Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967
IVIAGIM ÚSAR
SKIPHOLTt 21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leig;ugjald
Sím/14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAINi
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
SMRn TlMA
06 FYRfflROFN
c~. ’tmjk irts/km
WMLMP
RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti.
Sérstök meðhöndlun.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
sími 23337.
AU-ÐVITA9
ALLTAF
Eftir Jón á Bægisá
Jón Sigtryggsson skrifar:
í greinum Velvakanda hinn
26. nóv. s.l. eignar Halldóra
Hjartardóttir, Steingrími þessa
vísu:
Margur rakkj. að mána gó
mest þegar skein í heiði,
en ég sá hann aldrei þó
aiftra sínu skeiði.
hessi vel þekkta vísa er eft-
ir þjóðskáldið á Bægisá, séra
Jón Þorláksson. I>ar sem ég hef
ekki séð leiðréttingu á þessu,
sendi ég þessar línur í von um,
að þessi leiðrétting verði birt
hjá Velvakanda.
Rvík 4. des. 1967.
Vinsamlegast.
Jón Sigtryggsson,
Kleppsvegi 20.
★ Ekki dropi vatns í
krananum
„Ein óþvegin" sk'iíar sunn-
an úr Kópavogi:
Kópavogur 1. des., 1967.
Heiðraði Velvakandi.
Leyfist mér í örvæntingu
minni að snúa mé til þín?
Þannig er nefnilega mál með
vexti, að ég hef ekki enn getað
þvegið stírurnar úr augunum I
dag, ég bý nefnilega í Kópa-
vogi, og þér að segja, þá virð-
ast þeir taka vatnið af á ólík-
legustu tímum, án þess að til-
kynna það fyrirfram, sem mér
finndist nú algjört lágmark.
Ég hef spurtzt fyrir um þetta
fyrirbæri, en ýmizt er sprung-
in æð hér eða þar, í dag fyrsta
desember fær maður nú hvergi
svar, allstaðar er lokað, og
hvort ég fæ þvegið már eða ei,
virðizt ekki skipta neinu máli.
Hér með skora ég á vatnsveitu-
stjóra Kópavogs ef hann er þá
til, að gera grein fyrir hinum
viðkvæmu vatnsæðum Kópa-
vogs, og hvort þetta muni
standa til bóta, eða hefur hátt-
virtur vatnsveitustjóri upplifað
það að standa í því að laga
kæfu, og þegar allt eldhúsið ið
ar í feitu kjöti, ásamt áhöldum,
handleggjum o.s.frv. þá er ekki
til dropi af vatni í krananum,
Þetta skyldi hann reyna. Þá
hygg ég að ég sé búin að greina
frá áskorun minni, að sinni, og
ef þú heiðraði Velvakandi gæt-
ir birt þetta fljótlega, því ég
þarf bráðum að fara að laga
kæfu aftur.
Virðingarfyllst,
ein óþvegin.
Pjs. Hvað líður mjólkurhym-
unum, hvenær skyldi maður
losna við þær?
Gæðavara
Max harðplast
Glæsilegir litir. Verð mjög hagstætt.
LITAVER, Grensásvegi 22—24.
Sími 30280, 32262.
Sendisveinn óskast
á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins.
Vinnutími kl. 6—11 e.h.
3Honr$utt(laÍrifr
Útgerðarmenn
Hef til sölu báta af flestum stærðum,
með góðum kjörum.
Einnig hef ég góða kaupendur að bátum
frá 30—100 rúmlestir.
Þorfinnur Egilsson
héraðsdómslögmaður.
Málflutningur — skipasala.
Austurstræti 14 — Sími 21920.
Ástandið óþolandi
Blaðamaður gkrifar skjálfandi
á beinunum og er mikið niðri
fyrir:
Hr. Velvakandi:
í þessum síðustu og verstu
kuldum þykir tilhlýðilegr að
orna sér við að skamma hita-
veituna. í morgun þegar ég
vaknaði var þriggj^ stiga frost
í íbúðinni og ég skemmti mér
við að brjóta klakann af ilát-
unum, sem legið höfðu i vatni
yfir nóttina. Þennan sama morg
un varð mér tíðhugsað til hita-
veitu Reykvíkinga Þá korost ég
að þessari niðurstöðu: Hitaveit-
an er eins og guð; það spyrzt
aldrei til hennar, en maður
hefur fregnir af því að hún
sé til. Hitt er annað mál að þar
sem guð hefur talað máli sínu
með fulltingi spámannanna, þá
hefur Hitaveitan ekki hreyft
fingri til að andmæla þeirri
kvörtunaröldu sem á henni hef
ur dunið.
Greindur og gamansamur
leigubílstjóri sagði mér efcir há
degi, að hann hefði flúið Skóla
vörðuibolt vegna kulda. Hann
sagði, að hann hefði veigrað sér
við því að fara úr hita bílsins
inn í heimskautaveðurfar sinn-
ar eigin ibúðar. Hann minntist
þess, að eftir slæma kulda hefðu
hitaveitureikningar verið hærri
en venjulega. Skýringuna sagði
hann þá, að loftið í of'Vinum
hefði snúið mælunum. Ég hef
tilihneigingu til að trúa þassum
leiguibílstjóra. Hann sagði mér
líka óspurt, að fólk hefði flúið
heimili sín fyrir fáeinum dög-
um og matazt á Hótel Holti
vegna kuldans heima hjá sér.
Ástandið í hitaveitumálum
gamla bæjarins er óþoiandi.
Menn beinlínis borga þ’'sundir
króna fyrir kvef eða dauðdaga
úr lungnabólgu. Nú á að hækka
hitaveitugjald um 18%. Líkiega
fær hitaveitustjóri launahækk-
un um leið. Með 18% hækkun-
um skal þatoka eymd, volæði og
aðgerðarleysi. Ég krefst bess
sem almennur borgandi óvirkr-
ar hitaveitu, að fá að vita
nafn hitaveitustjórans. Ég
krefst þess að fá að vita
hvernig störfum hans er háttað.
Ég heimta að mér og öðrum
tilvonandi lungnabólgusjú.kling
um sé gerð grein fyrir starf-
semi hitaveitunnsr.
Blaðamaður.
Stereó plata spiluð
í móno
G.G.S. skrifar:
Heiðraði Velvakandi:
Þegar ég var að hlusta á út-
varpið 4. 12. 1967 milli 3:20 og
3:30 var verið að spila plötu þar
sem að Herb Alberst lék ásamt
hljómsveit sinni. Þar sem ég á
þessa plötu sjálfur vissi ég að
hún var aðeins t.il í Sterio. Nú
heyrði ég það greinilega, að
lögin voru spiluð í mónó á þess-
ari stereo plötu, og eins og
flestir vita þá heyrðist aðeins
hluti þess þegar það er spilað
þannig, mér þætti því garnan
að vita hvort Ríkisútvarpið hef
ur alitaf þennan hátt á þegar
verið er að spila plötur í sterio,
og hvers vegna.
G. G. S.
Veivakandi hlustaði ekki á
útvarpið á áðurnefndum tíma
og getur því ekki dæmt um
hvort G.G.S. hefur havrt rétt.
En að sjálfsögðu verður hér
gefið rúm þeim, sem nanar
kynnu að geta upplýst mál
þetta og geíið á því skýringar.
Gerið hagstæð kaup
Seljum næstu daga raðsófagrindur óbólstrað á lágu
verði. Einnig lítið gallaða borðstofustóla (grindur).
NÝVIRKI H.F., Síðumúla 11.
Símar 30909 og 33430.
Elii og
ekknastyrkir
Þeir sem rétt eiga á styrk úr ellistyrktar og ekkna-
sjóði Trésmíðafélags Reykjavíkur sendi umsóknir
þar um til skrifstofu félagins á Laufásvegi 8, fyrir
13. þ.m.
STJÓRNIN.