Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 19«7 Jólaboðskapurinn höfðar til fórnar og friðar Rœtt við Theunissen erkibiskup, sem ter með œðstu völd kaþólsku kirkjunnar hér í LÍTILLI, en vistlegri setustofu á fimmtu hæð Landakotsspítala, þar sem biskupsíbúðin er nú um stundarsakir, hittum við erkibiskup Theunissen, sem kominn er hingað til lands og fer með æðstu völd kaþólsku kirkjunnar á Islandi um sinn. Bak við breiðar herðar þessa virðulega og elskulega kirkjuhöfðingja glitra jólaljós Reykjavíkurborgar, en sér- lega fagurt útsýni er yfir höfnina og austur yfir borg- ina. Theuniissen erkibiskup leit ísland fyrsta sinni í égúst 1966, er hann dva Ldist hér nokkra daga. Hann hreifst mjög af landinu og því fólki, er hann fékk tækifaeri til að kynnast. Hann hafði um nokkurt árabil verið góðkunn- ingi herra Jóhannesar Gunn- arssonar Hólabiskups og á kirkjuþínginu í Róm voru þeir mikið saman. — Mér fannst ég af homum, þegar þekkja talsvert til lands inis ykkar, en auðvitað fann ég á því vandkvæði fyrir mig að koma hingað ókunnugur máli ykkar, memningu og sögu. Hitt er einlæg ósk mín, úr því ég er hingað koiminn, að ég megi stuðla að velfarn- aði á öllum sviðuun mannlegr- ar saimhjálpar, ekki síður en trúanlegum velfamaði. Ég er mjög þakklætur fyrir hlýjar og vingjamlegar móttökur, sem ég hef fengið hér. Ykkar lútherski biskup, sem ég hef áður hiftt í Róm, ritaði mér bréf eftir úfnefningu mina hingað, og baiuð mig velkom- inn til starfa hér. Nú brosir herra erkibiskup- inn til séra Hákonar Lofts- somar en hann hefir kynnt okkur, þessu breiða, einlæga brosi, sem honum er svo tamt og fer að tala um bréf, frá sytur sinni, þar sem hún seg- ir, að sennilega hafi hann átt að hverfa upp til íslands, því hann hefði verið svo hrifinn af landinu og rætt svo mikið um það, er hann kom heim þaðan í fyrta. Thetmissen erkib.skup hefir um langt árabil divalizt i Afríku og dvölin þar tekur oft mjög á hvíta menn, eink- um reynir hún á hjartað. Erkibiskupinn hefir ekki farið varhluta af þessu. En læri- feðrunum í Róm fannst hann enn of ungur til að iáta af störfum og því fundu þeir Theunissen erkibiskup handa honum verkefni hér norður við heimskautsbaug, þar sem Joftið er ferskt og létt. — En hér hjá ykkur er hlýrra um miðjan veturinin en í Hollandi, segir erkibiskup- inn. Ég tjái erkibiskupnuim að erindi mrtt við hann hafi fyrst og fremst verð að kynna hann í fáum orðum fyrir lesendum Morgunblaðsins. Erindið hafi ekki verið að spyrja hann um trúanstefnur í hekninuim eða stjórnarfarsleg átök. Þess vegna byrjum við á byrjun- inni eftir þetta góðlátlega rabb, eins og okkur íslending- um er svo tamt, að spyrja hvaðan hann sé og hvað hafi helzt á daga hans drifi. Og erkibiskupinn svarar á sinn látlausa hátt, eiins og hann væri að kynna sig fyrir íslenzkum bónda t. d. vestan af fjörðum. Það er rétt hjá séra Hákoni, að Theunissen erkibiskup gæti vel verið kom inn af vesitfirzkum sægörpum, hár og herðabreiðtcr, með sinn sterka svip og köntuðu andlits drætti. Andlitið er brunnið og dökkleiltt af margra ára Afríkusól, en það myndi bera svipaðan blæ ef það væri veð- unbarið af Halamiðum eða úr hákarlalegu undan Hom- strönidum. — Ég er fæddur í Scfhimm- ert í Hollandi 'hinn 3. októ- ber 1905. Stundaði nám fram an af theima en nam guð- fræði í Róm og varð þaðan dr. í guðfræði. Síðan varð ég prófessor í heimspeki við há- skóla heima I Hollandi, en var síðan sendur þaðan til að gegna prófessorssitöðu í Portúgal og þar nam ég portúgölsku, en hélt árið 1>936 til Afríku, fyrst til Mósamibic. Síðan var ég kall- aður heim og var yfirmaður Montfort-reglunnar bæði í Frakklandi og Hollandi um skeið. Árið 1950 var ég út- nefndur biskup í hinum nýju ríkjum Afríku og 1950 erki- biskup og hafði ég aðsetur í Malawi og 'þar hef ég langst af divalizt þar til í september sl. Þar með höfum við stikl- að á því stærsta í sögu þessa kirkju/höfðingja, sem nú sit- ur hér að Landakoti og stýrir biskupsdæmi kaþólskra hér. Ég hefi séð í messutilkynn- ingu til blaðsins, að Theu- nissen erkibiskuip muni flytja messu kl. 12 á miðnætti að- fangadag jóla. Séra Hákon Loftsson kvaðs't einmitt iiafa verið að þýða ræðu erkibisk- ups, sem hann flytur á ensku, en séra Hákon mun síðan flytja hana í þýðingu. — Ræða erkibiskups á að- fangadag fjaliar um frið og samlyndi allra knstinna manna og hún höfðar beint til hjartans, sagði sé’-a Há- kon. — Páfinn hefir farið þess á leit, að nýársboskapur kirkjunnar verði heigaður friði í heiminum. Jólamess- urnar í Landakotskirkju eiga að mótast af þeim boðskap. Sjálfur sagði erkibiskupinn um ræðu sína: — Hún er einföld og blátt áfrarn, en höfðar tid fórnar og friðar og samíhugar alJra kristinna manna, í von um, að þessi boðskap- ur erkibiskupsims megi ræt- ast, kveðjum við þennan al- úðlega kirkjuihöfðingja. — vig. Seldi rangt útfylltar ávísanir í pundum RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur handtekið mann, sem stal ávísanahefti á Barkleys Bank í Englandi og hefur hann viður- kennt að hafa selt úr því fimm ávisanir, samtals að upphæð 70 £. Avísanirnar seldi hann í verzlunum í Reykjavík, en þær voru allar að einhverju leyti rangt útfylltar. Athugasemd frá F.í. VEGNA fréttar í Morgunbláðinu í gær um það, að bókasending til Almenna bókafélagsins, sem flytja átti til landsins með Flug- félagi íslands, hefði ekki komizt í tæka tíð, hefur Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi FÍ óskað eftir að taka fram, að AB hefði átt pantað rými fyrir á þriðju lest af bókum þann 18. desem- ber en það var síðasta ferð fyrir jól, sem þota félagsins var að hálíu búin til vöruflutninga. Beði'ð hefði verið eftir þessari vörusendingu í Kaupmannahöfn fram að brottfarartíma þotunn- ar, en hún hefði aldrei komið og þotan hefði því farið í áætlunar- flug sitt til Islands án bókanna. Miklir farþegaflutningar hefðu verið síðan hjá félaginu og þegar þessi sending hefði komið daginn eftir hefði F.í. gert sitt ítrasta til að koma bókunum heim með sínum eigin flugvélum og Pan American. Kvað Sveinn FÍ harma, hvern- ig til hefði tekizt, en þar sem efnt hefði verið til blaðaskrifa um málið þyki Flugfélaginu rétt að fyrrgreind atriði komi fram. Á sunnudag kærði maður til rannsóknarlögreglunnar vegna þjófnaðar. Hafði hann verið að skemmta sér á Hótel Borg og saknaði þá skyndilega ávísana- heftist, sem gefið var út á Bar- cleys Bank í Englandi. Síðar barst rannsóknarlögregl- unni ein kæra frá verzlun í Reykjavík út af ávísun að upp- hæð 10 £. Rannsókn í málinu leiddi til handtöku manns nokk- urs og hefur hann nú viður- kennt a'ð hafa notað fimm ávís- anaeyðublöð og gefið út eina ávísun upp á 30 £ og fjórar upp á 10 £ hverja, en ávísanimar seldi hann svo í verzlunum. Ávís anirnar seldi maðurinn allar við gamla genginu og voru þær all- ar rangt útfylltar. „Víkingornir" oitur í bókn- verzlunum í gær ALMENNA bókafélagið fékk seint í fyrrakvöld nokkur hundr uð bækur til viðbótar af „Vík- ingunum" með flugvél frá Pan American. Þegar í ljós kom hér að megin hluti sendingarinnar varð eftir ytra, gerði Flugfélagið strax all- ar tiltækar ráðstafanir til þess að ná bókunum til landsins og tókst að fá hluta þeirra fluttan með Pan American-vélinni. „Víkingarnir" voru því aftur á markaðinum í gær og áðeins fá eintök eftir hjá forlaginu, er líða tók á daginn. Nýtt bnnknhús í Stykkishólmi 9. DES. sl .tók útilbú Búnaðar- bankans í StykkiShólmi í notkun nýtt búsnæði undir starfsemi sína. Útibú þetta var stofnað 1. júíí 1964 eftir að samningar höfðu tekizt við Sparisjóð Stykk ishólims um að hann sameinaði starfsemi sína Búnaðarbankan- Um. Bankaútibúið bjó síðan við þröngan húsakost í húsnæði því, sem sparisjóðurinn hafði haft á leigu, en hafist var handa um nýbyggingu fyrir útibúið haustið 1965 og lauik byggingafram- bvæmduim í nóv. sl. ' Hið nýja húsnæði, sem er hið glæsilegasta í alla staði, er tvær hæðir og kjallari á 135 ferm. gólffleti, en 1300 rúmmetra. Á neðri hæð er afgreiðslusal- ur bankans, peningageymsla. viðtalsherbergi útibússtjóra og snyrti'herbergi. í kjallara eru skjala- og eyðublaðageymslur, kaffistofa starfsfólks og hitaklef ar. Á efri hæð eru skriistofur sveitarstjórnar Stykkishólms- hrepps. Uppdrætti af húsinu gerði Sig urður Geirsson, Teiknistofa land búnaðarins en byggingarfram- kvæmdir annaðist Trésmiðja Stykkishólms ásamt ýmsum iðn aðarmönnum í Stykkishólmi. Útibússtjóri er Ólafur Guð- mundsson, Stykkishólmi. Hægviiri og norð- austlæg átt á jólum MORGUNBLAÐIÐ hafði tal af^ Veðurstofunni i gær og spurðist fyrir um væntanlegt veður á jól- unum. Ekki hafði þá verið spáð lengra en fram á aðfangadag. Veðurspáin fyrir aðfangadag var á þá leið, að hægviðri yrði vestanlands, en annars staðar á landinu norðaustlæg átt. Líklegt var talið, að bjartviðri yrði á Suðurlandi og Vesturlandi, en éli var spáð Norðanlands og suður á Austfirði. Gert var ráð fyrir að hiti yrði víðast hvar á landinu rétt undr frostmarki. Þá taldi veðurfræðingur sá, sem Mbl. talaði við, að frekar væri líklegt að hlýnaði á jóla- dag og annan í jólum, en að sjálfsögðu var spáin fyrir þá daga með fyrirvara. Margir á biðlista SJALDAN eða aldrei hefur ver- ið jafn langur biðlisti hjá að- göngumiðasölu Þjóðlei'khússi%s fyrír miða á frumsýningu. Eins og fyrr segir í blaðinu, verður á annan í jólum frumisýníng í Þjóðleikhúsinu á gamanleiknum Þrettándakvöld eftir Shake- speare. Fyrir löngu er uppselt á þá sýningu, en um þrjú hundr- uð hafa látið skrifa nafn sitt á lista ef einhverjum miða væri skilað aftur. En færri fá miða en vílja og margir verða frá að hverfa. Nýja bankahúsið í Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.