Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 12
- < 12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967 Fjárlagafrumvarpið afgreitt til 3. umræðu ANNARRI umræðu fjárlaga var fram haldið á fundi Sameinaðs Alþingis i fyrrakvöld, og lauk henni um miðnætti.. í gær fór svo fram atkvæðagreiðsla og var frumvarpinu vísað til þriðju um ræðu. f fyrrakvöld tóku til máls Gils Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Karl Guðjóns- son, Halldór E. Sigurðsson, Skúli Guðmundsson, Lúðvík Jós- efsson og Jónas Árnason. Mæltu þingmennirnir fyrir breytingar- tillögum er þeir flytja. Gils Guðmundsson flutti - breytingartillögur um aukið framlag til Landsbókasafnsins, Listasafns ríkisins, til lista- mannalauna, til listkynninga um landið og til byggingasjóðs ríkis- ins. Lögðu þeir til að fjárveit- ingar til þessara aðila yrðu hækkaðar um 11—12 millj. kr. Karl Guðjónsson flutti tillög- ur um 2 millj. kr. hækkun á framlagi tií Iðnskóla, 30 þús. kr. hækkun til myndlistarskóla i Vestmannaeyjum, um 600 þús. kr. framlag ríkissjóðs til orlofs- heimilis BSRB, um 50 þús. kr. hækkun á framlagi til barna- heimilisins í Kumbaravogi og 200 þús. kr. hækkun til sjó- mannaskólans í Vestmannaeyj- um. Karl dró síðan þessar til- lögur til baka til þriðju um- ræðu. Magnús Kjartansson og Eð- \ - ALÞINGI Framhald af bls. 32 skipum frádráttar vegna hlífðar- fatakostnaðar 500 kr. á mánuði. Þá njóta sjómenn á íslenzkum fiskiskipum, þar með töldum sel- og hvalveiðiskipum, sérstaks frá dráttar, 3000,00 kr. á mánuði, enda hafi þeir verið skipverjar é nefndum skipum ekki skemur en sex mánuði af skattárinu. ' Lagt er til, að frádráttarheim- ild þessi verði látin ná til allra sjómanna á íslenzkum skipum. Verður eigi séð, að slíkur að- stöðumunur sé með sjómönnum á fiskiskipum og öðrum sjómönn um, að ástæða sé til mismunar . að þessu leyti. I Um margföldun fasteignamats segir svo í greinargerðinni: | Greinin er sama efnis og 25. grein frumvarps til laga um " efnahagsaðgerðir, sem lagt hefur ; verið fyrir Alþingi, með þeirri breytingu, að níföldun fasteigna- máts kemur í stað tólfföldunar og margföldun með 4,5 í sveit- um kemur í stað sexföldunar. í frumvarpinu um efnahagsað- gerðir miðuðust þessi ákvæði við tekjuauka hjá ríkissjóði, sem nam um 60 millj. kr. Við gengis- j breytingu íslenzku krónunnar i hafa flestar forsendur áður- greinds frumvarps breytzt, þótt j ekki sé talið rétt að falla frá ; nokkurri hækkun á mati fast- I eigna til skatts. Á hinn bóginn , er ljóst, að gengisbreytingin ( veldur útgjaldahækkunum hjá sveitarfélögum og þykir því rétt að ákveða, að hækkun sú á virð- | ingu fasteigna til eignarskatts, f sem grein þessi gerir ráð fyrir, gildi einnig við álagningu eigna- útsvara. Verður sérstakt frum- varp um það efni lagt fyrir Al- þingi. Einnig eru í frumvarpinu á- kvæði samhljóða og í efnahags- aðgerðarfrumvarpinu um tvö- földun skattfrjálsrar eignar og ékvæði er kveða nánar á um starfsskyldu embættismanna í sveitarfélögum sem umboðs- menn skattstjóra. varð Sigurðsson fluttu tillögu um 10 millj. kr. hækkun á fram- lagi ríkissjóðs til Borgarsjúkra- hússins. Jónas Árnason flutti tillögur um aukin fjárframlög til leik- listarstarfsemi og til Æskulýðs- nefndar Mýrar- og Borgarfjarð- arsýslu. Jónas dró tillögurnar til baka til þriðju umræðu. Lúðvík Jósefsson og Jón Árna- son fluttu breytingartillögu um 1 millj. kr. framlag til bygging- ar sjómannaheimila. Við atkvæðagreiðslu í gær' voru tillögur meirihluta fjárveit- inganefndar allar samþykktar, svo og breytingartillaga er Sig- urður Bjarnason flutti og gerði ráð fyrir að varið verði 90 þús. kr. til þess að reisa skýli í Vatns- firði á Barðaströnd yfir einær- inginn Egil í Hvallátrum. Þær tillögur stjórnarandstæð- inga er ekki voru dregnar til baka til 3. umræðu voru felldar. Við breytingartillögu Magnús- ar Kjartanssonar og Eðvarðs Sig BRÁTT líður að mesta umferðar- túna ársins í Reykjavík — jóla- umferðinni, — og að venju mun lögreglan verða að gera ýmsar ráðstafanir til að greiða úr mestu umferðinni i miðhluta borgarinn. ar og á Laugaveginum, svo að ekki skapist algert umferðaröng- þveiti. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur auglýst nokkrar takmark- anir á umferð 12.—23. des. og hefur hún einkum í för með sér, að einstefnuakstur er settur á fjórar götur, hægri beygja er bönnuð úr þremur götum og bif- reiðastöður eru bannaðax eða takmarkaðar á allmörgum stöð- um. Loks er bifreiðaumferð bönn uð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti, laugardaginn 16 des. frá -Jd. 20—22 og laugardag- inn 23. des. frá kl. 20—24. Svo og verða sams konar umferðar- takmarkanir á Laugavegi frá Snorrabraut og í Ba-nkastræti á sama tíma ef ástæða þykir til. Á fundi með blaðamönnum í gær, gerðu þeir Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn, Pétur Svein- bjarnarson, umferðarfulltrúi borg arinnar, og Sverrir Guðmunds- son, aðstoðaryfirlögregluiþjónn, frekari grein fyrir þessum ráð- stöfunum. Kváðu þeir umferðar- yfirvöld borgarinnar reyna af fremsta megni að takm'arka eða banna umferð sem minnst. Væru allar bráðabirgðaráðstafanir núna hinar sömu og fyrir síðustu jól, en þá gekk hún mjög vel fyrir sig. Beinast aðgerðirnar einkum að því, að greiða úr umferðinni þar sem hún er mest í miðborg- inni, og ekki síður að því að auðvelda gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar. Lögreglan vill biðja ökumenn að bafa einkum þrjú atriði í huga vegna hinnar miklu jólaumferð- urðssonar um 10 millj. kr. aukið framlag til Borgarsjúkrahússins, gerði Geir Hallgrímsson svo- hljóðandi grein fyrir ðatkvæði sínu: Ég met mikils nývakinn áhuga tillögumanna á fjárveitingum til Borgarspítalans og ekki síður, ef sá áhugi stafar e.t.v. af .þingsetu borgarstjóra, þegar fjárlagaaf- greiðslan fer fram. En með til- vísun til þess, að með samkomu- lagi við heilbrigðis- og félags- málaráðherra fékkst 100% hækk un á fjárveitingu til Borgarspít- alans í fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 1968, og með milligöngu þeirra fékkst einnig lánsfé er svarar nú til þeirra 42 millj. kr. af skuld ríkissjóðs við borgar- sjóð og í trausti þess, að áherzla verði lögð á, að Ijúka greiðslum ríkissjóðs sem fyrst og að öðru leyti með skírskotun til sam- stöðu stuðningsmanna stjórnar- innar um afgreiðslu fjárlaga, segi ég nei“. Fjárlagafrumvarpið mun svo koma til 3. umræðu snemma í næstu viku, þar sem afgreiða verður það áður en jólahlé þings ins byrjar. air. í fyrsta lagi, að þeir ökumenn sem staddir eru í austurhluta bæjairins og ætla vestur i bæ, eða í miðborgina, aki ekki niður Laugaveg, heldur fari í þess stað niður Skúlagötu eða Hringbraut. Ef umferðiartafir myndast á Laugaveginum verður lögreglan e, t. v. að grípa til þess ráðs að beina alLri bifreiðaumferð af göt- unjii. Bendir lögreglan ökumönn- um á það til fróðleiks, að það getur sparað þeim, sem ætla nið- ur íMiðborgina 20 mínútur að aka um Hringbrautina eða Skúlagötu í stað þess að fara niður Lauga- veg. í öðru lagi er skorað á fólk að fara ekki á bifreiðum sínum milli verzlana, heldur reyna að finna bifreiðastæði og leggja bif- reiðunum þar, og fara fótgang- andl á milli verzlana. Er þeim sem koma niður Skúlagötu bent á bifreiðastæði í Sölfhólsgötu, Hverfisgötu og Smiðjustíg.. Þeim, sem koma akandi um Hringbrau t er bent á að leita fyrst að stæði við Tjarnargötu, Vonarstræti eða Suðurgötu, og þeim sem koma akandi vestan úr bæ er bent á að leita fyrst að bifreiðastæði við Garðastræti eða Vesturgötu. Á þremur af þessum stæðum er staða bifreiða takmörkuð við eina klukkustund og starfa þar gæzlumenn, sem sjá um að öku- menn leggi bifreiðum sínum skipulega. í þriðja lagi er bent á, að gjald skylda er við stöðumæla jafn- lengi og verzlanir eru almennt opnar þ. e. til kl. 22 laugardag- inn 16. og til kl. 24 á Þorláks- messu. Mjög mikilvægt er, að ökumenn leggi bifreiðum sínum skipulega inn í stöðureitina og gæti þess, að bifreiðin trufli ekki, eða tefji umferð. Ef svo er ekki, getur ökumaður átt á hættu, að Xý mál f GÆR var lögð fram á Alþingi fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um framkvæmd laga um skóla- kostnað. Fyrirspyrjandi er Karl Guðjónsson og er fyrirspurnin í tveimur eftirfarandi liðum: Hve- nær eiga ákvæði laga um skóla- kostnað frá sl. vori að koma til framkvæmda: a) að því er varð- ar stofnkostnað skólamann- virkja? b) að því er tekur til rekstrarkostnaðar skólanna? Þá var ennfremur lögð fram fyrirspurn til félagsmálaráðherra um lánveitingar úr Byggingar- sjóði ríkisins. Fyrirspyrjendur eru Einar Ágústsson, Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmars son. Fyrirspurnin er í 8 liðum og m.a. spurt um hvað séu marg- ar umsóknir, sem bárust fyrir 15. marz 1967, óafgreiddar hjá hús- næðismálastjórn, og hversu margar umsóknir hafa borizt síðan og hvort áformað sé að fella burt vísitöluálag á vexti og afborganir húsnæðislána. Lögð var fram þingsályktunar- tillaga sem Jón Skaftason og 9 aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins flytja um undirbúning heildarlöggjafar um hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Þingmól í gœr STUTTIR fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær, að af- loknum fundi í Sameinuðu þingi. í neðri deild mælti Matthías Á. Mathiesen fyrir áliti fjárhags- nefndar deildarinnar á stjórnar- lögreglan fjarlægi bifreiðina. Til þess að umierðin megi ganga ®em bezt fyrir sig jafnt fyrir gangandi sem akandi, munu lögreglumenn flestir vinna tvö- falda vinnu. í miðborginni og vesturbæ eru 40—50 lögreglu- menn á föstum varðsvæðum, og í austurbænum verða milli 15—20 lögreglumenn á varðsvæðum, auk þess sem lögregluþjónar á bif- hjólum og bifreiðum munu fylgj- ast með umferð í úthverfum. Það hefur verið reynsla undanfarina ára, að í desembermánuði verða jafnan fæst slys. Tii dæmis var tala slasaðra í fyrra 19, og þar af aðeins eitt abrn, en árið áður 23, og þar af fimm börn. Upplýsti Óskiar Ólason þarna á fundinum, að ekki hefði barn látist af völd- um umferðarslyss í desember undianfarin þrjú ár. Talsmenn umferðaryfirvald. anna á þessum blaðamanmafundi sögðu, að endingu, að'nú leitaði lögreglan samstarfs við almenn- ing að leysa vandamál umferð- arinnar, og að þann samstarfs- vilja sýndu vegfarendur bezt með því að taka tillit til annarra, meta rétt umferðaraðstæður og sýna burteisi í umferðinni. frumvarpinu imi innheimtu ým- issa gjalda með viðauka. Var nefndin sammála um að mæla með samþykki frumvarpsins. Gat Matthías þess, að nefndinni hefði borizt erindi frá L.l.Ú., sem yrði nánar kannað milli 2. og 3. um- ræðu. Frumvarpsgreinarnar voru samþykktar og frumvarpið af- greitt til 3. umræðu. I efri deild mælti Jón Þor- steinsson fyrir breytingartillög- um er heilbrigðis- og félagsmála nefnd deildarinnar flytur við frumvarpið um almannatrygging ar. Hefur áður verið ítarlega sagt frá þeim breytingum í Morg unblaðinu, en þær kveða m.a. á um, að 5 manna nefnd skuli nú ákvarða upphæð daggjalda á. sjúkrahúsum, og að varasjóður trygginganna greiði halla þann sem Tryggingastofnunin varð fyrir vegna verðstöðvunarlag- anna á sl. ári. Til máls tóku einn ig Páll Þorsteinsson, Magnús Jónsson og Jón Ámason, en frum varpið var sfðan samþykkt sam- hljóða og afgreitt til neðri deild- ar. ... * Stórbruni í Osló Osló, 12. des. — NTB FRASCATI, eitt stærsta og þekkt asta veitingahús Oslóborgar, gjör eyðilagðist af eldi í morgun. Er tjónið af eldinum talið nema mörgum milljónum norskra króna. Eldsins varð fyrst vart um kl. 5.15 í morgun að sta'ðartíma. Sá þá leigubifreiðarstjóri bjarma inni í veitingahúsinu, sem er á annarri hæð í húsi Hægri flokks- ins að Stortingsgate 20. Rétt á eftir sprungu rúður í gluggum veitingahússins og salarkynnin urðu eitt eldhaf. Slökkvilið kom fljótlega á vettvang og tókst að slökkva eldinn á rúmri klukku stund. Þá voru veitingasalnirnir á annarri hæð gjörónýtir og efri hæðir hússins gegnsýrðar af reyk. Miklar skemmdir urðu einnig á neðstu hæðinni, en þar voru til húsa banki, brauðgerð- arhús, matstofa og skrifstofur. Osló, 8. des. NTB. SÍÐUSTU daga hafa miklif kuldar verið í Noregi og náðu há- marki í gær, með 33 stiga frosti á Tynset, 31 stigi frosti á Röros en víðast annars staðar á land- inu milli tíu og tuttugu stig. í borgunum við ströndina var hlýjast 5-10 stig. - NÝ BÚÐ Framhald af bls. 2 var sýnd blaðamönnum, sagði hann m.a.: •,Við væntum þess, að hér verði mikið verzlað. Hér nær- liggjandi eru þéttbyggð íbúða- hverfi, umferðaræðar eru í «11- ar áttir og hér eru góð bílastæði, við verzlunina munu því fyrst í stað starfa 15 manns. Verzlunar- stjóri er Guðjón Guðjónsson. Hann er enn ungur að árum, en hefur þó þegar starfað í verzl- unum S.S. í 20 ár. Af reynslu af störfum hans svo langan tíma, teljum við hinni nýju verzlun vel borgið undir hans stjórn með því ágæta starfsliði, sem hér er, og vonum við að hér muni margir ánægðir viðskiptamenn fá góða þjónustu". Kjörbúð S. S. ÝMSAR RADSTAFANIR VEGNA JÓLAUMFERDAR Einstefnuakstur tekinn upp á nokkrum götum — bifreiðastöður bannaðar eða takmarkaðar allvíða — hœgri beygja bönnuð úr þremur götum o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.