Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKT. 1967 3 Kísiliðjan við Mývatn verðu ’ afhent á það stig, að tilrauna vinnsla getur liafizt, en hún mun standa yíir í 4 til 6 m inuði og verður verksmiðjan þ ví ekki tekin formlega í notkun fyrr en á næsta vori. Myndin er af verksmiðjusvæðinu. í bakgrunni er kísilþróin. Þaðan er kísilgúrnum dælt í tankinn lengst til vinstri, en síðan fer hann í gegnum þurrkarana og ýms vinnslutæki, unz ha nn kemur úi sem hvítleitt duft. Til hægri sést hvar afgangs- gufan streymir út í loftið. (Myndirnar tók Mats Wibe Lu nd jr.) Þessir menn stjórnuðu uppbyggingu Kísiliðjunnar. Frá vinstri: Joe Polfer frá Kaiser Canada, en það fyrirtæki teiknaði og stjórnaði uppsetningu tækja, Pétur Pétursson, sem verið hefur forstjóri Kísilið'unnar meðan byggingaframkvæmdir stóðu yfir, og Birgir Guðmundsson, verkfræðingur. Fisciier enn efsfur á miili- svæðamótinu Sousse, Túnis, 26. ok't. NTB Danski stórmeistarinn Bent Lar- sen var að láta sér nægja jafn- tefli eftir 56 leiki í skák sinni við Tékkann Luben Kavalek í millisvæðamótinu i Sousse í Tún is í dag og er þannig í þriðja sæti ásamt fléirum í mótinu. Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer er enn efstur með sex vinninga eftir sjö skákir, en Ung verjinn Lajos Portisch hefur 5% vinning. Larsen og Tékkinn Hort hafa báðir fimm v. eftir sjö skákir, en Ivkov, frá Júgóslavíu er í fimmta sæti með 4% vinn- ing eftir sjö s'kákir. Næstur á eftir honum er Rússinn Geller með 4 vinninga eftir sex skák- ir. ísionds- almonok 1968 ÍSLANDSALMANAKIÐ 1968 er komið í bókaverzlanir og flytur að venju margvíslegan fróðleik. Af nýju efni má nefna uppdrátt, sem sýnir tímann hvarvetna í heiminum, skrá yfir vegalengd- ir á íslandi með yfirlitsmynd, og töflu, sem lýsir stigaflokkun jarðskjálfta. Þá eru í ritinu kaflar, sem sérstaklega eru ætlaðir skólafólki og lýsa eigin- leikum ýmissa efna og nýjustu skilgreiningum. Hinn stjörnu- fræðilegi hluti almanaksins er með óbreyttu sniði. Hið íslenzka þjóðvinafélag gefur almanakið út á vegum Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Prófessor Trausti Einarsson og dr. Þor- steinn Sæmundsson sáu um út- gáfuna. - KRÝNINGIN Framh. af bls. 1 allir viðstaddii hrópuðu: „Jav- id shah“, þ.e. lifi keisarinn. Síðan krýndi keisarinn keis- aradrottninguna, Farah Diba, sem eitt sinn var nemandi í húsagerðarlist í París, en nú kraup í hvítum satínkjól, á með an krýningm fór fram. Hún er fyrsta konan, sen. nokkru sinni hefur verið krýr.d í 2500 ára gamalli s.ögu írans. Sonur keisarahjónanna, Reza krónprins, var viðstaddur þessa glæsilegu austurlenzku hótíða- athöfn, þar sem hann tindraði og glitraði af eðalsteinum við hverja hreyfingu. Keisarinn va r í dökkblóum einkennisbúningi æðsta yfir- manns hins keisaralega íranska hers. Þegar krýningunna var lokið, gáfu 101 fallbyssuskot til kynna, að athöifnin hefði farið fram, og keisarahjónin áisamt krónprins- inum hófu ferð sina um höfuð- borgina, þar sem mikill mann- fjöldi stóð á götunum og hyllti þau, er þau fóru fram hjá. Hinn ungi krónprins hafði greinilega ------ Lárus Sveinsson. Dixieíand leik- inn í Súlnasal verið undir áhrifum alvöru: hinnar hátiðlegu athafnar og starað beint frarn fyrir sig, á ; meðan krýningin fór fram, en 1 þegar hann var kominn út í sólskinið á nýjan leik, varð hann aftur að sjö ára gömlum j snáða, og hátíðieikinn fór af j | honum, þegar fagnandi mann- j fjöldinn greip athygli hans. I ] Hann veifaði í allar áttir og j teygði sig hvað eftir annað út j um glugga vagnsins til þess að geta séð betur út. Keisaranum og drottningu hans var heilsað með trumbu- slætti og iúðrablætri í sama rnund og þau komu að tröpp- um hallar srnnar og kór söng hyllingarkantötu, sem sérstak- lega hafði verið samin í tilefni krýningaTÍnnar. Alls staðar, þar sem hinn loga gyllti vagn keisarahjónanna ók um á leiðinni í gegnum höfuð- borgina, sem var fánum og blóm um skreytt, hyllti mikill mann- fjöldi keisara'hjónin, en fólk fylgdist með ferð þeirra ekki einungis úti á strætunum, held- ut einnig af húsþökum, svöl- um og úr gluggum húsa, þar sem þau óku framhjó. SÍDASTLIÐINN sunnudag var heldur en ekki líf í Súlnasal Hótel Sögu. Þar var leikið Dixe land-músik af niiklu fjöri af þeim Ragnari Bjarnasyni og fé- lögum, en ennfremur kom Lár- us Sveinsson, trompetleikari, þar fram, en hann nýtur ein- mitt mikilla vinsælda i óska- lagaþáttum úUarpsins um þess ar mundir. Frcgnuðum við að gestum hefði þótt kvöldið hið ánægjulegasta. Við snerum okkur til Ragn- ars og spurðumst fyrir um, hvort áframhald yrði á þessari nýbreytni. Han.i sagði, að þetta hefði verið hin ágætasta tál- breyting, bæði fyrir gesti og hljómsveitarmenn. og því hefðu forróðamenn hússins ókveðið að fá Lárus til að koma fram aftur í kvöld, (föstudag), og gæfist gestum hússins þá tæki- færi til að hlusta á þó dans- músík, sem vinsæiust var fyrir um 20 árum. Sagði Ragnar, að eflaust væru margir, sem hefðu gaman af því að rifja upp dans inn Charleston, sem naut mik- illa vinsælda hér um eitt skeið. Auk þess mun Lárus að sjálf sögðu leika nýjustu lögin sín, en sem kunnugt er kom nýlega út fjögra laga hljómplata, þar sem hann leikur innlend og er- lend lög. Má til gamans geta þess, að það eru þeir félagax úr hljómsevit Ragnars, sem að- stoða hann. Við þökkuðum Ragnari fyrir spjallið, og dixeland lagið, sem allir þekkja. Alexander Ragt- ime Band, hljömaði um Súlna- sal, þegar við gengum út. STAKSTEIMAR Tvenns konar vinnubrögð Stjórnarhættir vinstri stjóm- arinnar voru slíkir, að þeir munu seint líða mönnum úr minni. Fjármálaráðherra í þeirri ríkis- stjórn var Eysteinn Jónsson. Seint á árinu 1957 lagði hann fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1958 mcð stórkostlegum greiðsluhalla og ástæðan var sú að sögn Eysteins, að ekki hafði gefizt tími til að ræða við þing- menn stjórnarflokkanna um hvað gera skyldi í efnahagsmál- um. Það tókst loks þegar komið var fram á vor 1958 og þá voru fjárlög fyrir það ár endanlega afgreidd. Þetta er aðeins lítið dæmi, en einkar skýrt, um vinnu brögð vinstri stjórnarinnar og Eysteins Jónssonar i efnahags- og fjármálum þjóðarinnar. Ætla mætti að Eysteinn Jóns- son og kumpánar hans teldu eng- an ávinning af þvi að þessi máls- meðferð þeirra yrði rifjuð upp nú, en skrif Framsóknarblaðsins síðustu daga gefa þó ótvirætt tilefni til þess, vegna þess að ekki verður annað séð af um- mælum þess og Eysteins, en Framsóknarflokknrinn leggi til að sams konar vinnubrögð verði tekin upp nú og vinstri stjórnin iðkaði með svo hörmulegum ár- angri. „Þá verður að hafa það“ í umræðum um efnahagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinnar flutti Eysteinn Jónsson ræðn, sem fræg er orðin að endem- um. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni, að ríkisstjórnin byrjaði á öfugum enda. Fram ætti að fara „úttekt“ á atvinnuvegunum, til þess að leggja grundvöll að að- gerðum þeirra vegna, en á með- an ættu f jármál ríkisins að bíða og þótt þessi „úttekt“ tæki ein- hvern tíma „yrði að hafa það“. Framsóknarblaðið tekur svo undir þennan söng Eysteins í forystugrein í gær. Hér er aug- ljóslega verið að leggja til að Iáta allt reka á reiðanum svo mánuðum skipti en að mat Ey- steins „verður að hafa það“. Þetta eru sömu vinnubrögðin og vinstri stjórnin tiðkaði og Ey- steinn leggur til að nú verði beitt. Fjárlögin ber að afgreiða fyrir áramót og það er höfuð- nauðsyn að þau verði afgreidd greiðsluhallalaus, ekki sízt á erfiðleikatímum eins og þeim, sem nú eru. En Eysteinn Jóns- son skeytir engu um það. „Það verður að hafa það“, segir Eysteinn, þótt alt reki á reiðan- um. Hér er vissulega um ólík vinnubrögð að ræða. Rikisstjórnin telur það skyldu sína að leggja fram greiðslu- hallalaus fjárlög og gera nauð- synlegar ráðstafanir í því skyni. Framsóknarflokkurinn vill láta allt reka á reiðanum meðan gerð er einhver „úttekt“. Menn muna „úttektar“-starf vinstri stjórnar- innar, sem enn hefur ekki séð dagsins Ijós. Málefni atvinnuveganna Eins og margoft hefur verið bent á í Mbl. leikur enginn vafi á því, að höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar eiga við verulega erfiðleika að stríða vegna verð- falls og aflabrests. Þeir hafa þegar orðið fyrir þeirri kjara- skerðingu, sem nú er óhjákvæmi leg að nái til þjóðarinnar allrar. Hins vegar liggur enn ekki Ijóst fyrir hversu miklir erfiðleikar atvinnuveganna eru. Þegar það liggur fyrir munu ríkisstjórnin og Alþingi að sjálfsögðu taka nauðsynlegar ákvarðanir, það verður ekki látið drasla eins og Eysteinn Jónsson og vinstri stjórnin gerðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.