Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967
L
Vðldu ur 12 innlendum leikritum í
sumar til sýningar a' þessu leikári
Rœtt v/ð Svein Einarsson, leikhússtjóra
GRÓSKA og uppgangur heíur
verið í starfsami Leikfélags
Reykjavíkur á síðustu árum, en
félagið er ein elzta menningar-
stofnun borgarinnar — stofnað
fyriir 71 ári. Mestan hluita þess
tíima hafa það einungis verið á-
hugamenn, sem störfuðu hjá fé-
laginu, en nú er komin meiri at-
v i-n n uime nnsk ubl æ r yfir stofn-
unina enda þótt áhuganum
hafi í engu hrakað. Eru nú starf
andi hjá félaginu 10 manns á
föstum launum, sem mynda
Ihánn fasta kjarna leikfélagsins,
en að auki eru á vegum fé-
lagsins 20 aðrir leikarar, sem
starfa þar að meira eða minna
leyti. Morgunblaðið rædidi fyrir
skömmu við Svein Einarsson,
leikhússtjóra, ti'l að forvitnast
frekar um starfsemi félagsins.
Sveinn tjáði okkur að á hverju
lieifcári væri að meðaltali fimm
til átta frumsýningar. — Því er
ekki að leyna, sagði hann, að
við teljum okkur hafa efni é
því að vera ofurlítið stoltir nú
í ár, því að af þeim fimm leik-
ritum, sem við höfum gert upp
skétt að tekin verði til mieð-
ferðar, eru fjögur íslenzk. Hef-
ur hlutfallstaia íslenzkra leik-
rita é efnisskrá okkar aldrei
verið eins há í sögu félagsins.
Leifcrit Iþessd eru Snjókarl'inn
okkar, barnaleikrit eftir Odd
Björnsson, Táp og fjör og Drott-
ins dýrðar koppalogn, einþátt-
ungar eftir Jónas Árnason, sem
reyndar hafa hlotið samiheitið
Koppalogn og loks Sumarið ’37
eftir Jökul Jakobsson. Einþátt-
ungar Jónasar verða frumsýnd-
ir millli jóla og nýárs, og er
hinn fyrri langt kominn í æf-
ingu, en verið að byrja á þekn
seinnL Leiikriti Jöfcuis mun
Helgi Skúlason stjórna, en leik-
endur eru Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. Helga Bachmann, HeJgi
Sfeúlason, Þorsteinn Gunnars-
son og Edda Þórarinsdóttir. Leik
urinn gerisf í Reykjavík, eins
og fyrri leikir Jöfeuls, en þjóð-
félagslýsingin eða umihverfislýs-
ingin er af nokkuð öðrum toga
spunninn en áður. Auk þessaira
fimm leikja, sem þegar hefur
verið greint frá, að sýndir verði,
erum við með þrjá erlenda á
döfinni, og má telja víst að
a.m.k. tveir þeirra verði teknir
til sýningar á þessu leikári.
Við spyrjum Svein, hvort
Ihann hafi orðið var við að
gróska sé í íslenzkri leiikrita-
gerð.
— Ég myndi segja það. Hik-
laust. Ofckur þykir mikill á-
vinningur að þeim islenzku
verkum, sem við tökum til ílutn-
ings í vetur, þau eru harla ólífc,
en öll þroskasmíðar að minum
dórni. En þau eru reyndar val-
in úr nokkrum fjölda, mér er
tl efs að okkur hafi hlutfalls-
lega borizt til l'estrar jafnimik-
ið af innlendum leikriitum og
að undanförnu f sumar hafði
ég undir höndum tólf ný leik-
rit og úr þeim hópi völdum
við þessi þrjú eða fjögur, ef
við teljum einþáttunga Jónasar
tvö leifcrit. En í mörg þeirra, sem
efcki urðu fyrir valinu, var siitt-
hvað spunnið, og svo önnur lak-
ari. Ég er ekki frá því, að mörg
yngri leifcskáldin hafi meiri leik-
húistilfinning'U en áður var
vant, þeir, hugsi sviðrænt, a.m.k.
fremur en áður tdðkaðist.
Kannski befur þarna haft ein-
hver áhrif, að samvinna leik-
stjóra og höfunda hefur upp é
síðfcastið oft og einatt verið
mjög náin, og leifcritin verið
unnin mikið í leikhúsinu sjálfu,
en höfundar fylgzt með æfing-
um á sínum eigin verkum og
öðrum. Fræg varð samvinna
þeirra Jökuls Jakobssonar og
Gísla Halldónssonar í Hart í
bak; ýmsir mætir rithöfundar
tóku þá svo bókstaflega allar
lagfæringar, sem á sviðinu átti
að gera á textanum, að okkur
barst óvenj umikið af háifkör-
uðum uppköstuim á eftir. Þetta
hefur nú að vísu lagazt, enda
rniega bæði Guð og menn vita,
að það er ekki leikstjórans að
skrifa verkið fyrir höfundinn;
handritinu verður að skila full-
unnu, þannig að leikhús.menn-
irnir fái trú á því. Svo mé otft-
ast bæta það, sem gottf er fyrir
Talið berst að verkietfnavali
Leikfélagsins og Sveinn segir:
Að sjálfsögðu eru það ákafilega
mikilvægt fyrir okkur, að fylgj-
ast vel með því er fram fer í
leiklhiúsum nágrannalanda okk-
ar. Við erum þó miklu verr setft-
ir en leikhúsmenn nærliggj-
andi þjóða, þvd að fjarægðin
gerir okkur oftast ókleift, að
takast á hendur ferðiir til að
fylgjast mieð uppsetningu ein-
stakra leikrita annars staðar.
Við verðum því að láta okkur
nægja að fylgjast með leiklistar-
líffinu erlendis gegnum blöð og
leikhústímarit.
í verkefnavali okkar umdanfar-
ið höffum við lagt ríka áherzlu
á að kynna athyglisverð nú-
tíim aleikrit og á undanförnum
árum hafa verið leikin hér verk
10 helztu lteikritaskálda núitím-
ans í Evrópu og Bandaríkjun-
um. En því er ekki að neita, að
þetta betfur verið nofckuð á
fcostnað sígidra verfca, eða leik-
rita, sem skipa nú fastan sess
í vitund flestra menningarþjóða,
en við ekki eignazt enn. En um
leið getum við kannski afsakað
okkur otfurlítið, þar sem þau
eru mörg hver mun viðameiri
í upptfærslu og stundum er eríitt
að fá góðar þýðingar. Á hinn
bóginn tel ég ekki óeðlilegt, að
félagið herði átakið í þessum
efnum á næstunni, og gieri ég
ráð fyrir að fleiri s'lík verk
verði fyrir valinu eftirleiðis en
verið hefur.
Við víkjum talinu að aðstæð-
unum í Iðnó, og spyrjum Svein
hvort að þær standi verketfna-
valinu ekki að einhverju leyti
fyrir þrifum.
— Jú, hiætt er við. Við verð-
um alltatf að taka tillit tiil að-
stæðna í hvert skipti, sem leik-
rit er valið, og vega og meta,
'hvort það hentar ókkar litla
sviði, eða hvort t.d. geymslu-
rými fyrir leiktjöldin séu nægi-
leg, þ.e.a.s. ef við erum með
fleiri leifcrit í gangii í einu —
eins og otftas't er nú. Arunars eru
aðstæðurnar vægast sagt heldur
bágbornar, og við erum jáfmvel
enn þann dag í dag að furðte
okkur á því, hvernig sviðsmenn-
irnir fara að athafna sig fyrir
aftan sviðið, einis og rýmið þar
er nú takmarkað, en þetta eru
einstakir menn. Þurfi lteikritin
viðamikil leiktjöld, þurfa þeir
otft að þeytast með huta þeirra
út í litla portið bak við leik-
húsið í miðjum sýningum, og
bera önnur inn í staðinn, því að
geymslurúm fyrir tjöldin er
n'ánast ekkert. Þá get ég lítoa
nefnt, að í bú ningsberbergjun-
um er aðeins einn vatskur, og
fóik getur rétt ímyndað sér,
hvað hann dugar fyrir 30 leik-
ara. Og svona mætti lengi telja.
Og Sveinn heldur áfram, —
Kvödkostnaður við hiverjia leik-
sýningu hjiá okkur er mikill.
Iðnó t'ekur ekki nema 230 manns
í sæti, en mörg leikritana eru
fjánfrek í uppfærslu, og vegur
aðgöingumiðasalan þar ekki upp
á móti. Ég get nefnt í því sam-
bandi, að við höfum sýnt Fjallai-
Eyvind 70 sinnum — oftast fyrir
fu'llu húsi — en ágóði af þeirri
uppfærslu er samt sem áður
enginn.
Eg held því, að nær útiiokað
sé að reka leifcfélagið við nú-
verandi aðstæðuir þannig, að það
skili hagnaði, og yfirleitt þykj-
umst við hólpnir komi félagið
slétt út eftir lteitoárið. Samt verð
ur ekki fcvartað undan stuðn-
ingi borgarbúa, aðsókn er mik-
il og sætanýting óvenju há,
hún hefur verið yfir 80% und-
anfarin fiimm ár. Fjödi leikhús-
gesta í fyrra var 41.500, sem
svarar því, að um hiemingur
lbæjar>bóa hafi komið í Iðnó. Á
árunum 1961—’62 var samsvar-
andi tala 16 þúsund, og hefur
því geslafjöldinn þrefaldazt á
þessum fimm árum.
Við víkjum að væntanlegri
leibhúsbyggingu LR: — Félagið
befur á undanförnum árum
safnað nofckru fé í þessu sam-
bandi, og í því skyni hafa leifc-
arar efnt til skemmt anahajds og
skrúðgangna, sem flestir kann-
ast við. Jafnframt þessu hefur
borgin lagt talsvert fjármagn
fyrir á undaniförnum árum til
foyggingarframkvæmda. En það
er ljóst, að félagið verður þess
adrei megnugt að koma eikhús-
inu upp eitt síns liðls, heldur
verður að reiða sig á velvilja
borgarbúa og á átframhaldandi
stuðning frá borgaryfirvöldum.
Ekki hefur endanleg staðsetn-
ing Borgarlieiklhússinis, sem
m,argir netfna svo, verið ákveð-
in ennþá. Tvö sjónarmið hafa
iþó aðadega kiomið fram þar —
annars vegar að lóð verði feng-
in undir húsið í nýja miðbæn-
um, en hins vegar að fundin
verði lóð undir það í gamla
miðbænum — einhvers staðar
við Tjörnina, því að margir
teja að þar og hvergi ainnars
staðar eigi leitohúsið að standa.
En á meðan þetta er í d'eiglunni
notum við tíiman.n til að kynna.
okikur leiklhúsbygigingar ertend-
is. Við hötfum satfnað ýmsum
gögnum, setin hafa verið þing
urn leitohústoyggingar, og eins
höfum við skoðað leikhús í ná-
grannalöndum okkar, Sérstak-
Sveinn Einarsaon.
lega hefur Finnland dregið að
sér athygli okkar í þessu sam-
bandi, en þar eru mjög myndiar-
legar byggingar, svipaðar að
stærð og við teljum bagkvæm-
ast hér. Við hötfum myndað okk-
ur nokkra skoðun um vænta.n-
‘legt leikihús —, hentugast telj-
um við að það geti rúimað 450
gesti í sæti, en með þeirri stærð
húss’ins verða huittföíilinn milli
sals og sviðs mjög náin, en slífct
hefur einmitt verið höfuð kost-
ur Iðnó. Nýj'a leikhúsið á ekki
að verða neitt skrauthýsi, he'ld-
ur einfalt í sniðum, en tækni-
lega m.jög fullkomið.
Talið berst að leikskólanum,
sem félagið rekur, o.g Sveinn
tjáir okkur, að mikil aðsókn sé
að honum og hafi yfireitt
færri komist að en vildu. — Við
ákváðum að taka ekki fleiri
inn í skólann núna, þar sem við
'teljum ek'ki heppilegt að koma
upp otf fjölmennum hiópi leik-
ara, sem síðan hefði hvergi að-
stöðu til að spreyta sig á sviðL
En ástæðam fyrir því,
að við höfum að undanförnu
veitt svo fjölmennum hópum
tækifæri til að ganga í gegnum
skólann, er sú, að við teljum
ekki óeðlilegt, að hér rísi upp
farandleifcfliokkur, sem starfiaði
ekki einungis á sumriji, heldur
einnig á veturna — svo og með
það fyrir augum, að sjónvarpið
muni e.t.v. koma sér upp leik-
fflokki.
Skólinn hefur haft aðsetur í
Tjarnarlbæ, og er þar kennt
2—4 tíma á kvöldin, eða um 20
tiíma á viku. Við gerum okkur
á hinn bóginn ljósa grein fyrir
því, að hvorki okkar skóli né
Þjóðleikhússins eru fcomnir á
það stig, sem viðunandi getur
talizt. Það sem koma þarf og
koma skal — hvont se>m það
verður á næsta ári eða næstu
árum — er ríkisleikskóli, sem
ekki verður rekinn sem kvöld-
skóŒi, hieldiur sem fuliur skóli,
t.d. í líkingu við Handíða- og
myndllistaskólann. Við hötfum
eftir fremsta megni gtert okkur
far um að fygjasf ejns vel með
öllu því, sem gerist í þessum
málum í nágrannalöndum okk-
ar, sérstaklega á Norðurlöndum,
og ofckur er kostur, og tekið upp
ýmis'legt af því í okkar skóla.
Þes® má geta, að Alþjóða leik-
húsmál'a'stofnunin hefur komið
á þingum, þar sem fjafllað er
um skólamál, og hafa þar fcam-
ið fram ýmsar ti'llögur um nýj-
ar kennsluiaðferðir o.fl. Væri
mjög áfcjósanliegt, að einhver
íslendingur yrði kostaður á
næsta þing stofnunarinnar, með
það í huga, að hér yrði stotfn-
aður ríkisleikskóli. Er þetta
ekki aðeins æskilegt, heldur
nauðsynlegt, sagði Sveinn að
lokum.
Leikarair og höfundur á æfingu á öðrum einþáttungi Jónasar Árnasonar.