Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 32
BókNormanVincent Peale , LIFÐU &k LIFINU W LIFANDI á crindi til allra LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1967. fri hátttaníM \ ÞESSI mynd var tekin í fyrra f ^ dag á fyrsta fundi rwnfndar ' þeirrar, aem þingflokkarnir hafa skipað til þess að karrna afsitöðu íslands til viðskipta- bandalaganna í Evrópu. Frá v. Lúðvík Jósepsson, Pétur Benediktsson, Gylfi Þ. Gísla- son, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, Helgi Bergs og Magnús Jónsison. — I stúlka og 3 piltar í gœzluvarðhaldi — Sviku 50.000 kr. út í 5 bönkum FYRIR óvenjulega skarpskyggni fangavarðar komst í gær upp um bíræfið ávísanafals í Reykja vík. Fimm falsaðar ávísanir, hver að upphæð kr. 10.000—, voru .seldar í bönkum í Reykja vik í gærmorgun. Verulegur hluti andvirðis þeirra var enn og ein stúlka sátu í gæzluvarð- haldi í gærkvöldi vegna þessa máls. Það var um klukkan hálfellefu í gærmorgun, að fangavörður í Lögreglustöðinni veitti atíhygli manni og stúlku, sem stóðu ut an við Landsbankann og hélt stúikan á ávísun. Maðurinn var fangaverðinum kunnur, því sá hafði fyrr komizt í kast við verði laganna. Stúlkan hélt nú inn í bankann með ávísunina o.g fylgdist fangavörðurinn með henni. Seldi hún ávísunina ein- um gjaldkera bankans- en fór síðan út og inn í bíl með manni þeim, er hún hafði fyrr átt tal við svo og tveimur mönnum öðr um. Fangavörðurinn fór nú inn í Landsbankann og gaf sig á tal við gjaldkera þann, sem ávísun- ina hafði keypt af stúlkunni. Var ávísunin stíluð á annan banka. Við eftirgrennslan kom í Ijós að innstæða var ekki til fyrir henni. Var þegar í stað hafizt handa «m að hafa upp á þessu fólki og bankaútibúumn gert að- vart um að grunsamlegir ávís- anasalar væru á ferð. Á meðan hafði það gerzt, að fjórmenningarnir höfðu farið til fjögurra bankaútilbúa í borginni og í hverju þeirra selt tíu þús. króna ávísun. Ætíð var það stúlkan, sem fór inn, en kuimpán- arnir biðu úti í bílnum. í síðasta bankaútibúinu heyrði stúlkan, er hún var á leið út, að hringt var og kallaði stúlka Framh. á bls. 31 SlippstöSin á Akureyri smíðar strandferðaskipin 8—9°]o verðmunur á tilboði Slipp- Ávísanafalsarar handsamaðir stöðvarinnar og því lœgsta erlenda RÍKISSTJÓRNIN hefur nú I Fossvoginn fyrir hódegi AÐ venju má búast við mikilli umferð að kirkjugarðinum í Fossvogi á morgun, aðfangadag. ^Það eru ei.ndregin tilmæli frá lögreglunni í Reykjavík til fólks, sem á erind; suður í kirkjugarð, að það fari þangað fyrir hádegi. Þessari beiðni er m.a. komið á framfæri vegna þess, að slökkvistöð borgarinnar er stað- sett við Reykjanesbraut og þarf slökkviliðið og sjúkralið borgar- innar að sinna köllun bæði í Kópavogi og á SelfjarnarnesL Er því áríðandi að umferðin sé sem jöfnust yfir daginn, svo ekki myndist umferðartafir. Lögreglumenn verða við um- ferðanstjórn á flestum gatnamót- um og við kirkjugarðinn, til að greiða fyrir umferð. ákveðið að Slippstöðinni á Akureyri verði falin smíði skipanna tveggja, sem ákveð- ið er að smíða fyrir Skipaút- gerð ríkisins. Verða samn- ingaviðræður senn teknar upp við Slippstöðina á grund- velli endurskoðaðs tilboðs hennar. Mismunur á tilboði Slipp- stöðvarinnar og lægsta er- lenda tilboðinu var 8—9%. Var það álit samgöngumála- ráðuneytisins, að taka bæri innlenda tilboðinu, þar sem þjóðfélagslegur hagnaður af smíði skipanna innanlands næmi meira en mismun til- boðanna. f samtali við Mbl. í gær- kvöldi sagði Skafti Askelsson, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri m.a.: „Við erum bæði glaðir og stoltir, Norð- lendingar, að okkur skuli sýnt þetta traust. Það sem ég virði mest við valdhafana í þessu máli, er að þeir skuli stefna þessu verki út á land. Þetta verk getur orðið undirstaða þess sem koma skal í íslenzk- um skipaiðnaði.“ Hér fer á eftir fréttatilkynning frá samgöngumálaráðuneytinu: HINN 7. nóvember 1966 heim- ilaði ráðuneytið Stjórnarnefnd Skipaútgerðar ríkisins að undir- búa útboð að einu til tveimur strandferðaskipum, er koma skyldu í stað þeirra skipa, sem verið höfðu í þjónustu um langt I árabil og voru gömul orðin og dýr í rekstri. Um svipað leyti var ákveði'ð að selja tvö af skipum útgerðar- innar, ms. Skjaldbreið og ms. Heklu, og taka skip á leigu í þeirra stað, þar til hin nýju skip kæmu. Hefur ieiguskipið ms. Biikur frá Færeyjum nú verið í strandferðum hér á annað ár. Að loknum nauðsynlegum und irbúningi var smíði tveggja um 1000 brúttó rúmlesta skipa boð- in út á sl. hausti, og tilboð í þau opnuð 14. nóvember sl. Til- Jólolög o Austurvelli LÚÐRASVEIT verkalýðsfélag- anna leikur jólalög á Ausrt-urvelli kl. 4 í dag. Er hér um nýmæli að ræða en að þvi er sfjórnandi Lúðrasveitarinnar Ólafur Kristj- ánsson, tjáði Mbl. í gær, hefur Lúðrasveitin fullan hug á að gera þetta að venju. Framh. á bls. 31 Starfrækja frysti- húsið eftir áramót Ormaveikislækningar í sam ráði við yfirdýralækni MORGUNBLAÐIÐ hefir snúið sér til þeirra Guðmundar Knud- sen héraðslæknis á Akureyri og Páis Agnars Pálssonar yfirdýra- læknis og spurðizt fyrir um gang ormaveikinnar, 'sem kennd hef- ir verið við Grund í Eyjafirði og orðið hefir vart á níu bæjum þar í firðinum. Guðmundur Knudisen sagði: — Ormaveikin var að mestu horfin hér úr gripum um mán- aðamótin nóv.-des. sl., að því eT sjáanlegt varð, og leit því vel út með afdrif málsins. Síðan hefir veikin komið upp á einum bæ í viðbót. Þessum sjúkdómi fylgja ekki alvarleg veikindi í gripum, og þeir ná sér að fullu eftir hann. Sjúkdómurinn er því á takmörk um þess hvort læknar eigi yfir- leitt að skipta sér af honum. Af níu bæjum, þar sem veik- in kom upp, telja 8 bændur að hvorki sé um verulega vanliðan hjá gripunum að ræða, né af- urðatjón af þeim. Framkvæmd þessa máls hefir af hálfu hins opinbera verið í samráði við yfirdýraiækni, en ég hef framkvæmt mínar aðgerð ir eftir fyrirmælum og í samráði við hann, og ekkert ósamkomu- iag verið á milli þar um. Páll Agnar Pálsson yfirdýra- læknir sagði eftir að hafa heyrt ummæli Guðmundar Kundsen. —• Það er talsvert áfall að þessi sjúkdómur skuli veTa kom inn á einn bæ í viðbót .þrátt fyrir tilraunir tíl að girða fyrir hann . Fólk verður að vera vel á verði og sýna fullan þegnskap í framkvæmd mála sem þessara, því allar framkvæmdir falia og standa með skilningi fólksins á málefninu. FLATEYRI 22. desember: — Borgarafunidur var haldinn hér í gærkvöJdi að fruimkvæði hrepps- nefndar. Fundurinn var mjög fjölmennur, enda ekkert að undra það, þar sem til umræðu voru atvinnumál staðarins. Eins og flestum mun kumnugt hefur eina frystihús staðarins verið óstarfhæft frá því í hauist og hef- ur það skapað mikla örðugleika hér á staðnum. Á fundiinum mætti einnig nefnd, isem kosin var fyrir nokkru tiil suðurferðar til við- ræðna við ráðamenn og skýrði hún frá störfum síniutm á fund- inum. Kom eindregið fram á fundinum, að mikill vilji var fyrir því meðal fundarmanna, að frystihúsarekstur gæti haldið hér áfram. Tillaga kom fram, sem var saimþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn einu, að taka frystihúsið á staðnum tii leigu ef viðunandi leigukjör fengjust. Þá mundi hreppsnefnd vera aðal þátttakandi í rekstrinum. Enn- fremur kom það fram é fund- inum, að starfandi útgerðarmenn á staðnum væru ák-veðnir í að taka á leigu tvo báta hraðtfrysti- hússins og gera þá út og leggja afla bátanna upp í frystihúsið ef úr þessu verður. Enda lé það fyrir hjá framkvæmidastjóra frystihússins, að bátar og frysti- hús væri til leigu nú þegar. Vona menn hér, að úr þessu verði og hægtt verði að hefja rekstur frystihússins fljótlega upp úr áramótum. Á fundinuim gerðust einnig þau tíðindi, að einn fundar- manna las upp úr Þjóðviljanum grein þar sem sagt var frá borg- arafundi á Flateyri, sem haldinn var 17. desember, en það kannast enginn hér við að sá fundur hafi nokkurn tíma verið haldinin. Grein þessi vakti almennan hlát- ur fundarmanna, þótt innihald hennar væri ekki hlátuxsefni, því að þar var bókstaflega öli- um vandaroóluim Flateyringa snúið við. Er Flateýringum lítil þökk að því að Þjóðviljinn ekipti sér af máiefnum þeirra á þenn- an hátt. — Kriistján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.