Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1987
Klak- og eldisstðð Húsavíkur
Úr erindi Jakobs V. Hafstein, flutt
7j aðalfundi Áhugamannafélagsins
um fiskirœkt 9. nóvember 1967
ÚR erindi flutt á aðalfundi
Aliugamannafélagsins um fiski-
rsekt hinn 9. nóvember 1967, í
átthagasal Hótel Sögu.
Almennur áhugi
Sú staðreynd blasir við okkur
I dag að áhugi landsmanna er
vakinn fyrir klak-fiskeldi-kyn-
bótum og ræktun laxfiska í ám
og vötnum Islands. Allir hugs-
andi menn gera sér nú ljósa
grein fyrir þeim gífuriegu verð-
mætum og framtíðarmöguleik-
um, er mál þessi fela í sér. Mitt
álit er, að þessi almenni áhugi
hafi skapast og vaknað af
þrem meginástæ'ðum:
1 fyrsta lagi með stofnun
Áhugamannafélagsins og vegna
þess að félagið bar gæfu til að
velja sér til forustu athafna-
sama, traustvekjandi og átaka-
góða menn.
I öðru lagi vegna þess, að í
hópi áhugamanna um þrótm og
framgang þessara mála eru marg
ir gegnir og góðir alþingismenn,
sem látfð hafa mál þessi mjög
til sín taka á Alþingi, síðustu
árin, menn, sem skipað hafa sér
í raðir félagsmanna okkar.
Og í þriðja lagi tel ég að
skrif þau og ádeilur, sem á und
anförnum tveim árum hafa átt
sér stað í blöðum og tímarit-
um um fiskræktunarmálin og
yfirstjóm þeirra, hafa náð þeim
tilgangi, að vekja menn til um-
hugsunar um þessi mál og vald
ið bæði róti, umræðum og mála
fylgjum í því sambandi.
Þetta færir okkur heim sann-
inn um það, að fiskræktarmálin
eru nú í vitund meginþorra lands
manna. Þau verða ekki þöguð í
hel og framvegis fá þau ekki
að þróast a'ð tjaldabaki veiði-
málastofnunarinnar og veiði-
málastjóra, eins og var aum allt
of langt skeið.
Fiskræktarmálin á Alþingi
Ég ætla þá að víkja að tveim
ályktunum Alþingis um mál
þessi á síðustu tveim þingum,
sem svo áður er að vikið. Vil
ég fyrst víkja að síðari þings-
ályktunartillögunni,. Þingsálykt-
unartillaga þessi — á þskj. 80—
1966, var flutt af þeim alþm.
Jónasi G. Rafnar, bankastjóra og
Birni Jónssyni alþm. á Akureyri.
Hennar er getið í árbók félags
okkar, sem félagsmenn hafa nú
fengið. Þar segir svo:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjómina að láta hið fyrsta
fara fram athugun sérfróðra
manna á því, hverjar ger*ðir fisk-
eldisstöðva, er reknar yrðu sem
aukabúgrein, hentuðu bezt
fslenzkum bændum, og jafn-
framt að láta gera athuganir á
kostnaði við byggingar og rekst
ur slíkra eldisstöðva. Þá verði
og rannsakað, hver opinber
stuðningur sé nauðsynlegur, til
þess að þessi búgrein geti eflzt
með æskilegum hætti.
Niðurstöður framangreindra
athuguna verði kynntar bænd-
um rækilega, í samráði vfð Bún-
aðarfélag Islands".
Tillaga þessi er bæði tímabær
og mjög merk að mínum dómi.
Hún var send Búnaðarfélagi Is-
lands og veiðimálastjóra til álits
og umsagnar. Búnaðarfélagið
sendi jákvætt og ítarlegt svar,
en veiðimálastofnunin eða veiði
málastjóri létu enga umsögn eða
svar frá sér koma. Hinsvegar
mun veiðimálastjóri hafa munn
lega tjáð formanni allsherjar-
nefndar, sem fékk tillöguna til
meðferðar, að hann teldi hana
ekki tímabæra. B?ð ég fundar-
menn að leggja þetta vel á minn
ið, svo furðuleg er slík fram-
koma og afstaða þess opinbera
embættismanns til þessarar
merku ályktunar á Alþingi.
Hin tillagan er á þingskjali
6—1965 og er flutt af þáver-
andi þingmönnum Norðurlands-
kjördæmis eystra, þeim Jónasi
G. Rafnar Karli Kristjánssyni,
Bjartmari Guðmundssyni, Ingv-
ari Gíslasyni, Birni Jónssyni og
Gísla Guðmundssyni, og var á
þessa leið:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina, að gera ráðstaf-
anir til þess, að stofnsett verði
á Norðurlandi klak- og eldisstöð
fyrir lax og silung. Skal í því
sambandi athugað, hvort ekki
sé heppilegt að hafa þa'ð fyrir-
tæki við vatnasvæði Laxár í Suð
ur-Þingeyjarsýslu, m.a. vegna
góðra skilyrða til hagnýtingar
á volgu vatni frá jarðhita þar
um slóðir".
Tillaga þessi er afdráttarlaus
og mjög jákvæð í orðalagi sínu.
Henni var vísað til fjárveitinga
nefndar Alþingis, sem svo sendi
hana til umsagnar veiðimála-
stjóra, sem telur í álitsgerð sinni
tillöguna ekki tímabæra og var
svo — því miður — niðurstaða
fjárveitinganefndar sú, að
breyta oi*ðalagi tillögunnar til
hins verra, á þann hátt, að Al-
þingi álykti að skora á rikis-
sitjórnina að láta fara fram
athugun á því, hvort timabært
sé að stofnsett verði á Norður-
landi klak- og eldisstöð fyrir
lax og silung o.s.frv. við vatna-
svæði Laxár í S. Þing. Þannig
hefur veiðimálastjóri valdið ó-
heppilegum og að mínum dómi
skaðlegum töfum á framkvæmd
þessa merka máls.
Hinsvegar er gott til þess að
vita í dag, að starfsemi klak- og
eldisstöðvar Húsavíkur hefur á
einu ári gert álit vefðimála-
stjóra að engu. Er það surt í
broti fyrir þennan embættis-
mann.
Ég sný mér þá til heimahag-
anna og staldra við á bökkum
Laxár í Aðaldal.
Ræktun hefst
Fyrir nokkrum árum tók að
bera á því, að laxveiði í Laxá
í Aðaldal fór minnkandi frá
ári til árs — eins og reyndar
víða annarsstaðar.
Bæði leigusalar og leigutakar
árinnar gerðu sér ljóst, að hér
var mikil alvara á ferðum.
Þessa neikvæðu þróun varð að
stöðva og mannshöndin varð að
koma til skjalanna, fyrr en
seinna, til að fyrirbyggja þá
vá er fyrir dyrum var.
Samvinna allra þessara áhuga
manna fólst í því, að laxar voru
veiddir og geymdir í kistum í
Laxá, neðst í Vaðhólmakvísl,
þar til þeir voru tilbúnir til
hrygningar. Þá voru þeir kreist
ir á bökkum Laxár, við erfiðar
aðstæður í októbermánuði í
haustkulda, og frjóvguð hrogn-
in síðan send súður í plastbrús-
um með flugvél til klakstöðvar
dr. Snorra og þeirra félaga í
Grafarvogi. Svo voru seiðin úr
hrognum þessum flutt norður
með flugvél og bifreiðum næsta
sumar og þeim skilað og sleppt
í Laxá. Með nærgætni, umönn-
un og áhuga tókst þetta allt
mjög giftusamlega. Árangurinn
er líka farinn að sýna sig, því
aðeinmitt í sumar, þegar bú-
ist var við og vonað að upp-
skera þessarar starfsemi kæmi í
ljós, brá svo við, að veiði í
Laxá jókst frá árinu 1966, þeg-
ar hún komst í lágmark, úr rúm
um 500 löxum upp í 1283 laxa
sl. sumar. Og þa'ð er spá mín að
enn muni veiðin halda áfram að
aukast á komandi árum, enda
eðlilegt með bættri aðstöðu til
ræktunar með tilkomu klak- og
eldisstöðvar Húsavíkur, sem í sí
auknum mæli á að geta miðl-
að seiðum af Laxárstofni til ár-
innar eftir ósk veiðiréttareig-
enda og veiðiréttameytenda, þ.
e. leigutaka árinnar.
Þá skal þess einnig getið að
fyrir nokkrum árum mun rík-
isklakstöðin í Kollafii'ði hafa
fengið rúmlega 30 lítra af
frjógvuðum hrognum úr Laxár-
löxum, ca. 20 þús. hrogn alls,
frá veiðiréttareigendum við
Laxá, gegn því að áin fengi til
baka allmikið magn af seiðum
úr þessum hrognum. Efndimar
úr þeirri átt hafa hinsvegar
ekki orðið aðrar en þær, að á síð
astliðnu sumri sendi veiðimála-
stjóri norður þangað rúm 4000
göngusei'ði, sem endurgjald fyr
ir umrædd hrogn, og munu þau
ekki hafa verið af Laxárstofni,
heldur sennilega blendingur af
seiðum úr mörgum ám. Hygg
ég að hér sé um mjög alvar-
lega framkvæmd að ræða, með
hliðsjón af ræktun og nauðsyn
þess að halda stærstu og öflug-
ugstu stofnunum hreinum, en
ekki að afrækja þá. Viðtakendur
seiðanna urðu að greiða Veiði-
málastofnuninni kostnaðinn viS
það að senda greiðsluna, þetta
seiðasamsafn norður.
Húsavíkurklakið
Upphafið að þessari starfsemi
eru bæði skemmtileg og tákn-
rænt fyrir áhugamenn um fisk-
ræktunarmál.
Svo sem margir munu vita
er Kristján bóndi á Hólmavaði
víðkunnur snillingur í reykingu á
laxi. Hefur hann um mörg und-
anfarin ár tekið lax af veiði-
mönnum við Laxá til reyking-
ar fyrir þá. Kristján er mikill
náttúruskoðari og náttúruunn-
andi og afburða fluguveiðimað-
ur. Hann ann Laxá öllu öðru
fremur og hefur horft kvíðafull
ur á síminnkandi laxgengd í
ána undanfarin ár. Það hefur
því oft borið við að hann hefur
fyllst skelfingu, þegar borist
hafa til hans til reykingar 20-
30 punda hrygnur úr Laxá, sem
gefið gætu af sér til klaks 15-
25 þúsund hrogn hver.
(Þvi var það að þegar tveir
vinir hans og veiðifélagar frá
Húsavík komu til hans seint í
ágústmánuði 1966 með fallegar
og vænar hrygnur úr Laxá til
reykingar að hann sagöi við þá:
„iStrákar — haldið þið nú ekki
að betra væri fyrir okkur að
gefa þessum „fínu frúm“ líf og
hagnýta frjósemi þeirra í
klaki?“
Birgir Lúðviksson og Helgi
Bjarnason, kunningjar Kristjáns,
sem þarna voru komnir til hans,
skildu strax hvað Kristján átti
við og þeir vissu líka uim’ reynslu
hans. Og þeir „tóku Hólmavaðs-
bóndann á orðinu". Þar með var
ísinn brotinn og upip úr þessu
ibættust svo í hópinn þeir Hail-
mar Helgason, sem ég hefi áð-
ur minnst á og Kristján Ósk-
arsson, yfirvélstjóri hjá Fisk-
iðjusamlagi • Húsavíkur. Eftir
þetta var úrvalshrygnum, sem
þeir veiddu í veiðileyfum sínum,
ekki slátrað til reykingar, held-
ur geymdar í kistu Kristjáns til
hrygningar og fiskræktar.
Þeir félagar fóru að öllu með
gát og fyrirhyggju, byrjuðu
smátt, aðeins með 4 stórar
hrygnur og jafnmarga hængi.
Skilningi mættu þeir frá bæj-
aryfirVöldum Húsavíkur og
fengu til afnota gamalt véla-
verkstæði undir bakkanum,
ibeint niður af hinni fögru kirkju
í miðjum bænum, þó aðeins að
hálfu leiyti miðað við það, sem
hægt var að hagnýta. En í byrj
un var heldur ekki þörf á meiru
og kostnaði varð að stilla í hóf.
Þessi húsakynni hreinsuðu
þeir félagar, gerðu þau visitleg
og að öllu leyti tandur hrein,
og þarna hófu þeir klakstarf-
semi sína. Laxana kreistu þeir
á bökkum Laxár við Hólmavað
og nutu í þeim efnum reynslu
og kunnáttu Kristjáns. Frjóvguð
hrognin voru svo flutt í bifreið
út á Húsavík í klakstöðina.
(Einnig öfluðu þeir til stöðvar-
innar hrogna af Mývatnsbleiktju-
kyni.
Þegar gengið hafði verið frá
klakkössunum var hafizt handa
um öflun eldiskerja úr trefja-
plasti og 5 kerjum komið fyrir
í stöðinni á hinn hagkvæmasta
hátt á afibragðsgóðum rörgrind-
um þannig, að botn kerjanna
helzt óbreyttur og vatnsafifall er
stöðugt.öruggt og jafnt. Hinn
mikli og snjalli hagleiksmaður
Kristján Óskarsson, vélstjóri,
smíðaði sjálfvirka fóðru'n við
hvert eldisker, og notuðu þeir
einvörðungu þuirrfóður við eldi
seiðanna, þegar þar að kom.
Allt þetta var gert í sjálf-
boðavinnu þessara áhugamanna
svo og öll umönnun, vinna og
eftÍTlit með klakinu og eldi seið-
anna. Aðkeypt efni í klakkassa,
vatnsleiðslur, eldisker, hituin og
fóðrunartækin var greitt af eig-
in fié og yfirleitt allur óhjá-
kvæmilegur kostnaður.
Niðurstöðurnar fyrsta árið
urðu svo í stuftu máli þessar:
1. Vatnið reyndist mjög stöð-
ugt hvað hita snertir, meðan á
klakinu stóð, eða 4,'5% og að
sjálfsögðu ætíð tandurhreint og
meira en nóg — enda lindarvatn
og neyzluvatn á Húsavík,
2. Eftir að eldi seiðanna hófst
veittist þeim félögum auðvelt að
út'búa hitun upp í stöðugan 9—
10° hita.
3. Fóðrun gekk fiyrir rafmagni
frá klukkan átta að morgni til
klukkan átta að kvöldi.
4. Seiðin, hvort heldur var um
laxaseiðin eða bleikjuiseiðin að
ræða, höfðu góðan framgang og
afföll urðu lítil.
5. Framleiðslan varð: 23 þús-
und laxaseiði, sem öll fióru til
baka í Laxá, keypt af veiðirétt-
areigendum og Laxárfélaginu.
17 þúsund bleikjuseiði, sem að
meginmagni voru keypt af Húsa
víkurbæ og sleppt í Botnsvatn
ofan við Húsavík, en nokkuð
selt til Skagafjarðar.
Nú hafa þeir félagar fært út
kvíarnar og aukið starfsemi sína
á síðastliðnu sumri og haustL
Var strax hafinn undirbúningur
að því og framkvæmdir við veið
ar þeirra félaga í Laxá á sL
sumrg að geyma valdar hrygn-
ur og hængi í kistum hjá
Kristjáni á Hólmavaði til klaks-
ins á Húsavík.
Árangurinn af því varð sá, að
Klak- og eldistöð Húsavíkur
hafði yfir að ráða 19 vænum
hrygnum frá 11—18 punda og
jafin mörgum hængum frá 6—25
punda til klaksins nú í október-
mánuði. Frá þessu hefur verið
skýrt í 'blöðum, bæði í máli og
myndum og skal því ekki fjöl-
yrt mjög um það hér. Rétt er
svo að taka fram þetta:
1. Bæjaryfifvöldin á Húsavík
hafa látið þeim félögum í té
all verulega aukið húsrými til
afnota nú þegar, og væntanlega
enn aukið eftir áramótin n.k.
áður en eldi seiðanna byrjar.
2. Laxarnir voru nú fluttir úr
kistunum við Hólmavað í eldis-
ker klakstöðvarinnar um hálf-
um mánuði fyrir kreistingu.
Reyndist sú aðferð mjög vel og
laxarnir urðu miklu betri til
Framh. á bls. 20
I klakstöðinni á Húsavík