Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967 'Opvh' Hér sjást nokkrir af hinum 10 þátttakendum, sem kepptu tii úrslita í síðustu bökunarkeppni árið 1964. Þarna hafa þær lo kið við að baka og eru að hre ssa sig á góðum kaff isopa. Kanntu brauð að baka? ÞAÐ ER ekki oft sem íslenzk- um konum gefst tækifæri til að spreyta sig á að taka þátt í keppnum eins og tíðkast víða erlendis. En nú stendur fyrir dyrum mikil bökunarkeppni á vegum Pillsbury Best hveitifyr- irtækisins í Bandaríkjunum og umboðsmanna þeirra hér á landi, O. Johnson & Kaaber hf. Til þessarar bökunarkeppni hefur verið efnt í Bandaríkjunum mörg undanfarin ár, hún er orð- in vel þekkt víða, og munu marg ar íslenzkar húsmæður kannast við hana. Fyrsta bökunarkeppn- in, sem efnt var til hér á landi, fór fram árið 1964, þá bárust 400 uppskriftir, og þar af fengu 10 konur verðlaun, fyrstu verðlaun hlaut frú Elín Guðjónsdóttir. Þau verðlaun voru flugfar með Loftlei'ðum til New York og síð- an til Miami Beach á Florida, dvöl þar meðan á bökunarkeppn inni stóð auk þess dvöl í boði Pillsbury nokkra daga í New York, og síðan flugfar aftur heim með Loftleiðum. Þær 10 konur, sem kepptu til úrslita, hlutu í verðlaun Sunbeam hræri- vél ásamt ýmsum smávinning- um. Það voru margir, sem hjálpuðust að við að gera hinum íslenzka sigurvegara dvölina ánægjulega í Bandaríkjunum, Húsráð Gúmmísólar skilja oft eftir ljóta bletti á gólfdúkum. Ráða má bót á því að væta klút í terpentínu og nudda blettinn fast. Á hann þá að hverfa sam- stundis. eins og sagt var frá á sínum tíma. Auk gestgjafa, Pillsbury, buðu General Motor fyrirtækið, McCall tímaritið o.fl. til ferða- laga, sýninga, matarboða og jafn vel til þátttöku í sjónvarpsþætti. Sérstakar móttökur voru fyrir yngri þátttakendur og ýmislegt gert til að stuðla að kynnum milli þátttakenda frá hínum ýmsu löndum. Af framantöldu sést, að sigur- vegari getur átt í vændum hinn skemmtilegasta tíma. Það er al- kunna, að íslenzkar konur eru mjög vel að sér í öllu, er lýtur að bakstri, má reyndar segja, að hér sé snillingur í kökugerð í hverju eldhúsi. Ætti konum því ekki að verða skotaskuld úr því að taka þátt í keppni sem þessari og senda einhvers konar uppskrift af kaffibrauði, kemur þar margt til greina, smákökur, kex, skonsur, brauð, formkökur o. fl.. en alls ekki ætlazt til, að þetta sé aðeins brauð, sem not- að er við meiriháttar tækifæri. Frestur til a'ð skila uppskrift- um rennur út 20. nóv. n. k., og ber að senda þær til O. Johnson & Kaaber, box 1436, Reykjavík. Þátttakendur utan af landi frá greiddan ferðakostnað til Reykja víkur og frá, ef þær komast í úrslit. Að þessu sinni er aðal- vinn.ingurinn flugferð með Loft- leiðum til Dallas í Texas, þar sem sigurvegarinn verður heið- ursgestur Pillsbury fyrirtækisins og fær þar að fylgjast með stærstu bökunarkeppni í heimin- um, dagana 18.—20. febrúar 1968. Dvalið verður á fyrsta flokks hóteli og mun sigurvegarinn fá nokkurn eyðslueyri, hótelvist og allar máltíðir ókeypis. Síðan er flugferð heim aftur með Loft- leiðum. íslenzka konan, sem fer utan, mun ekki taka þátt í bandarísku bökunarkeppninni, heldur verða eins og fyrr segir, sérstakur heiðursgestur Pills- bury. Nauðsynlegt er að vélrita, eða skrifa með prentstöfum á sér- stakt blað allt, sem viðkemur uppskriftinni og merkja vand- lega. Það sem þarf að athuga er þetta: Nákvæmt mál eða vigt. Bökunartími og hitastig. Nafn á uppskriftinni. Festið síðan uppskriftina við eyðublað méð nafni og heimilis- fangi og sendið til O. Jóhnson & Kaaber, Reykjavík. Þetta verð ur að vera sett í póst ekki síðar en 20. nóv. Allar uppskriftirn- ar verða eign Pillsbury fyrir- tækisins, og ekki hægt að fá þær endursendar eða gera til- kall til þeirra á annan hátt. Eftirtalin skilyrði verður að uppfylla: — að uppskriftin innihaldi a. m. k. hálfan bolla af hveiti (ekki kökuhveiti eða kökudufti), — að uppskriftin innihaldi ekki áfenga drykki, — að uppskriftin innihaldi hrá- efni, sem venjulega eru fáan- leg I nýlenduvöruverzlunum, — að fullgera megi framlei'ðsl- una á einum degi. Tíu þátttakendur verða valdir til þess að keppa til úrslita á sama stað. 26. nóv. verður til- kynnt, hverjir muni keppa til úrslita. Fargjald verður greitt fyrir þá, sem koma utan af landi til úrslitakeppninnar. Keppnin mun síðan fara fram 1. desember 1967. Allir, sem eru 19 ára eða eldri 1. janúar 1968, geta tekið þátt í keppninni (Starfsfólk O. Johnson & Kaaber hf. og makar eða börn þeirra, starfandi hús- mæðrakennarar og lærðir brytar eða bakarar geta þó ekki tekið þátt í keppninni). Tveir hús- •mæðrakennarar munu dæma um gildar umsóknir í keppninni og munu aðallega taka til greina almenn gæði, hversu aúðvelt og fljótt er verið að baka kökuna og nýbreytni eða óvenjuleg ein- kenni. Þrír kunnir borgarar munu síðan bragða kökurnar og dæma um bragð þeirra og út- lit. Úrslitin í bökunarkeppninni munu verða bundin við 10 þátt- takendur. Þeir útbúa kökur sín- ar án aðstoðar. Kökurnar verða dæmdar eftir almennum gæðum, bragði, út- liti og nýbreytni. Að sjálfsögðu geta þær kon- ur, sem sendu uppskriftir síðast aftur tekfð þátt í keppninni, en auðvitað með aðrar uppskriftir. Til gamans birtum við hér nokrar af þeim uppskriftum, sem verðlaun hlutu^í síðustu bökun- arkeppni. Á þeim sjáum við, að ýmiskonar kaffibrauð hefur ver- ið verðlaunað, og ættu konur endilega að gæta að því, hvort þær eiga ekki einhvers staðar í fórum sínum einhverja sér- stæða uppskrift, sem þær hafa reynt við og heimilisfólkinu lík- ar vel, hver veit nema hún verði fyrir valinu, og sendandi eigi eftir að lifa í vellystingum í nokkra daga á vegum Pillsbury fyrirtækisins í Dallas í Texas. KRINGLUR 500 gr hveiti 130 gr smjörliki 130 gr sykur 1 stk. egg 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartasalt 1 msk. kúmen 1 dl rjómabland. Smjörliki og sykur hrært vel, eggið sett út í. Hveiti, lyftidufti og hjartasalti er sáldrað saman og látið nokkuð af hveitinu í hræruna og hinu hnoðað upp í deigið. Deigið hnoðað mjög vel. Látið kólna nokkra stund. Síðan er þetta rúllað í litlar kringlur, þær eiga að vera ljósar og mjög áferðafallegar. Baka'ð við venjulegan smá- kökuhita. Bökunartími 1 klst. NESTISBRAUÐ 500 gr hveiti 150 gr rúgmjöl 50 gr haframjöl 30 gr sykur 2Vz dl mjólk Vz dl súrmjólk 2 tsk. ger 1 tsk. matarsóti - Vz tsk. hjartasalt 1 tsk. borðsalt 1 stk. egg. Þurrefninu blandað saman, vætt í með mjólkinni og egginu, hnoðað vel, breitt þunnt út, skoríð niður eins og vel stórar brauðsneiðar. Bakað í jurtafeiti eða tólg við 180 til 200 stiga hita. HVEITIKÖKUR 2Vz bolli hveiti 2Vz bolli heilhveiti 5 tsk. ger (lyftiduft) 1 tsk. salt 2 msk. púðursykur 2 stk. egg 75 gr smjörlíki 8 dl mjólk. Þurrefnunum blandað saman, eggjunum og bræddu smjörlík- inu, þynnið með mjólkinni, bak- aðar þykkar kökur á pönnuköku- pönnu vi'ð mjög vægan hita, tími 50—60 mín. (við að hræra og baka). Uppskriftin er í 7 kökur. Kökurnar smurðar með smjöri, má hafa þær í brauðtertu, þá 3 saman, eða skorið í snittur. Sérstaklega ljúffengar með ávaxtasalati, hangikjöti og græn- metissalati. RÚGTERTA 1 Vz bolli hveiti 1 bolli rúgmjöl 1 bolli púðursykur 200 gr smjörlíki 3 stk. egg 1 tesk. matarsóti 1 tesk. negull 1 bolli döðlur. Smjörlíkið linað og hrært vel með sykrinum, þá eggjunum bætt í einji í einu. Þá negul og döðlum, hveiti, rúgmjöli og mat- arsóta siktað og sett síðast. Bak- að í tveimur tertumótum, vfð frekar hægan hita í 10 mínútur. Sulta sett á milli og skreytt með vanillukremi, þegar kakan er köld. V anillu-sm jörkrem 150 gr smjör 50 gr strásykur 1 stk. egg 1 dl sjóðheitur rjómi 1 tsk. vanilludropar. Egg og sykur þeytt, smjörið þeytt, síðan þetta saman. Síðast smábætt í rjómanum og hrært vel á milli. EPLARÚLLA 50 gr smjörlíki 50 gr sykur 1 stk. egg 1—2 msk. mjólk 200 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft Fylling: 1 msk. brætt smjör 2 msk sykur 4 stk. epli 2 msk rasp 2 msk. rúsínur dálítið af kanel og * rifnum sítrónuberki. Smjörlíki og sykur hrært vel. Eggið hrært út í og seinast hveiti og lyftidufti sáldrað saman við. Deigið hnoðað. Flatt út. Allt deigið smurt með hálfbræddu smjörinu. Yfir það er svo stráð afhýddum og brytjúðum eplun- um.'Sykri, raspi, rifnum sítrónu- berki, rúsínum og kanel stráð yfir eplin. Deiginu er nú rúllað varlega saman, en eins þétt og hægt er. Látið á smurða plötu og samskeytin látin snúa niður. Rúllan er pensluð með rjóma og yfir hana stráð sykri og söxuð- um hnetum. Lengjan bökuð í miðjum ofninum við góðan hita í um það bil 35 mín. og látin kólna aðeins á plötunni, áður en hún er tekin af. Bezt að bera hana fram volga, einnig mjög gó'ð köld borin fram með þeytt- um rjóma. Ath. Hitastig skal vera 400 á Farenheit. Hér er einn þátttakendanna í s íðustu keppni við baksturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.