Morgunblaðið - 21.12.1967, Page 14

Morgunblaðið - 21.12.1967, Page 14
' u MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DES. 1967 Jóhann Hjólmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Pólitísk skáldsaga Njörður P. Njarðvík: NIÐJAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Helgafell. Reykjavik 1967. Niðjamálaráðuneyti Njarðar P. Njarðvíkur hefst á því, að „dökka steinmynd Ingólfs Arnarsonar ber við bláan vor- himin“. Það er sem sagt ekki um að villast hvar við erum stödd, hvar atburðir þessarar skáldsögu eiga að gerast. Að sögn höfundar er þetta „pólitísk skáldsaga“, og sam- kvæmt því er lýsing höfundar á Reykjavík og umhverfi henn- ar: „Ef komið er að austan — kannski ofan af Hellisheiði — þá blasa við dreymandi vogar þar sem negldar hafa verið við jörðu ábuðarverksmiðja, sorp- eyðingarstöð og bikverksmiðja sem þeyta í loft upp ýmsum teg- undum lykta þar sem umhverfi mannabústaða gæti verið fegurst á suðurlandi. Að ógleymdum ryðjárnsgeymslum og grútarstöð og grafreit fúaskipa á strönd er liðast fagurlega innan við prúð- búnar eyjar. Ef komið er sjó- leiðis blasir við sama dýrðin. Ryðgaðir bárujárnsskúrar sem bíða eftir engu nema hruninu, afdankaðir öskuhaugar með út- sýni til jökuls. Og ef komið er af himnum ofan, þá sezt flug- vélin niður á bikvöll marandi á kafi í blautamýri umvafinn öllu því illgresi sem þróast á ís- landi.“ Á þennan hátt kýs höf- undur að leiða lesandann inn í „fallega borg.“ Við komumst ekki hjá því strax í upphafi að verða vör við gagnrýni hans. Niðjamálaráðuneytið, segir frá ungum bankagjaldkera í Reykja- vík, sem eins og fleiri hefur fengið löngun til að eignast af- kvæmi. En nú hefur hið undar- lega gerst, hinum ungu hjónum eru allar bjargir bannaðar; svo- kallað Niðjamálaráðuneyti hef- ur það í sinni hendi hverjir fái að fjölga mannkyninu, og banka- gjaldkerinn ungi er svo óhepp- inn að vera ekki réttu megin í pólitíkinni, og þess vegna telur ráðherrann óæskilegt að j heim- inn fæðist fleiri andstæðingar hans. Með hjálp góðs vinar, sem er innundir hjá ráðherranum, er þessu svo öllu kippt í lag, en það kostar auðvitað bankagjaldker- Njörður P. Njarðvík. ann ekkert minna en hugarfars- breytingu stjórnmálalega séð — en hvað gera menn ekki til að öðlast borgaralega hamingju? Þetta er ekki öll saga Niðja- málaráðuneytisins, því í pólitík- inni gerist margt; ekki eru allir ráðherrar traustir í sessi, og síldin er ekki síður áhrifamikil en annað í íslenzkum ráðuneyt- um — henni er það auðveldur leikur að breyta lífsgleði ungra hjóna í örvæntingu. Niðjamálaráðuneytið er nú- tímasaga úr Reykjavík. Eins skýrar og trúverðugar myndirn- ar eru úr daglegu lífi Reykvík- inga, og þá einkum frá því sem á sér stað í bankanum, er hið svokallaða Niðjamálaráðuneyti algjör andstæða. Endurnar á tjörninni, „sem brunaverðir yrkja um vers“ eru öllum kunn- ar og raunverulegar, en sem bet- ur fer er hér ekkert Niðjamála- ráðuneyti, og yrði sennilega seinasta ráðuneytið, sem sett yrði á stofn hérlendis, þar sem þjóðin er frekar of fámenn en fyrirferðarmikil í landinu. Þessa skoðun kemst íslenskur lesandi ekki hjá því að hafa, hvað sem höfundur segir. Njörður teflir fram einni allsherjar fjarstæðu gegn kyrrlátu lífi borgarinnar, í því skyni að ljá sögu sinni það tákn, sem hún byggist á. Saga jafn raunsæ og Niðja- málaráðuneytið er í uppbygg- ingu og að andblæ, hefði að minu áliti grætt á því að taka dæmi beint úr íslenskum þjóð- málum, halda náttúrleik sínum, án þess að grípa til óraunveru- leikans. Sá grunur hlýtur að vakna, að Njörður hafi ekki treyst sér til að segja skoðun sína á „vaxandi ofríki stjórn- málamanna" eins og hann sjálf ur komst að orði í útvarpsviðtali nýlega, án þess að skrumskæla veruleikann. Ádeilusaga, sem ekki er þess megnug að sækja efnivið sinn í vandamál nútím- ans, en hefur samt á sér veru- leikasnið, verður þess vegna miklu daufari og máttminni fyr- ir bragðið. Væri hún aftur á móti byggð upp í heild sem absúrd táknmynd, horfði allt öðru vísi við. Stíll sögunnar, orðaval, líkingar er á engan hátt óvenjulegt; það er aðeins þetta Niðjamálaráðuneyti, sem sker í augun. Væri sagan sett fram sem framtíðarsýn, myndi hún ef til vill ná tilgangi sínum. Niðjamálaráðuneytið er af þessum sökum, ein skáldsagan enn, sem sýnir okkur getuleysi ungra íslenskra höfunda til þess að semja ádeilusögur. Hún er sannkölluð „Helgafellsbók". Ég verð samt að gangast við því, að skáldsaga Njarðar Njarð- víkur er með hreinlegustu bók- um af þessari gerð, öfgaminnst, og hefur eilitla kímni til að bera. Hún er í raun og veru gaman- saga í léttum dúr, og alls ekki óskemmtilegur lestur. Víða er hún skrifuð af töluverðri kunn- áttu höfundar, sem vissulega hefur ekki á sér svipmót ný- græðingsins, en er þegar kom- inn til sýnilegs þroska. Njörður P. Njarðvík hefur birt Framh. á bls. 31 P.V.G. Kolka: UM SAMBÝLI PIERPONT UR Ðömu- og herraúr, vatnsþétt og höggvar- in. 100 mismunandi gerðir. Garðar Ólafsson, úrsmiður Lækjartorgi — Sími 10081. ÍSLENDINGASAGNA- ÚTGÁFAN er loksins fáanleg aftur Allar bókaverzlanir taka á móti áskriftum og veita upplýsingar PÓSTHÓLF 73 REYKJAVÍK „ECOLOGIA“ er tiltölulega ný grein náttúruvísinda og fjallar hún um afstöðu lífvera, bæði jurta og dýra, til umhverfis síns og þá ekki sízt um sambýli þeirra við aðrar tegundir. Hana mætti því ef til vill kalla sam- býlisfræ'ði á íslenzku. í þeirri náttúru, sem er ósnortin af af- skiptum mannanna, ríkir dásam- legt jafnvægi, skapað í langri ald anna rás, þar sem hver tegund á sitt afmarkaða óðal og hver held ur annarri í skefjum. Jafnvel rándýr og þær verur, sem við köllum meindýr, gegna að jafn- aði sínu ákveðna hlutverki í stór fenglegu drama lífsins. Eina undantekningin er maður inn, sem með tæknikunnáttu sinni hefur raskað þessu jafn- vægi og orðið því að háskaleg- asta meindýri jarðarinnar. Hann hefur svipt fjölda tegunda þegn- rétti þeirra í ríki náttúrunnar, jafnvel útrýmt þeim með öllu; eytt skógum og öðrum náttúr- legum gróðri; eitrað andrúmsloft ið með verksmiðj ureik og benzín stybbu; dælt ólyfjan í ár, straum vötn og strandsvæði hafsins; yf- irgnæft raddir vorsins og huldu- mál síns eigin anda með gný farartækja sinna og glymskrött- um fíflsku sinnar og er með því að eyðileggja sitt eigið tauga- kerfi, þessa furðusmíð, sem fram þróun milljóna ára hefur stefnt að og skapað. Vegna grimmdar sinnar og græðgi er hann á hraðri leið me'ð að tæma nægta- búr náttúrunnar, svo að ömur- legur offjöldi afkvæma hans horfist í augu við andlega og efnalega örbirgð, jafnvel hung- urdauða við þurrsogin brjóst móður Jarðar. Á síðustu mannsöldrum hefur víða vaknað hreyfing í þá átt að vinna gegn þessari öfugþróun, ekki aðeins vegna þess voða, sem efnahagslegri afkomu mikils hluta mannkyns er búinn, held- ur og af ást og skilningi á fjöl- breytileik og fegurðar náttúrunn ar. í Bandaríkjunum hefur t.d. verið komi'ð upp þjóðgörðum, þar sem sköpuð eru lífsskilyrði fyrir dýr, sem komin voru að út rýmingu, svo sem buffla, sem áður reikuðu í milljónatali um sléttur landsins. í enn stærri stíl hefur þetta verið gert í Afríku, þar sem ljónum og öðrum villi dýrum er skapað griðland á stór um friðlýstum landsvæðum. Einn ig hér á íslandi höfum við okk- ar þjóðgarð á Þingvöllum og í Heiðmörk. Við höfum líka Nátt- úruverndarráð, sem allmikill styr hefur staðið um, einkum í sambandi við fuglaparadís Mý- vatnssveitar. Oft hefur þeim hor uðu lánleysingjum verið legið á hálsi, sem drápu síðustu geir- fuglana hér við land og þar með á allri jörðinni, en á okkar eig- in öld hefur litlu mátt muna með að útrýmt yEði hér með öllu stærsta og tilkomumesta fugli ís lands, haferninum. Ekki er hægt að marka honum bás í neinum þjóðgarði, heldur vet'ður skiln- ingur almennings að koma til, ef halda á við stofni þeirra örfáu fugla þessarar tegundar, sem enn eru lífs. Birgir Kjaran hefur áður sýnt, að honum kippir í kyn til frænda síns þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinsen, með ást til íslenzkr ar náttúru. Nú hefur hann samið og sent frá sér bók um haförn- inn, vandaða mjög að frágangi og fagra bæði að ytra útliti og innihaldi. Þar lýsir hann ferð- um sínum um landið í því skyni að finna varpstáði hafarnarins og biðja honum griða. Þar er getið um margvíslega háttu þessa kon ungs fuglanna, birtar af honum litskrúðugar myndir eftir ýmsa menn og fjöldi teikninga eftir Atla Má, sýndur sá þáttur, sem hann á í þjóðsögum og ljóðum, auk þess sem þar er veigamikil greinargerð um hann frá vísinda- legu sjónarmiði eftir dr. Finn Guðmundsson. Gleðilegt er að kynnast því af bók þessari, að víða um land eru til menn, sem sýnt hafa ást sina til íslenzkrar náttúru og við leitni til verndar henni. Vonandi verður þessi bók til að fjölga þeim og opna augu margra fyrir því, hvers virði er sambýlið við náttúru landsins, lifahdi og dauða. Sérstæð náttúra, ásamt sögu þjóðarinnar, hefur helgað Is lendingum sinn afmarkaða eko- logiska reit og rétt í samfélagi þjóðanna, og þann rétt ber okk ur að vernda, jafnframt því sem við tileinkum okkur nauðsynlega tæknimenntun og sjálfsagða sam vinnu við aðrar þjóðir. Sú ættjarðarást er lítilsvirði, sem birtist í orðagjálfri við há- tfðleg tækifæri, ef landið er rán- yrkt, tilkomumiklir og fagrir drættir í ásýnd íslenzkrar nátt- úru þurrkaðir út í gróðaskyni eða af einberu kæruleysi, og lít ilsvirtur óðalsréttur þeirra dýra- tegunda, sem áttu hann hér óskor aðan löngu áður en nokkur mað- ur steig hér fæti á land. Við þurfum að kenna vaxandi kjm- slóð að lifa í heiðarlegu sam- býli við náttúru lands síns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.