Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967 23 leifcar ásaim.t góðri greind, gerðu mamninn traustviekjandi, svo hion um var treyst betur en öðcum, þegar rnest á reyndi. Bf vanda bar að höndum, var orðtakið. Hefurðu talað við Jóhann? Það er mér víðs fjarri, að fara að skrifa hér æfiminningu Jó- hanns Pálssonar, en þess má geta, að stöðug árvekni hans, fyrir því, að leysa hvers manms vanda í sambandi við miafgvís- leg vand'amál sem upp geta komið við að halda gangandi heilum vélskipaílota bæjarfélags eins og Akraness, að viðbættum vandasömum verkefnum annars staðar frá, er mikilvægt trún- aðarstarf, sem fáir hefðu leyst eins ve(L í þess-u starfi, þjónustunni við samborgarann, er hans — æfi- ágrip — og eftirmæli skráð af hionum sjálfum og hvorki ég eða aðrir geta þar um bætt. Það er svo um ýmsa menn, að þeir eru svo lítið fyrir að sýnast, að þeir vilja naumast, að það sé eftir þeirn tekið eða á þá minnst. Svo var um Jóhann og þess- vegna eru þessar línur aðeins fcveðja okfcar hjóna. Samúð okkar, til allra aðstand enda mun fylgj a þessari kveðju okfcar, út að gröf hans í dag, Ruth og Halldór. t „Og fátækt er orðið og fásfcrúðug tjáning hver, er fetar sig áfram vor huigur um tregans slóðir. — En hvað mundu orð og hámaéli geðj'ast þér? Hljóðastur manna varst þú minn vinur og bróðir“. Jóhann Pálsson er dáinn. Þau eru örlög allra að feta leiðina að því lokamarki. — Þá stund eiga al'lir án nokkur® mann- jafnaðar. En slóðin, sem gengin var er ekki ætíð sú sama, og svipmyndirnar, sem lifa í minn- ingunni næsta ólifcar. — Það er sorg, djúp sorg — að kveðja góðan vin og mikilhæfan mann- dlómismann, löngu fyrr en eðli- legur starfsdagur virðist á enda runninn. En það er ekki ógæfa, vegna þess, að á gengnum vegi eru gæfuspor, samtíð og framtíð í hag. Sá, sem þannig lifir reis- ir leiðarmerfci þeim, er á eftir fcoma. Jóhann Pálsson fæddist 28. febrúar 1014. Foreldrar hans, Páilil Jónsson og Guðný Nikulás- dóttir, áttu lengi heimili að Sólmundarhöfða á Akranesi. Hann var vélvirki að iðn, og skaraði svo fram úr á því sviði, að á orði er haft Samstarfsmaður hanis og með- eigandi, Þorgeir Jósefsson fram- kvæmdastjóri, hefur látið svo um mœlt, að það hafi verið með óMkindum, hve flljótt Jóhann náði tökum á hverju því, er tilheyrði starfssviði hans, enda mun hann ekki hafa ráðist til annars en þess, er hann gat leyst af hendi svo veíl', að honum gott þætti. Þegar því skilyrði var fulilnægt, gátu aðrir ekki að fundið. Það er stundum skammt miili gleði og sorgar. — Skugga get- ur fljótlega brugðið á heiðan himin. Jóhann kvæntist ágætri konu, Sigríði Sigurðardóttur og áttu þau sam.an þrjú böm. —„Mjúkum skrefum í hús rníns hj arta sorgin gengur sjálf“. Konan hans var látin, og dæt- urnar tvær ennþá á bernsku- skeiði. — Þannig eru hin óræðnu rök tilverunnar. — En bak við hvert ský er þó bros frá sól. Eftir missi konu sinnar eign- aðist Jóhann annan liifsförunaut, Ragnbeiði Jónsdóttur frá Ljár- skógum, sem fylgdi honum að síðasta fótmáli, var móðir og vinur barnanna hans, og varð engill á veikindadögum. Eftir að þau þáttaskil urðu, hófust kynni okkar Jóhanns. Fyrs-t á sóllbjörtum sumardegi, við veiðiá vestur í Dölum. Jafnan síðan höfum við átt saman augnablik, öðTu hverju. sem ekki fyrnast, Jóhann minn, þótt nóttin breiði: ,Jhinn heiðsvalia hvíta snæ, hinn hljóðláta . vetrarsnæ yfir moldir þínar'1. — Ýmsum er tamt að rekja æviferil manna, þegar þeirra er mdnnst að leiðarlokum, en þá er kveð'jan orðin saga. Víst hef- ur það sinn tilgang, en sam- skipti okkar Jóhanns, eru ekki söguefni við gröf hanis. Þau eru ieiftunmyndir, geislar í baust- myrkri tregans. Minning um góða daga og glöð kvöld. Þess vogna er hér ekki sögð nein starfsisaga. Það hlýtur að falilia í annarra hlut, enda mœttumst við aldrei á þeim vettvangi nema ef ég stóð ráðvana yfir farartækinu mínu. — En þá var aðstoð hans þáttur í lífsleik okkar beggja. — Hann var vinur beimilis- ins, fjölskyldunnar allrar. Við þökkum árin, sem við urðum samferða. Þau skilija eftir yl í banmi. — „Hve skammt nær vor síðlbúna þökk í þögnina inn, sem þullin er líkt og afsökun horfnum vini. Hve stöndum vér fjarri þá stund, er í hinzta sinn hans stirnuðu hönd, vér þrýstum í kveðjuskyni". Þ. Matth. Guðfinna Steinsdóttir F. 13. júní 1895. D. 3. nóv. 1967. Kveðja frá hamabörnum. Hún mamma er að gráta, elsku amma mfn, og allt er svo grafarhljótt. Á stígum rökfcurheimsins við re'kjium sporin þín. Og síðan við sofnum rótt. Við minnumst hve þú varst okfcur væg og mild og góð, hve blessuð þín bros og hlý. Því finnst okkur báran núna rauila raunaljóð, og gráti hver sfcuggi og ský. En langt úti í sortanum blikar stjarna blíð. Hún sindrar okkur sólskins- draum. Og stjörnubrosin minna á löngu liðna tíð. og stöðva tímans flug og flaum. Og stjörnubrosið ber dkkur aftur liðin ár, með sólskin og söng og vor. Og stjömudraumur ljómar Og blessar bros og tár. Þar anga blóm við öll þín spor. í draumsins ríki ertu drottning, elsku amma miín. Hver bæn þín orðin gull að gjöf. Og brautir ofckar allar signir ástarstjarnan þin, og laugar geislum lága gröf. Og pabbí og mamma blessa þig, þafcka öll þín ár og allt, sem gafst Og veittir þú. Og stjörnudraumur glitar í gulli öll þin tár, og gefur okkur von og trú. Og seinna þegar vorið nýtt á suðurlofti hlær, og sólin skín og bræðir mjöll. Þá ilmar sætt á leiði þínu gleym mér ei, sem grær á geisladýrð við lífsins fjöll. á. Til leigu í steinhúsi næst við Vöruflutningamiðstöðina er 120 ferm. á jarðhæð, 6 metra lofthæð. Einnig 160 ferm. þar fyrir ofan. Upplýsingar í síma 17852 eftir kl. 1.30. Sniðskóli Bergljótar Ólafsdótur. Sniðkennsla Lærið að sniða yðar eigin fatnað. Síðasta námskeið fyrir jól. Kennsla hefst þriðjudaginn 14. þ.m. Innritun í síma 34730. Sniðskólinn, Laugarnesvegi 62. I¥F1 Kastnámskeið Nýtt námskeið í fluguköstum hefst á morgun kl. 10.20 í íþróttahöllinni. Öllum heimil þátttaka. Upplýsingar veita Halldór Erlendsson, sími 18382, og Sigurbjörn Eiríksson, sími 34206. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Sextugur: Jón Pétur Þorsteins- son, Reykjahlíð SUNNUDAGINN 29. okt. sl.l. átti sextugsafmœli Jón Pétur Þorsteinsson bóndi í Reykjahlíð. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi þar og Guðrún 'Einarsdóttir, Friðrikssonar bónda í Svartárkoti og siðan í Reykja- hlíð. Að Jóni Pétri standa í báð- ar ættir hið mesta mannkosta- og dugnaðarfólk. Hann stundaði nám í Laugaskóla á fyrstu starfs- árum þess skóla. Að öðru leyti vann hann mest að búi foreldra sinna, þó mun hann eitthvað hafa unnið utan heimils lí'ka. Þegar taðir hans hætti búskap fyrir allmörgum árum, tók Jon við búsforráðum og hefur gegnt þeim síðan. Ekki er hægt að telja, að hann hafi búið sérlega stórt á nútíðar mælikvarða. Hins vegar má segja, að hann hafi átt afurða gott bú vel í meðallagi. Búinn er hann að byggja upp útihús og bæta jörð sýna á ýnrsan annan hátt. Jón Pétur hefur átt þvl láni að fagna, að vera mjög hraustur alla tíð, og sjaldan orðið mis- dægurt. Hann hefur verið hinn mesti dugnaðarforkur og ósér- hlífinn með afbrigðum, enda alltaf afkastað mjög góðu dags- verki. Segja má að hann sé ágæt- um gáfum gæddur, og félags- maður hinn mesti. Enn heldur hann tryggð við ungmennafélag sveitarinnar, og er þar virkur og góður félagi. Þá hefur hann lengi verið í Karlakór Mývatnssveitar, og Kirkjukór Reykjahlíðarsókn- ar, og er enn. Um margra ára skeið hefur hann verið með- hjálpari í Reykjahlíðarkirkju. iBridgespilamennsku hefur hann stundað af miklu kappi um ára- raðir. Ég held að óhætt sé að segja, að hann hafi ekki oft lá:ið sig vanta, ef til sliks hefur verið boðað. Á yngri árum var Jón Pétur ágætur íþróttamaður, bæði í sundi, glímu, knattspymu og dansi. Enn virðist hann halda sínum léttleika frábærlega vel, svo jafnvel þeir sem yngri eru að árum, mega vara sig. Svo vel fylgist hann með öllum 'íþróttafréttum, og alveg sérstak- lega knattspyrnuleikjum að undr un sætir. Síðastliðinn vetur þeg- ar danskennsla fór fram hér í sveitinmi mætti Jón Pétur ekki síður en aðrir. Margir, sem þar voru, töldu einmitt Jón með þolnustu og ef til vill með þeim sipretthörðustu í þeirri raun. Jón Pétur hefur verið afburða duglegur ferðagarpur, enda er hann búinn að fara margar ferð- irnar til fjárleita í Mývatnsfjöll. Trúað gæti ég, að hann hefði oft- ast treyst sjálfum sér bezt í þeim leitum, þar sem hann ákvað sér lengstu og erfiðustu göngurnar. Leitarstjóri er Jón búinn að vera fjölda ára í þess- um fjallaferðum, og því raun- verulega borið ábyrgð á þeim fljölda manna, sem með honum hafa verið. Oft hafa veður verið válynd í þessum leitum, og því reynt á karlmennsku, þraut- seigju og dugnað. Slika eigin- leika hefur Jón Pétur í ríkum mæli. Hamn hefur aldrei æðrast þótt í móti blési, heldur tekið því sem að höndum hefur borið með hinu mesta jafnaðargeði. ’Hann hefur sem sagt kunnað þá list, að geta slappað af, ef svo má að orði kveða. Fyrir það hef- ur hann óefað slitnað síður, og haldið sér lengur ungum en margur annar. í leitarferðum á Austurfjiöllum hefur það alla- jafnan komið í hlut Jóns Péturs að hafa eftirlit með matföngum mianna og jafinframt útdeila þeim á sem réttlátastan hátt. Svo vel hefur honum farizt þetta úr hendi, að enginn annar kemur þar til greina meðan Jón ræður ríkjum. í þessu starfi í Péturs- kirkju við Nýjahraun hefur hann þurft að metta marga munna, um áratugaskeið, Allir hafa virzt harðánægðir með hans matargerð. Á slíka menn er gott að treysta. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu orðum um frænda minn, Jón Pétur, að ég geti ekki líka syst- ur hans, Maríu Sigríðar. Svo skemmtilega vill til, að hún á einmitt sama afmælisdag og bróðir hennar, þótt hún sé að vísu allmiklu yngri. Hennar starf er ekki ómerkt á heimiii þeirra, bæði utan húss og innan,' og verður seint fullmetið. í mörg ár hjúkraði hún systur sinni af hinni mestu alúð og nærgætnL Einnig hjúkraði hún báðum for- el'drum sínum á sama hátt þar til yfir lauk. Slík líknar- og mannúðarstörf eru svo til fyrir- myndar að sjálfsagt er að þeirra sé getið. Þau systkinin hafa nú byggt þægilegt og mjög skemmti legt íbúðarhús og búið sér hið indælasta heimili. Ýmsir hafa inotið þess að fá að vera á heim- ili þeirra að undanförnu, bæði ungir og aldnir, um lengri eða skemmri tíma. f tilefni afmæl- isins buðu þau systkinin Mý- vetningum, svo og frændum og vin’um, heim til sín síðastliðinn sunnudag. Alls komu þar saman á annað hundrað manns. Veitt var af hinni mestu rausn og myndarskap. Séra Örn Friðriks- son á Skútustöðum spilaði á org- el og stjórnaði almennum söng. Síðast söng Karlkór Mývatns- sveitar nokkur lög, einnig undir hans stjórn. Heillaóskir bárust og gjafir. Að lokum færi ég þeim syst- kinum mínar beztu þakkir fyrir alla þeirra góðvild og vinarhug, og óska þeim blessunar á ókomn- um árum. Björk, 5. nóv. Kristján. í STUTTU MÁLI Vatíkanið, 9. nóv., AP. LÆKNAR Páls páfa segja, að líðan hans eftir uppskurðinn fyrir fimm dögum sé bærileg, en páfi hefur enn vægan hita. Hans heilagleiki var skorinn upp við bóilgum í blöðruhálskirtli 4. nóv. sl., og er þetta í fynsta sinn síðan þá, sem gefin hefur verið út tilkynning um líðan hans. Bordeaux, 9. nóv. TVÖ vöruflutningaiskip frá Panarna og Bordeaux rákust saman i dag, og mun franska skipið hafa sokkið þegar í stað. Áhöfnum af báðum sipum var bjargiað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.