Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBUAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. IS€7
7
„Hrædd um, að þeir skemmi fyrir mér Landsýn46
Landsýn við Strandarkirk.ju, granít (3 m að stærð með
stöpli) Myndin er tekin, þegar þáverandi biskup íslands,
Sigurgeir Sigurðsson vígðí minnismerkið. Myndin er feng-
in að láni úr listaverkabók Gunnfríðar Jónsdóttur, sem
út kom 1966.
Spjallað v/ð
Gunnfríði
Jónsdóttur
myndhöggvara
FYRIR alllöngu vorum við á
gangi uppi á Skólavörðuholti,
þar sem Hallgrímskirkja teygir
turninn til himins, eins og fing-
ur Guðs áminnandi jarðarinnar
börn. Brátt nær sá turn ekki
hærra, og væntanlega lægir þá
þær öldur, sem um byggingu
hans hafa risið.
Þarna í nágrenninu hittum
við á förnum vegi Gunnfríði
Jónsdóttur, myndhöggvara, og
notuðum við tækifærið og
spurðum hana almennra tíð-
inda.
„Ertu ekki alltaf að vinna,
Gunnfríður?" spyrjum við.
„Jú, bitídu fyrir þér, auðvitað
og annað hvort væri. Myndir
mínar eru líf mitt, en heilsan
er samt orðin fjarska biluð, og
nægir skammt til stórra verka.
Nú er mér helzt í huga mynda-
styttan mín af Guðmundi góða.
Mér finnst endilega, að hana
eigi að reisa í Reykjavík, eink-
anlega af þvi, að Reykvíkingar
njóta góðs af vatnsbóli því, sem
Guðmundur biskup góði vígði á
sinni tíð, og enn þann dag í dag
ber nafn hans og nefnast
Gvendarbrunnar. Annars hefur
komið til álita að reisa mynd-
ina á Hólum í Hjaltadal, enda
var Guðmundur góði biskup
þar.
Raunar sárnar mér mest um
þessar mundir spjöllin, sem ég
tel að verið sé að vinna suður
við Strandakirkju, en þar er
eins og kunnugt er ein mynda-
styttan mín, Landsýn. Þeir eru
að grafa inni hólinn undir
styttunni, og ætla að koma þar
fyrir móto'rhúsi, salernum, og
Gunnfriður Jónsdóttir
ég veit ekki hverju. Ég er svo
hrædd um, að styttan verði fyr-
ir skaða af þessu, eða a.m.k.
verði af þessum framkvæmdum
mikil óprýði. Mér finnst þetta
ganga helgispjöllum næst. Allir,
sem komið hafa að Strandar-
kirkju þekkja Landsýn, og
margir hafa séð myndina af
, henni, sem bírtist í bókinni,
sem ég gaf út í fyrra, en það
var fyrsta listaverkabók, sem
kona hefur gefið út á íslandi,
og ennþá er hægt að fá þá bók.
„Er það ekki rétt, sem ég
hefi heyrt, að þú hafir brugðið
þér út yfir pollinn í sumar?“
„Jú, maður lifandi, ég brá
mér til Stokkhólms til að heim-
sækja vini mína þar og vinkon-
ur, sem voru samtíma mér I
þeirri borg á sinni tíð. Ég hitti
vinkonu mína, Ingigerði Thor-
hamm, konu málarans og mynd-
höggvarans, og einnig Mukle
Karleson, málara, en hjá henni
bjó ég.
Það var mikil breyting að
koma til Stokkhólms. Þetta var
nokkru fyrir H-daginn þeirra.
Allir sporvagnar voru horfnir,
allar sporvagnaskinnurnar
horfnar úr götunum, það voru
bara „bússar" eftir.
„Heilsaðifðu ekki upp á „Síld-
arstúlkurnar" þinar í Ráðhús-
inu?“
„Ó, nei, ekki gerði ég það,
þótt mig langaði mikið til þess.
Vegalengdirnar eru svo miklar.
Én ég fór út á Lidingö, en þar
er garður með listaverkum eftir
hinn fræga myrvdhöggvara,
Milles. Það var stórkostlegt að
ganga um garðinn og skoða
þessi fallegu listaverk. Hrein-
asta unun. Þá heimsótti ég
sendiherra fslands, Árna
Tryggvason, og Sigrúnu, konu
hans. Þau tóku mér fjarska vel.
Ég þekkti móður hans Árna".
„Svo að þú ert eftir atvikum
ánægð með lífið?“
„Ja, það er nú svona og svona,
allt er orðið svo dýrt, hitinn
hækkaður, og guð má vita, hvað
ekki hækkar. En ég gæti svarað
þér játandi, ef Guðmundi mín-
um góða yrði gert eitthvað til
góða, og hefðu þeir ekki verið
að þessu brambolti suður við
Strandakirkju. Það er mér svo
mikið hjartans mál“.
Og með það skildu leiðir okk
ar Gunnfríðar að sinni, ég hélt
niður í borgina, en hún inn á
vinnustofu sína að sinna sinni
list. — Fr. S.
Sænski myndhöggvarinn Carl
Milles í vinnustofu sinni.
\
FÖRIMUIVB
VEGI
Óska eftir notuðum húsgögnum, sófa- setti svefnsófa, hjónarúmi og ísskáp., Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir kl. 12,00 á laugardag merkt: „Hús- gögn 352“. Klinikdama óskast nú þegar. Guðjón Axelsson, tannlæknir,, Laugavegi 28.
íbúð til sölu 2 herb. og eldhús í IV. byggingarflokki. Félags- menn, sem neyta vilja for- kaupsréttar, hafi samband við skrifstofu okkar fyrir 12. þ. m. B.S.F. prentara.
Lesgrindur Nokkrar lesgrindur til sölu. Laugateig 28, sími 38078.
íbúð óskast 2ja til 3ja herb. íbúð ósk- ast til leigu sem fyrst. — Uppl. í sima 15998. Sitjum hjá börnum á kvöldin, nema um helg- ax. Uppl. í sima 16619.
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Matstofa Austurbæjar, Laugavegi 116, sími 10312. Bifreið óskast Góð, notuð fólksbifreið af minni gerð óskast til kaups. Eldri en 1964, kemur ekki til greina. Uppl . í síma 18863, milli kl. 6—8 i kvöld.
Hús til sölu Tilboð óskast í húseignina „Steinar" í Grindavík. — Uppl. í síma 8180. Keflavík — Suðurnes Kjólaefni: crimplene, af- galon og glitofin terylene. Fallegt úrval. Verzl.Sigríð- ar Skúladóttur, simi 2061
Auglýsing
Á bæjarstjóraskrifstofunum í Kópavogi liggur
frammi skrá um örnefni í Kópavogskaupstað ásamt
kortum yfir lögsagnarumdæmið. Er þess óskað að
kunnugir líti á skrána, og geri athugasemdir ef þeim
þykir ástæða til.
6. desember 1967.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Bazar
Menningar og friðarsamtök íslenzkra kvenna
halda bazar í Hállveigarstöðum, Garðastræti, laug-
ardaginn, 9. desember. Opnað kl. 2.30. Margir góð-
ir og ódýrir munir til jólagjafa. Komið og gerið
góð kaup.
Atvinna óskast
21 árs gamall maður óskar eftir framtíðaratvinnu
við afgreiðslu- eða sölustarf. Upplýsingar í síma
40541 í dag og næstu daga, eftir kl. 7 á kvöldin.
íbúð við Grænuhlíð
Til sölu 3ja herb. rúmgóð íbúð á jarðhæð við
Grænuhlíð. Sérinngangur, sérhiti. Laus til íbúaðr.
SKIP & FASTEIGNIR,
Blöð og tímarit
Farfuglinn, blað Bandalags ís-
lenzkra Farfugla, 2. tbl., 11. árg.,
er nýkomið út. Blaðið hefst á rit-
stjórnarrabbi, en síðan er örnefna
þáttur eftir Gest Guðfinnsson, „Leit
að að Hít“. Guðmundur Gunnars-
son skrifar um Öskjuferð fyrir ára
tug. Þá er þátturinn „Úr malpok-
anum“ og skrá yfir ferðirnar á síð
asta sumri.
Skinfaxi
B * f TÍMARIT
■ UNGMENNAFÉLAGS ISLANDS
1
I
I
I
Skinnfaxi, rit Ungmennafélags ís
lands, 2.—3. hefti' 1967 hefur borizt
blaðinu og leggja þar ýmsir fornir
kappar hönd á plóginn. Efni blaðs-
ins er m.a.: „Vormenn Jslands —
yðar bíða----", grein eftir ann-
an ritstjórann, séra Eirík J. Eiríks-
son. Rætt er við framkvæmdastjóra
UMFÍ sl. sumar, Stefán Magnússon
íþróttakennara. Rætt er um undir
búning landsmóts UMFÍ að Eið-
um næsta sumar. Grein er eftir
Guðmund skáld Böðvarsson á
Kirkjubóli. Ritað er um Sigurð
Greipsson og Haukadalsskólann.
Gísli Sigurðsson í Hafnarfirði rit-
ar um ástundun íþrótta fyrir 40
árum. Margt tíðinda er frá vett-
vangi ungmennafélaganna. Blaðið
er hið vandaðasta að öllum frá-
gangi.
Minningarspjöld
Minningarspjöld Háteigskirkju
eru afgreidd hjá Ágústu Jóhanns-
dóttur, Flókagötu 35, sími 11813, Ás
laugu Sveinsdóttur, Barmahlíð 28,
Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut
47, Guðrúnu Karlsdóttur, Stigahlíð
4, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Stang
arholti 32, Sigriði Benónýsdóttur,
Stigahlíð 49. Ennfremur I bókabúð
inni Hlíðar, Miklubraut 68.
Austurstræti 18 — Sími 21735.
Eftir lokun 36329.
EIINIAIMGRIJIMARGLER
er heimsþekkt fyrir gæði.
Verð mjög hagstætt.
Stuttur afgreiðslutími.
1» ÁRA ÁBYRGÐ.
Leitið tilboða.
Fyrirliggjandi
RÚÐUGLER
2-4-5-6 mm.
Einkaumboð:
HANNES
ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími 2-44-55.