Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11, NÓV. 1967 3 Eiríkur skipherra viðtalsbók eftir Gunnar M. Magnúss BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hefur seflt frá sér nýja vi3- talsbók við Eirík Kristófers- son, fyrrum skipherra, sem Gunnar M. Magnúss rith. hefur skráð, og Eiríkur skip- herra, Draumar og dulskynj- anir. Kemur þar m. a. fram hörð gagnrýni á yfirstjóm Landhelgisgæzlunnar. Höf- undur segir m.a. um hana: Bók þessi er upphaflega hugsuð sem kynning á dul- rænni reynslu Eiríks Kristó- ferssonar, fyrrum skipherra. Margt hefur fyrir Eirík borið, sem ekki verður skýrt, eða skilgreint á venjulegan og al- mennan hátt. Hann hefur séð, heyrt og skynjað margt sem forvitnilegt má teljast. Og margt af því, sem hann hefur fengið vitneskju um eftir dulrænum leiðum, hef- ur beinlínis komið honum að hagnýtu gagni í starfi hans, — einkum á sjónum.“ Eiríkur kemur víða við í þessari bók, og meðal annars er nætt um biblíustríðið, sem hann háði við Anderson, brezka skipherrann sem stjómaði herskipavernd tog- aranna um tíma. í kafla sem heitir: „Meira um biblíu- stríðið" segir: — Já, það varð hljóðfoært um ýmsar orðsendingan, sem fram foru milli ykkar Ander- sons, eftir að þorskastríðið var komið í algleyming. — Þau voru nokkuð mörg skeytin sem fóru milli okk- ar, svarar Eiríkur, -—við vor- um oft í návígi, sem kalla má. Herskip Breta lónuðu kring- um togarana, þar sem þeir toguðu í landhelgi. Við vor- um þar einnig á næstu báru Eiríkur Kristófersson> skipherra og reyndum sífellt að hefta þá, en það var enginn leikur. StundUm opnuðu herskipin ákveðin svæði fyrir togarana. Þá færðu sig þangað mörg skip samtímis. — Og hvaða orðsendingar fóru helzt á milli ykkar? — Frá þeirra hendi voru það helzt ögranir, áminning- ar og hótanir, en við svöruð- um venjulega einarðlega eins og réttur okkar leyfðd. — Að lokum höfðuð þið bibliutilvitnanir á hraðbergi? — Já, báðir höfðum við Biblíuna um borð og þar var margt tiltækt fyrir báða aðila. Við skiptumst þannig á nokkrum skeytum með meim- ingarfullum tilvitnunum. Þegar komið var fram á sum- arið 1959, baðst Anderson friðar í þessum orðahnippdng- um. En svo hittist' á, að skömmu áður hafði hann verið að vernda togara út af Patreksfirði. Lokaði hann svæðinu þar, og opnaði jafn- framt annað nýtt út af Önundartfirði og ísafirði. Þá sendi ég honum svo- hljóðandi skeyti: Proverb 23. 10.—11. Það eru Oi-ðskviðirnir 23. kapituli, 10.—11. vers, er hljóðar þannig: — Fær þú eigi úr stað landamæri ekkj- unnar og gakk þú eigi iim á akra munaðarleysingjanna. Því að lausnari peirra er sterkur — hann mun flytja ' mál þeirra gegn þér. Þessu skeyti reiddist And- erson, sendi mér þá þessa orð sendingu: — Haf nákvæmar gætur á út- liti sauða þinna og veit hjörð- unum athygli þína. Litlu síðar óskaði hann friðar á þessum vettvangi. Samþykkti ég það. Þar með var þessu lokið. í mokkrum öðrum kötflum bókarinnar er deilt nokkuð á yfirstjórn Landhelgisgæzl- unnar og í.einum þeirra: Að þrauka í . ónáð, segir m.a.: Ég hef álitið, að gæzlan ætti að forðast allt prjál og leiksýningar Það kom fyrir atvik sem minnti mig á ráð- gjafa Katrínar miklu, Rússa- drottningar, þegar hann lét mála tjöldin miklu á bökk- um Volgu, sigldi síðan um fljótið með Katrínu og sýndi henni borgirnar sem hann hafði látið byggja, en aðeins \"oru leiktjöld. — Og hvað var það? — Það var um orið 1963, að Landhelgisgæzlan hafði mikið blaðamannaboð til þess að sýna þeim ratsjónstöð uppi á Þorfojörnsfelli við Grinda- vík. Fengán var stór þyrla hjá vamarliðinu, til þess að flytja stöð þessa upp á Þorbjörns- fell. Af þessu var mikið gum- að í biögum og útvarpi. Sagt var að stöð þessi yrði sjálf- virk og fjanstýrð frá Reykja- vík, hægt myndi vera að fyigjast með öllum skipum sem þar fænu fyrir landi, sunnan fró Eynanbakkafougt oig norður á Faxatflóa. Til sannindamerkis um atburð- inn, var birt mynd af ratsjór- skífunni á ÞorbjörnsfellL En það gleymdist að hafa blaða- mannafund daginn eftir þeg- ar a-llt þetta á Þorbjörnsfell) var tekið niður í kyrrþei og ratsjáin flutt um borð í varð- skipið Ægi og sett þar niður, enda var hún keypt til þess. Og þar hetfur hún verið síð- . an. Bókin Draumar og draum- skynjanir er 183 blaðsíður að stærð og skiptist í fj ölmarga kafla. Merkiasöludagur Blindrafélagsins Á MORGUN, sunnudag, þann 12. nóvember, er hinn árlegi merkasöludagúr Blindrafélagsins og verða merki félagsins þá seld um land allt, til ágóða fyrir starfsemi þess. Þetta er í 28. sinn, sem fé- lagið efnir til merkasölu, en hún hefur ávallt verið megin tekjuöflun félagsins. Allt frá stofnun Blindrafélags- ins árið 1939, hefur höfuðmark- mið þess verið, að endurvekja sjálfstraust þeirra, sem misst hafa sjónina, útvega blindum húsnæði, og skapa þeim aðstöðu til menntunar og starfs. Margt hefur áunnizt en mikið er ógert. Blindraheimilið að Hamrahlíð 17, sem tekið var í notkun árið 1962, er nú fullsetið og hefur orðið að vísa blindu fólki frá, sem óskað hefur eftir búsetu þar. Höfuðverkefni félagsins nú er því að ráða bót á húsnæðismál- unum, og er ákveðið að hefja framkvæmd á viðbyggingu við núverandi heimili á næsta ári. Húsameistari ríkisins annast teikningar og er ætlunin að þetta nýja hús verði sérstaklega inn- réttað með tilliti til notkunar fyrir blinda. f því verða íbúðir, einstakl- ingsherbergi, vinnustofur og fleira. Blindrafélagið starfrækir Blindravinnustofuna, og þar starfa að jafnaði tíu manns við bursta- og plastpokagerð. Hér hefur verið mótuð ný stefna í blindravinnu með því að taka í notkun fullkomnar vélar, í stað handavinnu við þessa framleiðslu, og reynslan hefur þegar sýnt að unnt er að kenna blindu fólki meðferð véla. Með þessu móti er hægt að margfalda verðmæti þeirrar vinnu og framleiðslu, sem blind- ir öryrkjar leggja til þjóðarbús- ins, og jafnframt treysta afkomu öryggi þeirra. Velvilji og góður skilningur þjóðarinnar á vandamálum blindra er Blindrafélaginu mik- il hvatning til aukinna starfa og stærri átaka. 500 þús. kr. á hálfmiða FOSTUDAGINN 10. nóvemfoer var dregið í 11. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.500 vinningar að fjár- hæð 7.500.000 krónur. Hæsti vinningurmn, 500.000 þús. krónur, kom upp á hálfmiða númer 6804. Voru allir 4 hálf- miðárnir seldir í umfooði Helga 'Sivertsen í Vesturveri. 100.000 þús. kr. komu upp á heilmiða númer 33915. Annar heilmiðinn var seldur í umboði Heiga Sivertsen í Vesturveri en Mjög kostnaðarsöm verkefni bíða úrlausnar og þvi bindur fé- lagið miklar vonir við að vel gangi með fjáröflun þess nú. Sérhver maður, sem kaupir merki Blindrafélagsins eða styrk ir það á annan hátt veitir því dýrmætan stuðning og stuðlar jafnframt að framgangi góðs málefnis; sjálfsbjargarviðleitni blindra í landi voru. KJ. hinn í umboðinu i Borgarnesi. 10.000 krónur: 2119 2482 2992 3854 3920 5348 5411 6033 6803 6805 6836 7324 7477 8238 8535 10834 11474 11882 12777 15799 16472 17157 17183 17561 17765 171820 18094 18298 19287 19609 19671 20230 20862 21813 23329 20726 24220 24626 24703 24758 241916 26831 25853 29332 31577 33180 33455 34145 34766 36221 36861 30925 38047 38137 40600 41372 41576 41760 42402 44896 45920 46771 47008 47169 47438 48165 48828 50247 50259 50938 51869 53164 53461 55001 55909 50132 56132 '50504 56856 56894 57383 59271 59880. Birt án ábyrgðar. Husgagna kynning . -i- -j* Húsgag.naverksmiðja Kristjáns Siggeirsson- ar h.f. hefur nýlega hafið fnamleiðslu á nýrri tegund húsga.gna — gvonetfndum Var- ia húsgögnum fyrdr heimili, skritfstofur, skóla o.fl. í dag og alla næstu viku verða sýnd ýmis afbrigði af þessum athyglisverð- húsgögnum í sýningarsa.1 á neðri hæð verzl- unarinnar Daugavegi 13. Kynningin er opin í dag til kl. 4 og alla næstu viku á venjulegum verzlunartíma. varia HTJSGÖCN HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR 1 IF. LAUGAVEGi 13. SÍM113879 STAKSTEIEVAR Óbilgirni? Það er býsna fróðlegt, að sjá þær móttökur, sem tilboð ríkis- stjórnarinnar til verkalýðssam- takanna fær í blöðum stjórnar- andstæðinga í gær. Framsóknar- blaðið ber þó af í þvættingsleg- um skrifum. Blaðið segir í fimm dálka fyrirsögn á forsíðu að „lokasvar" ríkisstjórnarinnar „við tillögum launþega“ sé „kaupbinding til júní 1968“. Hver hefur talað um „kaupbind- ingu“ um þessar mundir. Ekki hafa málsvarar ríkisstjórnarinn- ar gert það, ekki hafa stuðnings blöð stjórnarinnar gert það. Á „kaupbindingu" hefur ekki ver- ið minnst og enginn boðað slik- ar ráðstafanir. Hvers konar hug- arórar eru þetta? Ekki er síður undrunarefni að Framsóknar- blaðið talar í forustugrein sinni um „óbilgirni“ ríkisstjórnarinnar í viðræðunum við forustumenn verkalýðssamtakanna. Blaðið segir ennfremur að „ríkisstjórn- in vill -- í engu vikja af þeirri kjaraskerðingarbraut, sem hún hefur markað.“ Vegna þess- ara ummæla er ástæða til að ryfja upp hver afstaða aðila var áður en samningaviðræður hóf- ust og að hve miklu leyti hún hefur breytzt síðan. Auðvitað væntu menn þess að báðir aðil- ar mundu í einhverju hvika frá fyrri afstöðu úr því að til samn- inga var gengið, slíkt er eðli samninga. Afstaða verka- lýðssamtakanna Höfuðgagnrýni forustumanna verkalýðsins á tillögur og að- gerðir ríkisstjórnarinnar í efna- liagsmálum, þegar þær komu fram, var annars vegar, að vísi- töluhækkun á laun væri skert og kváðust þeir ekki geta sætt sig við það og hins vegar að þessar aðgerðir Ientu með mest- um þunga á barnmörgum fjöl- skyldum. Þetta hefur og verið kjarninn í mótmælaályktunum þeim, sem borizt hafa frá verka- lýðsfélögum víðs vegar af land- inu. Að hve miklu leyti hafa kröf- ur verkalýðssamtakanna breytzt frá því að samningaviðræður hófust? Það er ljóst af tillögum þeim, sem viðræðunefnd ASÍ og BSRB lagði fyrir*ríkisstjórnina, að í grundvallaratriðum hefur verkalýðshreyfingin ekki hnikað til í einu eða öðru að því und- anskyldu, að hún vill fallast á að nýja vísitalan verði tekin upp í stað hinnar gömlu. Að öðru leyti hefur viðræðunefndin kom- ið fram með ýmsar nytsamlegar ábendingar, sem ríkisstjórnin hefur tjáð sig fúsa til þess að kanna nánar. Afstaða ríkisstjómarinnai Ríkisstjórnin leggur til að visi töluhækkanir á laun verði greidd í þremur áföngum samtals 3% og er það meginhluti þeirrar rúm- Iega 4% kjaraskerðingar, sem fyrirhuguð var með því að rjúfa vísitöluna úr sambandi að þessu sinni. Jafnframt hefur stjórnin boðið fram 5% hækkun á fjöl- skyldubótum með tveimur börn- um og fleiri og samsvarandi hækkun elli- og örorkulífeyris. Getur nokkur sanngjarn maður sakað ríkisstjórnina um „óbil- girni“ eftir slík boð? Það er vissulega slæmt að viðræður ríkisstjórnarinnar og forustu- manna launþegasamtakanna hafa ekki borið enn meiri árangur þótt hann sé nokk- ur. En ef til vill eru enn möguleikar á einlivers kon- ar samvinnu. Báðir aðilar hafa lýst því yfir að þeir muni ræða áfram um þau atriði, sem til umræðu hafa verið, eða önnur ef tiiefni gefst til og er það mik- ilvæg yfirlýsing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.