Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967 31 - RÆÐA EGGERTS Fram'hald af bls. 10. anir hennar vegna, var svo ákveðið, að einnig sú fra mleiðsla, sem fellur á tímabilið eftir gengisbrey'tinguna og fram til ánsloka, skuli greiðast miðað við hið gamla gengi, Þótti eðlileg ráðstöfun að miða hér við ára- m»t með því að gert er rráð fyriT því, að þau framlög úr ríkis- sjóði, eem ákveðin voru til sjávarúbvegsins á árinu 1967, nái til ailrar framleiðslu þess áns. Við gengisbreytinguna 1960 og 1961 var einnig svo ástatt, að allmilklar birgðir voru í landinu, en í bæði skiptin var gengis- hagnaðurinn notaður til að greiða samansafnaðar skuldiir frá uppbóta tímabilinu, í hinuom nýju lögum um róð- stafanir vegna gengisbreytingar- innar er hér hins vegar farin allt önnur leið, þar s«em svo er kveðið á, að það fé, sem kemur inn vegna gengisbreytingarinnar, þ. e. gengiishagnaðurinn, skuli renna í sérstakan sjóð, er varið verði í þáu sjávarútvegsins sjáLfis. í>etta fé mun þvi allt renna til sjávarútvegsins í einni eða ann- arri mynd. Er mú unnið að undir- búningi þess máls, en augljóst er, að áður en til sjóðsstofnun- arinnar kemur verður að greiða af gengishagnaðinuim ýmis gjöld eða kostnað, sem falla á fram- leiðsluna til áramóta vegna gengisbreytingarinnar, og enn- fnemur bætur til vissra fram- leiðslureina svo sem bræðslu- síldariðnaðarins, en við verð- laningu bræðsluisíldar á þessu hausti var ráð fyrir því gert, að sá iðnaðaur nyti nokkurrar fyr- irgreiðslu, Sama mun væntan- lega gilda um skreiðarframleiðsl una, sem hefur lent í alveg sér- stökum erfiðleikum vegna lok- unar hins þýðingarmikla skreið- armarkaðar í Nígeríu. Fleira mun væntanlega koma hér til, en út í það skal ekki farið nánar að sinni. Við ráðstöfun á sjóðnum verð- ur í fyrsta lagi að telja eðlilegt, að hluta af honum verði varið tíl að grynnka nofekuð á þeim miklu skulduim, sem hlaðizt hafa upp hjá Vátryggingarsjóði fiski- skipanna. Vandamál í uppbygg- ingu fiskiðnaðarins, sem þarf að leysa þannig að til framleiðni- aukningar leiði, hljóta að krefj- ast nokkurs fjármagns, sem eðlilegt vœri að kæmi frá Fisk- veiðasjóði, en erfiðleikar vélbáta. útgerðarinnar bitna mjög á Fisk- veiðasjóði sem kunnugt er og því eðliLegt, að einmitt úr þessum sjóði renni nokkurt fé til Fisk- veiðasjóðs til þessara þarfa. Þá fer nú ennfremur fram at- hugun á því með hvaða hætti mögulegt væri að aðstoða þá út- vegsmenn, sem um sinn hafa lagzt á auknir fjárhagslegir erfiðleikar, vegna skipakaupa erliendis. Þannig m-un sá beini hagnaður, sem stafar af gengisbreyting- unni, renna til sjávarútvegsins m. a. til að uppfylla ýmsar þýð- inganmiklar saimeiginlegar þarfir atvinnuvegarins og þannig koma atvinnuveginum í heild til góða. Lokaorð. Við þetta tækifæri, er að sjálf- sögðu mar.gt fleira sem minnast mætti á, en yrði héir of lantir lestur. Ofarlega í huga manna hljóta t. d. að vera þær gjörbreyttu að- stæður, sem skapast hafa við sílidveiða.rnar sér í lagi s.L sumar, þegar vegalengdirnar á síldar- miðin margfölduðuist. Hér er á ferðinni vandi, er skapar jörbreytt viðhorf í öryggi áhafna og vistaflutningi til þeirra. Gagnlegar tillögur til Úrlausnar vandanum hafa þegar borizt frá samtöfcum sjómnna og útvegsmanna, sem teknar verða til gagngerða athugana, þannig að nota megi sem bezt tímann sem framundan er til næstu vertíðar að leysa þau triði málsins sem harðast knýja á. Nátengd þessum vanda er framfcvæimd þingsályktunartil- llögu um bættan aðbúnað sjó- manna á Austurlandi og iaga- heimild frá síðasta Alþingi til læknisþj ónustu við síldveiði sjó- menn. í ávarpi mírau hér á síðasta aðalfundi L.Í.Ú. ræddi ég ítar- lega um vandamál togaraútgerð- arinnar og auknar veiðiheimildir togveiðum til handa, tel ég þvi óþarft að endurtaka þau um- mæli mín hér nú við lítt breytt- ar aðstæður. Togaranefrad sú, sem nú starf- ar hetfir unnið mikið undirbún- ingsstarf og vinnur nú að því að láta teikna það sem kalla mætti ,,fyrirmyndarskip“ og mun því verki fljóitlega lokið. Að því loknu mun nefndin í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá sj. vetri um smíði 3—4 tog- ara, ganga frá tillögum 6Ínum í þessuim málum. Sjávarútvegsmálaráðuneytið þefir í samstarfi við Iðnaðar- málaráðuneytið, en að frum- kvæði þess nú í sumar sett á fót sérstaka nefnd með fulltrú- uim innlendra skipasmíðastöðva, út.gerðawnanna og skipstjóra, ásamt tækninefnd Fiskveiða- sjóðs og Fiskifélags fslands, til að gera tillögur um he.ntugar gerðir vélbáta til fjöldafram- leiðslu, eða „seríusiraíði", sem nú munu taldir til minni gerða hinna nýrri báta. Fyrirhugað er að efla innlendar skipasmíðar með sérstöku átaki í þessum efnum. Umrædd nefnd telur í bráða- birgðaáliti, sem hún hefur látið frá sér fara, að hún þurfi enn nokkum tíma til starfsins sem er mjög vandasamt, en nauðsyn- legt, þar sem fækfcun á sér nú stað einmitt í þessum stærðum - HVAÐAN KOMA Framhald af bls. 16. kostnaðar við fangahús, sem er rúmlega 2.2 millj. kr. Brunamá! Brunamál er áætlað að kosti 13,5 millj. kr. og er þá gert réð fyrir endurgreiðslum frá Húsa- tryggingum og nágrannasveitar- félögom, sem hafa samvinnu við Reykjavík uim brunamál, þ. e. Kópavogskaupstað, Seltjarnar- neshrepp og Mosfellshrepp, en raunverulegur kostnaður við brunamál er 21,3 millj. kr. þar af til brunavarna 17,6 millj. og af þeirri upphæð koma 12,6 millj. kr. til launa varðliðsins. Fasteignir Kostnaður vegna viðhalds, endurbóta og annarra útgjalda af fasteignum Reykjvikurborgar er áætlað að nemi á niæsta ári 12,2 millj. kr., þar af til viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsum og öðrum húseignum 7,8 millj. og til kaupa á fasteignum og erfða- festulöndum 3,5 millj. Aðrir útgjaldaliðir Þess má að lokum geta, að aðrir útgjaldaliðir fjárhagsáætl- unar borgarinnar eru önnur út- gjöld, s>em nema 5,7 millj. kr. og er þar um að ræða óviss út- gjöld, veikindafrí, tíma- og viku- kaupsmanna 2 millj. og nokkur öranur útgjöld. Framlag tii Stræt- isvagna Reykjavíkur nemur 5 millj. kr. til þess að standa straum af hallarekstri þeirra og vextir og kostnaður við lán nemur 2 millj. kr. Hér hefur í stuttu máli verið reynt að gera grein fyrir því, hvaðan tekjur Reykjavíkurborg- ar koma, og í stærstu dráttum hvernig þeim er varið, þótt að sjálfsögðu hafi verið stiklað á stóru og aðeiras tefcnir þeir út- gjaldaliðir, sem mestu máli skipta. Á öðrum stað á þessari síðu er svo gerð grein fyrir því f jármagni, sem borgin hygst ráð- stafa til nýrra framkvæmda á næsta ári og hvernig það ekipt- ist milli einstakra starfsþátta borgarinraar. ■ 230 MILLJONIR Framhald af bls. 16. samkv. síðari ákvörðunum. Loks er áætlað framlag til leikhúsbyggingar 2 millj. kr. Borgarsjúkrahús Til nýrra framkvæmda á vegum heilbrigðismála er á- ætlað að verja 31,7 millj. kr. af hálfu borgarsjóðs, en að auki koma 15 millj. kr., sem framlag úr ríkissjóði, og er þá áætlað að verja til nýrra fram kvæmda við Borgarsjúkrahús- ið 45 millj. kr. Byggingasjóður Reykjavíkurborgar Til byggingarsjóðs Reykja- víkurborgar er áformað að borgarsjóður teggi 30 millj. kr. á árinu, og jafnframt er á- ætlað að byggingarsjóður taki lán að upphæð 20,6 millj. kr. Af þessari upphæð mun Bygg- ingarsjóður leggja fram 38 millj. kr. til framkvæmdanna í Breiðholti og áætlað er að verja á næsta ári 10 millj. kr. til sérstakra íbúðarlána í sam ræmi við fyrri ákvarðanir borgarstjórnar. Og loks koma til greiðslu eftirstöðvar af kostnaði við framkvæmdir borgarinnar við Austurbrún og við Kleppsveg um 5,5 millj. kr. Barnaheimili og fleira Til barnaheimila og dvalar heimUis fyrir aldrað fólk, er áætlað að verja samtals 26,5 millj. kr. þar af til barnaheim ila 21,5 millj. kr. og til dval- arheimilis fyrir aldrað fólk, það er hjúkrunarheimilis, 5 millj. kr. í sambandi við barna heimili má nefna framkvæmd ir við dagheimili í Sólheim- um, áætlað framlag 11 millj. kr. og gert er ráð fyrir að verja 4 millj. kr. til byggingar leikskóia, en endanleg ákvörð un hefur enn ekki verið tekin um þær framkvæmdir. Aðrar framkvœmdir Loks má geta þess, að áætl að er að verja til fasteigna- kaupa 10 millj. kr. til fanga- geymslu í lögreglustöð 1 millj. kr. Til ýmiskonar áhaldakaupa 11 millj. kr. Til afborgana 30 millj. kr. Framlag til ráð- hússjóðs er áætlað 3 millj. kr. Framlag til byggingar verkstæðis fyrir Strætisvagna Reykjavíkur og til vagna- kaupa 6,9 millj. kr. og framlag til Framkvæmdasjóðs borgar- innar til greiðslu á rekstrar- halla Bæjarútgerðar Reykja- víkur er áætlað 10 millj. kr. - 18 MÁNAÐA Framihald af bls. 1 manna og andstæðinga menn- ingarbyltingarinnar. t öllum greinum og ræðum um sigur Maosinna i Tientsin er áherzla lögð á hlutverk hersins og stofnun hins nýja ráðs. Tientsin, sem hefur f jór ar mUljónir íbúa, er níunda stjórnarumdæmið þar sem komið er á fót byltingarráði, en það táknar að herinn hef- ur fengið völdin. Peking, Shanghai og Shantung eru meðal þeirra umdæma þar sem byltingarráðum hefur verið komið á laggirnar. Fræðilega séð er þetta sig- ur fyrir Mao Tse-tung og menningarbyltingarmanna í baráttu þeirra gegn Liu Shao- chi forseta og stefnu hans, segir fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP í Pek- ing. Stofnun byltingarráðsins virðist um leið vera liður í herferð sem hafin hefur verið til þess að treysta völd Lin Piaos varnarmáiaráðherra, í baráttu hans fyrir því, að verða arftaki Maos formanns. - BORGARSTJÓRN Framhald af.bls. 12. hagsáætlunar fyrir árið 1968 eru lagðir kjarasamningar borgarinn- ar við sitarfsmanrafélögin, se-m gilda frá 1. janúar 1968, dómur kjaradóms frá 20. desember 1966 um kjör lögreglumanna, samning ur við Lækrafélag Reykjavík- ur frá 29. apríl 1966, samningur við Stéttarfélag verkfræðinga frá 28. des. 1966 og gildandi kjara- samningur við tíma- og viku- kaupsfólk. Miðað er við núgild- andi kauplagsvísitölu, 19.16% — Samkvæmt þessu reyndist meðal- hækkun launa starfsmanna borg- arinnar frá gerð fjárhagsáætlun- ar yfirstandandi árs um það bii 5%. Annar reksturskostnaður en Laun hlaut líka að hækka, bæði vegna óbeins launakostnaðar, sem þar kemur fram, og ekki sízt vegna gengisbreytingarinnar. Erfitt er að gera sér grein fyrir áhrifum hennar til útgjaldaaukn- ingar í svo margvíslegri starf- semi og rekstri sem borgarsjóður heÆur með höndum. Vegna á- hrifa gengisbreytingarinnar hafa ýmsir rekstrarliðir aðeins verið hækkaðir um 2.5 millj. kr., en ljóst er, að áhrifa gengisbreyt- ingarinnar mun gæta mun meira í mörg hundruð milljóraa króna rekstursútgjöldum. Auk þessa kom fljótlega í ljós, þegar farið var yfir rekstu'rsliði, að önnur hækkun hlaut að koma, t.d. samfara fjölgun í lögreglu og slökfcvil'iði, fjölgun kermara og nemenda og stækkun skóla- húsnæðis, samhliða mikillí fjölg- un sjúkrarúma í Borgarspítala og endurskipulagningu félags- mála. Mikill vandi hefur því verið á höndum við samningu þessarar fjárhagsáætlunar og í upphafi starfsins ljóst, að reksturskostn- aðlur hlauit að hæfeka og með því að ekfei var unnt að hækfea tekjur, varð að draga úr hækkun framkvæmdaliða, láta þá standa óbreytta í krónutölu eða jafnvel lækka. Borgarstjóri vék síðan að ein- stökum þáttum rekstraráætlunar innar og þar sem þeir liðir eru ítarlega raktir annars staðar í blaðinu í dag verður þeirra kafla í ræðu borgarstjóra ekki getið hór að öðru leyti en því að rekja þær hækkanir sem verða á einstökuim gjaMaliðum í prós- entum. Utgjöld vegna stjórnar borgar- innar hækka um 3.3%, og er það vegna haekfcunair kaupgjaldsvísi- tölu, fjölgunar starfsmanna, til- færslna í launaflokkum og vegna aldurshækkana, svo og vegna kjarasamninga við verkfræðinga. Ennfremur hækkar ræstingar- kostnaður vegna aukins hús- rýmis að Skúlatúni 2 svo og bif- reiðastyrkir skv. samþykkt borg- arráðs um sl. áramót og mötu- neyta sem verið er að taka í notkun. Kostnaður við löggæzlu hækk- ar um 7,6%, m.a. vegna hækk- unar kaupgjaldsvísitölu, til- færslna milli flokka og aldurs- breytinga innan lögreglunnar. — Ennfremur er gert ráð fyrir fjölg un borgarlögreglumanna um tvo svo og hækkar bifieiðakostnaður hjá götulögreglu og rannsóknar- lögTeglu vegna gengisbreytingar. Brunamál hækka um 14,7% vegna hækkunar kaupgjalds vísi- töílu, fjölgiunar varðliðe og enn- fremur ýmsir aðrir kostnaðarlið- ir. — Fræðslumál hækka um 10,3% og má þar geta þess að barna- fræðsla hækkar um 11,1%, kostn aður vegna gagnfræðastigs hækk ar um 5,9% og aðrir skólar hækka um 19% og er það mest vegna hækkunar til Iðnskólans en sú hækkun nemur 38,5%. Ýmis fræðslustarfsemi hækkar um 5,6% og munar þar mestu að til félags og tómstundastarfs meðal unglinga eru nú veittar 2 millj. 681 þús. í stað 2 millj. 190 þús. áður. Fjárveitingar til safna hækká um 14,8% og er það fyrst og fremst vegna Borgarbókasafns ins. Listir, íþróttir og útivera hœkka um 8,2% og hreinlætis- og heilbrigðismál hækka um 23,6% og er það langmesta hækkun á rekstrarkostnaði bæði hlutfallslega og í krónu- tölu. Er hér fyrst og fremst um að ræða aukinn kostnað við Borgarsjúkrahúsið þar sem það verður tekið í fulla notkun á árinu, en kostnaður vegna sjúkr% húsa hækkar um 50,87o eða urn 19 millj. 821 þús. Útgjöld vegna fasteigna lækka um 3,8% sem stafar m.a. af því að búrekstri á Korpúlfsstöðum var hætt. Önnur útgjöld hækka um 7,1% fyrst og fremst vegna hækkunar á liðnum veikindafrí tíma- og vikukaupsmanna. Síð- an sagði borgarstjóri: Rekstrargjöld hækka um 8,54% Samkvæmt því, sem ég hef rakið, eru rekstrargjöldin áætluð kr. 855.362 þús. á næsta ári, en voru á yfirstandandi ári áætluð kr. 787.989 þús. Nemur hækk- unin kr. 67.313 þús., eða 8,54%. Þegar litið er á heildarhækkun rekstrarútgjalda frá áætlun 1967 og skiptingu hennar á gjalda- bálka, kemur í ljós, að hækkun nemur mestu á eftirtöldum lið- um: á hreinlætis- og heilbrigðis- málum kr. 24.711 þús., á félags- málum kr. 12.897 þús., á fræðslu- málum kr. 10.405 þús. og á gatna og holræsagerð kr. 11.2 millj. — Samtals nemur hækkun þessara fjögurra gjaldabálka kr. 59.213 þús., eða 88% af heildarhækkun rekstrargjalda. v Til samanburðar við hækkun þá, sem nú er gert ráð fyrir, 8,54%, má geta þess, að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstand andi ár var gert ráð fyrir 18,6% lækkun rekstrarútgjalda frá á- ætlun fyrra árs. Loks gerði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri grein fyrir eigna- breytingum þ.e. fyrst og fremst fjárframlögum til nýrra fram- kvæmda og er þeirra getið ann- ars staðar í blaðinu í dag. - ÞING WEU Framlhald af bls. 1 lögunartímabil, að því er áreið anlegar heimildir í Brússel hermdu í dag. Búizt er við, að franski utanríkisráðherrann, Couve de Murville, mundi ein- skorða sig við tillögur þær er de Gaulle forseti gerði grein fyr fyrir á blaðamannafundi nýlega hann túlkar málstað stjórnar sinn ar á ráðherrafundi EBE. Orðrómur er á kreiki um. að aðferð Frakka á fundinum verði í því fólgin að bíða eftir viðbrögð um hinna aðildarríkjanna. Frakk ar muni ekki hafna umræðum um vandamálin sem samfara verða stækkun EBE eins og fram kom í ummælum Couve de Mur villes í París nýlega, en það tákn ar ekki að ákvarðanir varðandi meðferð þessa máls séu tímabær- ar að Frakka dómi. - BARNSRÁN Framhald af bls. 1 an ljósmyndarar og blaða- menn hafa verið þar á verði í hundraðatali. Malliart sagði í sjónvarpinu, að hann von- aðist til að barnsræningjarmr láti nú heyra frá sér aftur, meðan lögreglan hefst ekki að. Eins og frá var skýrt í gær, var drengnum rænt á mánu- daginn, er hann var á leið heim til sín úr skólanum. Skömmu síðar fékk faðir hans að vita, að honum hefði verið rænt og kröfðust ræn- ingjarnir 20 þúsund franka í lausnargjald, og skyldu pen- ingarnir greiddir innan fjög- urra daga. Fresturinn rennur út í dag, en Malliart segir, að lögreglan hafi gert málið flóknara og erfiðara með af skiptum sínum og hann hafi ekki haft tök á því að koma peningunum til ræningjanna vegna íhlutunar lögreglu. RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 10*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.