Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 Útgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías J.ohannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði irtnanlands. BÆKUR OG egar undirbúningur var hafinn að stofnun íslenzks sjónvarps og menn sáu fram á, að sú stund kynni að renna upp fyrr en síðar, að íslenzkt sjónvarp tæki til starfa, voru margir sem lögðust gegn þéirri fyrirætlan, m.a. af þeirri ástæðu, að sjónvarpið mundi verða til þess að lama menningaráhuga þjóðarinnar og alveg sérstaklega draga úr bókalestri, sem íslendingar hafa lengi talið sér til fram- dráttar. Nú hefur sjónvarpið starf- að um rúmlega eins árs skeið og nú stendur yfir helzta bókavertíð ársins. Ári eftir að sjónvarpið tók til starfa er líklega meiri sala í íslenzk- um bókum en nokkru sinni fyrr, nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið og grózka í bókaútgáfu er mikil. Bókakaupin nú eru einnig vísbending um góð lífskjör almennings og sérstaka at- hygli vekur að dýrar bækur, eins og Víkingar Almenna bókafélagsins renna út. Það er því sannarlega eng- inn samdráttur í bókaútgáfu eða bóklestri íslendinga. Til- koma hins nýja fjölmiðlunar- tækis hefur ekki orðið til þess að íslendingar sitji frammi fyrir sjónvarpstækjum sínum og melti fyrirhafnarlaust, það sem að þeim er rétt. Líklega hafa áhrifin einmitt orðið þau, að auka áhuga manna og hvetja þá til aukins lestrar, hvort sem þar er um að ræða bækur, blöð eða tímarit. Óneitanlega hafa verulegar framfarir orðið í bókaútgáfu á undanförnum árum. Samt ber mikið á því, að óþarfa íburður sé í gerð bók- anna og jafnvel skemmtisög- ur og annað léttmeti útbúið í dýru bandi. Hér þarf að verða breyting á. Það er vissulega ánægjulegt að eiga góða bók í góðu bandi, en það er á- stæðulaust að sóa slíkum fjár munum í léttmetið. Ekki má heldur gleyma þvi að bókin er gefin út og keypt bókar- innar vegna en ekki bandsins. Síðustu árin hefur það færzt í vöxt, að íslenzkir bókaútgefendur hafa ráðizt í útgáfu stórra bókaflokka, sem síðan eru seldir með afborg- unarskilmálum. Að vísu er allt afborgunarkerfið slíkt að það þarf að takast til athug- unar, en það er auðvitað á- nægjuefni að mönnum gefist kostúr á að eignast góðar bækur á auðveldan hátt. Bókavertíðinni í ár er brátt lokið. Enginn vafi er á því, að bókasala hefur verið mikil um bessi iól. Samt sem áður SJÓNVARP væri fróðlegt að fá heildar- yfirlit um það hve mörg bók- areintök hafa verið gefin út að þessu sinni og hve mörg verða óseld eftir áramótin. Þá væri einnig fróðlegt að fá yfirlit um hve miklar bóka- birgðir eru til í landinu hjá bókaútgefendum, því að vafa- laust hefur ævintýravonin freistað margra til þess að hafa eintakafjöldann hærri en eðlilegt væri. STUÐNINGUR VIÐ SKÓLAMÁL í fundi borgarstjómar í fyrradag voru samþykkt- ar tillögur frá borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins þess efnis, að hækka styrki til framhaldsnáms kennara úr 120 þús. í 500 þús. og jafn- framt að veita 150 þúsund krónur til skólarannsókna. Öllum þeim sem um skóla- mál fjalla er Ijós þýðing þess að kennurum gefist kostur á að stunda framhaldsnám í starfsgrein sinni, ekki sízt nú á tímum þegar fræðslukerfið allt er í deiglunni og nýjung- ar em að ryðja sér til rúms. Kennarar hafa sjálfir lagt á þetta mikla áherzlu og leitazt við að afla sér aukinnar menntunar, þótt umtalsverð aðstoð til slíks hafi sjaldnast verið fyrir hendi. Með sam- þykkt sinni um verulega aukningu á fjárveitingu til þessara mála hefur borgar- stjórn Reykjavíkur sýnt í verki vilja sinn til þess að stuðla að bættu skólastarfi og vonandi er þetta aðeins fyrsta skrefið. í haust lýsti borgarstjórnin einnig yfir þeim vilja sínum að styðja skólarannsóknir menntamálaráðuneytisins. Borgarstjórn hefur nú fylgt þeirri samþykkt eftir með því að leggja fram til þessarar starfsemi 150 þús- und krónur sem væntanlega verður fyrst og fremst varið til tilrauna með ýmsar nýj- ungar í námsefni og kennslu háttum. Hér er um nýtt skref að ræða hjá Reykjavíkur- borg á sviði fræðslumála, sem skólamenn munu vafalaust fagna. En furðu gegnir, að einn borgarfulltrúi kommún- ista sá ástæðu til að amast við þessari tillögu. Gefur það vissulega einkennilega mynd af áhuga þeirra manna á skólamálunum. Með þessum tveimur sam- þykktum hefur meirihluti Sjálfstæðismanna í borgar- stiórn sýnt í verki vilja sinn Ritgerðatal um íslenzkan landbúnað — komið út í 6 bindum BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri hefur geíiS út „Ritgerðatal“ um landbúnað (landbrugsbiblio grafi), sem nær yfir íslenzkar ritgerðir, sem birzt hafa í tíma- ritum til ársloka 1965. Ekki eru að jafnaði teknar ritgerðir úr dagblöðum, né heldur skráðar bækur eða rit um landbúnað. Rit þetta er fjölritað á Hvann- eyri, mikið að vöxtum, 546 blað síður, 6. hefti . í formála, er Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvann- eyri, ritar, en hann er jafn- framt aðalritstjóri Ritgerðacals- ins segir, að það sé tekið sam- an á vegum Bændaskólans á Hvanneyri og samið af tilrauna- stjórunum Ólafi Guðmundssyni og Magnúsi Óskarssyni. Enn- fremur Bjarna Guðmundssyni, búfræðikandidat og frú Hafdísi Pétursdóttur, en hún hefur einn ig annast fjölritun bókarinnar. Nafnið Ritgerðatal er valið eft- ir tillögu séra Leós Júlíussonar, prófasts, að Borg á Mýrum. Efni Ritgerðartalsins er í meg inatriðum raðað í flokka eftir reglum NJF. f hverjum flokki er ritgerðunum raðað eftir aldri. Guðmundur segir, að ritgerða söfnunin hafi reynzt mikið og vandasamt verk. Hún hafi ha,f- izt árið 1953 og vandinn lá ekki aðeins í því, að allar heimildir væru rétt taldar, heldur ekki síð ur í hinu, að skipa efninu í flokka á. viðeigandi hátt. Yms- ar einstakar ritsmíðar fjalU um fleiri en eitt viðfangsefni, og var því úr vöndu að ráða, í hvaða flokk skyldi skipa þeim. Eru þær þá stundum skráðar í fleiri en einn flokk, en þó ekki ávallt. Verða lesendur því oft og einatt að leita að ákveðnu efni í fleiri en einum flokki. Les endum er því nauðsyn að kynna sér efnisyfirlit í 6. hefti bókar- innar. Guðmundur Jónsson, skóia- stjóri segir í formála, að sjálf- sögðu verði að gera ráð fyrir að ýmsir gallar finnist á þessari fyrstu útgáfu Ritgerðatalsins. Væri honum kært að fá um það athugasemdir, svo að lagfæra mætti í annari útgáfu eða við- bæti, er bæmi út síðar. Að lokum segir Guðmundur: „Ég vona, að bók þessi megi verða mörgum þeim til gagns og ánægju, sem vilja lesa um sögu íslenzks landbúnaðar og kynna sér hin ýmsu viðfangs- efni hans fyrr og síðar. Ótrú- lega mikið hefur verið rita-5 um Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri. íslenzkan landlbúnað og margt merkilegt. Það er þess virði fyr- ir yngri sem eldri að kynna sér það og gera séu um leið Ijóst, hversu mikinn þátt landlbúnaður hefur átt í sögu íslenzku þjóðar innar. Vonandi verður einhver vil þess að halda þræðinum áfram, safna ritgerðum úr dagblöðum og gera skrá yfir bækur og rit um land(búnaðinn“. Hér er urn merkt og þarft rit að ræða fyrir alla þá er áhuga hafa á landlbúnaði, sögu hans og framþróun, allt frá siðari hluta 18. aldar til ársloka 1965. Sigurður Haukur Guðjónsson. skiifar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR LOLLA OG MARÍANNA. Höf- undur: Gretha Steinms. Prent- un: Siglufjarðarprentsmiðja hf. Útgefandi: Stjörnubókaútgáf- an. Ég var að hugsa um það, er ég las á titilblaði, að höfundur hefði gefið leyfi sitt til útgáf- unnar, hvort honum hafi verið Ijóst, hverja tötra átti að færa efni hans í. Fyrst er þar til að taka, áð prentun bókarinnar er hroð- virknisleg og slæm. Stafir klofn- ir, engu líkar en leturstafir hafi verið óhreinir úr hófi fram. Pappír er svo lélegur, að hann hefir einu sinni ekki sömu áferð báðu megin, og svo gljúpur, að far heftinálar er eins og rúllipylsunál væri stungið gegnum handþurrkupappír. Bók- bandið er, að sögn prentara, þokkalegt, betur sé ekki hægt að gera utan um svo lélegan pappír. Efni bókarinnar er í sjálfu sér ekki slæmt, en það væri móðgun við höfundinn að dæma það eft- ir þessari útgáfu. Þýðandinn hefir sjálfur álitið verk sitt slæmt, það hefir út- gefanda fundizt líka, því nafni hans er sleppt. Ég er þeim sam- mála um, .að þýðingin er illa unnin. Sá, sem álitur eftirfar- andi setningar bókmál, ætti ekki að fást við þýðingar. Á bls. 50 stendur meðal annars: „Þvílíkur óþokki ... hvað segir faðir hans um það, að hann skuli berja hundinn ... eins og það sé ekki nóg refsing, að hann skuli vera hlekkjaður!“ Á bls. 85 standa þessi orð meðal annarra: „Já, kemur heima“, svaraði dýra- læknirinn brosandi ...“ Enginn má ætla áð hér séu allar málleysurnar upptaldar, til þess að stuðla að endur- bótum og nýjungum á fræðslu kerfinu, enda er mikið í húfi fyrir Reykjavík —- stærsta fræðsluhérað landsins — að vel takist til í þessum efnum. nei, því miður, langt í frá. Mér kemur í hug karlinn er sagði: Hebði ég verið föllur þá, þá hebði ég skolað betur tala við hann. Bókin er myndskreytt, en þær njóta sín ekki á slíkum pappír. Útgáfuár vantar. Aftan á hlífð- arkápu standa þessi orð gleiðum stöfum: „Lottu-bækurnar. Óska- bækur allra ungra stúlkna." Það má vel vera, en útgáfa þessarar bókar uppfyllir engar óskir. Hún er eins og nátttröll meðal unglingabókanna þetta ár- ið. HEFND GULA SKUGGANS. Höfundur: Henri Vernes. Prent un: Prentsmiðjan Leiftur hf. Útgefandi: Prentsmiðjan Leift- ur hf. Sögur sem þessi verða ævin- lega söluvarningur. Það er eitt- hváð í gerð okkar, sem nýtur þess að fylgja öðrum um skolp- leiðslur stórborganna. Háæru- verðugir borgarar eru staðnir að því að gleyma sér við lestur slíkra bóka, bæði á skrifstofum og áður en sofnað er á kvöldin. Oftast held ég, að spennan liggi í því, að þeir sjá sjálfa sig í liki hins mikla leynilögreglu- manns, er allar gátur getur leyst. Veiðigleði mannsins fær útrás í eltingarleik við ímyndaða veru. Þrátt fyrir vinsældir þessara sagna, þá veáða þær aldrei til bókmennta taldar, heldur fjölda- framleiðslu iðnaður. Þær eru flestar ákaflega keimlíkar: Hetj- an er hætt komin en tekst á yfir- náttúrlegan hátt að ná stjóm- taumunum í sínar hendur á ný. Þessi saga er engin undantekn- ing: Lipurlega farið með prent- svertu og þannig farðað yfir innihaldslitla grind. Þó er hún gædd spennu eftirvæntingarinn- ar. Þýðingin er þokkaleg en langt frá góð. Tilvísunarorð klaufalega sett og dönsku áhrif- in glotta til lesandans á mörgum blaðsíðnanna. Prófarkalestur er lélegur, því auðséð er, að þýð- andinn hefir lært þó nokku'ð í stafsetningu. Pappír er lélegur. Útgefandi gerir sig beran að þeirri óvirðingu við lesendur sína að láta hvergi getið, hver þýðandi er, heldur ekki, hvenær bókin er gefin út. Það gefur auga leið, að slíkt er ekki gleymska, heldur hirðuleysið einbert, til- raun t. þ. a. koma illa unnu verki inná fólk, sem telur orð eins og „Æsispennandi" sölulegra en að ábyrgur aðili standi við verk sitt. Víst skal viðurkennt, að bókin er ekki dýr, en hvernig getur líka slíkt hro'ðvirknisverk verið til margra fiska metið? Foreldr- ar, er meta börn sín nokkurs, ættu að bindast samtökum t. þ. a. ryðja slíkum verkum af sölu- borðum bókaverzlana. Við reyt- um arfa úr görðunum við hús okkar, hví ekki arfann, sem sáð er til í hugi barnanna okkar? Á einu og sama söluborði fann ég hlið við hlið 5 bækur, sem aug- lýstar eru sem unglingabækur, en allar voru þær þannig frá- gengnar, að útgefendum hefir ekki tekizt að fá þýðendur t. þ. a. standa við verk sín. Ár eftir ár verður hægt að selja þessar bækur sem nýjustu bækumar, því útgáfuárs er hvergi getið. Ef þú efast lesandi góður enn, að hér sé rétt með farið, þá skaltu fletta t. d. upp, auk þeirra tveggja bóka, er ég hefi getið hér að ofan, verkum eins og þessum: Jobbi, Denni og Tobbi leysa vandann; Tarzan og landið týnda; Sigga lætur tii sín taka. Sjálfsagt er hægt að finna fleiri og þeirra mun ég vissulega leita, þar til upp rennur sú stund, að enginn útgefandi reynir að telja fólki trú um, að slíkur búningur hæfi unglingabókum. ANNA HEIDA VINNUR AF- REK. Höfundur: Rúna Gisla- dóttir. Prentun: Setberg. Út- gefandi: Setberg. Þetta er mjög fjörleg bók, skrifuð af skilningi á heimi ungs fólks. Spá mín er sú, að hér sé á ferð höfundur, sem vinni Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.