Morgunblaðið - 21.12.1967, Side 31

Morgunblaðið - 21.12.1967, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DES. 1967 31 - MINNING Framh. af bls. 22 stríðs. Einkum lagði hann mikla vinnu og orku í byggingafram- kvæmdir reglunnar og taldi ekki eftir sér sporin til að flýta fyrir því, að bindindismiðstöðin við Eiríksgötu mætlti sem fyrst gegna sínu mikilsverða hlut- verki í þjónustu alþjóðar. Það var gaman að starfa með Sveini Helgasyni, samistarf við sHka menin er vissulega lærdóms ríkt og þroskandi hverjum og einum. Sveinn var ekki einn í þeim hópi, sem alheimita daglaun að kveldi. Fyrir honum var tak- markið allt, en ekki spurt um fyrirhöfn eða erfiði til að ná því. Slíkir eru því miður æ fá- tíðari í frjálsum félagssamitök- um manna. Sveinn Helgason var fæddur á ísafirði 30. nóvemiber 1906, og á bezta aldri starfs og þroska, er hann burtkallaðist. Foreldr- ar hans voru hjónin Helgi Sveinsson, bankastjóri, svo sem áður segir, Sveinssonar prests Skúlasonar, hins mikilhæfasta manns og menningarfrömuðs, og Kristjönu Jónsdóttur, ailþingis- manns og bónda á Gau/tlöndum, Sigurðssonar, hins þjóðkunna landsmálaskörungs og samvinnu forkólfs. Má af þessari stuttu upprifjun á ætt og uppruna Sveins Helgasonar sjá, að ekki átti hann langt að sækja marg- þaetta hæfileika til starfs og framkvæmda. Sveinn stundaði verzlunar- störf, fyrst hjá öðrum og rak svo um árabil eigin heildverzl- un. Sama heiðríkjan sveif þar yfir vötnunum í samskiptum /ið viðskiptavinina, sem í störfum hans fyrir hugsjónamálin. St. Freyja vottar konu S’veins, syni og öðrum aðstandenduim innilega samúð. Kristinn Vilhjálmsson. Kveðja frá Félagi íslenzkra stórkaupmanna. f DAG kveðjum við einn af þekktustu stórkaupmönnum borg arinnar, sem í aldarfjörðung setti svip sinn á islenzka stórkaup- mainnastétt og beiitti kröftum sínum og áhrifum til að gera veg stéttarinnar sem mestan, landi og þjóð til blossunar og velfarn- aðar. Sveinn Helgason tók mikinn þátt i félagsmálum stéttar sinnar og átti sæti í stjórn Félaigis ís- lenzkra stórkaupmanna frá 1944 tifl. 1959 og var varafonmaður fé- lagsins í nokkur ár. Ennfremur var hann fulltrúi félagsins í stjórn Verzlunarráðs íslands frá 1949 til 1962. Sveinn Helgason var ötulfl bar- áttumaður fyrir frjálsri verzlun og afnámi hverskonar verzlunar- hafta, og lagði hann mjög drjúg- an skerf fram í þeirri barátitiu. Við, sem áttum því láni að fagna að starfa með Sveini, gleymum seint atorku og fram- sým hans við undirbúning hinna mörgu máfla, er leiiddu til far- sællar lausnar ýmissa va-ndamála stéttarinnar og reyndar þjóðar- innar allrar. í störfum Sveins Helgasonar nutu höfuðkostir hans sín vel. Drenglyndi hans og prúð- mennska sátu ætíð í fyrirrúmi, ásamt miklum dugnaði og fest/u. Við vottum ástvinum hans samúð vora, en minning hans mun lifa um ókomna tíma. í DAG er borinn til moldar Sveinn Helgason. Með honum fellur frá góður drengur og fé- lagi. Við í Ungtemplarafélaigiinu Hrönn sjáum á bak einum af þeiim fáu mönmum, seim ávafllt var boðinn og búinn ti‘l að leggja okkur hinum yngri lið, bæði í orði og verki. Við kveðjuim þig með þeim orðum, sem mega sæma þér: Deyr fé, deyja frændr, Deyr sjálfr et sama; en orðlstírr Deyr aldrigi hveim.s sér góðan gietr. Hrannarar. 2. bindi Sigillo Islnndicn homið út — hjá Handrita- stofnun Islands HANDRITASTOFNUN fslands hefur gefið út annað bindi af ritinu Sigilla Islandica, en fyrsta bindi verksins kom út árið 1965. Er það i umsjá Magnúsar Más Lárussonar, prófessors og Jón- asar Kristjánssonar cand. mag. Prófessor Einar Ólafur Sveins son, forstöðumaður Handrita- stofnunarinnar, bauð blaða- mönnum til fundar í gær og skýrði frá starfsemi Handrita- stofnunarinnar. Sigilla IsLandica — íslenzk innsigli — er safn ljósprentaðra handritanna ÁM 216, 8vo og 218 8vo: teikningar innsigla kunnra íslenzkra manna og eru í þessu nýútkomna bindi innsigli manna af leik- manastétt og innsigli miður kunnra manna ásamt athuga- semdum Árna Magnússonar um innsiglin, en hann safnaði þeim á ferðum sínum um landið í byrjun 18. aldar. f fyrsta bindi ritsins voru innsigli kirkjunnar manna. Einar Ólafur tjáði blaða- mönnum að fyrirhugað væri, að tvö bindi kæmu út til viðbótar innsiglasafninu og yrðu í fjórða bindinu allýtarlegar skýringar Magnúsar Más Lárussonar, pró fessors á innsiglunum. Sigilla Islandica er sett í Prentsmiðj- unni Hólar, en Lithoprent ljós- prentaði. Bókin er 304 blaðsíð- ur. Þá var þess getið að eftir nýárið er væntanleg á markað Lárentíus saga biskups í umsjá Árna Björnssonar, cand. mag. Er bókin nú í próförk. Á næsta ári mun Handrita- stofnunin gefa út m.a.: Færey- ingasögu, búna til prentunar af Ólafi Halldórssyni, cand. mag., Árna sögu biskups, búna til prentunar af Þorleifi Hauks- syni, stud. mag., Hjálmþérs sögu og Ölvis, búna til prent- unar af R. Harris og fslenzk rit- höfundatöl og sagnatöl frá siða- skiptum til síðari hluta 18. ald- ar, búin til prentunar af Jóni Samsonarsyni, cand. mag. Enn- fremur er í undirbúningi fyrsta bindi af Rímnasafni, sem á að taka við af Rímnasafni Finns Jónssonar og ná til siðaskipta. Aðalútgefandi er Ólafur Hall- dórsson. - NORÐURSTJARN. Framhald af bls. 32 ist á eigi lengri tíma en sjö ár- um. Er frámangreint háð því skil- yrði, að rekstur fyrirtækisins hefjist nú þegar og verði haldið áfram með eðlilegum hætti eft- ir þvi sem ytri aðstæður gefa frekast möguleika til. - BÓKMENNTIR Framh. af bls. 14 ýmislegt eftir sig á prenti, og sannað með því, að hann er höf- undur, sem er allrar atftygli verður, og ástæða er til að fylgj- ast með. Hann getur verið hátíð- legur, stundum „kiljanskur“, eins og hann hafi borðað yfir sig af hinni gómsætu tertu þessa öndvegishöfundar; það skal aft- ur á móti játað, að þetta er lítié áberandi í Niðjamálaráðuneyt- inu, þó því bregði fyrir. Njörður P. Njarðvík hefur með Niðjamálaráðuneytinu, sýnt fram á ótvíræða höfundargáfu sína; bók þessi hlýtur að vekja nokkrar vonir um að hann eigi eftir að skrifa eftirminnilegri verk, ef til vill nýja ádeilusögu, eða hver veit, eitthvað sem hon- um er betur lagið? Jóhann Hjálmarsson. Bruni í Keflavík TVEIR bílar skemmdust nokk- uð, þegar eldur kom upp í bíla- verkstæði í Keflavík í gær.norg- un. Slökkviliðið var kallað á vettvang klukkan 07 og var þá töluverður eldur í kyndiklefa verkstæðisins. Slökkvistarf gekk vel, en veggur á milli kyndiklef- ans og salar, þar sem bílaspraut- un fór fram, brann alveg og voru bílarnir tveir í þeim sal. Eldsupptök voru í kyndiklef- anum, frá miðstöðinni. ----» ♦ ♦ Fundur Hús- eigendafélogsins — um hitaveituna HÚ SEIGEND AFÉL AG Reykja- víkur hélt fund í gærkvöldi um hitaveitumál Reykjavíkur, þar sem Geir Hallgrímsson borgar- stjóri og Jóhannes Zoega hita- veitustjóri skýrðu mál Hitaveit- unnar og kvað framundan væri í þeim efnum. Fundarstjóri var Páll S. Páls- son. --------------------------------$ Sysitir Ilildegardis, príorinna, með einn móttakarann í hendi sé r Tækið nær á borðinu er mið-stöðin, eða skiptiborðið, og Hel ma Þórðardóttir (Sitjandi) stjórnar því. (Ljósm. Mbl. K. Ben.). Nýtt kallkerfi í Landakotsspítala LANDAKOTSSPÍTALI tók ný- lega í notkun nýtt kallkerfi fyr- ir lækna og hjúkrunarkonur. Þetta starfsfólk ber á sér litla rafhlöðuknúna móttakara, siem gefa frá sér són þegar þrýst er á hnapp á sérstöku skiptiborði, og fer þá beint að næsta innanhúss- síma, þar sem það nær taflsam- bandi við skiptiborðið. Tuttugu og fjögur tæki eru þegar komin í notkun, og liægt er að bæta fleirum við ef með þarf. Tækið dregur «.114 að fimm kílómetra við góðar aðstæðuT, en verður þó svo til eingöngu notað innanhúss. Það voru nokkrir læknar við sjúkrabúsið, sem - 5 ÁRA DRENGUR Framhald af bls. 32 ust lítilfjörleg. Litli drengurinn hljóp suður yfir Laugaveginn frá Kjörgayði og lenti þá fyrir bil, sem kom akandi vestur Laugaveginn. Ástæða er til að hivetja alla, unga sem aldna, til að fara var- lega í umferðinni, ekki hvað sízt þessa dagana, þegar jóla- umferðin stendur sem hæst. ------------» ♦ »----- - BRETAR SKJÓTA Framhald af bls. 1 unarskotum. Franski skipstjórinn sagði, að það hefði greinilega ekki verið ætlunin að hæfa skipið. Skipstjórinn á olíufluitninga- skipinu sagði brezka skpherran- um, að de Gauflle, forseti, yrði kannski ekki yfir hrifinn af hann frétti, að brezki flotinn hefði sökkt frönisku skipi. Brezki skip- herrann sagði, að hann færi að fyrirmælum Sameinuðu þjóð- anna. Franski skipstjórinn svaraði því til, að hann sigldi undir frönskum fána og hélt éfram ferð sinni til Beira með olíufarminn eins og ekkert hefði í skorizt. Brezki talsmaðurinn sagði, að franska olíuflutningaskipið hefði komizt inn fyrir sex milna land- helgi Portúgala og brezka frei- gátan hefði orðið frá að hverfa við svo búið. Síðan hefði komið í Ijós, að farmur ,,ArtoAs“ hetfði verið löglegur og þess vegna þyrfti þetta mál ekki að valda milliríkjadeilum. Hann lagði áherzlu á, að ekkert ilW hefði vakað fyrir Bretum með því að stöðva skipið. gáfu því þetta kal’kerfi. Systir Hildegardis, príorinna, sagði fréttamanni Morgunblaðsins, að þeim þætti mikill fengur að þessu tæki, og að það sparaði mörg spor. Áður hefði jafnan - GRIKKLAND Framhald af bls. 1 vfð byltingarástand í landinu, hafa gefið hinum nýju vald- höfum eftir valdaránið í apríl, tækifæri til þess að sanna, að þeir hefðu það að mark- miði að framkvæma það, sem þeir fullyrtu að þeir gerðu. Etft- ir því sem mánuðirnir liðu. varð það hins vegar Ijóst, að stefna þeirra væri ekki í samræmi við þessi markmið. — Ég ákrvað að hefjast handa, sagði konungur. Aðgerðir mínar tókust ekki, en það er eftir sem áður skylda mín að endurreisa þingræðislega stjórn í Grikklandi. — Ég hef aðeins eitt skilyrði, sem ég vil setja fyrir því að snúa aftur til Grikklandis sem löglegur þjóðhöfðingi og það er, að stjórnin, sem með völdin fer, tilkvnni ófrávíkjanlegt tímatak- mark til þess að koma á aftur eðlilegu lýðræðislegu stjórnmála lífi. — Það verður að ákveða tíma takmark fyrir birtingu nýrrar stjórnarskrár og það verður að ákveða dag til þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrána. Gríska þjóðin verður að verða þess megnug á nýjan leik að njóta fyrri réttar síns til þess að velja sjálf stjórn sína. Konstantín konungur bætti við: Við skulum horfasf fullkom lega í augu við raunveruleik- ann. Ég ræð nú ekki yfir neinu raunverulegu valdi, sem ég get beitt, en grundvöllurinn fyrir tak marki mínu er ósk sérhvers Grikkja um að búa við frelsi. Ég geri mér grein fyrir þeirri áhættu, sem ég tók hinn 13. des ember. Ég tók þá áhættu með tilliti til þjóðar minnar og fjöl- skylda mín tók einnig þátt í þess ari áhættu, á meðan hættan stóð yfir. — Við komuna til Róma vor- um við fastákveðin í því að leita lausnar á hinu gríska vandamáli. Ég vil, að stjórnin, sem situr við völd í Aþenu, skilji takmark mitt í anda þjóðlegrar sáttfýsi, þannig að heimkoma mín til Grikklands þuft að senda einhvern til að leita læknanna, eða þá að hringja um allan spítalann, en nú væri hægt að ná samibandi við þá á augnabliki. verði trygging fyrir þjóð mína og heiminn, um að það muni níkja lög, regla og lýðræði í Grikklandi. Konstantín konungur, sem las þessa yfirlýsingu í höll frænda síns, Hinriks prins af Hessen, var rólegur en alvarlegur og tók sér aðeins einu sinni málhvíld, en það var, er hann í lok yfir- lýsingar sinnar skýrði frá því, að kona hans, Anna Maria drottn ing ætti von á barni. Konungurinn vildi ekki svara neinum spurningum og sagði hann ástæðuna vera þá, að við- ræðum við stjórnina í Aþenu væri stöðugt haldið áfram. Hann lét í Ijós þakklæti sitt til ítalskra stjórnarvalda og ítölsku þjóðar- innar fyrir þá gestrisni, sem hann og fjölskylda hans hefði notið, síðan þau komu til Rómar. Stofna herforingjarnir stjórn- málaflokk? Þrír valdamestu menn grisku herforingjastjórnarinnar létu af herþjónustu í dag. Tilgangurinn með því að gera stjórniná borg- aralegri virðist vera sá» að hressa upp á álit stjórnarinnar erlendis, og jafnframt bendir margt til þess, að hér með hafi verið stigið fyrsta skrefið í þá átt að koma á laggirnar nýjum stjórnmálaflokki. Útvarpið í Aþeniu tilkynnti, að fo rsætisráðhernann, Georg Papa- dopoulos ofursti, varaforsætis- ráðherrann, Stylianos Paitakos, herahöfðingi og efnahagismála- ráðherrann, Nicholas Makarezos ofursti, hefðu látið af störfuim í hernum, en væru enn liðstfor- ingjar í varahernum. Starfandi liðforingjar gegna enn mikilvæg- um embættum í öllum helztu ráðuneyt'uim. Útvarpið sagði, að þessir þrír menn, sem nú væru óbreyttir borgarar, væru þeir menn, sem bera mundu höfuðábyrgðina á framtið grísku þjóðarinnar. Þessi ummæli virðast styðja þá skoðun að nýr stjórnmálaflokkur sé í uppsiglingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.