að liggja, því í hvössum haf-
áttum getur víkin orðið eins
og sjóðandi grautarpottur.
En eitt hefur Aðalvíkin haft
fram yfir aðrar víkur og firði
landsins, en það er hin hern-
aðarlega þýðing fjallanna, sem
mynda víkina, Sætoólsfjall,
sem svo er kal'lað, og kemur
í framhaldi af Ritnum, var að-
seturstaður brezka hersins í síð
asta stríði. Og þegar Bandaríka
varnarliðið kam hingað, setti
það upp varnarstöð á Straum-
niesfjalli, sem nú hefur verið
lögð niður, þar sem aðrar varn
arstöðvar hafa leyst hana af
hólrni. Af þessu má því sjá,
að fjöllin, sem mynda Aðalvík,
hafa verið talin mikilvæg varn
arkerfi landsins, við hugsan-
legum árásum frá lofti og sjó.
Ekki er að efa að tilkoma
brezka liðsins til Aðalvífeur, og
það peningafllóð, sem í kjölfar
þess hefur komið, hafi breytt
fjárhagslegum hag ítoúanna til
Aðalvík séð ofan úr fjallsihlíðinni.
þess betra. Og ekki er heldur
að efa að sú vinna, sem Aðal-
víkingar létu brezka hernum í
té, hafi ekki verið svikin, því
þetta fólk var vant við vinnu
og aftur vinnu.
Sæbólsfjall er nokkuð bratt,
hæð þess um 480 metrar, og á-
byggilega hefur það verið sízt
í huga Bretans að ganga það
upp og niður. Þeir létu því
leggja rennibraut upp fjallið,
og var raflmagnsspil á brún
þess, sem dró vagninn, er flutti
mennina í vinnuna á morgnana,
eða _ verði, sem fara áttu upp
á fjallið. En tE þess að hifa
upp vagninn þurfti að sjálf-
sögðu mann við spilið. Til
þeirra verka var ráðinn ungur
Aðalvíkingur, sem varð að
byrja á því á hverjum morgni
áður en vinna hófst, að hlaupa
Hreinsun meðal tékkneskra rithöfunda;
Þrír kunnir rithöfundar
reknir úr flokknum
ÞRÍR kunnir tékkneskir rit-
höfundar hafa verið reknir
úr tékkneska kommúnista-
flokknum og virSist, sem
brottvikning þeirra sé byrjun
á hreinsun á meðal óánægðra
menntamanna. Hinn 27. sept.
sl. skýrði útvarpið í Prag frá
því, að Ivan Klima, A. J.
Liehm og Ludvik Vaculik
hefði verið vikið úr flokkn-
um fyrir skoðanir, sem „ekki
gætu samrýmzt þátttöku i
flokknum". Fjórði rithöfund-
urinn, Jan Prochazka var
tekinn af lista þeirra, sem
kjörnir skyldu í miðstjórn
flokksins, fyrir „pólitísk mis-
tök“.
Miðstjórn flokksins mælti
ennfremur með því, að
„Literarni Noviny“, dagblað
rithfundasambandsins yrði
fengið í hendur menningar
og upplýsingarráðuneytinu.
Var blaðinu gefið að sök að
vera orðið „vettvangur and-
stöðukenndra pólitískra skoð
ana“.
Á þingi tékkneska rithöf-
undasambandsins, sem háldið
var 27.—29. júní sl., gagn-
rýndu Klima, Liehm ög
Vaculik harðiega stefnu
stjórnarinnar í innanlands-,
utanríkis- og menningarleg-
um málefnum.
Gagnrýndi leifar stalinismans
Ludvik Vaculik er kunnur
maður í bókmenntaheimi
Tékkóslóvakíu, en hann hef-
ur skrifað tvær skáldsögur:
„Annríkt hús“, sem kom út
1963 og „Öxin“, sem gefin
var út 1966. 1 fyrri bókinni
eru gagnrýnd áhrif persónu-
dýrkunar ,sem fram koma í
menntun æsku landsins, og í
hinn ruddalegi háttur, sem
hinn ruddalegi háttuir, sem
hafður var á, þegar sam-
yrkjuskipulaginu var komið
á í sveitum landsins. Fyrir
þessa bók hlout hann verð-
laun rithöíundasambandsins
1966. Báðar þessar bækur
ráðast gegn leifum Stalins-
tímabilsins.
Vaculik er fæddur 23. júlí
1926 rétt við landamæri Sló-
vakíu. Fimmtán ára gamall
fór hann að vinna í Bataverk
smiðjunum í Zlin, sem nú
heitir Gottwaidov, þar sem
hann varð síðar skrifstofu-
maðuir. Hann stundaði nám
1946—1948 í háskóla þeim
fyrir þjóðfélagsvísindi, sem
þá var nýstofnaður.
Síðar starfaði hann sem
kennari við heimavistarskóla.
Eftir að hafa gegnt hérþjón-
ustu, var hann um skeið rit-
stjóri við útgáfufyrirtækið
„Rude Pravo“. 1957 fór hann
að starfa við vikuritið
„Beseda“ og stuttu síðar að
stjórna æskulýðsdagskrá tékk
neska útvarpsins. Hann skrif
aði einnig i mánaðarritið
„Kveten“, sem nú er bannað
og i málgagn rithöfundasam-
bandsins Literarni Novinty.
Sat í fangabúðum nazista
Ivan Klima hefur gefið út
margar bækur, þar á meðal
bók um Karel Capek ,en fyrir
hana hlaut hann harða áminn
ingu í Rude Pravo. Eins og
Vaculik gagnrýndi hann, að
samyrkjubúskapnum var
komið á með nauðung, og í
skáldsögu sinni „Stund þagn-
arinnar" sem kom út 1963,
lýsir hann, hvernig samyrkju
búskap var komið á í Sló-
vakíu eftir 1950. Hann hefur
einnig skrifað leikrit, sem
ber heitið „Kastalinn".
Klima fæddist 1931 og er af
Gyðingum kominn. Hann sat
um skeið í fangabúðum naz-
ista í Terezin.
Rithöfundarnir fremst
í flokki menningarand-
stöðunnar
A. J. Liehm hefur starfað
við ritstjórn Literarni Noviny
í mörg ár. Hann er einnig
kunnur kvikmiyndagagnrýn-
andi. Hann kornst í ónáð hjá
stjórnarvöldum Tékkósló-
vakíu 1964 fyrir að birta við-
tal við Georg Lukács, marx-
istiskan heimspeking frá
Ungverjalandi, sem jafnframt
var bókmenntagagnrýnandi,
en í þessu viðtali lét Liehm
það undir höfu'ð leggjast að
benda á, að Lukács hefði sætt
gagnrýni í Ungverjalandi og
verið sviptur stöðu sinni þar
af ungverska kommúnista-
flokknum, sem féllst ekki á
skoðanir hans.
Það hefur vakið athygli, að
allir þessir þrír rithöfundar
störfuðu við Literarni No-
viny, sem verið hefur í fylk-
ingarbrjósti í and(stöðu
menntamanna gegn stjórnar-
völdunum.
upp fjallið, til að hifa mann-
skapinn upp. Fyrir þetta fékk
hann há/lftíma í eftirvinnu á
hverjum degi, og efast ég um,
að þeir væru rnargir nú, sem
taka vildu að sér þetta starf
fyrir ekki meiri greiðslu en pilt
urinn fékk. Að minnsta kosti
ekki ég'. Það tók mig þrjú kor-
tér að komast upp fjallið, og
þakkaði ég það mikið, þegar
upp var komið, að tungan í
mér sfeyldi vera föst við ann-
an endann, þvi hún lá á „tampi“
út í annað munnvikið, eða harð
sperrurnar daginn eftir, ææ og
ÓÓ. En laun erfiðisins voru
greidd á vissan hátt. Aðalvíkin
lá fyrir neðan og skartaði sínu
fegursta á þessum sólardegi, og
kyrrðin var algjör, það heyrð-
ist ekki fugl kvaka. Frá fjalls-
brúninni er um kortérs ganig-
ur til þess staðar, sem Bretinn
hafði herstöð sína, og er farið
eftir vegi, sem lagður var á
þeim tíma.
Á leiðinni rifja ég upp sögu,
sem ég heyrði sagða af þeirri
miklu stund, þegar fyrsta út-
borgunin fór fram á veguim
Bretana til þeirra Aðalvíkinga,
sem hjá þeim unnu, en það
voru tuttugu þúsund krónur, sem
verkstjóranum voru afhentar
og átti hann síðan að greiða
mönnum sínum af. Gamalli konu,
sem þarna hafði búið altlan
sinn aldur, og heyrði þessa pen
ingaupphæð, varð mikið um,
sló á lærið á sér og sagði „Tutt
ugu þúsund krónur, þetta hlýt-
ur að setja brezka ríkið á höfuð
ið“. Ekíki er að efa að það hefði
orðið saga til næsta toæjar, ef
Aðalvíkingum hefði tekizt það,
sem Þjóðverjum ekki tókst, að
koma torezka ríkinu á kné fjár
hagslega.
Staðurinn, sem brezka herlið
ið hefur valið sér á fjallinu,
er um 50 metra frá yztu brún
þess að sunnanverðu, og er
hengiflug Grænuhlíðarinnar
þar fyrir handan. Það er ógern
ingur að sporna við því að hug
ur manns fari á flug, þegar mað-
ur kemur að þeim hlutum, sem
enn eru eftir á fjallinu frá því
á stríðsárunum. Það er eins og
fcomið sé að hlutum, sem enn
hafa ekki gert sér grein fyrir
því að stríðinu sé lokið, og að
öld geimvísinda sé tekin við.
Þessir hlutir eins og fallbyss-
an, sem enn reynir að sfearta
sínu fegursta, virðist bíða eftir
því að óvinaflugvól eða óvina-
sfeip komi í augsýn, eða radar-
inn, sem á sínu 27 ára, varðbergi
virðist enn hafa augun opin,
skimandi út á hafið eða upp í
lloftið eftir óvininum. Og þó
svo að ýmsir spjátrungar
mundu nú hlæja að þessu
fornaldarlega tæki, þá myndu
þeir, sem á þeim árum töldust
óvinir, og þeir vísindamenn,
sem nú ógna öllum hininhnött-
um með radargeislum, hneigja
höfuð sitt í virðingarskyni við
þetta tæki, sem svo mikinn þátt
átti í þvi að vinna sríðið. Að-
eins steyptir veggir húsanna,
þarna standa nú uppi, en
þó stendur radarhúsið enn, og
er ekki að sjá annað en að það
Framtoald á bls. 19
Fallbyssian bíður reiðubúin.