Morgunblaðið - 13.12.1967, Side 1

Morgunblaðið - 13.12.1967, Side 1
32 SIÐUR 54. árg. 284. tbl. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1967. Prentsmiðja Morgunblaðsins NAT O-fundir í Briissel Brezka hafskipiS „Queen Mary“ er nú hætt siglingum. Skipið kom til Long Beach í Kaliforníu s.l. laugardag þar sem því verður breytt í fljótandi sjódýrasafn og samkomuhús. — Myndin er tekin við komu skipsins til I.ong Beach þar seim því var vel fagn :ð eins og sjá má. Jean Rey forseti stjórnarnefndar EBE: HRÆÐILEG OSANNGIRNI — ef umsóknir Brefiands, Danmerkur, Noregs og Irlands verða virtar að vettugi Briissel, 12. des. NTB-AP. JEAN REY, forseti stjórnar- nefndar Efnahagsbandalagsins, lýsti því yfir á ráðherrafundi Þingkosningar í Danmörku 23. janúar? Kaupmannahöfn, 12. des. — NTB — ÓVISSA ríkti enn í morgun um þingmeirihluta dönsku stjórnarinnar og fleiri og fleiri þingmenn gera nú ráð fyrir þeim möguleika, að kosn ingar verði látnar fara fram til þjó'ðþingsins í byrjun næsta árs og er 23. janúar talinn sennilegastur kjördag- ur. Það er gengisfelling dönsku krónunnar, sem skapað hefur þetta ástand. Tillögur stjórn- arinnar um, hvernig skipta beri þeim byrðum, sem gengis fellingin kemur til með að hafa í för með sér, verða tekn ar til síðustu umræðu á föstu daginn kemur í þjóðþinginu og stjórninni hefur enn ekki tekizt að tryggja sér meiri hluta fyrir tillögum sínum. Borgaraflokkarnir eru andvíg ir tillögum hennar, og SF- flokkurinn, sem stutt hefur stjórnina, er klofinn í af- stöðu sinni til tillagnanna. Stjórnin getur reiknað með stúðningi hægri arms flokks- ins, en það mun ekki nægja til þess að tryggja meiri hluta fyrir tillögunum í þjóðþing- inu. bandalagsins í Briissel í dag, að alvarlegar deilur myndu koma upp bæði innan og utan þess, ef umsóknir Bretlands, Noregs, Danmerkur og frlands um inn- göngu í bandalagið yrðu virtar að vettugi. Kallaði Rey það „hræðilega pólitiska ósanngirni“, er slíkt ætti sér stað nú, einmitt á þeim tíma, þegar Evrópa hefði meiri þörf fyrir einingu en nokkru sinni fyrr. Jeán Rey bar fram tilboð stjórnarnefndarinnar um að miðla málum varðandi stækkun Efnahagsbandalagsins. — Ég vil benda meðlimaríkj- unum á, að ef slík málamiðlun á sér ekki stað, mun koma upp mjög alvarlegt ástand, sagði hann. Rey bætti því við, að það væri enn álit stjórnarnefndar- innar, að vandamálin ætti að ræða í skipulegum viðræðum við þau lönd, sem hefðu sótt um inngöngu. . Enn fremur flutti Rey ráð- herranefndinni aðvaranir frá brezku stjórninni. Hann sagði, að á meðan hann dvaldi í London fyrir skömmu, hefði brezka stjórnin lagt áherzlu á fjögur atriði: 1. Stjórnin vænti svars við umsókn sinni frá ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins. 2. 'Stjórnin eygir enga mögu- leika á því, að framkvæma hug- myndina um aukaaðild. Erfitt yrði, að ákveða grundvöllinn fyrir aukaaðild og samningavið- ræður um hana myndu verða jafnerfiðar og viðræðurnar um fulla aðild. 3. Stjórnin hefði yfirleitt engan áhuga á takmörkuðum lausnum vartdamálanna. 4. Stjórnin fengi ekki séð, hvernig hún gæti haldið áfram að eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta með löndum Efnahags- bandalagsins, ef leiðinni til fullrar aðildar verður lokað. * Bretland á vegamótum Rey skýrði svo frá, að Harold Wilson, forsætisráðherra, hefði lýst því yfir frammi fyrir sér, að Bretland stæði nú á vegamót- um, og George Brown, utanríkis- ráðherra, hefði sagt, að tíminn væri naumur og nauðsyn væri á skjótri lausn. Frakkinn Raymond Barre, varaforseti nefndarinnar, sem er talsmaður hennar í efnahags- og fjárhagsmálefnum, og sem brezk blöð hafa sakað um að vera and- vígan umsókn Breta, gerði grein fyrir áliti nefndarinnar á efna- Framihald á bls. 31 Brussel, 12. des. (AP-NTB) VARNARMALANEFND Atlants- hafsbandalagsins og varnarmála- ráðherrar 12 aðildarríkja þess, komu saman til fundar í Bruss- el í dag, en fundir utanrikisráð- herra NATO hefjast þar á morg- un. f Varnarmálanefndinni eiga sæti fulitrúar 12 af 15 aðildar- ríkjum, eða frá öllum ríkjum bandalagsins nema fslandi, Lux- embourg og Frakklandi. Á fundinum í dag var sam- þykkt að koma upp sameigin- legum tundurspillaflota aðildar- ríkjanna til eftirlits á Atlants- hafi, og að miða varnir á landi við það, að hafa takmarkaðan fastaher, sem auðvelt er að flytja fyrirvaralítið til þeirra lands- svæða, þar sem hugsanlegt er að til árekstra kunni áð koma. Undanfarin þrjú ár hafa flota- deildir aðildarríkjanna haft lang varandi sameiginlegar flotaæfing ar á Atlantshafi, og hafa sam- eiginlegar æfingar með þátttöku tundurspiila staðið í allt að hálft ár. Innan varnarmálanefndarinnar starfar kjarnorkuráð skipað full- trúum þeirra 12 sömu ríkja og nefndin. Kom kjarnorkuráðið saman í dag til að ræða sérstak- lega ýms atriði sameiginlegra kjarnorkuvárna. Strokuhermaður kærður fyrir smygl Bandaríkjamaður handtekinn í Sovét- ríkjunum með 7 kíló af hashish Moskvu, 12. des. (NTB) TILKYNNT var í Moskvu í dag, að fyrir skömmu hafi verið hand tekinn Bandaríkjamaður nokkur í Tashkent, Steven Zipper að nafni, og sakaður um tilraun til að smygla eiturlyfjum til Sovét- ríkjanna. Fundust sjö kíló af hashish í vösum hans og í ieyni- hólfi í tösku hans. Við komuna til Tashkent kenndi Zipper lasleika og var fluttur í sjúkrahús. Eftir nokkra iegu þar tilkynntu sovézk yfir- völd, að þau hefðu fallið frá á- kæru á hendur honum, meðal annars vegna þess, að hann hafði strokið úr herþjónustu í Víet- nam. I Sovétríkjunum er litið mjög alvarlegum augum á eiturlyfja- smygl, og er það í lögum flokk- að með vopna- og sprengiefna- smygli, sem refsa ber með allt að tiu ára fangelsisdómi. Steven Zipper var á heimleið frá Indlandi og kom við í Tash- kent. Þar á flugvellinum var leit- að í farangri hans og fundust þá fimm kíló af hashish í plastpok- um vandlega földum ; leynihólfi í töskunni. Auk þess var Zipper með tvö kíló af eiturlyfinu í vös- um sínum. Sjálfur virtist hann undir áhrifum eiturlyfja og var lagður í sjúkrahús. Við nánari rannsókn kom ýmis legt það í ljós — segir blaðið Komsomolskaya Pravda, mál- gagn æskulýðsfylkingarinnar sovézku — sem leiddi til þess, að ákveðið var að falla frá á- kæru. Zipper var snauður stærð- fræðistúdent, sem neytti eitur- lyfja í þeim tilgangi að komast undan efasemdum sínum varð- andi bandaríska þjóðfélagið í heild og undarr taugaspennu nú- tímans. Það var Zipper mikið á- Framhald á bls. 31 Dr. Banda styður Bandaríkin Stendur með Israelsmönnum og vill samvinnu við S.-Afríku Zomba, Malawi, 12. des. (NTB) DR. Hastings Banda, for- seti Malawi, lýsti því yfir í þingsetningarræðu í höfuð borginni Zomba í dag, að bann væri eindregið fylgj- andi stefnu Bandaríkjanna í Vietnam, stæði einhuga með ísraelsmönnum í deilu þeirra við Araba, og að hann hyggðist halda áfram að vinna að nánari sam- vinnu við Suður-Afríku. Forsetinn sagði í ræðu sinni, að hver sá sem for- dæmdi styrjaldarrekstur Bandaríkjanna í Vietnam, ekki um hvað hann vissi væri að tala. Hann sagði, að NorðurVietnam og Kína væru árásaraðilarnir, og að ef Bandaríkin köll- uðu hersveitir sínar heim frá Suður-Vietnam, væru Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Afríku steypt í voða. Varðandi deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins, sagði dr. Banda, að Araba- ríkin yrðu að sætta sig við þá staðreynd, að ísraels- ríki væri þarna til fram- búðar, og að þau hefðu ekki um nema tvennt að velja: annað hvort að við- Framlhald á bls. 31 Dr. Hastings Banda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.