Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKT. 1967 Ellen D. Minning ESLLEN var fædd Svendsen, í Helsing0r í Danmörku, hinn 15. júlí 1910. Foreldrar hennar voru, Emilie og Wilhelm Svendsen, gleriðjumeistari, þar í borg. >au áttu einnig tvo sonu, en Ellen var frumburður þeirra hjóna, sem bæði eru látin. Nokkrum árum eftir að hún kom til íslands, eöa 6. nóv. 1937, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Kristjáni Bjarnasyni frá Þingeyri, bifreiðastjóra hjá Landssmiðjunni, um margra ára bil, og eignuðust þau fjögur börn. — í marz sl., lézt næst yngsta barn þeirra, Emilie Ward- burg, á 21. aldursári. — Það þarf engan förmála fyrir því, hver áhrif það hefir haft á jafn- viðkvæmt hjarta og Ellen bar í brjósti, svo augljóst er það, og er það þvi engum undrunarefni, þótt nú bilaði það, fyrir aldur fram. En hún lézt af hjartabilun 19: þ.m. — Tveir synir, Guðni og Kristján, eru í föðurhúsum, en dóttirin, Sigríður, er gift í Danmörku. Ellen var um margt sérstæð kona. En umframt allt, var hún t Faðir okkar Magnús Magnússon, lézt í Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 25. október. Börnin. Bjarnason góðhjörtuð kona. Þar var ávallt rúm fyrir dapra sál, á erfiðum stundum. — í hug hennar og hjarta stóð mikil viðkvæmni og fínleiki. Okkur, sem þekíktum Ellen vel, fannst stundum að hún væri alltof viðkvæm og alltof fíngerð, fyrir þessa grófu ver- öld, enda hefir hún ef til vill aldrei samrýmst henni fyllilega. — Það þurfti heldur ekki nema að rétta herani nema eitt lítið blóm, U1 þess að breyta sársauka hennair f bros. Það stóð líka frá'bær hreinleiki í fari hennar og skaphöfn. Það fór ekki framhjá neinum, þegar hún ung að árum, kom hingað til lands, að hún var af fáguðum og agasömum rótum runnin. Hún þurfti þess vegna ýmislegt að yfirstíga, til þess að falla inn í daglegt Iff, í frumstæðum, íslenzkum fiskibæ, eiras og Keflavík var þá. — En þar dvald ist hún við heimilisihald, hjá Guðmundi Kristjánssyni skipa- miðlara, sem rak þá fiskverzlun og útgerð þar. — En vegna þess, að hún kom ávallt auga á það fagra í mannlífinu, fyrst og fremst, sem ekkert síður birtist þar, en annarsstaðar, þá komst hún vel yfir það, þótt margt kæmi herani á óvænt, og væri henni fjarlægt í lífsháttum. Trúfesti og tryggð, var henn- ar aðalsmerki. Enginn mun hafa eignazt fullkomnari vináttu en sá, sem átti hana að vinL Það munu þær bezt geta borið um, Rósa, Vía og Stína. Fegurra samspil í vináttu hefi ég ekki þekkt, en margir fleiri áttu vin- fengi heranar. Þar á meðal ég. Ekki bara í hlýlegu viðmóti, heldur og í raun. Það virti ég líka, met og þakka. Stundum kom ég henni til þess að brosa. Stundum hef ég ef til vill sært hana. En það var óvart. Ógæti- lega hagað orðum, við viðkæma sáL Sönn manralífsfegurð birtist í vinskap hennar. Það verður hennar umibun, í óskráðu lífi. — Hún var að eðlisfari smekk- vís og listræn. Hafði yradi af fagurri, klassískri tónlist. Heim- ili hennar bar þess líka ávallt vott, þótt það væri ekki rík- mannlegt, var það ailtaf fráfoær- lega hreinlegt og smekklegt. Sitt móðurhlutverk rækti hún af þeirri trúmennsku við sam- vizku sína, sem aðeins góð móð- ir getur gert. Danmörk átti góð- an fulltrúa á íslandi þar sem Ellen var. — Það var um haust, — 1933 — sem hún kom fyrst hingað til íslands. Þrátt fyrir það, bar hún vor í au'gum og óskráðar vonir í barmi. Þá voru óráðnar þær rún- ir, sem síðar voru ristar í l,fs- feril þessarar ungu stúlku, á framandi strönd. Sjálfsagt mun það ekki hafa verið ætlan henn- ar þá að setjast hér að, en ör- lögin knýttu hana þeim böndum við ísland, sem ekki urðu rof- in og í dag er hún hulin íslenzkri molcL — Ellen var ekki hægt að kippa upp með rótum. Til þess var hún alltof trygglynd. Þess vegna stóðu rætur hennar ávallt í feðralandi. íslandi fórn- aði hún öllu því, sem hún átti. t Hjartkæra eiginkona mín og móðir mín Lovísa Halldórsson Kópavogsbraut 62 lézt á Landspítalanum að morgni þann 20. október. Helgi Halldórsson og Erla Helgadóttir. t Útför eiginmanns míns Guðmundar Sveinssonar fulltrúa, Suðurgötu 6, Sauðárkróki, er lézt fimmtudaginn 19. þ. m. fer fram frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanna. Dýrleif Amadóttir. t Jarðarför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Benediktssonar, framkvæmdastjóra, Fjólugötu 23 fer fram frá dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. október kl. 10.30. Guðrún Sigurðardóttir, börn, tengdasonur og dótturdóttir. t Guðni Guðmundsson frá Hæðarenda í Grímsnesi, sem andaðist 20. þ. m. veröur jarðsunginn frá Stóru-Borg þriðjudaginn 31. október kl. 2 síðdegis. Tómas Sigurþórsson, Sigríður Jónsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Aðalheiður Sigurðardóttir. - t Útför Sigríðar B. Schram frá Siglufirði, fer fram frá Fossvogskapellu, laugardaginn 28. þ. m. klukk- an 10.30. Steinunn B. Schram, Björn Dúason og vandamenn. t Minningarathöfn um son minn og bróður, Jón Karlsson rafvirkja fer fram í Keflavíkurkirkju laugardag 28. þ. m. og hefst kl. 2 e. h. Jarðarförin fer síðar fram frá Sauðaneskirkju á Langa- nesi. Karl Daníelsson og systkin hins látna. t Innilega þökkum við öllum þeim, er auðsýndu eiginkonu minni og móður okkar Kristínu Magneu Halldórsdóttur Asvallagötu 3 hlýhug og vináttu í veikind- um hennar og veittu henni styrk. Læknum og hjúkrun- arliði Landakotsspítala þökk- um við einnig sérstaklega góða aðhlynningu og umönn- un. Ennfremur þökkum við öllum þeim, er auðsýndu okk- ur samúð og hlýhug við frá- fall hennar og aðstoðuðu okk- ur á margvíslegan hátt. Fyrir hönd vandamanná, Jóhannes Jóhannsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Óskar Jóhannesson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför eiginkónu minnar, móður okkar, tengda móður og ömmu Jónasínu Sveinsdóttur Holtakotum. Einar J. Helgason, Lovísa Sigtryggsdóttir, Helgi Kr. Einarsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Ragnar Þórðarson, Ingigerður Einarsdóttir, Jóhann Eyþórsson, Hlíf Einarsdóttir, Kjartan Jónsson, Dóróthea S. Einarsdóttir, Hörður Bergmann og barnabörn. Þar skilur hún nú eftir sín fræ að leiðarlokum. — Hún hlýtur legstað að launum. Nú er aftur haust, eins og þegar hún kom fyrir 34 árum. Ennþá blunda óskráðu vonirnar og nú komum við auga á það, að haustlaufið hrynur. Það gerð- um við ekki þá, því að þá var aðeins vor í augum. Við, sem þekktum Ellen. Áttum hana að félaga og vini. Við, sem nutum skjóls undir armi hennar og yls- ins frá hjarta hennar, þökkum henni það nú, af alhug, við ferðalok. — Við viljum í þakk- lætisskynb bera harminn við brottför hennar, með eigin- manni hennar og börnum. Biðja Guð, og allar góðar vættir, að annast hana, vel og vandlega. Signa að lokum gröf hennar, með vor í augum, — sem fyrr, eftir mætti. Með alúðarkveðju, Skarphéðinn Össurarson. Margrét Hallgríms- dóttir — Minning Fædd 15/1 1882, dáin 21/18 1967 Hér skilja okkar vegir vina kæra, ég vil þér mínar hjartane þakkir færa. fyrir allt, sem gafstu mér og mínum, og miðlaðir af sönnum kærleik þínum. Ég átti hjá þér æskudaga bjarta, og ylinn fann frá þínu góða hjarta. Og leiðisögn þá, er lýst mér ávallt hefur, og lífi mínu dýra blessun gefur. Þú ástúð veittir bróður börnum / mínum, og bernsku þeirra vafðir gæðum þínum. Ég minnist þess og þakka á kveðj udegi, en það er fögur saga, er gleymist eigi. Nú haustið signir hinnsta beðinn hljóða, minn hugur blessar samfylgd ljúfa og góða. Og um þig vLia á ég minning bjarta, sem allar stundir geymir þakklátt hjarta. Gréta. Aðalbjörg Friðvins dóttir — Minning F. 27. okt. 1887. D. 29. sept. 1967. ÞÓTT ég finni mig vanmegnug- an, langar mig til að flytja þér nokkur kveðju- og þakkarorð nú er leiðir hafa skilið hérna megin grafar. Það er þakkir fyrir tryggð þína og vináttu við for- eldra mína meðan leiðir ykkar lágu saman og kveðja frá okkur Hólakotsbræðrum sem síðar voru kenndir við Skefilssitaði Það var ávallt mikill samgang ur og kunningsskapur á milli heimilanna á Hólakoti og Reykja á Heykjaströnd er foreldrar okkar dvöldu á þeim stöðum. Ég minnist þín fyrst er þú varst orðin fríð og glæst heima- sæta, en ég litill sveinstauli í Hólakoti, þá komstu þar, með þínar högu og vandvirku hendur, og hjálpaðir móður minni til að sauma utan á okkur bræður. Baðstofukrílið var á auga- bragði gert að saumastofu. Hurð-' in að baðstofunni var tekin frá og þjónaði nú hlutverki sníða- borðs. Svo settist þú við saumavél- ina, hún var hvorki stigin né knúin rafstraum, en höndin þín sneri henni af lipurð og leikni. Og flíkurnar, sem þið mamma saumuðuð, voru hlýjar og fóru vel. Það var líka alltaf glað- værð og andlegur ylur þar sem þú dvaldir. Ég minnist eins at- viks frá þessum árum, sem síð- ar var oft brosað að. Ég og eldri bróðir minn, Stefán, áttum að skiptast á að sópa baðstofugólfið, og koma ruslinu í eldiviðarkass- ann. Eitt sinn er það féll í minn hlut að sópa, mun ég hafa færzt eitthvað undan, og sagði að þetta væri ekki til neins því hún Aðal- björg klippti strax á gólfið aftur og þá hlóu allir í baðstofunni og þú ekki sízt. Ég minnist líka að ég heyrði þín getið í sambandi við hjúkr- unar- og líknarstörf,. bæði í heimahúsum og við sjúkrahúsið á Sauðárkróki undir stjórn Jón- asar læknis Kristjánssonar, og raunar var öll þín ævileið mörk- uð hjúkrun og hjálpsemi. Þá minnist ég enn, er Gísli Kristinsson fótbrotnaði er hestur datt með hann að vetri til fyrir utan túnið í Hólakoti, og Gísli var borinn þangað heim, og nú komst þú með þínar líknarhend- ur og breyttir baðstofunni í sjúkrahús og aðstoðaðir lækninn Kristján Arinbjarnar við að setja fót sjúklingsins í gipsumbúðir og þú dvaldir hjá okkur í Hólakoti, þar til tækifæri gafst til að koma sjúklingnum heim til ykkar að Reykjum. Sjálfsagt hafa pabbi og mamma eitthvað þurft að þrengja að sér og okkur, meðan á þessu stóð, því húsakynnin voru þröng, en allt mun það hafa verið gert með ljúfum hug, því minningar mínar um þetta eru bjartar og hlýjar, og mun þar hafa valdið miklu um, glað- værð þín og ástsemi við alla. Ár- in liðu og skiptust á skin og skuggar, eins og verða vill í mannlegu lífi. Þú hjúkraðir föð- ur þínum í hans dauðastríði þar til yfir lauk, flytur til Sauðár- króks með móður þína, þar sem þið létuð byggja fyrir ykkur lít- ið hús, og þar var heimilið næstu árin. Reykir á Reykjaströnd voru seldir öðrum eiganda, sá Framh. á bls. 20 Innilegar þakkir færi ég vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á níræð- isafmæli mínu 18. október sl. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður I. Jónsdóttir, Ásbyrgi, Isafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.