Morgunblaðið - 13.12.1967, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DES. 1»67
31
Þannig voru vörurnar skoröað ar í þotuna.
(Ljósm.: Heimir Stígsson)
Dælur flugleiðis
til Hitaveitunnar
Keflavíkurflugvelli, 12. des.
í MORGUN kom til Keflavíkur-
flugvallar vöruflutningaflugvél
frá Pan American World Air-
ways með rúmlega 8 tonn af
vörum til íslenzkra aðila.
Stærsta sendingin var til Hita-
veitunnar og Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar, eða samtals
7.162 kg, en hér mun um hafa
verið að ræða dælur og annað
efni til Hitaveitunnar.
Stefán Guðjohnsen, fulltrúi
hjá Pan American á Keflavíkur-
flugvelli, tjáði fréttamanni Mbl.
að þetta mundi vera stærsta
vörusending til íslenzkra aðila í
einni ferð hjá Pan Am. Hinsveg-
ar taldi Stefán bað mjög færast
í vöxt að íslenzkir innflytjendur
fengju vörur sendar með flug-
vélum og væri það í samræmi
við þá þróun, sem á undanförnu
ári hefði orðið hjá öðrum þjóð-
um. Vöruflutningar í lofti hafa
vaxið hraðar heldur en fólks-
flutningar, sagði Stefán, og
benti á að Pan American flug-
félagið eitt hefir 12 áætlunar-
flug hvora leið yfir Atlantshafið
á viku hverri. Við þessa vöru-
flutninga notar félagið þotur af
gerðinni Boeing 707, sem geta
borið 35 til 37 tonn af flutningi,
en þá vegur flugvélin fullhlaðin
rúmlega 150 smálestir.
B-707 flugvélin, sem kom með
flutninginn til Hitaveitunnar,
kom frá Kennedy-flugvelli við
New York og tók flugið þaðan
5 klst. og 20 mín. Eftir að af-
hleðslu var lokið á Keflavíkur-
flugvelli hélt flugvélin áfram til
London, en þangað flutti hún
rúmlega 23 smálestir af ýmiss-
konar flutningi — BÞ.
— Strokuhermaður
Framhald af bl>. 1
fall þegar hann var kvaddur til
herþjónustu í Víetnam fyrir
rúmu ári. Varð það til þess, að
hann flýði til Indlands um Mexí-
kó og Panama. Á Indlandi leit-
aði hann uppörvunar í marihu-
ana og táli trúarinnar, segir
blaðið, og þar seldu prestarnir
honum eiturlyf á vægu verði.
Zipper var nú á leið heim til
Bandaríkjanna vegna þess, að
móðir hans var veik, segir Kom-
somolskaya Pravda að lokum, og
ákvað hann að taka með sér
nægar birgðir af hashish, en
birgðirnar fundust þegar hann
kom við í Tashkent, sem fyrr
segir.
- EBE
Framhald af bls. 1
hagsástandi Bretlands. — Hann
sagði, að nefndin teldi gengis-
fellingu pundsins hafa verið já-
kvætt spor — þó að því til-
skildu, að aðrar efnahagsaðgerð-
ir til endurbóta yrðu fram-
kvæmdar. Enn fremur upplýsti
hann, að brezka stjórnin vænti
þess, að greiðslujöfnuður lands-
ins á næsta ári myndi batna um
500 millj punda.
Barre kvaðst álíta aðgerðirnar
varðandi efnahagsvandræðin full
nægjandi, en hann bætti því við,
að framvegis ættu að eiga sér
stað viðræður við Bretland um
þróunina og lagði áherzlu á, að
framleiðsla Bretlands yrði að
aukast.
Engar umræður áttu sér stað,
eftir að þeir Rey og Barre höfðu
gert grein fyrir máli sínu, en
umræður þær, sem úrslitum
ráða varðandi umsóknirnar,
munu eiga sér stað í Brússel 18.
og 19. desember nr.
Heimdellingar
ALLIR Heimdellingar, sem feng
ið hafa senda happdrættismiða
flokksins heim, og eru enn ekki
búnir að gera skil, eru beðnir
um að gera það sem allra fyrst í
skrifstofu happdrættisins í
S j ál'fs tæð ishúsinu.
1
Volvobifreiöin var þannig útleikin, eftir aö hafa fallið niður
skröuna hjá Búrfelli. Ljósm. Tómas. j
BifreiMéll 70 m
í Sámstaðamúla
— Minnstu munaði að stórslys yrði, er
vegakantur brast
GRJÓTBÍLL, 10 lesta af Volvo-
gerö steypti stömpum í Sáms-
staðamúla, þar sem verið er að
grafa jarögöng, vegna virkjun-
arframkvæmdanna viö Búrfell,
í gærmorgun laust fyrir kl. 09.
Féll bifreiðin 70 m. vegalengd
niður bratta grjótskriðu, um 50
m. fallhæð.
Bifreiðastjórinn, Ámi Tómas-
son, frá Akureyri, marðist á
höfði, höndum og fótum, en er
að öðru leyti ómeiddur. Hann
telur, að það hafi bjargað lífi
sínu, að hann hélt sér við stýri
bílsins, svo að hann féll ekki
út úr honum. Liggur hann á
sjúkrahúsinu á Selfossi.
Slys þetta varð með þeim
hætti, að bifreiðin var að koma
út úr hliðargöngum, sem notuð
hafa verið til þess að aka grjót-
mulningi út úr göngunum. Ætl-
aði bitfreiðastjórinn að losa hlass
af bíl sínum og bakkaði fram
að skriðunni, sem smám saman
hafði myndazt fyrir neðan ganga
opið, er undirstaða bifreiðarinn
ar brast og féll bifreiðin með
skriðunni nður, 70 m. vegalengd,
50 m. fallhæð.
Bifreiðin mun ekki hatfa farið
tæpar fram á brúnina, en vana-
legt er. Voru 1.5 til 2 m. að
brúninni. Sjónarvottar segja að
bitfreiðin hafi fyrst sbeypt stömp
um tvisvar sinnum, runnið síð-
an drjúgan spöl á hliðinni unz
hún tók að velta af svo mikum
hraða, að hún fór 5 til 6 veltur
í lotftinu án þess að snerta jörðu.
Á þessum stað er mikil og stór-
grýtt urð, mulningur úr göngun-
UT^
Almennur umræðuiúndúr úm
íslond og murkuðsbundulögin
- DR. BANDA
Fram'hald af bls. 1
urkenna þetta, eða hefja
bardaga á ný.
Dr. Banda vísaði á bug
þeim fullyrðingum komm-
únista, að Malawi stæði í
skugga nýrrar nýlendu-
stefnu Breta:
„Ég óttast ekki Elisabetu
drottningu“, sagði forset-
inn. „Hún er meinlaus,
mjög snjöll og mjög geð-
felld kona. En ég óttast
Gengis khanana og Kublai
klianana í Peking“, sagði
dr. Hastings Banda.
★
Áður en Malawi hlaut sjálf
stæði í júlí 1964, hét landið
Nyasaland og var brezkt
yerndarsvæði. Dr. Hastings
Banda var þá leiðtogi þjóð-
arnissinna í mörg ár og barð-
ist lengi fyrir sjálfstæði lands
síns. Hlaut hann a'ð launum
frá Bretum bæði fangelsun og
útlegð, sat meðal annars í
fangelsi í Suður-Rhodesíu í
rúmt ár frá 1959 til 1960. Með
an á þeirri fangelsisvist hans
stóð komu til íslands fulltrú-
ar þjóðernissinnahreyfingar-
innar í Nyasalandi til að fá
stuðning Islendinga við að fá
dr. Banda leystan úr haldi.
Þegar Malawi hlaut sjálf-
stæði 4. júlí 1964, var dr.
Banda kjörinn forsætisráð-
herra landsins, en forseti lýð-
Veldisins var hann kjörinn í
júlí í fyrra.
*®*AÐ TILHLUTAN Stúdentafélags
Hásikóla íslands verður efnt til
almenns umræðufundar um efn
ið „ísland og markaðsbandalög-
in í Evrópiu.“
Fundurinn verður haldinn í
Súlnasal, Hótel Sögu, að kvöldi
miðvikudagsins 13. desember og
hefst kl. 20.30.
Framsögumenn verða: Dr.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála
ráðherra, og Eysrteinn Jónsson
alþingismaður.
Að framsöguræðum loknuxn
hefjast frjálsar umræður.
Öllum er heimill aðgangur og
eru áhugamenn um þessi efni
hvaittir til að mæta og taka þátt
í uimræðum.
(Frá S.F.H.Í.).
Myndin sýnir skriöuna við Búrfell, þar sem Volvobifreiðin féll niður, eftir að vegkantur.
inn brast. Efri krossinn sýnir, hvar bíllinn stóð, og hinn neðri, hvar hann stöðvaðist. Ljósm.
Tómas.
Miklar skemmdir hafa
orðiS á vegakerfinu
— MJÖG mikið tjón hefur orðið
á vegakerfinu, en heildartölur
þar um, verða ekki kunnar fyrr
en að tveimur til þremur dögum
liðnum, sagði Hjörleifur Ólafs-
son hjá Vegaeftirlitinu í gær, er
Mbl. ræddi við hann. Ástandið
er þó mikið að skána, enda lítið
rignt á Suðurlandi síðastliðinn
sólarhring. Unnið hefur verið
sleitulaust að lagfæringum og
'víðast hvar er orðið akfært,
þótt færð sé ekki alls staðar góð.
Aðalskemmdirnar í Árnes-
sýslu urðu við brúna á Stóru-
Laxá. Þar var óakfært í fyrra-
kvöld, en í gær höfðu nokkrir
bílar farið þar um er sjatnað
hafði í flóðunum.
f Rangárvallasýslu urðu víða
skemmdir. Þykkvabæjarvegur
lokaðist, en var orðinn fær í gær
og Fljótshlíðarvegur var einnig
orðinn akfær, þótt viðgerð hafi
ekki verið lokið. Að öðru leyti
var þjóðvegurinn um Suðurland
orðinn allsæmilegur, enda var
hann heflaður í gær.
Landeyjavegur syðri var enn
lokaður í gær, en á honum gróf
vatn, undan 12 m brú, sem þó
hangir uppi. Hellisheiði var í
gær orðin fær, en mikil hálka
var þá í Kömbum.
Vesturlandsvegur var bærileg-
ur um Hvalfjörð og allt upp í
Borgarfjörð, en margir vegir í
Borgarfjarðarsýslu voru illa
farnir, sérstaklega uppi til dal-
anna, en þar höfðu orðið tölu-
verð brögð að því að græfist úr
ræsum. Þá eyðilagðist nokkuð
stór brú á Dragavegi við Svína-
dal.
Vegurinn upp Norðurárdal
var allsæmilegur og færð góð
um Snæfellsnes og Dali. Mikil
hálka var þó á fjallvegum, en
víðast hvar gott færi innan
fjarða á Vestfjörðum.
Færð um Norðurland var all-
góð, nema í Skagafirði, en þar
urðu mikil flóð. Vegurinn yfir
Vallhólminn var enn lokaður í
gær, en hann eyðilagðist allmik-
ið, einkum hjá ræsi við Sólvelli.
Er reynt að hraða viðgerð á veg-
inum.
Unnt er að fara ytri leiðina
um Skagafjörð, um Sauðárkrók
og Hegranes. Þó óttuðust menn
að flóðið næði brátt þangað, því
að farið var að renna þar í gær-
kvöldi.
Vegurinn hjá Svartá var í gær
kominn í lag, en þar rann mikið
vatri í fyrradag. Voru bæirnir
þar ekki lengur umflotnir vatni.
Að öðru leyti var færð góð um
landið, en nokkur hálka var á.