Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967 Sigurður Haukur Guðjónsson skriíar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR RUMMUNGUR RÆNINGI RUMMUNGUR RÆNINGI Höfundur: Otfried Preussler. Þýffandi: Hulda Valtýsdóttir. Teikningar: F. J. Tripp. Prentun og bókband: Leiftur h.f. Prentmyndamót: Prentmyndir. Útgefendur: Helga og Hulda ■ Valtýsdætur. ' ÞETTA er skemmtisaga fyrir ynigri lesendur, jafnvel hina eldri líka, fyrir það minnsta reyndist mér erfitt að leggja bókina frá mér, fyrr en hún var Helga Valtýsdóttir. lesin öll. Uppistaða efnis er sú, að tveir ungir drengir, Hans og Pétur, settu saman kaffitkvörn, hinn ágætasta grip, og færðu haná gamalli konu að gjöf. Öfundin og illskan eiga sína fulltrúa á sögiusviðmu, Rumim- ung ræningja og Petrosilius Nikodamus galdrameistara, og þeir félagar hrifsa til sín kvörn ina góðu. Gamla konan leitar ó náðir RuglukolLs lögregluþjóns en hann má sín einskis, enda heimskan spariklædd. Hans og Pétur taka því rnálin í sínar hendur. Lesendum er óhætt að lofa fjöriegri sögu og kunnáttu- lega samansettri. Skreytingar eru sérkennilegar, stílfastar og auka spennu sögunnar. Þýðingin er lipur, auðsjáan- lega gerð tii upplestrar, enda var sagan vinsælt efni í barnatíma Ríkisútvarpsins árið 1964. Það er ekki gerð mikil krafa til orða forða lesenda, beinlínis leitazt við að segja söguna á sem auð- velidustu máii. Þetta hefir vissu lega tekizt. Hinu finn ég að, að mér virðist mál Rummungs og Nikodamusar oft og tíðum of spennt t.þ.a. lýsa ijótleikanum, er að baki gerða þeirra liggur. Ég held, að oft hefði mátJt kom- ast lengra með ögn mildari drð- um. Til þess eru bækur að ein- utm þræði, að börn geti af þeim lært málið. Prenitvillur eru nokkrar og gr'einarmerkjetsetning ekki sam- Hulda Valtýsdóttir ræmd, sem skyMi. Prentun er vel unnin og bókband mjög þokkalegt. Sem heild er þetta eigulegasta bók, er vissulega á það skilið að vera keypt og les- in. Það mun engum leiðast, er hana hefir í höndum. Systurnar, Heiga og HuWa, eiga þakkir fyrir útgáfuna, en.gu síður en í fyrra hina ágætu bók Barnatími Helgu og Huldu. Þær systur hafa náð til barna okkar, og því ségi ég: Mættum við fá meira að hieyra. FÖNDURBÆKUR ÆSKUNNAR III. Laufsögur I. Gauti Hannesson sá um út- gáfuna. Útgefandi: Æskan. ÞETTA er hefti, sem ekki ætti að vanta á neitt heimili, þar sem börn alasit upp. Þeim er hollt að þroska hug og hönid við ánæjuleg verk. Föndurbækur Æskunnar veita slík viðfangs- efni. Þetta hefti befir tekizt einkar vel, er mjög aðlaðandi og kallar á samvinnu- hinna eMri og yngri. Mér taldist svo til, að veittar væru l'eiðbeiningar við gerð 25 hluta, sem allir geta þjón að því tvennu, að vera húsprýði og auk þess hagleikssönnun, er hinir un.gu eru flognir úr „hreiðrinu.“ Skýringareifnið er sett fram á auðskilinn hátt, og flestar myndirnar vel dregnar. Ég bið alla foneldra, og aðra vini barna, t.þ.a. veita föndur- bókunum athygli. Það má vel vera, að lítið beri ó þekn í öllu bókaflóðinu fyrir jólin, en gildi bóka mælist ekki í skrauti eða fyrirferð. Hafi Æskan þökk fyr- ir gott verk. KUBBUR OG STUBBUR Saga fyrir börn. Höfundur: Þórir S. Guffbergs- son. Prentun: Prentsmiffjan Oddi h.f. Myndskreytingar: 6—10 ára börn undir stjórn kennara síns Þórir S. Guffbergsson Jóns Reykdal. Kápumynd: Steinunn Harffar- dóttir. Útgefandi: Barnablaffiff Æskan. ÞETTA er hugljúft, og snoturt kver. Um efnið er farið kunn- áttuhönduim. enda fjórða bók hiöfundar. Ég man ek'ki til, að ég hafi lesið bók, sem jafn vand- virknislega er prófarkalesin sem þessi. Efnið er ekki mikið í siálfu sér en stendur þó vel fyrir sínu. Sysfkinin Smári og Lilja og f.rændi þeirra Láki eru aðálsögu hetjur bókarinnar, ásamt flökk urunurn Kubbi og Stubb. Höfundur leiðir til atlögu hið góða og illa í manninum, og hjálpar hinum unga leisanda t.þ. a. draga af þeirri viðureign rétta ályktun. Bókin er því þroskandi um leið og hún er skemmtilest- ur. Myndirnar eru skemmitilega barnslegar, keimlíkar að vísu, en fullár ærslafengnu fjöri. Það er trú mín, að kveri þessu verði vel te.kið, eins og það á viissulega skilið. Prentun er góð og eins frá- gangur aLlur. Nýbreytni í kennslumálum NÆSTA VETUR er fyrirhugað að hefja kennslu fyrir sérkenn- ara afbrigðilegra barna, ef þátt- taka verður næg. Kennsla mun hefjast í septemberbyrjun n. k. og ljúka siðast í maí 1969. — Kennsla þessi nær yfir tvö við- fangsefni, A. kennslu tornæmra barna, og B. lestrarkennslu og greiningar lestrarörðugleika og meðferðar á þeim. í báðum flokk um verður m. a. fjallað um skrift ar. og reikningskennslu. Kennslu þessari lýkur með prófi og vænt- anlegir þátttakendur skulu hafa kennt fulla kennslu I tvö ár að minnsta kosti. Umsóknir skulu hafa borizt skólastjóra Kennara- skóla íslands fyrir 1. maí n. k., og veitir hann frekari upplýsing- ar. Vonir standa til, að væntan- legir sérkennarar málhaltra, heymarvana, blindra og andfé- lagslegra barna gætu haft not af kennslu í undirstöðunámsrgein- um fyrir kennar afbrigðilegra barna. , Til þess er ætlazt, að nám þetta jafnist á við nám á fyrsta ári í hliðstæðum greinum á Norð urlöndum, einkum Statens speci- allærerskole í Osló, og veiti það réttindi til starfa og framhalds- náms eftir því. Kennsla mun fara fram í og með fyrirlestrum, rannsóknaræf- ingum, ritgerðum, kennsluæfing- um og öðrum verklegum æfing- um, heimsóknum í stofnanir, og síðast en ekki sízt, miklu sjáif- stæðu bóklegu námi. í bóklegu námi er gert ráð fyr- ir, auk heimavinnu, 480 kennslu- stundum, og í verklegu 160 kennslustundum. Skólinn hefði kosið að hefja slíka kennslu miklu fyrr. Samband íslenzkra barnakennara og Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík hefur beitt sér fyrir framgangi þessa máls. Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti í des. 1966, að skora á fræðslumálastjórn að taka upp kennslu af þessu tagi við Kenn- araskólann. FLeiri hafa komið við sögu málsins. Yfirkennari og lestrarkennari Æfinga- og til- raunaskólans, og lestrarkennarar og Sérkennarar afbrigðilegra barna í Reykjavík verða í ráðum með undirbúning á væntanlegu fyrirkomulagi. Jónas Pálsson, forstm. sálfr,- deildar skóla hefur gert áætlun um nám lestrarkennara, en Magn ús Magnússon, skólastjóri og Þor. steinn Sigurðsson, ritstj. hafa skipulagt nám kennara tornæmra barna. Gengishagnaði varið í þágu sjávarútvegsins Smíði „Bjarna Sæmundssonar" boðin út innan fdrra daga — Frá ræðu sjávar- útvegsmálaráðherra á aðlafundi LÍÚ EGGERT G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráffherra, flutti í gær ræffu á affalfundi Landssam bands ísl. útvegsmanna. Kom m. a. fram í ræffu ráðherrans, aff undirbúningsvinna aff smíði haf rannsóknarskipsins „Bjarna Sæ- mundssonar“ er nú á lokastigi og smíðin verði boðin út innan fárra diaga. f ræffu sinni fjallaffi Eggert G. Þorsteinsson m.a. um síldar- leitarskipiff Árna Friffriksson, skýrffi frá einstökum atriffum frá tillögum vélbátaútgerffarinn- ar, sem skilaði áliti á sl. ári, rædi verndun fiskistofna og end urskoffun laga um Aflatrygging- arsjóff. Hér á eftir verffa birtir nokkr ir kaflar úr ræffu ráffherrans: Verðlagsþróun sjávarafurða Á siðastliðnu ári urðu mikil umskipti í þróun útflutnings- framleiðslu og afurðaverða á er lendum mörkuðum svo sem kunnugt er. Á árunium 1962— 1965 hafði vöxtur framleiðslu- tekna af sjávarafurðum, sem einkum átti sér stað á árunum 1964 og 1965, orðið til jafnaðar 17% á ári samtímis nær 8% framleiðsluaukningu sjávaraf- urða á ári til jafnaðar. En árið 1966 verður sú gagngera breyt- ing, að heildarverðmæti fram- leiðslunnar stóð að heita mátti I stað, vegna verðfalls á helztu útflutningsafurðunum, þrátt fyr ir aukningu heiMaraflans um rúmlega 3% frá árinu áður. S-ú þróun verðlags sjávaraf- urða á erlendum mörkuðum, sem varð árið 1966 hélt áfram á yifrstandandi ári. Verð freð- fisks á Bandaríkjamarkaði fór lækkandi fyrri hluta þessa árs. Svo var t.d. um verð þorsk- blokka, sem lækkaði úr 23 cent- um pundið um sl. áramót í 20 cent um miðjan aprílmánuð sl. Síðan hefur þorskblokkarverð hækkað og mun nú nokkuð hærra en um sl. áramót. Veruleg lækkun hefur orðið á verði freðsíMar á þessu ári, sem seM var á allt að £ 60.00 lest- in í fyrra. Mjöl og lýsi hefur fallið mjög í verði á þessu ári. Fyrirframsöi- ur síMarmjöls á sl. vori voru fyrst gerðar á 16/9d, 16/6d og 15/9 d. Síðan fór verðið enn neð ar og komst lægst 14/9d pr. pro teineiningu. Síðustiu vikurnar hefur orðið breyting til batnaðar og mjölverð hækkað nokkuð, en mjög lítið verið selt, þar sem framleiðslan er enn ekki meiri en búið var að selja fyrirfram. Verð síMarlýsis hefur verið mjög lágt á þessu ári. Um sl. ára mót var síMarlýsisverðið 'alið urn £ 65.00 lestin, en hafði vei/ ið um £ 80.00 lestin tæpiega ári áður. Sl. vor var verðið £ 49.00 og komst í £ 37.00 Mst- in í októtoer sl. Síðan mun verð ið hafa hækkað eitthvað. Sala á saltfiski hefur gengið vel á þessu ári, og mun háfa ver ið seMur á aðeins hærra verði en í fyrra, eða sem nemur m 1-3% eftir tegundum og mörk- uðum. Við mikla erfiðleika hefur ver ið að etja í sölu skreiðar undan- farið. Hafa sölur til Austur-Ní- geríu, sem vaj- helzta markaðs svæði okkar fyrir skreið, lagzt niður með ölLu á þessu ári vegna styrjaldarástandsins í landinu. Algjör óvissa virðist enn ríkj- andi um það, hvenær þetta mark aðssvæði opnast aftur. Megin- hluta skreiðarframleiðslunnar frá sl. ári er því enn óseldur. Slíkar breytingar, sem orðið hafa á gengisskráningu með ýms um þjóðum að undanförnu, geta eðlilega leitt til ýmissa breyt- inga á mörkuðunum, sem erfitt er að gera sér grein fyrir nú, þótt ýmislegt bendi til að geti Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráffherra orðið til hins betra hvað snert- ir verðlag á nokkrum tegundum útflutningsvara. Athugun á affstöffu frystiiffnað- arins Þegar sett voru á sl. vori lög um ráðstafanir vegna sjávarút- vegarins, var ekki látið nægja að ákveða greiðslur til hinna ýmsu greina sjávarútvegsins á ári.nu 1967, heMur var, með ákvæði í þeim lögum, einnig ráð fyrir því gert, að fram færi gagnger at- hugun á rekstrarðstæðum og fjárhagslegri uppbyggingu frysti iðnaðarins með það fyrir augum að bæta' rekstrargrundvöll :ðn- aðarins. Þessari athugun, sem er mjög margþætt, svo sem fram kemur í ákvæðum laganna, var síðan hleypt a'f stokkunum á sl. vori með samstarfi helztu Lana- stofnana sjávarútvegsins og frystiiðnaðarins. Nauðsynlegt reyndist að safna ýtarlegum gögnum um frystiiðnaðinn, svo fá mætti sem bezta heildar- mynd af allri aðstöðu hans. Þessari gagnasöfmun er nú að mestu lokið og úrvinnsla nokk- uð á veg komin, þannig að vænta má, að áður en langt um líður muni unnt að mynda sér um það skoðun, hverra aðgarða sé þörf og gera um það tillögur. í þessu sambandi er rétt að gera sér það ljóst, að enda þótt gengislækkunin bæti stöðu frystiiðnaðarins þegar á heild- ina er litið, þá leysir hún ekk; þau vandamál, sem í^ngd eru ýmsum sérstökum aðstæðum í þessum iðnaði, sem hafa til urð ið í gegnum þróun á lengra tíma bili, í uppbyggingu hans. t>að eru m.a. slík vandmál, sem þessi thugun á frystiiðnaðinum miðar að finna lausn á. Um ráðstöfun á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurffum. Við gengisbrieytinguna voru fyrirlig'gjandi í landiniu allmikl- ar birg'ðk af útflutningsvörum sjávarútvegsins. Ennfremur var töluvert uim ógreiddar afurðir, sem búið var að flytja úr landi. Til viðbótar kemur svo það, að í þeim lögiu.m, sem sett voru eftir gengisbrieytinguna, um ráðstaf- Farmtoald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.