Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 Frá Núpverjum MYNDIN hér að ofan er af lík- ani því, sem eldri og yngri nemendur Núpsskóla létu gera í fyrra af gamla skólahúsinu og gáfu Núpsskóla á 60 ára af- maeli hans. Ákveðið var á fundí nemenda, sem haldinn var hér í Reykjavík í fyrra, að láta gera litla eftirmynd úr málmi af líkani þessu. Skyldi þa’ð vera bréfapressa og þá minjagripur um leið. Nú hefur þessu verið komið í framkvæmd. Likan þetta er hinn snotrasti gripur, nákvæm eftirliking gamla hússins. Vinir og velunnarar Núps- skóla geta nú fengið grip þenn- an hjá nefndinni er sá um þessa framkvæmd og ennfremur í verzl Á FUNDI Sameinaðs-AIþingis í fyrrinótt, er fjárlagafrumvarpið var til þriðju umræðu kom fram sú tillaga að fellt yrði niður rikisframlag til byggingar Hall- grimskirkju á Skólavörðuholti. Flutningsmenn tillögunnar voru Pétur Benediktsson og Magnús Kjartansson. Er tillagan kom fram, flutti Jónas Pétursson aðra tillögu, þar sem hann lagði til, að fjárhæð sú er varið hefði veTið til byggingar Hallgríms- kirkju yrði látin renna til kirkju byggingar á Egilsstöðum. Urðu um þetta mál nokkrar umræður: Jónas Pétursson sagði m.a. í sinni ræðu: Ég vil gera það að tillögu minni, að í stað þess að liðurinn falli niður í fjárlögum verði sett: ,.Til byggingar höfuð- kirkju Austurlands á Egilsstöð- Barnsræninginn reyndi sjálfsmorð París NTB. FIMMTAN ára unglingurinn Jean-Claude M., sem játað hefur að hafa rænt og myrt Emmanuel Malliart, sjö ára gamlan skóla- bróður sinn, reyndi að fremja sjálfsmorð í fangelsinu í Versöl- um í dag um svipað leyti og gerð var útför Emmanuels litla þar í borg. Talsmaður lögreglunnar segir, að komið hafi verið í veg fyrir sjálfsmorðið, en getur þess ekki nánar hvernig Jean-Claude ætl- aði að svipta sig lífi. Lík Emmanuels Malliarts fannst á sunnudag í skógarlundi skammt frá heimili hans í Ver- sölum, og var það Jean--Claude sem vísaði lögreglunni á staðinn. Útför Emmanuels var gerð frá Kapucina-klaustrinu í Versölum, og voru aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. uninni Rafröst, Vesturgötu 11, ístorg, Hallveigarstíg 10 og Guðm. Þorleifssyni, gullsmið, Bankastræti 12. Nefndin hefur ákveðið að kalla Núpverja búsetta hér syðra, sam- an á fund eftir áramótin, þar sem ekki vannst tími til þess nú fyrir jólin. Þar verður skýrt frá þessum framkvæmdum og öðru sem nefndinni var falið og nánar verður auglýst síðar. Þeir sem óska nánari upplýs- inga fyrir þann tíma geta snú- ið sér til nefndarinnar m.a. í símum 51559, (Stefán Pálsson), 82464 (Laufey Gúðjónsdóttir), 30321 (Jónína Jónsdóttir) og 33621 (Ingimar Jóhannesson). um“, með það í huga, að í því fælist það, að ekki skapaðist fordæmi fyrir almennum styrk á fjárlögum til kirkjubygginga. í mesta lagi, að það væri þá mið- að við að til greina kæmi ein kirkja í hverjum landsfjórðung. Pétur Benediktsson sagði m.a. í sinni ræðu: Svo virðist að menn álíti að ég geri mig sekan um að fara nokkuð gegn þing- venju að vilja spara á fjárlög- um, og ég er þakklátur flokks- bróður mínum af Austurlandi, fyrir að reyna að koma mér úr þeirrí villu eftir því, sem kraft- ar hans stóðu til, en hans villa er eiginlega nærri því ennþá alvarlegri heldur en þessi sparn aðarvilla mín. því að hann gerði sér ekki Ijósa eiginleika höfuðkirkna í þessu landi. Þetta er nefnilega nýtt hugtak, sem er komið inn í kirkjusöguna og það að forðazt að hafa slíkar kirkjur á almannavegi. Þær eru settar sem fjarst mannabyggð og reist í kringum þær skrauthýsi og allt fegrað og gert sem prýðilegast, eins og dæmin sanna um höfuðkirkjur Suðurlanda. En þess vegna átti þingmaðurinn að sjálfsögðu að leggja til, að þessi kirkja væri bundin þeim sögulega stað, sem tengdastur er kristninni á Aust- urlandi, Þvottá. Þangað gætu menn farið í pílagrímsferðir til að þvo af sér syndina, án þess að vera truflaðir af of mörgum áhorfendum í því tómthúsi, sem sú kirkja hefði orðið. Ég á ekkert sökótt við þann góða söfnuð, sem býr á Skóla- vörðuholtinu hér í Reykjavík og með ókunnum rétti kennir sig við Hallgrím Pétursson. Þetta var bara kallað fólkið á Skóla- vöruholtinu þegar ég var að vaxa þar upp. En nú hafa þeir ákveðið að byggja mikla turn- strýtu í stað kirkju, nálægt þeim stað þar sem ég lék mér í bernsku á Steinkudys. Þetta er þeim út af fyrir sig frjálst líka, ef þeir væru ekki að eyða fjár- munum mínum og annarra. og ÁiramhaldoBdi ókyrrð i Dahonuiey? Cotanou, Dahomey, 19. des. AP VERKALÝÐSSAMTÖKIN í Daih omey, sem höfðu undirbúið alls herjarverkifall áður en Christ- ophe Soglo forseta var steypt af stóli á sunnudag, hafa borið fram auknar kröfur .á hendur hinni nýju bráðabirgða ríkis- stjórn Maudice Kouandate, hers höfðingja, sem á nú ærinn vanda fyrir höndum. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum er talið, að þessar auknu kröfur eigi eftir að auka enn á ókyrrð í þessu litla ríki í Vestur- Afríku og koma hinni nýju rík- isstjórn í hættu, en hún stendur nú frammi fyrir klofningi í her landsins. Á sá klofningur rót sína að rekja til ættflokkarígs, eftir þvi hvort hermennirnir eru af ættiflokkum frá norður eða austurihluta landsins. f yfirlýsingu, sem gefin var út í sambandi við byltinguna. lýsti byltingarnefndin yfir því, að verkalýðssamtökin skuli fá aukin áhrif í nýrri ríkisstjórn, sem komið skal á fót. Þar var enn fremur krafizt þess, að bund inn yrði endir á það, sem nefnt var stjórnmálaleg áhrif erlendra rikja einkum Frakklands og Bandaríkjanna. jafnvel hefði ég látið þetta af- skiptalaust, ef þeir væru ekki að eyðileggja útsýnið til höfuð- borgarinnar úr miklum hluta af mínu kjördæmi. Og það er vegna þess, að það er slík augnaraun að sjá turnhúsið, bæði af Reykja- nesi, Kjalamesi og úr Mosfells- sveit. Maður getur eiginlega hvergi farið í þessum ágætu sveitum án þess að eiga á _hættu að reka augun í þetta. Ég vil því Ibsa Alþingi undan þeirri ábyrgð að ergja mína kjósendur og sjálfan mig, þegar ég er á ferð um þessi svæði — með því að þurfa að horfa á þetta fyrir- brigði. Gunnar Gíslason sagðist muna það rétt að fyrir allmörgum ár- um befði verið sett lög á Al- þingi um byggingu Hallgríms- kirkju í Reykjavik. Meira að segja hefði verið tekið fram í þeim lögum að sú kirkja skyldi verða stórkirkja. Gunnar sagði: Hitt er annað mál, að ég er engan veginn ánægður með kirkjufbygginguna á Skólavörðu- holti, vegna þess að ég álít að hún verði engan veginn nógu stór. Kirkjan tekur ekki nema 700 manns í sæti, og það er allt- of lítil aðalkirkja höfuðborgar- innar. Það hefði vitaskuld mátt- lækka turninn, en hafa kirkju- skipið stærra. Ég held, að þessi tillaga brjóti í bága við lög sem eru í gildi. og ég mæli á móti henni, því að úr þvi að farið var út í að byggja þessa kirkju verðum við að koma henni upp og gera það með sóma. Orðið höfuðkirkja hef ég aldrei heyrt áður. Dómkirkju hef ég hinsvegar heyrt nefnda, og nú vildi ég biðja 3. þingmann Aust- urlands að flytja fyrst tillögu um biskupsstól á Austfjörðum, — þá getum við farið að hugsa um dómkirkjubyggingu í þeim lands- fjórðungi. Frekari umræður urðu ekki um málið, en er það kom til at- kvæða á miðvikudag var tillaga þeirra Péturs og Magnúsar felld með 41 atkvæði gegn 11. - ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Framhald af bls. 10 betur þekkja til laga háttvísinn ar“, Hr. Tóbías: „Við þekkjum bæði lag og hátt vísunnar full- vel góði. Og burt“. Og áfram skiptist á glens og gaman með alvöruspaugi í þess- um vinsæla gamanleik Shake- speare. En nú fara málin að vanda.st enn meir, því Sebastían tvíburabróðir Víólu kemur inn í spilið án þess að Víóla viti og þau þekkjast ekki í sundur þar sem hún er klædd eins og karl- maður. „Æ, hættu þessu. þú ert fáráð lingur, og farðu burt frá mér“, segir Sebastían við Fjasti sem heldur að hann sé að tala við Víólu. Fjasti: „Sá er ekki að láta sig. Nei. ég þekki yður ekki, og ekki hefur hennar Náð heldur sent mig til að biðja yður að koma og tala við sig, og þér heitið alls ekki Sesaríó, og þetta er al'ls ekki nefið á mér (bendir á nefið á sér). Ekkert er það sem það er“. Sebastian: „Veifaðu þínu gaspri að öðrum, góði. Þú hefur aldrei þekkt mig“. Fjasti: „Veifa mínu gaspri! Þetta hefur hann heyrt hjá ein- hverjum fyrirmanni og baunar því nú á fífl. Veifa minu gaspri! Mig grunar að veraldar fíflið sé orðinn mikill veifiskati. Leysið nú af yður ókynnis-beltið- og segið mér hverju ég á að veifa ungfrúnni. Á ég að veifa því að henni að þér séuð að koma“, Sebastían: „Gegndu því, ruglu kollur, farðu frá mér, hér færðu pening, ef þú bíður lengur. skaltu fá borgun þyngri en þessa. Fjasti: „Þér eruð svei mér örlátur. Þessir menn sem gefa fíflum peninga, þeir kaupa sér gott mannorð fyrir stór-hundrað kúgildið". Nú fara máiin að skýrast og ástin hefur si.tt fram og gaman- lleikurinn endar í hápunkti. Þe&sum þáttabrotum sem eru hripuð hér að framan er kannski misboðið með því að taka þau út úr verkinu, en þau sýna lítil- lega þann skemmtilega orðaleik, sem á sér stað lei'kritið út í gegn. Shakespeare mun hafa ritað Þrettándakvöld um 1599—1600, en Helgi Hálfdánarson þýddi verkið á íslenzku fyrir 7 eða 8 árum og þykir það frábærlega vel unnið, enda vart annars að vænta frá Helga. Margar þýð- ingar á verkum Shakespeare af enskri tungu yfir á önnur mál þykja mjög misheppnaðar, en okkar frábæru Shakespeare þýð- endur Helgi Hálfdánanson og Matthía.s Jochumsson hafa til vegs þýtt verkin á íslenzku. Leikritið nefnist á frummáli TWEEFTH NIGHT or What you will. — Ef til vi'll hefur leikur- inn verið frumsýndur- á Þrett- ándakvöld. Þykir ýmsum titillinn benda til kæruleysis höfundar um heiti leikri'ta sinna. Sem fyrr er lýst gerist ieikritið í „Iliría". Hin raunverulega Il'liría er á vesturströnd Adríahafs, en þessi UÍTÍa Shakespeares er einungis ævintýraland utanvið veruleik- ann. Gamantónninn í Þrettánda- kvöldi þykir nokkuð sérkenni- legur og er stundum vafinn trega veraldarvafstursins í orða- spani og kannski er það einmitt ástæðan fyrir sigildum vinsæld- um ÞrettándakvöMLs eða hvers sam þú vilt. — Á. J. - RAFMAGN Framhald af bls. 12 ráðs og nokkurra bingmanna. Er þar vel séð fyrir samgrirgum er í lofti liggja, þegar slys eða aðra erfiðleika ber að. Vil ég óska þess að auðna fylgi verk- um þes'sum og verði byggð og búendum á IngjaMssandi til blessunar. Þakkir flyt ég þeim sem unnu verkin af dugnaði, jafn.t þeim sem ýttu þeim af stað, og hin- um sem báru hita og þunga vinn unnar. Guðmundur Bernharðsson. Ástúni. - MINNING Framhald af bls. 12 Maður sem ég mat meira eftir því sem ég kynntist honum bet- ur. Við hjónin vottum konu hans og börnum og öðrum nánum skildmönnum okkar dýpstu sam- úð í sorg þeirra og söknuði og biðjum að ljóssins hátíð, sem nú fer í hönd gefi þeim huggun og styrk í sorg þeirra og sárum harmi. G. H. - Á LÁGLENDINU Framhald af bls. 17 upphafinu. Það er sagt í þriðju persónu. Saga þessa kvenmanns er hin mesta raunasaga. Ung að aldri er hún rifin upp úr ættarbyggð sinni og flyzt þá með foreldrum sínum í aðra sveit. Skömmu eftir búferlaflutningana sér hún á bak föður sínum. Lungnabólgan hrifsar hann. Nokkrum árum síðar giftist hún og tekur að ala börn. Lengi vel er ailt í lukk- unnar veistandi. En skyndilega i-iður ógæfan yfir. Hún lætur frá sér yngsta barnið, og réfct á eftir missir hún öll hin úr barnaveiki — samtímis. Þau hjónin hætta þá búskap og flytjast vestur að Eyrartoakka og hokra þar við lítil efni. Þar fæðist þeim sonur. Aftur leikur allt í lyndi. Sonurinn lærir und- ir skóla og reynist vera ofur- mannlega efnilegur. En þá dyn- ur yfir annað reiðarslag. Eigin- maður og sonur drukikna í róðri. Konan, sögúþulur, stendur ein eftir í veröldinni. Því sonurinn, sem hún lét forðum frá sér, sá, sem nú er kominn til að flytja hana heim í fæðingarsveit sína, þann son telur hún naumast til barna sinna. Þannig er þá sagan í aðal- dráttum. Að baki ‘henni þrumir hjátrúin, sterk og heiftúðug. Konan kennir alla sína ógæfu huldufólki, sem hún taldi búa í klettinum nærri bæ sínum, og trúði hún, að huldufólkið hefði reiðzt, er börnum hennar var leyft að ærslast hjá klettunum, bústöðum þesis. Konan er blind og varnarlaus í hjátrú sinni. En skap hennar svellur. Hún er frek, óráðþægin, tilfinninganæm, erfið í samtoúð, heit í ást, ofsafengin í harmi. Frásögn hennar er þrungin hita og viðkivæmni. En við- kvæmnin leiðist því miður víða út í tilfinningasemi og — þegar verst gegnir — brjálsemi. Að mínum dómi velur höf- undur sér óihagkvæmustu að- ferðina, sem hugsazt gat, til að sagja söguna, það er að feggja hana alla í mu.nn þessum lífs- reynda kvenmanni. f fyr-sta lagi lætur höfundi verr að lýsa konum en körlum. í öðru lagi verður sagan, frá sjónahóli þessa raunamædda söguþular, sífe'lldur harmagrát- ur. Þetta er ekki saga af fólki og aíburðum, heldur af duttlung- um og tilfinningum. Höfundur er spar á samtöl. Fyrir þá sök er sagan að fátæk- ari, (því höfundur nær sér helzt á strik í hinum fáu og sfuttu samtölum sögunnar. Til dæmis tekst honum vel upp, þar sem hann leiðir saman kijöftugan flakkara annars vegar ag hortug- an óðalisbónda hins vegar. Hafi höfundur talið óhjá- kvæmilegt að segja söguna gegnum einhverja persónu, hefði verið nær að láta bónda vera söguþul í stað húsfreyju, þessa miarghrjáða kvenmanns. Bóndi hefði getað endurspeglað rás viðtourðanna á hlutlægari hátt. Tilfinningasemi heppnast sjald- an í sögum, og ætti sízt að magna hana. framar en efni standa tiL Hitt er svo annað mál, að við- kvæmnin getur aukið á sögu- vímiu höfundarins, meðan hann er að semja, liðkað ímyndunar- aflið, lyft undir hugmyndaflug- ið. En þess ber þá líka að minn- ast, að skem'mitiisagniáihöfundur á að skrifa til að skemmta öðrum, en ekki sjálfum sér. Erlendur Jónsson. Tillaga um að fella niður fjár- veitingu til Hallgrímskirkju — felld við atkvœðagreiðslu með 41 afkv. gegn II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.