Morgunblaðið - 21.12.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 21.12.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DES. 1W7 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar; ítitstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Áryakur, R’eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðaistræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SKIPASMÍÐAR Á NÝJU STIGI Deilur um efnahags- ráöstafanir í Danmörku Kaupmannahöfn, 19. des., einkaskeyti til Mbl. ÞAÐ hefur vakið undrun í Danmörku og erlendis, að ráð stafanir stjórnarinnar vegna gengisfellingarinnar — fryst- ing dýrtíðaruppbótar í eitt ár — sem bitna harðast á verka- lýðnum, voru gerðar sam- kvæmt tillögum Sambands fagfélaganna með stuðningi sósíaldemókrata, en stjórnar- andstaðan, borgaraflokkarnir, og Atvinnuveitendasambandið lögðust á móti þeim. Menn hefðu haldið, að þessu ætti að vera öfugt farið. Hvérjar ástæður liggja þessu til grundvallar? Það eru að sjálfsögðu margar og margvís legar ástæður fyrir afstöðu flokkanna til hægri aflanna. Ðanska Atvinnuveitenda- sambandið segir, að ástæðan fyrir andúð sinni á ráðstöfun- um þessum sé sú, að það trúi ekki á raunhæft gildi þeirra. Menn, óttast launalækkun í þeim faghópum, þar sem enn vantar starfskraft, sem svarar til hinnar frystu dýrtíðarupp- bótar. Þess utan benda menn á hina erfiðu samkomulagsað- stöðu, þar sem spurningin um dýrtíðartemprunina lá ein- mitt fyrst fyrir. Hið torfengna samkomulagsuppkast var sam þykkt með naumum meiri- hluta verkamanna. Nú óttast menn, að löggjöf um íhlutun í 'dýrtíðartemprun vinnumark aðsins muni skapa óró og ó- ánægju. Og bent er á klofn- inginn, sem þetta vandamál hefur valdið innan verka- mannaflokkanna, og það hef- ur sprengt Sósíalíska þjóðar- flokkinn. Þá horfast atvinnuveitend- ur vitanlega í augu við auka- skatt þann, sem fylgir þessum ráðstöfunum og lagður er á þá, sem ekki eru launþegar — þá sem reka sjálfstæð fyrir- tæki. Borgaraflokkarnir eru mjög mótsnúnir afskiptum af dýr- tíðartemprun launþegans. — fhaldssami Þjóðarflokkurinn var reyndar, að sögn leiðtoga hans, mótfallinn gengisfell- ingunni sjálfri. Vinstri flokk- urinn, sem er landbúnaðar- flokkur, varð að sætta sig við gengisfellinguna (vegna bún- aðarafurðaverzlunarinnar við England), en hann heldur því fram, að aukaskatturinn sé ósanngjörn byrði sem bæt- ist við verðhækkanirnar, sem komu í kjölfar gengislækkun- arinnar og bitnuðu á ýmsum greinum iðnaðarins — sér- staklega þeim, sem annast inn flutning frá löndum, sem ekki lækkuðu gengið. Róttæki vinstriflokkurinn er sama sinnis hvað aukaskattinum viðkemur og Frjálslyndi mið- flokkurinn álítur, að afskiptin séu ekki nægileg og launþeg- ar verði að gefa frá sér von- ina um tvær dýrtíðaruppbæt- ur næsta ár. Inn í allt þetta er ofið póli- tískum herbrögðum í stórum stíl. Fyrst í stað var allur SF á móti afskiptunum af laun- þegunum, en hægriarmur flokksins undir forystu Aksel Larsens sætti sig við rök stjórnarinnar og þær horfur, að sá meirihluti verkamanna- flokkanna, sem fékkst við kosningarnar 22. nóv. í fyrra, í fyrsta sinn í sögu Danmerk- ur, mundi aftur hverfa. En í vinstriarmi SF var lítill þver- móðskulegur hópur manna, nægilega stór til að fella stjórnina, ef allir borgara- flokkarnir greiddu atkvæði á móti. Þessi litli hópur vildi ekki samþykkja íhlutun í rétt indi launþeganna. Horfurnar á, að á þennan hátt væri hægt að fella stjórn ina og fá nýjar kosningar, hafa mikla þýðingu fyrir borgaraflokkana. Víst er, að þeir beita stjórnmálabrellum oftar og með meiri árangri en áður. Þeir hafa einnig misst áhugann á samningaviðræð- um og gildir það einnig um flokka, þar sem ýmiskonar samningar hafa verið hefð- bundnir: Róttæka vinstri- flokkinn og Frjálslynda mið- flokkinn. Rytgaard. t’ins og Morgunblaðið skýrði ^ frá í gær benda nú allar líkur til þess, að annað eða bæði hinna nýju strand- ferðaskipa Skipaútgerðar rík- isins verði byggð í Slippstöð- inni á Akureyri, en þessi 'verkefná voru boðin út, bæði innanlands og utan. Fari svo, sem líklegt er, að þessi verk- efni verði falin skipasmíða- stöðinni á Akureyri, er hér um að ræða stærsta verk- efni, sem íslenzkri skipa- smíðastöð hefur verið falið til þessa, en hvort þessara nýju strandferðaskipa er um 1000 tonn að stærð og er gert ráð fyrir, að byggingarkostn- aður skipanna hvors um sig verði um 60 millj. króna. Þessi verkefni munu mjög verða til þess að efla at- vinnulífið á Akureyri og áhrifa þeirra mun ekki ein- ungis gæta með auknum um- svifum skipasmíðastöðvar- innar þar, heldur einnig hjá , fjölmörgum öðrum fyrir- tækjum í þessum höfuðstað Norðurlands og e.t.v. einnig í nágrannabyggðarlögum. Ríkisstjórnin og Seðlabanki íslands vinna nú að athugun á fjáröflun til þessara fram- kvæmda og má búast við, að endanlegar ákvarðanir liggi fyrir innan tíðar. íslenzkur skipasmíðaiðnað- ur hefur vaxið upp á tiltölu- lega stuttum tíma í harðri samkeppni við erlendar skipa smíðastöðvar, og að undan- förnu hefur nokkuð borið á verkefnaskorti hjá skipa- smíðastöðvunum, en ríkis- stjórnin undir forustu iðn- aðarmálaráðherra, Jóhanns Hafsteins, hefur haft til at- hugunar með hverjum hætti útvega megi skipasmíða- stöðvunum ný verkefni. Sú viðleitni er nú greinilega að bera umtalsverðan árangur, að því er skipasmíðastöðina á Akureyri varðar. Það sem m. a. stuðlar að því, að þessi miklu verkefni verða væntanlega falin inn- lendri skipasmíðastöð er gengisbreytingin, sem hefur bætt mjög samkeppnisað- stöðu íslenzkra skipasmíða- stöðva og mun hún vafalaust stuðla að því, að smíði nýrra fiskiskipa fari fremur fram innanlands en utan, og er þá einnig á það að líta, að lána- kjör Fiskveiðasjóðs íslands eru hagstæðari sé skipið smíðað hér á landi. Þá fást lán er nema 75% af kostn- aðarverði, en aðeins 67%, ef skipið er smíðað erlendis. Þegar harðnar í ári hjá sjávarútveginum, eins og gert hefur nú um nokkurt skeið, hlýtur það að koma fram í minnkandi verkefnum hjá skipasmíðastöðvunum og er þá eðlilegt, að ríkisvaldið grípi inn í til þess að tryggja þeim nokkur verkefni og brúa þannig bilið, þar til betur árar. En auðvitað ber að leggja á það höfuðáherzlu, að skipasmíðastöðvarnar geti starfað sjálfstætt og óháðar hvers kyns íhlutun ríkis- valdsins í framtíðinni. Með smíði strandferðaskip- anna tveggja, eða annars þeirra, innanlands, verða gagnmerk tímamót í íslenzk- um skipasmíðaiðnaði og ekki ólíklegt, að hann verði áður en langt um líður stolt hins unga íslenzka iðnaðar. BÓKHLAÐA ITm nokkurt skeið hafa farið ^ fram umræður um sam- einingu Landsbókasafns og Háskólabókasafns í eitt mynd arlegt og stórt vísindalegt þjóðbókasafn. Um þetta hef- ur m.a. verið gerð ályktun á Alþingi, og Bandalag há- skólamanna hefur sent þing- inu áskorun um þetta efni, en fram til þessa hefur Al- þingi ekki samþykkt fjár- veitingar til þessara fram- kvæmda. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1968 var hins vegar samþykkt tillaga frá fjár- veitinganefnd þingsins um að veita 1,5 millj. króna til byggingar nýrrar bókhlöðu fyrir sameinað Landsbóka- og Háskólabókasafn. Ástæða er til að fagna þesgum tíð- indum og ber væntanlega að líta á þessa fjárveitingu, sem fyrsta skrefið til sameining- ar hinna tveggja bókasafna. Þýðing stórs og fullkom- ins bókasafns fyrir rannsókn- ar- og vísindastarfsemi í land- inu er augljós og jafnframt má benda á þá hagkvæmni, sem skapast í bókakaupum við sameiningu tveggja helztu bókasafna landsins, en með núverandi skipulagi þessara mála hefur óhjá- kvæmilega verið um að ræða talsverð kaup á sömu bókum af hálfu þessara aðila. —ERLENT YFIRLIT Framihald af bls. 17. tryggir til dæmis það að atvinnu mögulei'kar þeirra verði ekki verri en annarra lands.manna. í frumivarpinu hefur verið tekið tillit til allra hugsanlegra mót- bára, en hvað svo sem stjórnin gierði í miálinu hlaut að komia til mótmiælaaðgerða. Ef hún hefði reynt að flýta fyrir því að hindí verði eina tungumálið hefði svo getað farið að ítoúar Suður-Indlands hefðu sameinazt gegn öðrum landsmönnum. And- stæðingar Kongressflokksins hafa nú þegar tögl og hagldir í ýmsum fylkjum Suðux-Indlands. Ofstækisfullir stuðningsmenn hindís efndu til ofsafenginna mótmælaaðgerða gegn frum- FJARVEITINGAR TIL SKÓLA- BYGGINGA OG HAFNAFRAM- KVÆMDA fFvennt vekur sérstaka at- hygli í sambandi við af- greiðslu fjárlaga nú, annars vegar stórhækkun á fjárveit- ingum til nýbygginga skóla og hins vegar mikil hækkun á fjárframlögum til hafna- framkvæmda. Fjárveitingar til nýbygg- inga skóla hækka um 35,2 millj. króna frá yfirstandandi ári, og nema þá heildarfjár- varpinu og bar mest á sbúdent- um, sem finnst auðveldara að læra á móðurmáli sínu en ensku. En þótt látið væri í veðri vaka að mótmælaaðgerðirnar beind- ust gegn ensku beindist andstaða þeirra, sem stóðu að aðgerðun- um, aðalLega gegn stjórn Kon- gressflokksins. Lítill hópur vinstri sósíalista, sem hefur gert andstöðu gegn ensku að aðaltoar- áttum'áli sínu, gekk harðast fram í mótmælaaðgerðunum, en hinn hægrisinnaði Jan Sanglh-flokkur, sem er mjög voldugur, styður hindí af alefli og nýtur aðallega fylgis á Norður-Indlandi, virtist hika við að ganga of langt í bar- áttunni gegn stjórninni. Innan Kongressflokksins hef- ur einnig ríkt töluverð óánægja með frumvarpið, en Ohaivan veitingar til stofnkostnaðar skóla samtals um 187 millj. króna. í þessum fjárveiting- um er m.a. gert ráð fyrir stórauknum framlögum til skólabygginga í Reykjavík og mun áætlað til þeirra á næsta ári um 28 millj. króna, en var á fjárlögum yfirstand- andi árs um 21 millj. króna, og frá þeirri upphæð drógust 10% vegna almenns niður- skurðar á framkvæmdum. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á fjárveitingum til menntaskóla á ísafirði og á Austurlandi og nemur hækk- unin rúmlega 1 millj. á hvorn skóla en hér er um að ræða hið mikilsverðasta hagsmuna- mál fyrir dreifbýlið og sér- staklega byggðarlögin á Vest innanríkLsráðherra tókst að koma á S'amkomulagi með þyí að taka allar hugsanlegar mót- bárur til greina. Fruimvarpið er fullkomlega í anda þeirra Nehrus og S'hastris, sem lofuðu þeim landsmönnum sem ekki tala hind'í að þeir yrðu ekki heittir miisrétti og gerðu sér grein fyrir því að ofsbækisfullar tungumiáladeilur gætu sundrað þjóðinni. Þjóðareining Indverja hvílir á hugsjóninni uiia sam- bandsríki og þeir landsmenn sem ekki tala *hindí segja að hindímælandi Indverjar verði einhverju að fórna til þess að tryggja þjóðareiningu. Þessi af- staða virðist eiga skilningi að fagna og þess vegna er von til þess að tungumáiadeilan sundri ekki þjóðinni. fjörðum og Austurlandi. Á síðasta Alþingi voru samþykkt ný hafnalög og í kjölfar þeirra hefur nú verið ákveðið að hækka fjárfram- lög til hafnaframkvæmda um 28,3 millj. króna frá fjár- veitingum yfirstandandi árs, og er hér tvímælalaust um þýðingarmikil hagsmunamál dreifbýlisins að ræða. For- maður Fjárveitingarnefndar, Jón Árnason, sagði í ræðu á Alþingi, að þessar fjárveit- ingar væru byggðar á raun- verulegri framkvæmdaáætl- un fyrir árið 1968 og að hin nýju hafnalög mundu tryggja að uppbygging framkvæmda yrði skipulegri og öflun nauðsynlegs fjármagns trygg ari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.