Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKT. 1967 27 í GÆR var N-átt á landinu Reykjavik Qg á Suðurlandi og víða hvasst. Veður fór var hiti rétt yfir frostmark smákólnandL Um hádegi var og þar var bjart veður. enn rigning austast á landinu, Horfur eru á að vindur en á norðanverðum Vest- verði norðanstæður næstu fjörðum og Norðurlandi var daga. vægt frost og sjókoma. í Merkjasöludagur í Hafnuriirði Iðnnemaþing um helgina 25. ÞING Iðnnemasambands Is- lands verður háð nú um helg- ina. Þingið verður sett í kvöld af formanni sambandsins, Helga Guðmundssyni. >á munu flytja ávörp fulltrúar frá ríkisstjóm- inni, Alþýðusambandi Islands og Æskulýðssambandi Islands. Því næst verða kjörnir starfsmenn þingsins og nefndir. Á morgun, laugardag, verður þingi fram- haldið í félagsheimili læknafé- lagsins, Domus Medica. Þar verður tekin til umræðu skýrsla sambandsstjórnar, svo og laga- breytingar og iðnfræðslan. Á sunnudaginn verður síðari um- ræða um lagabreytingar, rætt um Iðnnemann, málgagn I.N.S.l. og fjallað um kjaramál iðnnema og félags- og atvinnu- mál. Fyrirhugað er að ljúka þinginu á sunnudagskvöld. Nú eru 13 aðildarfélög í I.N.S.Í., en fyrir þinginu liggja umsóknir fjögurra nýrra félaga, sem stofnuð hafa verið upp á síðkastið. Þau eru Félag iðn- nema í Vestmannaeyjum, Félag iðnnema á Siglufir'ði, Félag bif- vélavirkjanema og Iðnnema- félag Reykjavíkur. Aðalmál 25. þingsins eru skipu lagsbreytingar samtakanna. Um þessar breytingar hefur for- mannaráðstefna I.N.S.Í. fjallað á fundi sínum að Hótel Sögu dag- ana 16. — 17. sept. Liggja nú tillögur þeirrar ráðstefnu nú fyrir þmginu til endanlegrar af- greiðslu. Búizt við að milli 60 — 78 iðnnemar, víðsvegar af landinu, muni sitja þingið. (Frá Iðnnemasambandi Færð þyngist um landið norðanvert FYRSTI vetrardagur er fjáröfl- unardagur Bamaverndarfélag- anna á íslandi. Þann dag mun Bamavernduarfélag Hafarfjarð- ar bjóða Hafnfirðigum merki sitt og barnabókina Sólbvörf eins og undanfarin ár, í þeiTri von, að hvorutveggja verði vel tekið. Foreldrar, leyfið bömun- um yklcar að sielja fyrir félagið þennan dag. Merkin og bækurnar verða af hent í báðum barnaskólum bæj- arins frá kl. 1 laugardaginn 28. októbeí, og eru sölulaun 10 pró sent. Barnaverndunarfélag Hafnar- fjarðar er ekki gamalt félag, tæp lega 20 ára. Félagar eru um 90. Tekjur þess eru eingöngu árs- tillag félagsmanna og ágóði af sölu merkja og bóka þennan eina dag ársins. Það gefur því auga leið að fjársterkt er félagið ekki og hef- ur aldrei verið, en það, sem afl- azt hefur, jafnan verið látin af höndum til hafnfirzkra barna, svo að segja jafnóðum. Þegar dagheimilið að Hörðu- völlum flutti í nýju húsakynnin gaf barnaverndarfélagið því 15 þús. kr. til leikfangakaupa. Ann að sinn gaf félagið ungskátum í Hafnarfirði peninga til kaupa á sýningavél fyrir litskugga- myndir og tilheyrandi tjald. En aðalverkefni félagsins var kaup in á sumardvalarheimilinu Glaumbæ, ásamt tveim öðrum félögum í Hafnarfirði, og hóf rekstur þess fyrir 6 til 9 ára gömul börn. Þeirri starfsemi mun félagið halda áfram, ef unnt reynist þótt það, af óviðráðanlegum á- stæðum, verði að fara frá Glaumbæ og leita sér nýrrar ból festu. Stjórn félagsins skipa nú: Ingibjörg Jónsdóttir formaður Stefán Júlíusson, ritari Eyjólfur Guðmundsson, gjald- keri Sigríður E. Snæland, meðstjórn- andi Björney Hallgrímsdóttir, með- stjórnandi. (Frá Barnaverndarfél. Hafnar. fjarðar). - UTIHUS Framh. af bls. 28 að komast að eldi sem var í skilrúmsvegg. Handhægt var að ná í vatn og handlangaði fóLk- ið, sem kom til hjálpar það .ð hinum brennandi húsum. Eftir að slökkviliðið kom voru dælur þess notaðar. Tjón bóndans er mikið. Um 100 hestar af heyi munu hafa ónýtzt og voru þeir óvátryggð- ir. Hins vegar munu húsinu hafa verið vátryggð. Húsin voru gömul timburhús. Eldisupptök voru í gær ókunn, en þau verða rannsökuð. Bruninn í Bakkakoti í Bakkakoti kviknaði í um klukkan fjögur. Eldurinn kom upp í hlöðunni og breiddist óð- fluga um fjósið og mjólkurhús, sem eru áflöst. Verulegur strekk- ingur var á og stóð á íbúðarhús- ið, sem þó tókst að verja. Þeg- ar er eldsins varð vart, var hringt til slökkviliðsins á Hvols velli og kom það þegar á vett- vang. Einnig var beðið um aðstoð Selfossslökkvi'liðsins kom kom það nokkru seina. Gripahús áfast við hlöðuna varð fyrir miklum skemmdum, en stóð þó, er eldur- inn var slökktur. - IÞROTTIR Framh. af bls. 26 gang málanna. Lokastaða efstu liðanna varð þannig: Rosgnborg 18 40—24 25 stig Skeid 18 42—26 22 — Lyn 18 39—30 21 — Frigg 18 22—22 20 — Válerengen 18 27—33 18 — Ferill Rosenborg hefur verið næsta litríkur. Liðið vann sig í óslitinni sigurgöngu úr 3. deild upp í 1. og vann titilinn. Það minnir á „Ipswich-ævintýrið" og Sir Alf Ramsey. í Bakkakoti búa mæðgin, Ragnheiður Guðnadóttir ásamt tveimur sonum sínurn, Jóni og Bjarna Ársælssonum. Mbl. hafði tal af Jóni í gærkvöldi og sagð ist honum svo frá: — Allir sem vettlingi gátu valdið í nágrenninu komu til hjálpar, en eldurinn var maðnaður að ekki varð við neytt ráðið fyrr en fjósið. hlaðan og mjólk- urhúsið voru fallin. Einnig kornst eldur í gripahús, sem er áfast hlöðunni og skemmdist það mikið. Tókst þó að verja það falli. Á tímabili var ibúðarhús- ið í mikilli hættu. — Ég býst við að slökkvi- liðið verði í alla nótt við starf í rústunum. Dæla verður vatni í heyið stöðugt og verður ekki unnt að bylta því fyrr en lygn- ir. Vatni var dælt úr Þverá. Ekki er gott að gera sér grein fyrir hve mikið tjón hefur orðið Illt er að standa uppi húsalaus og heylaus með kýr og önnur húsdýr nú í byrjun vetrar. Það var reyndar með naumindum, að okkur tækist að koma kún um út úr fjósinu sem orðið var fullt af reyk. Hús voru vátryggð en mér er ekki kunnugt hve mikið. Einn ig munu hey hafa verið vátryggð að einhverju leyti. Ég geri ráð fyrir að eldsupptök séu sjálfs íkveikja í hlöðunni. Á morgun mun ef til vill verða unnt að gera sér grein fyrir, íivort eitt- hvað sé nýtilegt af heyjunum. Að lokum sagði Jón: — Það eru óskemmtilegar á- stæður að þurfa að leysa kýrn ar út á klakann ,en einn bóndi í nágrenninu, Jón Bjarnason í Dufþekju bauðst til þess að hýsa fyrir mig 15 mjólkurkýr. Margir hafa og haft orð á því við mig að taka af mér það sem eftir er af búpeningnum. Gott er að eiga góða nágranna, þeg- ar illa fer. VONT vcður var á Norðurlandi og Austurlandi í fyrrinótt og í gær svo að heiðarvegir hafa víða teppzt. T.d. hafði vegurinn yfir Breiðadalsheiði og Botns- heiði á Vestfjörðum teppzt, og þyngst færð á öðrum fjallveg- um. Á Norðurlandi var hins vegar minni snjór. Nokkuð greiðfært var um Holtavörðulieiði í gær og Vatns skarð og stórir bílar komust yf- ir Öxnadalsheiði. Ólafsfjarðar- múli var lokaður í bili og Siglu fjarðarskarð, en það hefur verið það lengi. Vaðlaheiði mun hafa verið þungfær. Fært var austur um Dals- mynni til HÚ9avíkur, Tjörness og Melrakkasléttu, en Möðru- dalsöræfi voru ófær í gærmorg- un, einnig Fjarðarheiði og Odds skarð. Samkvæmt upplýsingum Vega gerðar ríkisins verður reynt að ýta þessum torfærum strax atf vegunum og veður lægir, en búast má við að vegurinn til Vestfjarða lokist alveg, ef ekki breytir um veður. Þess má geta aö snjóalög sem þessi eru óvenju snemma á ferð inni í ár, en fyrir nokkru þurfti að ryðja Möðrudál, svo að hann yrði fær öllum bif reiðum. Tvö innbrot BROTIZT var inn á tveim stöðum í fyrrinótt, skotfæra- verzlunina Goðaborg Freyju- götu 1 og skrifstofu Togaraaf- greiðslunnar við Geirsgötu. tlr Goðaborg var stolið kindabyssu af Brnogerð, en úr skrifstofu Togaraútgerðarinnar voru tekn- ar 176 krónur í tveggjakrónu- peningum. Á báðum stöðunum voru botnar rúður og lá stór grjót- hnullungur á gólfinu í Goða- borg, þegar starfsfólk kom til vinnu sinnar í gærmorgun. Hafði hann lent á riffli og brot- ið skaftið. Sá, sem fór í skrif- stofu Togaraútgerðarinnar gekk aftur á móti mjög þokkalega um. 32 skip með 2015 lesfir VEÐUR versnaði á síldamiðun- um eftir hádegi í gær. Héldu þá flest skip til lands og hrepptu mjög vont veður. í nótt lyngdi á miðunum og fengu 3 skip afla, en annar afli, sem uppi er gef- inn í dag er frá þvi í fyrri- nótt. 32 skip ;<lkynntu um afla, 2.015 lestir. Dalatangi: Lestir: Birtingur NK. 150 Ingvar Guðjónss. SK. 50 Guðrún Þorkelsd. SU. 100 Bergur VE. 70 Brettingur NS. 70 Guðrún Jónsdóttir IS. 40 Kristján Valgeir NS. 140 Guðbjörg IS. 14 40 Þorbjörn II GK. 80 Engey RE. 40 Ljósfari ÞH. 50 Jón Kjartansson SU. 140 Sigurvon RE. 35 Þorri BA. 40 Börkur NK. 70 Guðbjörg IS. 47 * 75 Sléttanes IS. 80 Þrymur BA. 25 Pétur Thorsteinsson BA. 50 Ásgeir Kristján IS. 60 Vörður ÞH. 25 B j artur NK. 40 - UTVARPIÐ Framhald atf bls. 2 Þorkels Sigurbjörnssonar. Eftir- leiðis verður útvarpað fyrri hluta tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í stað seinni hluta þeirra Wagner mun fá ríflegan skerf á dagskrá útvarpsins í vetur, og m.a. Niflungahring- urinn fluttur í einu lagi, en Vilhjálmur Þ. Gíslason mun flytja erindi á undan flutningi verks um hina bókmenntalegu hlið verksins, þ.e. Völsungasaga og Eddukvæði. Helga Jóhann- dóttir mun verða með þjóðlaga' þátt, þar sem hún kynnir ís- lenzk þjóðlög og greinir frá söfnun þeirra. Tveir söngleikir verða fluttir með íslenzkum flytjendum, Meyjarskemman eftir Schubert og gamanóperan Mavra eftir Stravinsky. Grótta RE. 25 Sveinn Sveihbjörnsson NK. 50 Ástojörn RE. 40 Ingiiber Ólafsson II GK. 30 Arnar RE. 40 Eldiborg GK. 20 Hrafn Sveinbjarnars. III GK. 70 Sveinbjörn Jakobsson SH. 70 Héðinn ÞH. 140 Gísli Árni RE. 60 - AREKSTUR Framh. af bls. 28 blökk Gullbergsins er mikið skemmd, ef ekki ónýt, og hefur stjórnborðslunningur á báta- palli lagzt inn á nokkurra metra kafla. Einnig hafa orðið skemmd ir aftan til á skipinu. - ASN Framhald af bls. 17 þunga á afkomu allra þeirra, sem að útflutningsframleiðsl unni vinna með samdrætti at- vinnu og skertum aflahlut, svo að vafalaust, nemur hlutfalls lega meiru en hugsanlegri lækkun þjóðartekna vegna minni afla og lækkaðs afurða- verðs. Síðan er vikið að nokkrum leiðum, sem ASN telur til úr- bóta í efnahags- og atvinnumál- um og er þar m.a. lagt til að hafin verði endurbygging tog- araflotans og þess hluta báta- flotans sem stundi bolfiskveiðar og stórátak verði gert í vinnslu sjávaraflans, stefnt verði að heildarstjórn þjóðarbúskapar- ins og hagkvæmri fjárfestingu ráðstafanir verði gerðar til þess að afmá gjaldeyrishalla, ítrasta sparnaðar verði gætt í ríkis rekstrinum og dregið úr milli- liðagróða. I ályktun um atvinnumál á Norðurlandi er kvartað yfir seinagangi í gerð framkvæmda- áætlunar fyrir Nodðurland og skýrt frá tillögum í 17 liðum sem ASN hafi sent Efnahags- stofnun íslands á miðjum sl. vetri um úrbætur í atvinnu- málum þessa landshluta. - KÆRA Framh. af bls. 28 drápsaðferð og að eigi hatfi ver- ið fengin ufllnægjandi leyfi til fuglatekjunnar. Fuglatekja hefur verið stund- uð í Súlnaskeri og fleiri eyjum par í grennd frá ómunatíð. Við fuglatekjuna eru notaðir svo- kallaðir keppir og er fuglinn dauðrotaður með þeim. Samkvæmt upplýsingum þeirra, er í umræddu fuglatekju ferð fóru var aðeins tekið ör- lítið brot af því, sem venjulega hefur verið tekið af fugli í Súlnaskeri og að ' flengnu leyfi viðkomandi aðiia, sem eru bænd viðkomandi aðila, sem eru um- ráðamenn jarða í Eyjum. — Lækningaheimili Framh. af bls. 12 ar á að geta veitt. En tauga- veiklun og . geðtruflanir geta komizt á það stig, að bömin þarfnist vistar á sérstakri sjúkra húsdeild, geðsjúkradeild barna, í senn til rannsóknar og sér- fræðilegrar lækningar. Eins og allir vita er taugaveiMun lang- vinnur og þrálátur sjúkdómur, lækning getur tekið vikur, mán- uði, jatfnvel ár. Þess vegna er brýn nauðsyn á lækningaheimilL þar sem börnin geta dvalið eins lengi og þurfa þykir, sótt skóla, umgengist heilbrigð börn og not ið skilnings og heimilishlýju, sem þau kunna að hafa farið á mis við heima hjá sér. Það er slíkt heimili, sem Heimilissjóði er ætlað að reisa. Kvenfélagið Hringurinn, sem unnið hefur mikið og gagnmerkt starf í mörg ár, hefur tekið hönd um saman við stjórn Heimdlis- sjóðs um að hrinda verkinu í framkvæmd. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur sýnt málinu góðan stuðning og skilning og hefur nú veitt félaginu spildu á lóð Borgarsjúkrahússins. Mun því lækningaheimilið njóta allr- ar nauðsynlegrar sérfræðrþjón- ustu frá læknum og rannsóknar- deild sjúkrahússins. Þá hefur borgarstjórn einnig heitið þvf að taka við heimilinu, þegar það er fullbúið, og annast rekstur þess. Húsið verður byggt í tveim- ur áföngum. í þeim fyrri verð- ur rúm fyrir 15 börn og auk þess verður lokið þá við sam- eiginlegt húsrými fyrir heimil- ið. í seinni áfanga bætist við húsrými fyrr önnur 15 börn. Unnið er nú að nánari skipulagn ingu og munum við hefja bygg- íngarframkvæmdir strax í vor. Með því að við eigum dálítinn byrjunarsjóð ætti verkinu að miða vel, ef almenningur sýnir þessu nauðsynjamáli fjárhagsleg an stuðning og skilning, sagðí dr. Matthías. Eins og fyrr greinir er merkja söludagurinn fyrsta vétrardag. Merki félagsins og ritið Sólhvörf verða atfhent í öllum barnaskól- um borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.