Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 Rafmagn og flugvöllur á Ingjaldssandi t>AÐ má til tíðinda telja, þegar af opinberu fé eru framkvæimd ýmts verk úti á landsbyggð- inni, og þess meiri tíðindi þegar verkin ná til yztu nesja og daJa- byggða. í1 Oftast eru á þessum vetifcvangi la'gðir vegir, byggðir flugvellir, eða reístar raftaugar frá raf- magnsveituim ríkisins. Mörgum mun ef til vill finn- ast að of mikið sé að gert, að slíkt sé unnið, enda láta í það skina að slikt verði seint, eða jafnvel aldrei. — Getur margt verið rétt í þessu, en þó ber að athuga, hvernig stendur á þar sem óskað er eftir fiamkvaemd- um hins opinbera. Það verður að meta og vega til dæmis, hvort framkvæimdin verði styrk ur til frambúðar í byggðinni. Hvort þar sé grundvöllur til að byggja á svo sem, náttúruauð- legð, byggingar og ræktun, og hvort byggðaifólkið sé í brott- flutningsflíkum. Þá sýnist mér rétt að þjóðfélagið geri það sem því er mögulegt að framkvæma af áðumeifndum verkefnum, þó njótenduir ríkisframkivæimdanna búi við yztu nes og strendur landsins. Ingjaldssandur við önundar- fjörð er ein af þessum byggðuim, sem hefur fengið flugvöll full- unnin á þessu ári, en byrjað var fyrir tveim árum. Einnig það stÓTa átak að leggja 10,6 km. langa raftínu á síðasfcliðnu sumri, og tengja hana við rafveitu Vestfjarða 26. nóv. í haust. Hér er urn nauðsynlegt og skemmtilegt verk að ræða, því ljós og hiti eru eitt hið allra fynsta, sem Lei'tandi maður að lífsþægindum, óskar eftir í dag legu lífi. Hér má vaenta „nótt- lausrar voraldar veraildar" í stað hálfrökkurs og hélukulda. Rafmagn er því sumarauki og sparnaður á vinniu og fjánmálum þeirra heimila er njóta þess. Því þurfa allir íslendingar hvar sem þeir búa að fá rafmagn til heimila sinna. Að því þarf þjóð- in að vinna, enda ætlar hún sér það, því það þarf að verða sem allra fyrst. Það skal viðurkennt að nokkra baráttu þurfti að heyja til þess að raflína yrði lögð á Ingjalds- sand. Þar eiga drýgsta þáttinn nokkr ir brofctfluttÍT Ingjaldsmenn og yfirmaður raforkumála 1 land- inu. Vil ég hér með þakka áhuga þeirra og skilning á þvi hvað hinn afskekktu byggð kemur bezt. Um flugvöllnn, (sem er 525 m. á lengd) má segja það sama. Þar eru margir hinna áður- nefndu m-anna að verki auk flug Framhald á bls. 24 Haraldur Hjálmarsson, forstöðumaður — Minning í DAG fer fram útför Haralda-r Hjálmarssonar, forstöðumanns Hafnarbúða. Haraldur er fæddur hér í Reykjavík 18. ágúst 1014 og var því aðeins 53 ára er hann lézt. Foreldrar Haraldar voru hjónin Margrét Egilsdóttir og Hjálmar Þorsteinsson húsgagna- meistari, on Haraldur missti móð- u-r sína 10 ára gamall, en síðari kona Hjálmars, Margrét Hall- dórsdóttir gekk honum í móður stað. Haraldur fór ungur til sjós og var matsveinn á fiskiskipum um aldarfjórðungsskeið. V-ar hann mjög vinsæll meðal fél-aga sinn-a, enda sérstakt prúðmenni í allri umjgengni og hjálpsamur svo af bar. Þekki ég marga, er voru samtíða Haraldi til sjós og bera þeir hon-um alli-r sérstaklega gott orð og mátu hann mi-kils. Fyrir 13 árum síða-n breytti Haraldur um starf og tók y-ið rekstri VeTkamannaskýlisins og er það var lagt niður, er lokið vaæ byggingu Hafn-arbúða tók hann við rekstri þeirra og ra-k þær til dauðadags. Starf Haraldar ■ sem forstöðu- manns Verkamannaskýlisins og síðar Hafnarbúða var vissulega vandasamt starf, sem mikilvaegt var að færi vel ú-r hendi. Hann þurfti að reka þessi fyrirtæki á þann hátt, að þa-u þjónuðu sem bezt því þjónustuMutverki, sem þeim var ætlað, samfara því, að halda rekstrinum gangandi á við- unandi hátt. Ég held að altír, sem til þekkja telji, að honum hafi þar vel til tékist, enda átti h-ann sérstak- lega gott með að umgangast menn og átt í eðli sín-u þá góðu eiginleika _ að geta gert flestum til hæfis. í þessu starfj sínu kom honum það vel, hvað hann var mikill mannþekkjari og hafði í löngu starfi á sjónum lært að um gangast menn með misjafnan huigsunarhátt og tilfinningar uind ir margs konar kringumstæðum Það er skoðun mín, að vandfund- inn verði maður í starf iha-ns, sem takist að rækja það jafn vel og hann gerði. Haraldur starfaði af miklum áh-uga í mörgum félagssamtökum. Hann var í fjölda ára í stjórn Félags fiskimatsveina og varafor- maður í þeim samtökum. Hann lét sig alla tíð miklu skipta hags- m-unamála sjómannastéttarinnar og sat m. a. mörg ár í Sjómanna- dagsráði. Var hann sjómönnum, er til háns lei-tuðu varðandi út- v-egun á vinnu eða amnarri fyrir- greiðsl-u sannköll-uð hjálparhella og ég veit að þei-r og svo margix aðrir er hanm umgekkst daglega í starfi sínu í Hafnarbúðum sakna hans af heilum hug. Haraldur Hjálma-rsson var alla tíð áhugasamur Sjálfstæðismað- ur, er str-afaði áratugi í Sjálf- stæðisflokknum og fulitrúaráði flokksins og var þar eins og ann- ars staðar tillögugóður oig hinn bezti félagi. Haraldur kv-ongaðist eftirlif- andi konu sinni, Jónín-u Ólafs- dóttur, árið 1935 og ei-gá þa-u þrjá efnilega syni, sem nú eru upp- komnir menn og allir kvongaðir. Frú Jóna var manni sínum mjög góður tífsförunautur og var hams hægri hönd í öll-u lífi h-ans og starfi enda er hún óvenjulega vel gerð og góð kona. Dauðinm er alltaf sár fyrir ástv-ini og þá ekki sízt þegar menn fara fyrir aldur f-ram eins og Har-aldur, sem segj-a má að deyi í blóma lífsins, en ástvinum er huggun í þvi að hafa átt því láni að fa-gna að ei-ga sam'leið með jafn ágætum m-amni og h-ann var. Minningarnar um samverus-tund- irnar varpa ljósi á ófarn-ar ævi- brautir. Ég tel að Hara-ld'ur Hjálmars- son sé einn sá bezti drengur, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni Mað- ur sem allt faerði til betri vegar. Framhald á bls. 24 : . . :. THULE biór á borðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.