Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 Brynjólfur Gautason Fregnin um hið sviplega dauðaslys Brynjólfs Gautasonar kom eins og reiðarslag yfir okk- ur, sem vorum nánustu vinir og vandamenn hans. Hann ekur sínum bil, glaður og reifur frá frændum og vinum í Ytri-Njarðvíkum á leið heim til sín til Reykjavíkur. En bíður bana í bílslysi sunnan við Hafn- arfjörð. Ekki er tvítugs manns ævisaga löng, en menn á þeim aldri eru sarmt oft nokkuð búnir að sýna, hvað í þeim býr, hvað efnivið og ýmsa eiginieika snertir, og svo var með Brynjólf. Ekki er það ætlun mín að skrifa langt mál um þennan góða dreng, þax sem ég er ekki fær um að gera því efni svo góð skil, sem vert væri og hann ætti margfaldáega skil- ið, enda ekki í anda hans, svo hlédrægur og yfirlætislaus sem hann var. Brynjólfur var af góðu, greindu og listfengu fólki kominn í báðar ættir. Hann var einn af afkamendum Eydala- presta og mun haáa sótt margt af sínum mikla haigleik til munns og handa í þær ættir. En hvað sem því líður með ætit hans og arfgengi, þá er það víst talið af okkur, sem þennan göfuga og góða, unga mann þekktum, að þar fór sérstæður maður á margan átt. Brynjólfur ólst upp hér í Reykjavík hjá for- eldrum sínum, þeim Gauta Hannessyni, kennara, frá Hleið- argarði í Eyjafirði og Elinar Guðjónsdóttur frá Berjanesi í Landeyjum. Frá því fyrsta var Brynjólfur sérstakilega prúður drengrjr, bæði 'heima og heiman, svo að alHr, sem þekktu hann, hlutu að taka eftir því. Af þessum ástæð- um var hann því elskaður og virtur af fjölskyldu, frændfólki, vinum og öfllum þeim, sem þekktu hann bezt. Með aldri og auknum þroska reyndist Brynjólfur vera hinn mesti reglumaður á öllum svið- um, traustur og duglegur til allra starfa og áhugasamur um að standa sig vefl í öllu því, er hann tók sér fyrÍT hendur. fsland missti mikið, er þessi efnilegi ungi maður var burt kvaddur í blóma lífsins. En þó er söknuðurinn auðvitað sárast- ur hjá foreldrum, akystkinum og unnustu hans, Margréti Þor- steinsdóttur. Systkini Brynjólfs eru Nína, rúmlega tvítug, hjúkr- unarnemi, og Skúli, 8 ána gam- all. Og nú hefir Skúli litli ekki t Mabel E. Guðmundsson t Maðurinn minn og faðir, Árni Ólafsson, andaðist á heimili sínu, Birki- Framnesvegi 55, mel 8 B, föstudaginn 22. des. andaðist í Landspítalanum 22. Jarðarförin auglýst síðar. desember. Guðný Guðjónsdóttir, Vandamenn. Hlynur Árnason. t t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúft, vinsemd og Þökkum innilega sýnda sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför virðingu við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, Páls Bóassonar, Haraldar Björnssonar, leikara. Ásvallagötu 17. Júlíana Friðriksdóttir, Gunnar A. Pálsson, Einar H. Pálsson, Friðrik Pálsson, Margrét Tryggvadóttir, Oddný Guðmundsdóttir. Stefán Haraldsson, Rúna Amadóttir, Dóra M. Trodesen, Fin Trodesen, Jón Haraldsson, Aslaug Stephensen. t Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför konunnar minnar, t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar. Vilhelms Bernhöft, Gróu Árnadóttur. bakarameistara, Bárugötu 12. Anna Bernhöft, Þorsteinn Jónsson. Guðrún Marr, Lilja Bernhöft. t t Þökkum auðsýnda samúð við Innilegar þakkir fyrir auð- andlát og jarðarför konu sýnda samúð við andlát og út- för móður okkar, minnar, Jóhönnu Jónsdóttur Jónu Guðbrandsdóttur. Fyrir hönd barna hennar, frá Hjalla, Dalvík. tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna, Börn hinnar látnu. Asgeir Björgvinsson. lengur sinn heittelskaða bróður til að leiða sig og leika við. Natni Brynjúlfs og umhyggja fyrir Skúla var svo dásamleg, að engum gleymist, sem til þekkti. Brynjólfur var nemandi í Kennaraskóla fslands. Þar hefði komið réttur maður á réttan stað, svo barngóður sem hann var. Það er mælt, að þeir, sem Guð- irnir elska, deyi ungir. Það kann vel að vera rétt. Sumir menn eru strax á unga aldri svo andlega þrosikaðir, göfugir og góðir, að það er eins og þeir þurfi ekki á löngu lífi að halda hér á jörðu sér til mannbótar og sálar- þroska. Einn áf þeim var Bryn- jólfur. Kæri Brynjólfur, við vinir þín- ir söknum þín sárt. Þér var svo margt vel gefið það, er þér var ósjálfrátt, og þar við bættist, að þú fágaðir þann gimstein, sem þú hlauzt í vöggugjöf. Vertu sæH, 'vinur. Við, sem vorum svo lánsöm að kynnast þér, þökkum þér fyrir allt hið góða, sem þú miðlaðir okkur. Hjartanlegustu .samúðarkveðjur vil ég og mín fjölskylda flytja foreldrum, systkinum og unn- ustu hins látna vinar. Far þú í Guðs friði. Björn Vigfússon frá Gullberastöðum. Kveðja frá Skúla litla til stóra bróður, Brynjólfs Gautasonar. Elsku bróðir, aldrei gleymi ég þér, þú er sá, sem ég þráði mest og unni. Þér leiddist ei að leiða Og fylgja mér. Ég flofa þig af innsta hjartans grunni. Þreyttur oft ég flaug í faðminn þinn, fann þar ró og hvíld í dagsins önnum. Þar var ég sæll og sífellt velkominn, og síðan tel ég þig betri ölflum mönnum. Ég eftirleiðis ætla að líkjast þér, í öHum þínum fögru og góðu dyggðuim. Betri mynd ég finn ei fyrir mér, fráleitt er ég svíki þig í tryggðum. Mig brestur orðin til að þakka þér, með þér ég átti marga gleðistund. Þín minning lifir lengi-í huga mér, hún lifir, þar til tek ég hinzta blund. B. V. 60 ára er í dag: Þorlákur Jónsson rafvirkjameistari Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför Ólafs Ásgeirssonar, klæðskera. Sigrid Ásgeirsson, Svandís Ólafsdóttir, Eyþór Einarsson og barnaböm. EINN ágætur félagi í Góðtempl- arahreyfingunni hér í borg, Þor- lákur Jónsson, rafvirkjameist- ari, er sextugur í dag, 23. des- ember. Vil ég nota þetta tæki- færi til að senda honum beztu kveðjur og þakkir okkar félag- anna, sérstaklega Einingarfélaga, en í st. Einingin á Þorlákur að baki um 15 ára ágætt starf. Það er mikið lán fyrir bindindis- hreyfinguna að eiga innan sinna vébanda jafn trausta, farsæla og góða menn eins og Þorlák. Þorlákur er Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Suður eyri við Súgandafjörð árið 1907. Foreldrar hans voru Kristín Kristjánsdóttir, útvegsbónda á Suðureyri og Jón Einarsson, skipstjóri og síðar íshússtjóri þar í bæ. Þorlákur ólst upp með foreldrum sínum. Hann gerðist ungur sjómaður, eins og títt hef- ur verið um unga menn á þess- um slóðum. Var hann á ýmsum bátum þar vestra, en síðasta ár- ið til sjós á vertíð frá Sandgerði. Árið 1928 fluttist Þorlákur til Reykjavíkur og hér hefur hann átt óslitið heima síðan. Ári eftir að hann kom til borgarinnar, hóf hann nám í rafvirkjun hjá þeim kunna manni, Eiríki Hjartarsyni, rafvirkjameistara. Og meistari í greininni varð Þorlákur árið 1937, og eru því liðin 30 ár frá því að hann varð rafvirkjameist- ari. Varð Þorlákur síðar meist- ari fyrirtækisins Eiríkur Hjartar son hf. og hóf sjálfur að útskrifa rafvirkja. Munu um hálfur ann- ar tugur rafvirkja hafa numið hjá Þorláki frá upphaff til þessa. Hann hefur átt sæti í prófnefnd rafvirkja og verið fulltrúi meist- ara í ákvæðisvinnunefnd raf- virkja. Með dugnaði og reglusemi hef- ur Þorláki tekizt að verða vel efnum búinn, þó að einkenni ný- ríkra manna hafi ekki sett svip sinn á hann. Hann byggði húsið Grettisgata 6, eitt stærsta hús við þá götu. Áður hafði staðið á lóð þessa húss gamalt timburhús, er Þorlákur festi kaup á, að hálfu leyti, þegar árið 1933. Þorlákur hefur verið áhuga- samur um málefni burtfluttra Súgfirðinga og tengsli þeirra við æskustöðvarnar vestra. Hann var einn af stofnendum SúgfirS- þess um 5 ára skeið. Hefur Þor- láki verið sérstaklega umhugað um málefni félagsins, að sögn fé- laga þar, og lagt þar fram mikið og óeigingjarnt starf. ingafélagsins og var formaður Svo sem fyrr segir, hefur Þor- lákur starfað mikið innan IOGT, en þau hjónin, Þorlákur og Kristjana Örnólfsdóttir frá Suð- ureyri, hin mætasta kona, hafa verið st. Einingin ómetanlegir starfskraftar. Þorlákur hefur verið gjaldkeri stúkunnar um mörg undanfarin ár og er enn. Oft höfum við félagarnir notið skemmtilegra stunda, þegar Þor- lákur hefur tekið okkur með í ferðalag um landið, er hann hef- ur sýnt skemmtilegar og fróð- legar litmyndir, sem hann hefur tekið á ferðum sínum. Þorlákur er einn af þeim mönnum, er sæk ir sér hvíld og hressingu í lax- veiðar og býr lengi að þeim veiðiferðum. Ég veit, að það hefur verið Þorláki sérstök ímægja að fá sem rafvirkjameistari að taka þátt í byggingu hins nýja húss IOGT, en félagar hreyfingarinn- ar binda miklar vonir við þetta hús okkar á Skólavörðuhæð. Að lokum vil ég persónulega senda Þorláki og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir í tilefni þess- ara merku tímamóta í ævi hans. E. H. - BARNABÆKUR Framhald af bls. 16 sig fram í fremstu röð íslenzkra bamabókahöfunda. Málið er honum handtækt og hlýðið og hann missir heldur aldrei sjónar af þeirri ábyrgð, sem því fylgir að bjóða ungu fólki hönd á göngu. Sumir halda, ef til vill, að slikar kröfur breyti skemmti- lestri í þurra kennslustund, en það er langt í frá. Jafnvel grá- köflótt húfa verður höfundi tæki færi t. þ. a. gæða sögu sína spennu eftirvæntingar. Anna Heiða og stöllur hennar mynda félagsskap, er þær kalla Ljósgeisla og í raun og veru seg- ir nafnið allt um tilgang félags- ins. Sú gæfa fellur þeim í skaut að bjarga 9 mönnum frá bráðum bana. Það er eitthvað við þessa sögu, er gæðir hana þeim þokka, að lesanda þykir vænt um hana að lestri loknum, telur sig hafa kynnzt telpum, er hann hafi lært af. Frágangur bókarinnar er með ágætum, og prófarkalestur hefir tekizt prýðisvel. Myndskreytingar eru skemmti- legar, snilldar handbragð, en skelfingar -gleymska er þetta: Höfundar myndanna er hvergi getið. Einkunnarorð félags telpnanna var „Til gagns og gleði.“ Þau hin sömu vil ég velja þessari ágætu bók. ÉG SA HANA MÖMMU KYSSA JÓLASVEIN. Krummi, krakkarnir og jólin. Höfundur: Hinrik Bjarnason. Myndskreyt ing: Baltazar. Prentun og út- gefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Þetta er bókarkorn, sem gleðja mun margan yngri lesandann. Dregur það ekki úr ánægjunni, að hér stíga fram Krummi sjón- varpsstjama og sá ágæti gestur, jólasveinninn. Ljóð bókarinnar, en þetta er Ijóðakver, eru gerð undir vinsælum lögum táning- anna, og er mér ekki grunlaust um það, að þeir reki upp stór augu, þá yngri systkin þeirra taka undir vfð þau með íslenzk- um textum. Aþ vísu er ekki hægt að segja, að ljóðin séu mikill skáldskapur, en þau eru hnyttin og unglingum mun þykja vænt um þau. Eg hefi til gamans látið bókina liggja hér á borðinu hjá mér og margur er sá, sem hana greip og las úr sér til ánægju, og lagði hana frá sér með þess- um orðum: „Þessa þarf ég að ná í fyrir mín börn.“ Kvæðið Ég hlakka til er að mínum dómi bezt gert, létt og höfundi tekst að lifa sig svo inní heim hins fullorðna fimm- ára snáða, að unun er að. Teikningar Baltazar eru sem fyrr meistaraverk og þáð fer varla milli mála lengur, að hand- bragð hans lyftir hverri bók. Prentun er ágæt og allur frá- gaogur sömuleiðir. Þetta kver verður vissulega vinsælt. Leyfið okkur að fá fleiri slík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.