Morgunblaðið - 08.12.1967, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967
Fá frí eða hætta störfum
í 3 mán. í von um OL-ferð
Skíðamenn leggja hart að sér til
undirbúnings OL í febrúar
AÐ VERA þátttakandi af íslands hálfu í Vetrar Olympíuleikunum
í Grenoble í febrúar n. k. er ekkert sældarbrauð eða dans á rósum.
Skíðamennirnir hafa þjálfað siðan í vor ýmist einir eða komið
saman á Siglufirði eða Akureyri nokkra daga í senn, stunda nú
æfingarnar um mánaðarskeið í Val D’esére í Frakklandi, og fara
síðan að loknu jóialeyfi i stanzlausa þjálfun í Hlíðarfjalli við
Akureyri fram að ieikunum. Öll þessi ferðalög — nema förina á
OL og farmiða Reykjavík-Luxemborg-Reykjavík vegna Frakk-
landsdvalarinnar nú, greiða þeir úr eigin vasa og hafa allir orðið
að fá 3 mánaða frí úr vinnu eða segja upp störfum til að geta verið
með. IMunu fáir — eða engir — í hópi íþróttamanna leggja meira
að sér en þeir.
Stefán Kristjánsson form.
Skíðasambandsiní og aðrir stjórn
armenn ræddu við fréttamenn í
gær um Olympíuþjálfunina, mót-
in í vetur og hina nýju skiptingu
í flokka meðal Alpagreinar-
manna, sem vikið verður að
síðar hér á síðunni.
Varðandi þjálfun Olympíu-
faranna sagði Stefán m.a.:
Ungiingamót
i badminton
UNGLINGAMÓT TBR í badm-
inton verður haldið laugardaginn
16. des. nk. í Valsheimiiinu. —
Keppt verður í flokki sveina und
ir 16 ára og flokki unglinga undir
18 ára. Keppt verður einnig í
sömu aldursflokkum stúlkna.
Öllum er heimil þátttaka í mót
inu og skal senda tilkynningar
þar um til Garðars Alfonssonar,
simi 41595 fyrir þriðjudag.
Að loknu Skíðamóti íslands
1967, valdi stjóm S.K.Í. 8 skíða-
menn til sérþjálfunar fyrir Olym
píuleikana í Grenoble í Frakk-
landi 1968. Jafnframt var þá sam
þykkt að miða þátttöku íslands
eingöngu við alpagreinar karla.
Skfðasambandið réði Magnús
Guðmundsson, skíðakennara,
þjálfara liðsins.
Fyrsta sameiginlega æfing
þessa liðs fór fram á Siglufirði
í maí í vor. Síðan hafa piltarnir
æft undir stjórn Magnúsar og
komið saman öðru hverju til
sameiginlegra æfinga eða eins
og hér segir:
Siglufirði 14. og 15. maí,
Siglufirði 1.—3. júlí
Akureyri 2.—5. sept.
Geta má þess, að snjór var á
öll þessi tímabil svo árangur
varð mjög góður.
I haust ákvað stjórn S.K.Í. að
fækka um tvo menn í Olympíu-
þjálfuninni, en úr þeim 6 sem
eftir eru, verða sfðar valdir 4
til þátttöku í Olympíuleikunum,
Helztu skíðamót 1968
Ákveðin hefur verið niðurröð-
un helztu skíðamóta vetrarins:
27.—28. jan. Þorrmót, ísaf.
17.—18. febr. Skíðamót, Rvík.
9.—10. marz. Hermannsmót,
Akureyri.
30.—31. marz. Unglingameis-
taramót íslands, Ólafsfirði.
Um páska. Skíðamót íslands,
Akureyri.
Um hvitasunnu. Skarðsmót
Siglufirði.
Framanskráð mót, að undan-
teknu Unglingameistrarmóti hafa
verið nefnd „punktamót" vegna
þess að eftir frammistöðu kepp-
enda á þessum mótum eru kepp-
endum gefin stig eða punktar og
eftir þeim er mörmum síðan rað-
að í ráshópa í alpagreinum á
Skíðamóti íslands o. fl. stórum
skíðamótum.
Unglingameistaramótið sem
fram fer á Ólafsfirði er 1. meist
aramótið, sem þar fer fram, en
skíðaáhugi er þar mikill og al-
mennur. Þetta er 3. unglinga-
mótið, en hin fyrri tvö þóttu
gefa mjög góða raun og takast
vel.
en það er sú tala keppenda, sem
Olympíunefnd íslands hefur
ákveðið að senda á Vetrar-Olym-
píuleikana.
Þann 21. nóvember hélt liðið
til Val D’esére íFrakklandi og
mun æfa þar í mánuð og taka
þátt í mótinu.
Þeir sem fóru eru: Magnús
Guðmundsson, þjálfari, Björn
Olsen, Rvík, Hafsteinn Sigurðs-
son, ísaf., ívar Sigmundsson, Ak-
ureyri, Magnús Ingólfsson, Ak-
ureyri og Reynir Brynjólfsson,
Akureyri.
Kristinn Benediktsson, sem er
einnig í liðinu, gat ekki farið
þessa ferð vegna mikilla anna.
Strax upp úr áramótum hefj-
ast æfingar að nýju, fyrst hér
heima, en síðan í Frakklandi og
verður æft af kappi fram að leik
unum, sem hefjast þann 7. febr-
úar n.k.
ívar Sigmundsson Islandsmeistari í svigi er meðal þeirra sem æfa.
Víkingur og FH jöfn 21 -21
Fram vann Hauka 25-17
Á FYRSTA kvöldi Islandsmóts
1. deildar 1968 urðu hin óvæntu
úrslit. Víkingar náðu jöfnu við
F.H. 21 mark gegn 21. Var leik-
urinn jafn og hörkuspennandi
frá upphafi til loka, og Víkingar
lengst af yfir í mörkum. FH tókst
4 sinnum að jafna í fyrri hálf-
leik, en í hléi stóð 12—11 fyrir
Víking. I upphafi siðari hálf-
leiks skoruðu Vikingar 3 fyrstu
mörkin — og misstu þar að auki
vítakast. En gömlu meistararnir
tóku sig á jöfnuðu 16:16 og kom-
ust yfir 19:17, en allt kom fyrir
ekki og Víkingum tókst að jafna
FH - Hnuknr ó
sunnudaginn
Á RÖNGUM upplýsingum voru
leikir þeir, sem verða í 1. deiJd-
armótinu í handknattleik á sunnu
daginn ranglega tilfærðir í blað-
inu í gær. Á sunnudaginn kl. 3
leika Valur og KR og síðan Hauk
ar og FH (en ekki Haukar-Fram)
eins og stóð. Sá leikur var í
gærkvöldi.
Ekki ráðizt á garðinn
þar sem hann er lægstur
„Dagskrá" handknattleiks-
manna okkar í vetur er afar
erfið og ekki er nú ráðizt á
garðinn þar sem hann er
lægstur. Það er vandfundin
erfiðari leikjaskrá en íslenzka
landsliðið í karlaflokki hefur
við að glíma í vetur.
Nýlokið er tveim leikjum
við Tékka, sjálfa heimsmeist-
arana.
í febrúarlok heldur lands-
liðið utan og leikur tvo leiki
við Rúmena, hinn fyrri 26.
febr. í Búkarest en hinn síð-
ari 28. febr. í annari borg
þar í landi. Rúmenar eru
fyrrv. heimsmeistarar og urðu
síðast í 3. sæti á HM.
A'ð því loknu heldur liðið
til V-Þýzkalands og leikur
við V-Þýzkalandsliðið tvo
leiki, hinn fyrra 1. marz í
Múnchen og hinn jsíðari 3.
marz í Bremen. V-Þjóðverjar
voru í 5. sæti á síðustu HM-
keppni.
Að þessu erfiða ferðalagi
loknu fær landsliðið ekki frí
frá keppni nema í mánuð. Þá
kemur hingað landslið Dana
og leikur tvo landsleiki. Sá
fyrri verður 6. apríl og sá
síðari 7. apríl. Danir urðu í
2. sæti á sfðustu HM-keppni
Liðið fær svo frí frá keppni
yfir páskana en heldur utan
seint í apríl til Spánar og
leikur tvo landsleiki við Spán
verja
Til gamans má geta þess að
landsliðið verður komið heim
fyrir H-daginn.
á síðustu sekúndum.
Morik Jóns Hj. Magnússonar
gerðu útslagið á þesisi óvæntu
úrslit — og hann skoraði jöfn-
unarmarkið rétt í leikslok.
Leikurinn var talsvert harðu.r,
einkum varnarleilkurinn. Fram-
an af t.d. voru öll mörk F.H.
skoruð eftir að brotið hafði ver-
ið á viðkomandi leitomanni og
önniur brot voru ótalin. En liðs-
menn FH voru heldur ekki
en.glar, þá er Víkingar sóttu.
Víkingsliðið kom óvenju hressi
legt til leiksins og nú var ekki
eins fastlega og áður spilað á
Jón og Einar og ungu mennirnir
sýndu að í þeim er töggur, eink-
um Guðmundur og Páll.
Mörk Víkings skoruðu Jón 7,
Einar 6, Páll 3, Guðim. 2, Rós-
mundur 2 og Rúnar 1.
Mörk FH Geir 6 (2). Öi*n 5,
Birgir 5, Árni 2, Einar, Þorvald-
ur og Gils eitt hver
Fram—Ilaukar 25:17
Leikur Fram og Hauka varð
aldrei skemmtilegur eða vel leik-
inn. Stympingar, ónákvæmni og
kæruleysj settu allt of mikinn
svip á leikinn. Mikið var um
vítaköst í fyrri hálfleik og félkr
Framliðinu í skaut 5 slík, en
Haukum féll vörnin í mola og
öllum sínum ,en Haukar úr öðru
sinu. Sá munur skapaði forystu
Fram í fyrri hálfleik, sem var
11-7.
Um tíma leit svo út í byrjun
siðari hálfleiks að Haukar ætl-
uðu að velgja Framliðinu undir
uggum og komst forskotið í 2
mörk. En það stóð stutt og eftir
að óeining kom upp í samband-
inu við „innáskiptingar hjá
Hautoum féll vörnin í mola og
Fram vann 25:17.
Fjórum mönnum (2 frá hvor-
um) var vísað af velli vegna
brota, og fieiri gátu þeir alveg
eins orðið. En Reynir dómari
missti að nokkru tökin á leikn-
um er á leið, enda mátti æra
óstöðugan að eltast við öll brot
sem framin voru.
Skemmtilegust tilþrif voru hjá
Gunniaugi sem lók nokkra
spretti upp á gamia mátann og
skoraði glæsilega. Hann var
martóhæstur allra með 7 mörk,
Ingólfur 5 (2), Sig. Ein. 5, Gylfi
Hjalmars. og Guðjón 3 hvor,
Arnar og Gyifi Jóh. 1 hvor. Mörk
Hauka: Þórarinn 5, Stefán og
Viðar 4 hvor, Þórður 2, Ól. Ól.
og Gunnar 1 hvor.
Nýir siðir
í upphafi leiks FH og Vik-
ings skeði hið óvænta. Það var
mjmdataka sjónvai^sins. Þegar
aUt var tilbúið og leikur n»st-
um hafinn var allt stöðvað aft-
ur og lið stilltu sér upp. Þetta
tafði notokuð — og er vægast
sagt furðuleg ráðstöfun, þar sem
rúmgóðir gangar eru að baki þar
sem vel má taka myndir lang-
timum saman án þess að tefj leik
ina sjálfa. Aidrei yrði beðið eftir
einum og einum leikmanni, og
því þá að bíða eftir myndatöku?
Og nú virðist upphafin sú regla
að ekki megi æða inn á salar-
gólfið á götuskóm. Þessu fékk
sjónvarpið „áorkað” — eða góðri
reglu spillt.
Stórir áfangar
Á blaðamannafundi með stjórn
SKÍ í gær vék Stefán Kristjáns-
son að stólalyftunni nýju á Ak-
ureyri og sagði að bráðlega yrði
lokið við byggingu ca. 1200 m
langrar lyftu af svokallaðri T-
gerð, þ.e. dráttarlyfta. — Stefán
sagði síðan:
Stjórn Skíðasambandsins tel-
ur að með tilkomu þessara glæsi
legu skíðamannvirkja sé brotið
blað í sögu skíðaíþróttarinnar í
landinu. Hún muni nú verða enn
meiri almenningsíþrótt, en áð-
ur, jafnframt því sem bezta skiða
fólki okkar í alpagreinum eru
sköpuð bætt skilyrði til æfinga.
Mjög mikið vantar þó enn á
að æfingaskilyrði skiðamanna séu
komin í viðunandi horf. Lyftur
þurfa að koma víðar og ekki sízt
eru norrænu greinarnar stökk og
ganga illa á vegi stödd, sér-
staklega stökkið, en engir góðir
stökkpallar eru til á landinu.