Morgunblaðið - 08.12.1967, Side 17

Morgunblaðið - 08.12.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967 17 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1968 Hvaðan koma tekjurnar — Hvernig er þeim varið ? Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1968 var tekin til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gærkvöldi. Niður- stöðutölur tekna- og rekstr- argjalda eru 1058.902 milljón- ir, og er þá gert ráð fyrir að rekstrargjöld nemi 855.302 milljónum, en til nýrra fram- kvæmda verði varið 203.600 millj. króna. f yfirliti því um fjárhags- áætlunina, sem hér fer á eftir verður leitazt við að sýna fram á með glöggum hætti, hvaðan tekjur Reykja- víkurborgar koma og hvernig þeim er varið. Hvaðan koma tekjurnar? Langmestur Ihluti af tekjum Reykjavíkurborgar eru útsivör, sem skattskyldir borgarbúar greiða á ári hverju, og er áætl- að, að útsvörin nemi á næsta ári 693 millj. 293 þúsundum. Á fjárhagsáætlun yfinstandandi árs var útsvarsupplhæðin áætl- tið 658 millj. 300 þús. og hefiur því hækkað um 35 millj. króna, Önnur stærsta tekjulind borg- arinnar eru aðstöðugjöld og er 'gert ráð lyrir, að þau nemi á næsta ári 168 millj. kr., en á yfirstandandi ári er áætlað, að þau nemi 160 millj. kr. og á ár- inu 1966 gáfu þau rúmlega 137 millj. kr. Aðstöðugjöldin eru svo sem kunnugt er lögð á kostnað fyrirtækja, mismunandi mikið eftir atvinnugreinum. Þriðja stærsta tekjulind borg- arinnar er framlag úr jöfnunar- sjóði sveitafélaga, og er áætlað að það verði á næsta ári 100 ■nUlj. kr., sem er óbreytt frá áætlun yfirstandandi árs, en voru á árinu 1966 um 95 millj. kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær í sinn hlut 20% af innheimt- um söluskatti í landinu og auk þess renna til sjóðsins hin svo- nefndu landsútsvör og er tekjum sjóðsins að mestu skipt milli sveitarfélaga í hlutfalli við íbúa tölu þeirra hinn 1. des. sl. Til skiptingar á næsta ári milli sveitafélaganna koma um 216 millj, kr. og í hlut borgarsjóðs Reykjavíkur, sem íyrr segir um 100 millj. kr. Fjórði stærsti tekjuliður borg arinnar eru fasteignagjöld, og er áætlað, að þau nemi á næsta ári 51. millj. kr., þar af húsagjöld 39 millj. kr., en á yfirstandandi ári eru þau áætluð 36.5 millj kr. Lóðagjöld eru áœtluð á næsta ári 12 millj. kr. og er sú uipphæð óbreytt frá áætlun yfirstandandi árs. Fimmti stærsti tekjuliður borgarinnar er svo arður af fyr- irtækjum, sem áætlað er að nemi 24.594,000 en þessi arður er reiknaður sem 4% af skuld- lausri eign, Rafmagnsveitu, Hita veitu og Vatnsveitu og 'kemur Iangstærstur hluti þessa fjár frá Rafmagnsveitunni, eða rúmlega 17 millj., tæpar 5 millj. frá Hita- veitunni og rúmar 2 milij. frá Vatnsveitunni. Aðrar tekjulindir borgarinnar eru arður af eign- um, sem áætlað er að nemi 16.5 millj. kr. og er þar um að ræða leigu af íbúðaihúsalóðum, leigu af lóðum samkrv. mati, leigu af íbúðarhúsum og leigu af öðrum eignum og vexti. Mest uir hluti þessara tekna kemur af leigu iðnaðarlóða og eru tekjur áf þeirri lei'gu áætlaðar 10 millj. á næsta ári, sem er óbreytt frá yfirstandandi ári. Loks er svo áætlað að ýmsir skattar, þ.e. byggingarleyfis- gjöld, leyfisgjöld fyrir kvik- myndasýningar og skemmt- analeyfi gefi 4 milljónir og aðrar tekjur 1.515.000 en þar er um að ræða dráttarvextir, sektir og óvissar tekjur. Hvernig er tekjunum varið? Félagsmál Stærsti útgjaldaliður Reykja- ví'kurborgar eru félagsmál, og er áætlað að verja t.il þeirra á næsta ári 257.528 millj. kr. Mestur hluti þess fjár, eða 130.150.000 renna til almanna- trygginga, þar af nemur fram- lag til almannatrygginga 70.500.000 og framlag til Sjúkra- samlags Reykjavíkur 49.800.000. Annar stærsti útgjaldaliður fé- lagsmála er félagsmálaaðstoð og er til hennar varið rúmlega 44 millj. kr. þar af 17 millj. til styrkþega á aldrinum 16—67 ára og 12 millj. til meðlagsgreiðslna, en meðlagsgreiðslur eru raun- verulega áætlaðar 39 millj. kr. en endurgreiðslur hins vegar 27 millj. þannig, að niðurstaðan verður 12 millj. Til styrkþega 67 ára og eldri renna 5.5 millj. Til greiðslu á dvalargjöldum vangef inna renna rúmlega 3.5 millj. og til hælisins að Arnarholti renna rúmlega 2.9 millj. Þrtðji stærsti útgjaldaliður félagsmála eru framlög til ýmissa sjóða, og nema þau samta's 37.5 millj. kr. þar af 22 millj. kr. til atvinnuleysistryggingarsjóðs, 8 millj. til Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar og 4.8 millj. kr. til Byggingarsjóðs verkamanna. Fjórði stærsti liðurinn eru svo barnaheimili, vistun og sumar- dvöl barna, o>g rennur til þess- arar starfsemi 29.8 millj., þar af til greiðslu á rekstrarhalla barnaheimila og leikskóla Sum- argjafar 13.3 millj. kr. Aðrir út- gjaldahðir félagsmála eru svo smærri. Gatna- og holrœsagerð Framlög til gatna og holræsa- gerðar eru annar stærsti liður á gjaldabálki fjáúhagsáætlunar, og renna samtals til þeirra 202 millj. og 100 þús. kr. Rúmlega helmingur þess fjár eða 110 mitlj. renna til nýrrar gatnagerð ar, en samtals renna til gatna- gerðar og umferðar um 150 millj. kr. Til holræsagerðar er varið 71.5 millj. kr., þar af ný holræsi 64 millj. kr. Á móti þessum út- gjöidum fær Reykjavíkurborg hluta af benzínskatti, sem nem- ur 18.8 millj. kr. og gatnagerðar- gjöld, sem nema 20 millj. kr. Þess má geta, að áætlað er, að viðhald gatna kosti á næsta ári 23 millj. kr. og götulýsing 22 millj. kr. Hreinlœtis- og heilbrigðismál Til hreinlætis- -og heilbrigðis- máia er varið samtals 129.3 millj. kr. Það er fyrst og fremst um að ræða tvo stóra útgjaldaliði, út- gjöld vegna sjúkraliúsa, sem nema samtals 58.8 millj. kr. Þar a<f til Borgarspítalans 40.200.000 og til Landakotsspítalans 12.100.000. Hins vegar er svo um að ræða ýmiskonar hreinsunar- starfsemi, svo sem gatnahreins- un, sorphreinsun og fleira, en samtals er varið til þessara út- gjalda 58.8 millj. kr., þar af er áætlað, að sorphreinsun kosti 29.5 millj. og gatnahreinsun 18 millj. rúmar. Frœðslumál Fræðslumálin skipa fjórða sæti á útgjaldaliðum borgarinnar og er áætlað að verja -samtals til þeirra á næst ári 110 millj. 383 þús. kr. Mestur hluti þess rennur til þess að standa straum af kostnaði við barnafræðsluna og er raunverulegur kostnaður við hana 79.776.000 millj. kr., en frá því dregst framlag rikissjóðs að upphæð 28 millj. kr. þannig að í hlut Reykjavíkurborgar koma 51.776.000. Af einstökum út- gjaldaliðum vegna barnafræðslu má nefna, að stunda- pg forfalla kennsla kostar borgarsjóð 13.976.000 en hluti borgarsjóðs af launum fastra kennara hins vegar aðeins 4.497.000. Ræsting í barnaskólunuin kostar 10.600.000 og viðhald skólahúsa og lóða kostar 9.500.000. Kostnaður við skóla á gagn- fræðastiginu er raunverulega 49.266.000 en frá þeirri upp- hæð dregst framlag rikissjóðs 26.162.000 þannig að í hlut borg- arsjóðs koma 23.104.000. Mestur •hluti af því, eða 13.584.000 er kostnaður við stundakennslu, viðhald húsa og lóða kostar 6 millj. og ræsting gagnfræðaskól- anna kostar rúmlega 7 millj. þannig, að ræsting barnaskóla og gagnfræðaskóla kostar tæplega 18 millj. kr. á næsta ári. ' Til annarra skóla er svo varið 12.195.000 og er þar fyrst og fremst um að ræða Iðnskólann í Reykjavík, sem fær 6 millj. kr. og Verzlunarskóli íslands, 2.698.000. Til ýmissar annarrar fræðslustarfsemi er varið sam- tals 10.536.000 kr. Þar af til vinnuskóla og annarrar sumar- starfsemi unglinga 6 millj. kr. og til félags- og tómstundastarfs meðal unglinga 3.2 millj kr. Loks er svo varið til ýmissa safna á vegum borgarinnar 10.418.000, þar af til Borgarbóka safns 7.7 millj. rúmum. Til skjala- og minjasafns borgarinn ar, rúmlega 1.5 millj. kr. Stjórn borgarinnar Stjórn Reykjavíkurborgar kost ar borgarbúa samtals 43,5 millj. kr. Af þeirri upphæð renna umi 3,8 millj. kr. til meðferðar borg- armála og er kostnaður við borg- arráð þar stærsti útgjaldaliðu'r- inn ,eða 1,150,000, en uim 41,7 millj. kr. renna tiíl borgarskrif- stofa og er þar að Ian<g mestu leyti um að ræða ýmsan launa- kostnað og svo nokkurn minni háttar kostnað annan. Listir, íþróttir og útivera Til þessa útgjaldaliðs er áætlað að renni 42,3 millj. kr. á næsta ári, og af þeirri upphæð renna 22,7 millj. kr. til útiveru, en stænstu útgjaldaliðir þar eru leikvellir borgarinnar, sem kosta 9.6 millj. kr., skemmtigarðar, sem kosta 7,8 millj. kr., Heið- mörk, sem kostar 2,2 millj kr. og hátíðarhöldin 17. júní, ára- mótabrennur og jólatré, sem kostar borgarbúa 1,4 millj. Þess má geta, að kostnaður við Tjörn- ina er um liálf milljón króna. Til íþróttastarfsemi renna 13,7 milljón króna, þar af til Sund- hallarinnar 3,5 millj. kr. til íþróttasvæða 3,1 millj. kr. til Sundlaugar í Laugardal 2,2 millj. kr. til Sundlaugar í Vesturbæ 1,3 millj. kr., til íþróttastarfsemi eftir ákvörðun borgarráðs, að fengnum tillögum íþróttabanda- lags Reykjavíkur, 2,2 millj kr. Til annarrar íþróttastarfsemi minni upphæðir. Loks ver Reykjvíkurborg á næsta ári ti»l ýmiskonar listastarfsemi 5,8 miUj. kr. og er þar fynst og fremst um að ræða Leikfélag Reykjavíkur, sem hlýtur 2,3 millj kr. og Sinfóniuhljómsveit, sem hlýtur2,6 millj. kr. Löggœzla í borginni Löggæzla kostgr borgarbúa töluverða fjármuni og er áætlað, að hún kosti 31.4 millj. króna á mæsta ári. Stærsti útgjaldalið- urinn er vegna götulögreglunnar, 40,2 millj. kr. þar af 33,3 millj. kr. til greiðslu á launum lög- reglumanna og 8.3 millj. kr. til rannsóknarlögreglunnar, þar af 7,1 millj. kr. til greiðslu á laun- um rannsóknarlögreglumanna. Á móti þesutm kostnaði kemur framlag ríkissjóðs, sem nemur 19,4 millj. kr. þannig að raun- verulegur kostnaður Reykjavik- urborgar vegna götulögregliu og rannsóknarlögreglu er 29,1 millj. kr. og að auki er helmingur Framh. á bls. 31 ^_mmmmmmmmmmmmmmmmm'm~m~m~m~m~ m~ m m m mm~mm~m~'m~m~m~m~ ^ ^ ^ m 230 milljónir til nýrra framkvæmda — og eignabreytinga — Skipting þeirra á einstakar framkvæmdir EFTIR að rekstrargjöld hafa verið dregin frá áætl- uðum tekjum borgarinnar á fjárhagsáætlun næsta árs, er gert ráð fyrir að eftir verði 203,6 millj. kr. til nýrra framkvæmda á vegum borgarinnar og enn fremur er gert ráð fyrir lántöku að upphæð 27 millj. kr. til nýrra fram- kvæmda, þannig að í heild er áætlað að til ráðstöf- unar verði til nýrra fram- kvæmda 230,6 millj. kr. á árinu 1968. Hér á eftir verð ur gerð grein fyrir því hvernig áætlað er að skipta þessu framkvæmdafé á ein stakar framkvæmdir. Lang mestur hluti þessa fjár, eða 169,7 millj. kr. fara til nýrra byggingafram- kvæmda. Og verður hér á eftir gerð grein fyrir þeim eins og þær eru áætlaðar í hinni nýju framkvæmda- og fjáröflunaráætlun borg- arinnar fyrir árið 1968— 1971. Skólabyggingar Samtals er áætlað að verja til skólabygginga á árinu 1968 76 millj. kr. en þar af greiðir ríkissjóður helming, eða 38 millj. svo að í hlut borgarinn- ar koma 38 millj. kr. Þessum 76 millj. kr. er á- ætlað að verja þannig á næsta ári, að 17 millj. kr. verði var- ið til fjórða áfanga Vogaskóla, en samkvæmt útboði er kostn aðarverð þess áfanga skólans, sem er lokaáfangi, 40.900,000 kr. og á því verki að vera lokið á árinu 1970, en sem fyrr segir er 17 millj. varið til þess á næsta ári. Þá er áætl- að að verja til Álftamýraskóla 12 millj. kr. og verður fram- kvæmdum við hann lokið á árinu 1969. Til Árbæjarskóla er áætlað að verja 10 millj. kr. og er þá áætlað að fyrsta áfanga verði lokið næsta haust, en kostnaður við þær framkvæmdir verður um 8 millj. kr. en að öðru leyti unn ið að teikningu næsta áfanga. Áætlað er að verja til Breið- holtsskóla, sem nýlega er lok ið teikningum á, 7 millj. kr. Gagnfræðaskóla verknámsins 6,5 millj kr., en þeim skóla á að verða lokið að fullu á ár- inu 1970, til skóla vegna Fossvogs- og Hvassaleitis- hverfis 7 millj. kr., til æfinga skóla Kennaraskólans 5,5 millj. kr., til Iðnskólans 6 millj. kr. og til undirbúnings frekari framkvæmdum við Hlíðarskóla 2 millj. kr . LÍstir, íþróttir og útivera Til framkvæmda undir þess um lið er áætlað að verja 32 millj. kr. Þar af til sundlaug ar og annarra íþróttamann- virkja í Laugardal 15 millj. kr. — 4 millj. kr. til sund- laugarinnar og 11 millj. kr. til annarra íþróttamann- virkja, samkv. nánari tillögum íþróttaráðs og ákvörðun borg arráðs. Til Kjarvalshúss og Miklatúns er áætlað að verja 10 millj. kr. en á yfirstand- andi ári hefur verið varið um 900 þús. kr. til undirbúnings myndlistarhúss á Miklatúni, en fyrir þá fjárveitingu, sem nú er fyrirhuguð er talið að gera megi húsið fokhelt og er þá einnig reiknað með geymslufé og framlögum á vegum Félags ísl. myndlistar- manna. Til nýrra leikvalla er áætl- að að verja 5 millj. kr. og er þá gert ráð fyrir gæzluvöllum í Fossvogi og Breiðholti, opn- um leiksvæðum í Breiðholti og Rofabæ og sparkvelli í Breiðholti. Þá er einnig ætl- unin að veita fé til annarra leiksvæða, þar á meðal starfs leikvalla og umferðarleikvalla Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.