Morgunblaðið - 13.12.1967, Síða 16
16
MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967
IHaigtmMafrife
trtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík,
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Jphannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Rifstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
EÐLILEG MÓTMÆLI
¥ gær voru ákveðnar nýjar
verðlagningarreglur til
bráðabirgða, eins og skýrt er
frá á öðrum stað í blaðinu,
þar sem jafnframt er getið
harðorðra mótmæla fulltrúa
hinna ýmsu greina verzlun-
arinnar. Þessi mótmæli eru
eðlileg, því að augljóst er að
þessi bráðabirgða verðlags-
ákvæði eru hrakaleg gagn-
vart verzluninni og væru
‘óviðunandi ef þau ættu ekki
aðeins að gilda í fáar vikur.
En skýringin á því að verzl
unin tekur nú á sig þungar
bvrðar um nokkurt skeið,
þyngri en aðrir, er að sjálf-
sögðu hið mikla áfall, sem ís-
lenzka þjóðin hefur orðið fyr-
ir og svo hin brýna nauð-
syn, sem á því er að komið
verði í veg fyrir skyndilegar
og miklar verðhækkanir í
kjölfar gengislækkunarnnar,
sem þá mundi ekki ná til-
ætluðum árangri.
Vafalaust hefur einmitt.
þetta sjónarmið ráðið miklu
um það, að oddamaður í verð-
lagsnefnd úrskurðaði að
þessu sinni með fulltrúum
launþega.
Þótt þessar ákvarðanir í
-verðlagsmálum væru of
harkalegar, ef við þær ætti
að búa til frambúðar, en ekki
væri nú um hreinar bráða-
birgðaráðstafanir að ræða, er
hitt þó aðalatriðið fyrir lands
menn alla, að jafnvægi hald-
ist í þjóðarbúskapnum til
frambúðar og þess vegna
mega ekki skyndiráðstafanir
þegar í kjölfar gengislækkun-
arinnar gera slíka þróun úti-
lokaða fyrirfram. Það skilja
verzlunarmenn og þess vegna
axla þeir þessar byrðar.
. NÝ STÓRIÐJA
Jón Árnason, formaður fjár-
veitinganefndar gat þess
í ræðu á Alþingi í fyrradag,
að sérstök fjárveitíng væri
ætluð til að rannsaka, hvort
hagkvæmt kynni að reynast
að koma upp sjóefnavinnslu
hér á landi, mikilli verk-
smiðju, sem ynni ýmiskonar
efni úr sjó og notaði orku,
sem við eigum í hverum, fall-
vötnum og jafnvel jöklum
landsins.
Frumrannsóknir þær, sem
framkvæmdar hafa verið á
þessu sviði af Baldri Líndal,
benda ótvírætt til þess að slík
vinnsla efna úr sjó gæti orJð-
ið arðvænleg atvinnugrein
hér á landi. Þessa skoðun hef
ur sérfræðingur, sem kom
hingað til lands í júlímánuði
sl. á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, staðfest og leggur þessi
erlendi sérfræðingur til að
gerð verði ítarleg rannsókn
á sjóefnavinnslu, og er kostn-
aður við slíka rannsókn áætl-
aður um 25—30 millj. króna,
eða sem svarar til andvirðis
eins fiskiskips.
Fjárveiting sú, sem nú er
fyrirhuguð, er aðeins til und-
irbúnings ýtarlegri rann-
sókna. Má e.t.v. segja að hún
ætti að vera ríflegri en hálf
milljón króna. En meginat-
riðið er, að rannsóknum verði
haldið áfram og væntanlega
hraðað eftir því sem föng
verða á.
SAMIR VIÐ SIG
TTér í blaðinu í gær birtist
yfirlýsing frá Vöku, fé-
lagi lýðræðissinnaðra stú-
denta, Sambandi ungra Jafn-
aðarmanna og Stúdentafélagi
Jafnaðarmanna, þar sem tek-
ið er fram, að þessi félög hafi
mótmælt þeim fundarhöld-
um, sem hin svokallaða Viet-
nam-nefnd virtist beita sér
fyrir á Mannréttindadegi
Sameinuðu þjóðanna þann
10. des.
Lýsa þessi félög því yfir að
ástæðan til þess, að þau hafi
ekki viljað standa að þessum
aðgerðum hafi verið sú, hvern
ig að öllum undirbúningi
og málsmeðferð var staðið,
jafnframt því óæskilega yfir-
bragði, sem fundarhöld þessi,
ásamt öðrum aðgerðum þeim
tengd, óneitanlega höfðu. Þá
er því lýst yfir, að komið
hafi verið í veg fyrir það, að
tilkynningar um að nefndin
stæði ekki að þessum aðgerð-
um fengjust birtar í nafni
nefndarinnar.
Misnotkun kommúnista á
þessum samtökum furðar eng
an, sem þekkir starfsaðferðir
þeirra. Hitt má segja að sé
furðulegt, að þeir aðilar, sem
að þessari yfirlýsingu standa,
skyldu ekki fyrirfram gera
sér grein fyrir því, að komm-
únistar mundu reyna að mis-
nota nöfn þeirra á þann veg,
sem þeir nú hafa gert.
Með kommúnistum, um-
boðsmönnum erlends kúgun-
arvalds, er ekki hægt að
starfa í samtökum eins og
„Hinni íslenzku Víetnam-
nefnd“, einfaldlega vegna
þess, að markmið kommún-
ista eru allt önnur en lýð-
ræðissinnaðra manna. Þeirra
markmið eiga ekkert skylt
við mannúð eða réttlæti, held
ur miða þau að því einu að
styrkja mátt heimskommún-
ismans til þess að hann geti
kúgað og undirokað sem flest-
ar þjóðir.
Vonandi verður þessi at-
burður til þess að opna augu
þeirra manna, sem talið hafa
Réttarhöldum
frestað í Moskvu
Moskvu, 11. des. (NTB)
í MORGUN áttu að hefjast rétt-
arhöld yfir fjórum ungum sov-
ézkum menntamönnum, sem
sakaðir er um óhróður og áróður
gegn Sovétríkjunum. Hafa fjór-
menningarnir verið í haldi í
ellefu mánuði.
Þegar réttarhöldin áttu að
hefjast hafði fjöldi ættingja
hinna ákærðu safnazt saman við
réttarsalinn, en eftir nokkra bið
þar var þeim tilkynnt, að eng-
in réttarhöld færu fram í málinu
í dag. Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Moskvu, að réttar-
höldin hefjist í fyrsta lagi eftir
vikiu, en ekki er vitað af hverju
þessi dráttur stafar.
Einn dómaranna í málinu sagði
aðspurður í morgun, að Ihann
þekkti ekki til neins máls varð-
andi áróður gegn Sovétríkjun-
um.
Ákærðir eru þrír karlmenn og
Róm, 11. des. NTB.
ÍTALSKA stjómin á nú yfir
höfði sér pólitískan storm vegna
staðhæfinga, sem fram hafa
komið um, að þjóðin hafi í júlí-
mánuði 1964 sloppið með naum-
indum við byltingn hersins —
er hafi átt að gera með sama
hætti og byltingin var gerð í
Grikklandi.
Mál þetta tók nýja og alvar-
legri stefnu á laugardag, er for-
ingi í ríkislögreglunni upplýsi við
vitnaleiðslu í málaferlum, að
hann hefði fengið í hendur svart
an lista með nöfnum 44 manna,
sem hafi átt að handtaka rétt
áður en byltingin hæfist.
Lögregluforinginn. Cosirao
Zinza, skýrði frá þessu í mála-
ferlum gegn blaðamanni og rit-
stjóra ítalska vikublaðsins „L’Es
presso", en Giovanni De Lor-
enzo, hershöfðingi, fyrrverandi
yfirmaður ítalska herforingja-
ráðsins höfðaði mál á hendur
þeim fyrir að skrifa í blaðinu,
að hann hafi ráðgert byltinguna.
Málgagn kommúnista „L’Un-
ila, hefur krafist þess, að Aldo
Moro, forsætisráðherra, og aðrir
forystumenn í stjórnmálum lands
ins gefi fullgilda skýringu í mál-
inu, ella muni svo litið á sem
þeir séu meðsekir. Sósialist-
ar, sem eiga aðild að samstevpu-
stjórn Aldo Moros, hafa einnig
krafizt reikningsskila.
De Lorenzo, herslhöfðingja, var
vikið úr embætti í apríl án nokk
urra skýringa, en þá hafði kom-
ið upp hneykslismál í leyni-
ein kona, þau Alexander Gins-
burg, Juri Galanskov, Alexei
Dolborvolsky og Vera Lashkova.
Mennirnir þrír eru sakaðir um
að hafa efnt til mótmælaaðgerða
í Sovétríkjunum vegna réttar-
haldanna yfir rithöfiundunum
Andrei D. Sinyavsky og Yuli M.
Daniel í fyrra og staðið að út-
gáfu „Hvítrar bókar“ um réttar-
höldin yfir rithöfundunum
tveimur. í bó'k þessari er frásögn
af réttarhöldunum, sem áttu að
vera leynileg, og þar eru birt
mótmœlabréf sovézkra og er-
lendra mienntamanna.
Sagt er að þeir Ginsburg og
Galanskov hafi átt frumkvæðið
að hvítu bókinni og Doiborvolsky
hafi aðstoðað þá, en Vera Lash-
kova vélritað handritið. Líklegt
var talið í Moskvu, að Ginsburg
og Galanskov játuðu á sig sök-
ina, en bæru það fyrir réttin-
um, að bókin væri ekki fjand-
þjónustu hersins, sem hann
stjórnaði á árunum 1956—62.
Opinber rannsókn leiddi í ljós,
að leyniþjónustan hafði njósnað
um ítalska stjórnmálamenn, fram
ámenn í iðnaðinum, biskupa og
aðra kunna menn í þjóðfélaginu
og komið sér upp upplýsinga-
safni um persónulegt líf þeirra,
m.a. kynlíf þeirra og börn, sem
viðkomendur áttu utan hjóna-
bands.
L’Espresso staðhæfir, að her«»-
höfðinginn hafi lagt á áðin jt
byltinguna ásamt Segni, forset
anum fyrrverandi, meðan á stóh
stjórnarkreppu árið 1964. Her*
höfðinginn neitar þessu staðhæ’1
ingum afdráttarlaust, en vitnúi
burður Zinzas varð sem olíft A
eld. Hann sagði, að svarta list-
ann hefði hann fengið í hendur 4
leynifundum með hægrisinnuð-
um herforingjum, í júnílok með
an á stóð hinni langvarandi
stjórnarkreppu áður en Aldo
Moro kom á samvinnu við
vinstri flokkiana. Samkvæmt hon
um hefði hann átt að handtaka
þá, sem tilgreindir voru á list-
anum og flytja þá á ákveðinn
flugvöll, en skipunin hefði aldrei
verið gefin svo að til þess hefði
ekki komið.
Stjórnin hefur vísað á bug öll-
um staðhæfingum um, að hún
hafi á nokkurn hátt verið við
hugsanlegan byltingarundirbún-
ing riðin, — en hefur til þessa
neitað að láta fara fram opinbera
rannsókn á þeirri forsendu, að
málið varði hernaðarleg leyndar
mál, sem ekki mega ljóstra upp.
— ■ - M -
samleg Sovétríkjunum. Þeir
báðir og Vera Lashkova höfðu
ráðið sér verjendur, en Doibor-
volsfey ekki, og hefur verið lát-
ið að því liggja, að Dofoorvolsky
ætlaði að vitna gegn félögum
sínum, þótt ekki hafa það feng-
izt staðfest.
Frestunin í dag kom mjög á
óvart, og höfðu sumir ættingjar
og vinir hinna ákærðu beðið í
klutkkustund í snjónum fyrir
utan réttarsalinn, áður en þeim
var tilkynnt, að engin réttar-
höld færu fram.
Yfirvöldunum hafa borizt
margar áskoranir frá vísinda-
mönnum, prófessorum, sagn-
fræðingum og ritíhöfundum um
að vægja fjórmenningunum. í
okbóber s.l. skrifuðu 100 andans
ménn undir áskorun þessa efnis,
sem send var ríkissaksóknaran-
um, og í byrjun þessa mánaðar
barst ríkissaksóknaranum sams-
konar áskorun með 44 nöfnum
undir. Þessum áskorunum hef-
ur ekki verið sinnt.
Ósomhljóðo
iregnir fró
Jemen
Kairo, Beirut, 11. des.
AP-NTB.
EKKI er gott að henda reiffur á
ástandinu í Jemen, — fregnir,
sem borizt hafa til Beirut og
Kairo um helgina eru mjög
ósamhljóða, herma sumar, að
konungssinnar sitji enn um höf-
uðborgina, Sanaa, þeir hafi tek-
ið herskildi herflugvöllinn fyrir
utan borgina og gert fallbyssu-
árásir á borgina sjálfa, — aðrar
herma, að sókn konungssinna
hafi verið stöðvuð og áhlaup
þeirra á borgina mistekizt.
Talsmaður lýðveldis'stjórnar-
innar sagði í Kairo á laugardag,
að það væri ekki rétt, að Sanaa
væri umkring af her konungs-
sinna —en aðrar heimildir, með-
al annars útlendingar, sem hafa
feomizt frá Jemen um helgina,
herma, að konungssinnar hafi
gengið hart fram í hermdar-
verfcum og sprengjuárásir
þeirra, jafnvel inni í sjálfri borg
inni, verið tíðar.
Utvarpsstöð feonungssinna
sagði ura heigina, að um 160 lýð-
veldissinnar hefðu fallið í bar-
dögum síðustu dagana á ýmsum
stöðum í landinu. Sagði þar
ennfremur, að feonungssinnar
hefðu hert sófen sína eftir að
60.000 egypzkir hermenn fóru
brott frá Jemen í síðustu viku.
Egyptar hafa barizt við hlið lýð-
veldissinna frá því borgara-
styrjöldin hófst í Jemen árið
1901, en hafa kallað herlið sitt
heim smám saman síðustu mán-
uði, eða eftir að samfcomulag
náðist millli Egypta og Saudi
Arabí'U um að bæði ríkin drægju
úr stuðningi við hin stríðandi
öfl í landinu.
--------------------— ■ - - 't
Róðgerðu ítalskir herioringjur
byltingu sumurið 1964?
að unnt væri að starfa með
kommúnistum fyrir því, að
slíkt er fráleitt. Og gjarnan
mættu menn hugleiða, hver
orðið hafa örlög annarra, sem
til náins samstarfs við þá
hafa gengið, t.d. Héðins Valdi
marssonar á sínum tíma og
nú hina svokölluðu Alþýðu-
bandalagsmanna, sem haldið
hafa áfram samstarfi við
kommúnista þar til svo var
komið, að þeir höfðu náð und
irtökum í Alþýðubandalaginu
og hyggjast nú í eitt skipti
fyrir öll gera út af við sam-
starfsmenn sína, vegna þess
að lengur geti þeir ekki haft
gagn af þeim.
Dæmin um samstarf við
kommúnista eru nægilega
mörg hér á landi, til þess að
menn ættu að forðast það, og
þó eru dæmin enn hryggi-
legri annars staðar frá, eins
og t.d. í leppríkjum, þar
sem lýðræðissinnar ætluðu
að starfa einlæglega með full-
trúum kommúnista, en niður-
staðan varð sú, að þeir auð-
velduðu ofbeldismönnunum
að hrifsa völdin og undiroka
þjóðirnar.