Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKT. 1907 Nauðimgariippboð Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs fer fram nauðungaruppboð við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar, föstudaginn 3. nóvember n.k. kl. 14. Seldar verða eftirta’dar bifre:ðar: G-2598, G-4028, G-1115, G-3786, G-2075, G-3374 og G-2287. Greiðsla fari fram við hamarsliögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Bolvíkinvar u Skemmtifundur verður haldinn sunnudaginn 29. október 1967, í Lindarbæ, kl. 3 eftir hádegi. Spil- uð verður félagsvist og fleira. Kaffiveitingar. Fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Bolvíkingafélagið. Veitingahús - stúlka Stúlka 20—45 ára óskast í eldhús og önnur í af- greiðslu. Veitingahúsið ASKUR, Sími 81985, í dag milli kl. 17—19. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 50., 51. og 52 tölublaði Lögbirt- ingablaðs 1967 á hraðfrystihúsi fiskmjölsverk- smiðju og fiskmtótöku norðan hafnargarðs á Sauðárkróki, þinglýstum eignum Guðmundar Þórðarsonar, fer fram að kröfu Jóns Hjaltasonar hrl., Brunabótafélags íslands og Halldórs Þ. Jóns- sonar hdl., á eignunum sjálfum þriðjudaginn 31. október 1967, kl. 10.30 fyrir hádegi. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. BÚÐIN í vikulokin Á föstudagskvöld Eyjapeyjar og Rímtríó. Á laugardagskvöld Pops og ? Á sunnudag Pops. Á sunnudagkvöld Pops. TJARNARBIJÐ Pónik og Einar skemmta í kvöld. - MINNING Framh. af bls. 18 staður sem var þér kærastur allra á jarðríki. Þá minnist ég þess, er Sigríður systir þín kom fárveik heim frá námi í Noregi. Þið mæðgurnar tókuð hana heim í litla húsið ykkar og gerðuð allt sem mann- leg hjálp gat í té látið, til að bægja frá hvíta dauðanum. Og það féll í þinn hlut að fylgja systur þinni aftur til Noregs og sjá hana hljóta snöggan bata fyrir sérstakan trúarstyrk og viljafestu. Þú sást líka þann bata verða að engu að nokkrum mán- uðum liðnum og berklana sækja á að nýju með óstöðvandi sýk- ingu. Sá vetur, er það stríð gekk yfir, mun hafa verið þér ærið erfiður, og þess minnist ég enn vel, að snemma á þeim vetri var ég drengur um fermingu, sendur til Sauðárkróks að sækja eitt- hvað sem heimili foreldra minna vanhagaði um, og ég átti að bera út yfir Laxárdalsheiði. Þá kom ég í hús Reykjamæðgna og þáði bæði bita og sopa, sem mér var veitt af venjulegri ástúð og hlýju, en því tók ég eftir að þá var þreytu- og áhyggjusvip- ur á fallega andlitinu þínu. Enda var þá komið að lífslokum þinnar kæru systur, Sigríðar. Nokkrum árum áður hafðir þú tekið til fósturs systurdóttur þína, Jóhönnu, eftir að systir þín, Tryggvina, hafði misst mann sinn frá ungum börnum þeirra hjóna. Næst lá leiðin til Siglufjarð- ar. Ung kona hafði veikzt og lézt frá ungum börnum. Til þín var leitað til að sjá um heimilið, og þangað fluttuð þið mæðgum- ar með fósturdótturina og þú veittir heimili Péturs Bóassonar forstöðu um árabil og annaðist uppeldi barna hans, og hygg ég að þú hafir borið til þeirra álíka kærleikshug sem það væru þín börn. Þau hafa líka margoft sýnt að þau hafa kunnað að meta ástúð þína og fórnfýsi. Sérstak- lega vil ég þar minnast Maríu og manns hennar, Benedikts. Þú varst ávallt velkomin á heimili þeirra og þau sýndu þér hugul- semi á ýmsa lund, er árin fóru að færast yfir og þyngjast tók róðurinn. Á Siglufirði lézt móðir þín hjá þér háöldruð og þar bættist í hópinn til upeldis og önnunar dóttir Jóhönnu, Sigríður Whitt; alltaf miðlaðir þú fæðu og fræðslu. Næst lá leiðin til Akur- eyrar, því þangað giftist fóstur- dóttirin Jóhanna, og settist þar að. En þú hélzt enn fullri reisn og skörungsskap og hélzt heimili fyrir þig og annaðist uppeldi Sig- ríðar litlu. Nú hófust kynni okkar að nýju því við urðum nágrannar og rifjuðum upp gömul kynni. Og ekki var mér lítið kært að þið kona mín urðuð góðir kunn- ingjar. Þá er mér einnig ljúft að minnast þegar móðir mín á gam alsaldri heimsótti okkur hjónin hingað til Akureyrar. Þá urðu fagnaðarfundir með ykkur. Ég minnist æ hversu innilega þú kysstir mömmu á kinnina og þakkaðir henni fyrir allt gamalt. Það var engin hræsni heldur sönn vinahót. Svo hlóguð þið báðar ykkar létta hlátri. Árin liðu við önn og starf, og börn Jóhönnu urðu sannir ljós- geislar í lífi þínu, og fósturdótt- irin Sigríður gekk í mennta- skóla og giftist, og hjá henni og manni hennar, Valgeiri, var dvalizt síðustu árin. Það var þín innilegasta gleði að geta annazt litlu dótturina þeirra, Kolbrúnu, er móðir hennar þurfti að vinna úti, og með ykkur var einkar kært. Á síðastliðnu sumri dvínaði þrekið snögglega og nú var far- ið að styttast að leiðarlokum, en þá hélzt að fullu reisn þinni og sálarró þar til klippt var á lífsþráðinn 29. f. m. Lífi merkrar konu var lokið. Að henni stóðu eyfirzkir ætt- stofnar, en Skagafjörður var hennar ástfólgnasta byggð. Til sölu 5 herbergja íbúð vestan til í Hraunbæ. íbúðin selst tilbúin undir tréverk og milliliðalaust. Upp- lýsingar í síma 11049 frá kl. 6—8 e.h. Til leigu 5 herb. íbúð í Vesturbænum. Sérhiti og sérinn- gangur. Gólfteppi og gluggatjöld fylgja í stofu. Tilboð merkt: „Laus strax 5936“ sendist Mbl. fyrir sunnudag. Matvöruverzlun til sölu á góðum stað. Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. nóv. merkt: „Góð kjör 297.“ Til sölu Land-Rover árg. ’65 vandlega klæddur, toppgrind og fleira. VÖKULL H.F., Hringbraut 121 — Sími 10600. Bifreiðaeftirlit ríkisins Borgartúni 7, verður lokað á morgun, laugardag- inn 28. október. Bifreiðaeftirlitið. Aðalbjörg mín frá Reykjum! Við hjónin þökkum þér innilega samfylgdina, og drottinn guð blessi þig á eilífðarleiðum, þar mun þér enn falið að hjúkra og líkna. Gunnar S. Sigurjónsson. — Almannavarnir Framh. af bls. 19 Til viðbótar þessum upphæð- um kemur í öllum tilfellum veru legt framlag frá bæjar- og sveit arfélögum. Samkvæmt skýrslum fjárhagsárið 1962/1963 eru fram lög á íbúa á Norðurlöndunum umreiknað í íslenzkar kr. þessi: Danmörk pr. íbúa kr. 86.00 Noregur pr. íbúa kr. 58.00 Svíþjóð pr. ibúa kr. 120.00 Fjárframlög nokkurra landa á sama tíma eru þessi: Bandaríkin þr. íbúa kr. 30.50 Bretland pr. íbúa kr. 47.50 Holland pr. íbúa kr. 46.50 Sviss pr. íbúa kr. 98.00 Ráðstj.r. pr. íbúa kr. 100.00 *) J) Þessi tala er talin lágmark (áætlað). Skýrslan gefur upp töluna $2,33—7,00 pr. íbúa. n* •• ■ >» Bjorn Jons- son, for- maður ASN Siglufirði, 23. okt.: 10. ÞING Alþýðusamabnds Norð urlands var haldið á Siglufirði Laugardag og sunnudag 21 og 22. þ.m. Aðalmál þingsins voru kjara- og atvinnumál og voru ályktanir gerðar í þeim málum. Efnahagsráðstafanir rí'kisstjórn airinnar tóku einnig mikinn tíma þingsins. Forseti sambandsins frá stofn- un, eða 20 ár, Tryggvi Helga- son lét af störfum, en við tók Björn Jónsson, Akureyri. Gestur þingsins var Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ. Aðkomufulltrúar héldu heim- leiðis aðfaranótt mánudags, og farið var fótgangandi í gegn um Strákafjall. — SK. Seljum í dag Rambler American árg. 65, 66. Zephyr árg. 66. Bronco árg. 66. Vauxhall árg. 65. Rambler Classic árg. 63, 64, 65. Taunus 17 M árg. 64. Simca 1300, árg. 64. Opel Record árg. 64. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. ÖVÖKULLH.E Chrysler- Hringbraut 121 umboðið sími 106 00 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 1D*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.