Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 28
I HJflRífl BORGAMNNAR ALMENNAR TRYGGINGARP LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1967 AUGLYSINGAR SÍMI SS«4«80 Síldin á hraöri ieið til iands IVIannekla veldur hvar- vetna erfiðleikum SILDVEIÐIN hefur verið að glæðast síðustu daga og síld- in er á hraðri leið að land- inu. Saltað var í gær í flest- um söltunarstöðvum norðan Iands og austan, en mjög há- ir það söltun hve fátt fólk er á stöðunum til að vinna við síldina. Nokkuð hefur verið reynt að bæta úr fólksekl- unni síðustu daga og í gær fór Tryggvi Helgason tvær ferðir til síldarbæjanna á Austur- og Norðausturlandi með fólk til að vinna við síld- ina. Mbl. hafði samband við fréttaritara sína á nokkrum stöðum og fara frásagnir þeirra hér á eftir: 50 þúsnndasta tonnið með Haferni Siglufirði, 6. okt.: — Hér hef- ur verið saltað á þremur plömim í daig og hafa þá alls verið sa.lt- aða.r hér 5—6000 tunnur. — Það mun,u vera um 2500 tunnur sem Slysá gangbraut UM Klukkan hálftíu í gærkvöldi var ekið á mann á Miklubraut. Mun hann hafa slasazt á höfði og var fluttur á Slysavarðstof- una. Ekki var nánar kunnugt um meiðsl nans er blaðið fór í prentun. Slvsið varð á gangbrautinni, sem liggur yfir Miklubraut skammt austan Miklatorgs. tekið hefur verið á móti í dag trl söltunar og í frystingu. Þá los aði Haför.ninn hálfan farm hér í nótt og hefur hann þá losað hér yfir 50 þúsund tonn af síld í sumar. í nótt og á morgun eru vænt- anleg hingað 5—6 skip með síld. — Steingrímur. Framboð meira en hægt er að taka við Raufairhöfn, 6. okt.: — Hér hefuir verið saltað á öllum stöðv- um í nótt og í dag. Frá því í gær og þar til i rnorgun höfðu verið saitaðar hér 3000 tunnuir. Síldin nýtist mjög vel og gengur sama og ekkert úr, en síldin eT flokk- uð í flokkunarvélum. Saltað verður í kvöld og fram eftir nóttu eftir því sem fóik treystist til. — Skipin eru nú innan við 20 tíma í land af miðunum. Mikil vandræði eru með söltunarfólk. Fólk er alltaf að koma að og hér er fólk af ýmsum þjóðum, tvær stúlkuir eru frá Ástralíu, þá er hér Ara.bi, Japanir og fólk frá Austurríki, . Þýzkalandi, Kanada og Svíþjóð. Hér eru 4 sænskir uimboð'S- menn síldaTka.upimanna og eru við tvo þeirra í morgun og þeir sögðu að síldin væri góð og vildu ólmir fá bana saltaða handa sér. Sjómönnum ber saman um að Framhald á bls. 27 Olíklegtaðmikillmann- afli fáist frá Færeyjum — til síldarsöltunar EKKI era horfur góðar á því, að takast muni að afla verulegs mannafla frá Færeyjum til síld- arsöltunar austanlands. Fréttaritari Mbl. í Færeyjum símaði til blaðsins, og sagði að undanfarna daga hefði birzt aug lýsing í Þórshafnarblöðum frá tveimur íslenzkum aðilum og þar óskað eftir færeyskum stúlk um og mönnum til vinnu við síldarsöltun. Varðandi söltunarstúlkur frá Færeyjum sagði hann, að ís- lendingar þyrftu ekki að búast við að margar gæfu sig fram, þar sem að þar tíðkaðist yfir- leitt ekki að stúlkur ynnu við síldarsöltun, þær „þola ekki lykt ina“, ein.s og hann sagði. Þá taldi hann ekki heldur líklegt að stór hópur færeyskra karlmanna Skipulagðri leit að týndu vélinni hætt Brak fannst út af Vatnsnesi, sem rannsaka fpart nánar SKIPULAGÐRI leit að týndu flugvélinni og flugmanni henn- ar Lárusi Guðmundssyni var hætt í gærkveldi, þar sem hugs anlegt leitarsvæði hafði þá ver ið fullkannað, án þess að það bæri árangur. Áfram mun þó verða fylgzt með fjörum, og svæði á helztu flugleiðum grand skoðað áfram úr lofti Þá hefur Slysavarnafélagið beðið alla gangnamenn að svipast um eft- ir hinni týndu fiugvél. í gær voru kannaðir allir fjallatindar, sem eftir voru, svo og endurleitað á mörgum svæðum. Flogið var um Húna- flóa og Skagaíjarðarhálendið beggja vegna fjarðarins. Svo og flogið yfir Hofsjökul, Langjök- ul, Eiríksjökul og Þórisjökul. Allar flugvélar á áætlunarflug- leiðum til annarra landshluta höguðu flugi sínu þannig að þær gætu leitað á svæðum, sem til greina gat komið að týnda vél- in hefði na.uðlení á. Skömmu áður en myrkur skall á í gærkveldi var flugvél að leita á hálendi Vatnsnessins og þar í kring, en nesið var eitt þeirra svæða ,sem ekki var talið vera kannað nægilega vel. Fann hún þá brúsa og fleira brak í sjónum um eina og hálfa sjómílu frá næst nyrzta bæn- um á nesinu, Valdalæk. Fóru menn á bát frá bænum Súlum, sem er þarna skammt fyrir sunn a.n, til að kanna þrakið. Er gert ráð fyrir að sýnishorn af því, verði sent til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. flykkja.st til íslands, vegna þess hve lang væri liðið á haustið. AIHr sem vettlingi geta valdið taka til hendinni við síldina á söltunarstöðvunum norðanlands og austan þessa dagana. Þessi mynd er tekin á sildarstöðinni Hafblik h.f. á Vopna- firði fyrir fáum dögum. (Ljósmynd Haraldur Gíslason). Biskup Islands aðstoðaði v/ð vigslu sjómannakirkju i Grimsby Grimsby, Englandi 5. okt. AP: BISKUPINN yfir íslandi, Sig- urbjörn Einarsson aðstoðaði í dag við vígslu nýrrar sijómanna kirkju í Grimsby. Nýja kirkjan er byggð á lóð anglikönsku St. Andrew kirkjunnar, sem fiski- menn í Grim<Jhy sóttu um niu- tíu ára bil. St. Andrews kirkjan vair rifin fyrir fimm árnm, vegna endurskipulagningar á gömlu borgarhverfi. Biskupinn í Grimsby, Gerald Colin, framkvæmdi vigsluna með aðstoð Sigurbjarnar Einars- sonar, biskups. Eftir athöfnina sagði Sigurbjörn, biskup: „Ég er mjög hrifinn af kirkjunni, hún er áþekk kirkjunum heima á íslandi". Guðmundiur f Guðmundsson, sendiherra, sem lagði hornstein að kirkjunni í júní, gaf kaleik frá sér og konu sinni. Hann sagði, að athöfninni lokinni, að náin tengsl hefðu ætíð verið á milli Grimsby og íslands. ís- lenzikir fiskimenn hefðu oft ledt- að þangað og fundið þar góðan markað fyrir afla sinn. Sigurbjörn Einarsson, biskup hefur verið í heimsókn hér und- anfarna daga. Á sunnudaginn mun hann predika við sjómanna guðsþjónu.stu, en halda tii ísiands n.k. þriðjudag. Fundur forsætisráð- herranna kl. 4 í dag FORSÆTISRAÐHERRAR 3ja Norðurlanda, Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, Per Borten, forsætiráðherra Nor- egs og Rafael Paasio, forsætirað- Ferðin með Regina Maris gengur að óskum Farþegar biðja fyrir kveðjur heim MORGUNBLAÐIÐ átti í gær simtal við Guðmund Steinsson, einn af fararstjórum Ferða- skrifstofunnar Lönd og Leiða á slkemmtiferðasikipinu Regina Maris, eu þaS er með stóran íslendingahóp. Regina Maris var þá statt á Palma á Mallorka, en þangað hafði skipið komið um morgun- inn. Guðmundur sagði, að ferða- mannahópurinn hafði fengið á- gætisveður mestan hluta leiðar- innar, og allt gengið eftir áætl- un. Engin slys eða óhöpp hafa orðið um borð. Skipið kom til Mallorka frá Napoli, og á miðri þeirri leið hafði skipið að baki 100.000 míl- ur frá því að því var hleypt af stokkunum í maímánuði á fyrra ári. Frá Palma átíi skipið að fara í gærkvöldi áleiðis til Cadix, en þaðan til Lissabon og loks Rotterdam, sem er loka- viðkomustaður skipsins, áður en. það kemur til Reykjavíkur hinn 17. þ.m. Guðmundur sagði, að öllum farþegunum liði vel, og bæðu þeir fyrir kveðjur heim til ætt- ingja og vina. herra Finnlands, voru værtan- legir með fylgdarliði sínu til Keflavíkurflugvallar laust fyrir miðnætti í nótt með þotu Uag- félags íslands. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Tage Erlander, er væntanlegur með flugvél síðdeg- is í dag. Fyrsti fundur forsætisráðherr- anna hefst k'ukkan 4 síðdegis að Hótel Sögu, en í kvöld sitja þeir kvöldverðarboð forsætis- ráðherra íslands, dr. Bjarna Benediktssonar. Á morgun hefjast fundir kl. 10 árdegis að Hótel Sögu, en kl. 12 verður snæddur hádegisverður að Hótel Borg í boði Alþingis. Fundur hefst a'ð nýju kl. 3 síð- degis, kl. hálf fimm verður blaðamannafundur og kl. 17.30 til 19 á sunnudag verður móttaka á Bessastöðum. Forsætisráðherrarnir munu halda heimleiðis á mánudag. Fundur forseta Norðurlanda- ráðs er haldinn í dag og hefst kl. 9.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.