Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKT. 1967 t f BOÐI íslenzk-ameríska félagsins eru þessa dagana staddir hér á landi góðir gest- ir, þar sem eru þau Dr. Dill- on Ripley, forstjóri Smithson- ian-stofnunarinnar í Washing ton og kona hans. Dr. Ripley er mjög þekktur fuglafræðing ur og hafa þau hjónin unnið að fuglarannsóknum á Ind- landi og löndunum þar í kring. Hann er forseti alþjóða fuglavernunarráðsins, einn af stjórnendum World Wild- Dr. Ripley og frú hans. Vill stuila ai alþjóðlegum náttúrurannsóknum hér - segir dr. Ripley, forstjóri Smithsoninan stofnunarinnar life Fund, sem nýlega veitti ríflegan styrk til kaupa á Skaftafelli í Öræfum; hann hefur og stutt mjög að Surts- eyjarrannsóknum. Dr. Ripley hefur skrifað fjölda bóka um fugla og fuglalíf, bæði visinda legs eðlis og fyrir almenning. 15 millj. gesta á ári. Dr. Ripley hefur veitt Smithsonian-stofnuninni for- stöðu síðan 1964, en undir þá stofnun heyra flest söfn Banda ríkjastjórnar í Washington og ennfremur margs konar rannsóknarstarfsemi. Hann lauk doktorsprófi við Har- vard háskólann 1943, en starf aði síðan ilengst af sém pró- fessor og safnstjóri við Yale- háskólann. Á fundi með blaðamönnum á Hótel Sögu í gær, sagði hann rri.a. í stuttu máli: — Ýmsir hafa spreytt sig á að skilgreina Smit'hsonian- stofnunina með misjöfnum árangri. Sumir virðast jafn- vel álíta, að þar sé helzt að finna ýmsa einskisverða hiluti, lítt forvitnilega og til engra nytja, sem enginn vilji eiga. Og vissulega kennir þar margra grasa, svo sem flugvélar Lindbergs, er hann flaug á yfir Atlantshafið, og flugvélar Wrights-bræðra, kjóla forsetafrúar Bandaríkj- anna og þar fram eftir götun- um. S.l. ár hafði stofnunin fengið 15 millj. gesta, ugg- laust kæmu sumir tvisvar og aðrir oftar; enginn kostur væri á að festa reiður á því og enginn vissi, hvers konar fólk þetta væri né hvaðan það kæmi. — Smithsonian-stofnunin hóf starfsemi sína 1)846. Hún er sjálfstæð stofnun, en nýt- ur fjárhagsstyrks Bandaríkja- stjórnar. Þegar í upphafi lögðu forráðamenn hennar sig fram um geymslu ým- issa verðmæta, sem ekki virtust hafa mikið gildi við fyrstu sín eða fyrir samtíðina. Þannig átti stofnunin frum- kvæði að margs lconaT rann- sóknum og athugunum, í því sambandi veik dr. Ripley að því, að þegar 1848 hefðu ver- ið lögð drög að veðurrann- sóknum víðs vegar um Banda ríkin af stofnuninni; stofnun- in hafði forgöngu um og styrkti friðun svæða fyrir indíánaþjóðflokka og aflaði upplýsinga um menningu þeirra og siðvenjur; hún hafði forgöngu um fiski- og haf- rannsóknir 1870, styrkti til- raunir með flug, áður en Wright-bræður smíðuðu flug- vél sína, og þegar á árinu 1916 voru uppi tilraunir með eldflaugar. „Allir héldu, að hér væri brjálaður maður á ferðinni“, sagði dr. Ripley, „Við vissum, að hann var það ekki og styrktum hann“. Dr. Ripley gat þess einnig, að stofnunin hefði skipzt á vísindalegum ritum við önn- ur lönd, svo að miUjónum skipti, hefði áhuga á nánara samstarfi þjóða á milli um varðveizlu ýmissa náttúru- verðmæta og einkenna o.s.frv. ísland liggur vel við náttúru- rannsóknum. í»á veik Dr. Ripley að nátt- úru íslands, en hér kvað hann náttúrulegt jafnvægi hafa haldizt, svo að undrun sætti, og lauk lofsorði á ísilendinga fyrir skilning þeirra á því bæði fyrr og síðar. Fyrir þess ar sakir kvað 'hann ísiand mjög vel til þess fallið, að hér kæmist á alþjóðleg sam- vinna um náttúrurannsóknir, bæði til lands og sjávar. Kvað hann stofnun sína m.undu hvetja mjög til slíkrar sam- vinnu hér á landi. Það væri kostur siíkrar sam- vinnu, að hún þyrfti ekkert að trufla, hvorki stjórnmál né efnahagsmál. Hér hefði hún tækifæri til að sýna mátt sinn og stiyrk. Dr. Ripley varaði við hvers konar ofveiði og lagði áherzlu á, að með því væri hinu nátt- úrulega jafnvægi raskað með afleiðingum, sem enginn gerði sér grein fyrir. Lauk hann lofsorði á islenzk stjórn arvöld í þessu sambandi og kvað hann ísilendinga mega láta meir iiil sín taka á þessu sviði á ■ alþjóðlegum vett- vagi. Benti hann á að nú væru aðeins 200 steypireyðar eftir í heiminum vegna hinn- ar taumlausu ofveiði undan- genginna áratuga. Dr. Ripley kvaðst nokkuð hafa kynnzt íslenzku fugla- lífi og sérkennum þessum með bréfaskiptum við Finn Guðmundsson fuglafræðing. Lét hann í ljós áhyggjur um framtíð þess vegna ásóknar minksins. Hann minntist og á Surtseyjarrannsóknir og það einstæða tækifæri, sem vísindunum byðist þar til að rannsaka, með hverj.um hætti líf glæddist á slíkum eyiend- um. í ræðu, sem Dr. Ripley hélt á árshátíð íslenzk-amer- íska félagsins í gærkvöldi, sagði hann m.a. í lauslegri þýðingu: — Það er okkur hjónum sönn ánægja að vera hér, og með því hefur gamall draum- ur okkar rætzt. Og þó að þetta sé fyrsta heimsókn okk- ar til íslands, höfum við heyrt svo mikið og lesið svo mikið um land ykkar, að okk ur finnst við þekkja ykkur mjög vel. Við höfum lengi haft tengsl við vísindamenn og sagnfræðinga á íslandi, bæði við Smitshonian-stofn- unina og við Yale-háskóla, þar sem ég kenndi um árabil, áður en ég fór til Washington. Síðan ræddi dr. Ripley um hið náttúrulega jafnvægi hér á landi bæði fyrr og síðar, sem hefði viðhaldizt til lands og sjávar. Kvað hann íslend- inga snemma hafa gert sér Ijóst mikilvægi þess og af þeim sökum ættu íslendingar og gætu látið meir til sín taka á alþjóðavettvangi með því að stuðla að varðveizlu og skynsamlegri hagnýtingu náttúrunnar gæða. Þeir þekktu viðfangsefnið frá fyrstu hendi og hef6u ein- stæða reynslu i þeim efnum, sem öðrum þjóðum ætti að vera betur kunn. STAKSTEIMAR „Bcua góðir kommar á Islandi" Þórir S. Gröndal skrifar „Bréf frá Harrisburg" í Tímann s.l. miðvikudag, þar sem hann rekur kynni sín af flóttamanni frá einu Eystrasaltsríkjanna, sem hefur sagt honum margt af fólskuverkum Sovétmanna gagn- vart þegnum þessara ríkja. Þórir Gröndal skýrir frá því, að hann hafi fengið leyfi til þess að skrá í fáum' dráttum reynslu þessa vinar síns, en segir síðan: „Um daginn gerðist svo aftur það, aff hann fór að færast undan því aff saga hans og nafn birtust á prenti. Landi hans í New York hafffi látið hafa við sig blaða- viðtal þar í borg fyrir nokkrum mánuðum, gerðist það þá í hans gamla heimalandi, aff réttarhald er sett á sviff, að honum anff- vitað fjarstöddum og hann dæmdur fyrir föðurlandssvik. Mun þetta hafa valdið raunum miklum fyrir ættingja mannsins, sem enn búa í gamla landinu. Þetta hefur einnig valdið mestu leiffindum meðal landa hans hér í Ameríku, því í réttarhaldinu var hann sagður vera nazisti. Ég spurffi Anton við hvern hann væri hræddur, ekki væri Tím- inn lesinn í Rússlandi, hann sagði að íslenzku kommarnir mundu þýða þetta og koma þvi áleiðis til húsbænda sinna í aust- urvegi. Ég sagði að hann hefði algjörlega rangt fyrir sér, ís- lenzkir kommar væru góðBr kommar. Þeir myndu engum mein gera, þeir væru friffelsk- andi fólk, hjálpuðu verkalýffn- um að fá góð kjör, rækju lítiff veitingahús og stunduðu meira að segja bókaútgáfu. Anton sagði þá að ég væri nytsamur sakleysingi, sem vissi ekkert um kommúnisma. Hann spurði hvort aðrir íslendingar væru jafn vitlausir og ég. Hvort viff héldum raunverulega aff komm- arnir á fslandi ætluðu sér nokk- uð annað en að bylta löglegri stjóm landsins, með hvaða ráff- um, sem tiltækileg væru. Hann sagði líka að það væri okkur mátulegt að þeim tækist það og af okkur yrði skorið nef og eyru fyrir sofandaháttinn! Og nú er ég búinn að birta sögu Antons án hans leyfis, með því sýni ég kommunum heima feikimikiff traust og leik mér jafnframt aff örlögum Antons og ættingja hans. Eg veit að þið kommar heima munu ekki bregðast þessu trausti mínu, það mundi nefnilega verða erfitt fyrir mig að líta framan í Anton, næst þegar ég kem til Ohio, ef ég mundi frétta að áttræðum fcður hans í gamla landinu hefði verið varpað í fangelsi." 'Púkinn Kommúnistablaðið vitnar í gær í giein Olofs Lagererantz í Dag- ens Nylieter um bók Svetlönu. Hann ritar rækilega um efni bókarinnar, og gefur af henni góða mynd: „Það sem Svetlana hefur að segja er geysilega fróff- Iegt.“ (af utomordentlig inter- essa) segir Lagercrantz. En áuff- vitað sleppir Þjóðviljinn því. Og víst er bókin stórkostleg og vel skrifuð heimild. En tilvitnanir kommúnistablaðsins í grein t Lagercrantz eru býsna athyglis- verðar. í grein sinni líkir hann riefnilega kommúnismanum í Rússlandi við helvíti, enda ætti hann að kunna skil á staðnum vegna þess að hann er sérfræff- ingur í helvíti Dantes. Þykir Morgunblaðinu ekki ástæða til að draga úr þessari samlíkingu, en því má bæta við, að þessi staður er uppfullur af púkum, og ætti Þjóðviljinn gerst um þaff að vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.