Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 17 Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR Myndir úr augnablikinu Þorsteinn Antonsson: VETR- ARBROS: 186 bls. HelgafeM. Reykjavík, 1967. ÞORSTEINN Antonsson er ungur og óráðinn höfundur. Samit er skáld'saga hans, Vetmrbros, eftirtektarverð byrjun. Höfund- urinn hefur sýnilega aflað sér nægi'legrar fagkunnáttu til að setja saman skáldverk. Hann skrifar lipran stíl og þægilegaa. Hann hefur á valdi sínu tals- verðan orðaforða, sem hann þó notar aðeins samk'veemt þörfum, en ékki til að slá um sig, eins og Þorsteinn Antonsson unguim höfundum hættir oft til. Hann er gæddur fjörugu ímynd- unarafli, sem notast bonum til að finna upp líkingar, sem eru að vísu misjafnlega vel beppn- aðar, en þó fæstar út í hött. Sá er helzti ljóður á verk.i hans, að fulimikið ber þar á sam skeytunum, og er sá ágalli að Vísu afsakanlegur, þegar ungur höfu'ndur á hlut að máli. straum skáldskaparins á bverf- ulu andartaki. í skáldsögunni Vetrarbros gef- ur sýn til ýmissa átta. Halldór Laxness er þar ekki víðs fjarri. Prósentin af honum eru þó svo fá, að þau 'verða að skoðast í gegnum sjóngler, og er sú stað- reynd að sönnu merki þess, að •tíminn l'íður — sumir mega muna tímana tvenna. Okikur, sem munum nokkur ár aftur, finnst svo stutt sáðan Kiljan var hættulegur og voða- 'legur, að við áttum okkur tæp- ast á 'því, að unga kynslóðin, siem ekki gat æmt eða skræmt út úr sér hlálfum orðalepp öðru Vísi en að vitna í hann sýknt og heil- agt, sú kynslóð er nú tekin að grána í vöngum, og það sivo um munar. Við skulum þá segja, að Halldór Laxness gegni ekki stœrra hlutverki í Vetrarbrosi en sem statisti á ba'k við aðra statista. Öðru máli gegnir t.d. um Ind- riða G. Hvorki þarf sjóngler né fjarsjá til að greina hann í gegnum söguna. Samtalið í öðr- um kafla er, svo dæmi sé tekið, byggt upp eftir forskrift hans. Mest fer þó fyrir Guðbergs sköla Bergssonar, sulms staðar óljóst, en þó merkjanlega, og mætti í þv(í samtoandi minna á ýmis stíl'brögð í anda Gufflbergs. Annars staðar eru áhrifin beinni. Þannig er tillbúin þjóðsaga á einum stað fel'ld inn í söguna. Og eftirfarandi málsgreinar — leiða þær ekki hugann að Tóm- asi Jónssyni? „Gæti ekki í þessum þremur tilvikum, sem ég nefndi, verið um að ræða sama aflið, sem brotnaði við skör vitundarinnar og 'birtist í þremur formum; ómeðlvitað, sem bröltdrauga- gangur; hálfmeðvitað, sem græði'hvati; í samleik vitundar og æðri þekfkingar sem líknar- má'ttur". Eða þessi myndræna lýsing: „Það setti hnérra að Eyjólfi fjallkóngi, þar sem hann sat kei'kur, andlitið hrannað af barningi og rifaði í augun undir ill'hærðuim fólskuhnútum, um höfuðið eins og rollia í tveimur reifum, með hugann inn á Kili í eftirleitum; fór kolmórautt fljót á streng með eftirlegukind á hnakknefinu 'hvelfdur yfir brjóstið gegn öræfastiormi, — hann kipptist til í setinu, reif sundur kjálkana, svo að gnast í og tungan engdist innan um bilátt tannhrönglið, eins og hval- ur undan skutli, svo féll yfir hann sama værðin og áður“. Ekki veit ég, hvort Þorsteinn Antonsson 'hefur lesið skáld- söguna L’Étranger eftir Albert Camus. En sinnuleysi og sljó- leiki séra Sigmundar í réttar- höldunum í Vetrarbrosi minnir mig einhvern veginn á samsvar- andi deyfð aðalpersónunnar í þeirri sögu. En e'kki er það ný bóla, að ungur höfundur líki svona eftir 'hinum eldri. Það er blátt áfram náttúrulögmlál. Samt er höfund- ur ekki fær og fleygur, fyrr en 'hann slítur föruneyti við þá, sem 'hann í'upp’hafi kaus sér að fyrir- mynd, 'og fer sínar eigin leiðir. Indriði G. og Gufflbergur eru báðir sérstæðir höfundar. En ekki er þar með sagt, að aðferðir þeirra séu vænlegar til eftir- breytni. Samtölin í sögum Indr- iða eru svo óvenjuleg í íslenzk- um bókmenntum (þó reynt hafi verið að líkja eftir þeim), að Indriði hefur sama sem þinglýst þeim fyrir sjálfan sig. Og óhugs- andi er, að það verðli nokkrum höfundi til brautargengis að fylgija fast á eftir Guðbergi um þau kynlegu einstigi, þar sem hann hefur kiöngrazt og klifrað. Það má lí'ka segja Þorsteini Antonssyni til hróss, að hann er ekki til stórskaða hláður neinum höfund'i, þó hann hafi af ýrosum lært, og þá einkum, að ég tel, þeim t!vei'm, sem hér hafa verið sérstaklega til greindir, það er að segja Indriða G. og Guðbergi. Það er töggur í þessum unga höfundi. Mætti ekki segja um hann eins og Sigurður skóla- miei/stari sagði einu sinni um ungan nemanda í skóla sínui|a: ég spái, að togni úr honum. Erlendur Jónsmon. Á láglendinu Eiríkur Sigurbergsson: HULDUFÓLKIÐ I HAMRIN- UM. 224 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri. FYRIR tveim árum sendi Eirík- ur Sigurbergsson frá sér skáld- söguna Kirkjan í hrauninu. Ætt- arsaga — stóð á titilsíðu. Þar með var gefið til kynna, að framhalds væri að vænta. Nú er það komið og heitir Huldufólkið í hamrinum. Og enn má vera að framihalds sé von. Eiríkur byrjaði dável með | kirkjunni í hrauninu. Gegnum viðlvaningslegan óihroða ghtti hvarvetna í veðraðan, en ósvik- inn málm. Höfundurinn færðist þó ekki meira í fang en svo, að saga hans bar með sér flest ein- kenni íslenzkra skemmtisagna. En að öllu samianlögðu mátti — þrátt fyrir allt — spá vei fyrir höfundi. Hann átti að geta hafið sig úr því lága sæti, þar sem hann ihafði vogað að tylla sér, upp í hærri flokk, því hann ásannaðist að vera gæddur þeirri frásagnargleði, sem er frumhvati að sögu. Nú, þegar önnur bók Eiríks er komin fyrir almennings sjónir, er útséð, að hann hefur ekki kært sig um að hækka flugið. f stað þess að reyna að vera raun- verulegur rithöfundur 'lætur hann nægja að skipa dável sœti sitt í skemmtihöfundaflokknum. Það er gamla sagan: að vilja heldur vera æðsti maður í litlu þorpi en næstæðsti maður í Róm. Við því er raun'ar ekkert að segja. Það er einkamlál höfund- arins. Aðeins kann að vera nokkur ráðgáta, 'hvers vegna höfundur lætur undir höfuð 'leggjast að virkja þá hæfileika, sem hann er gæddur, og nytja þá þekking, sem honum gæti að gagni komið í sköpun sinni. Hulduifólkið í hamrinum er lífsreynslusaga í gömlum stíl: Roskin kona, búsett á Eyrar- bakka, er í þann veginn að Uytjast austur í fæðingarsveit sína (í Vestur-Skaftafells- sýslu?). Sonur hennar, ungur maður, sem hún hefur var'la augum lit- ið, síðan hann var barn í vöggu, af þv'í hann var þá tekinn í fóst- ur frá henni, er kominn að sækja bana. Þá daga, sem bann stendur við á Bakkanum, segir hún hon- um sögu sína að undanskildu Framhald á bls. 24 Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Veðurhljóð þjóðlífsins Ungur ihöfundur er eins og persónugerð andstæð-a Sitöðnun- arinnar. Hann er að breytast frá degi til dags, skipta um skoðun, jafnvel án þess hann viti af því sjálfur, veröldin er sífellt ný fyrir sjónum hans. Og þá er ekki svo auðvelt að taka upp þráðinn frá í gær eða fyrradag eða dag- inn þar áður og skrifa alltaf í sama dúr. Höfundurinn er orðinn annar maður heldur en hann var fyrir mánuði eða ári, og leiðir þá af sjálfu sér, að ihann forfærir með sér sögupersónur sínar: þær taka stakkasikiptum með honum. Fyrir kornungan rithöfund er það í rauninni risafyrirtæki, VÍBÍndaaifrek, að setja saman hlutgenga skáldsögu. Það er eims og að kortleggja heila álfu. Ekki er þá að furða, þegar um slíka frumsmíð er að rœða, þó landamæri stangist á og skæklar og drattihalar lendi jafn- vel atveg út úr kortinu. Raunsæishöfundarnir má't'tu kenna á þessu í gamla daga. Þá var 9V0 nærtækt að 'bera skáld- verkið saman við veruleikann á 'líðandi stund. f nútím'askláldsögu eins og Vetrarbrosi, er hægara að dylja misfellur á samskeytuim, þar eð nú á tímurn er auðveldara að skjóta sér á bák við það yfir- varp, að þetta sé aðeins skáld- skapur og hlutirnir „eigi að vera svona“. Víkjum þá að bakgrunninum, sporum annárra höfunda í verk- inu. Bókmenntaifræðingar nítjándu aldar leituðu höfundar- ins á hak við verkið. Nú þykja það úre'lt vLsindi. Hins vegar freistast fólk enn til að rýna í álhri'f frá eldri höfundum í hvert sinn, sem nýr höfundur kemur fram á sjónarsviðið. Slík leit er forvitnileg ekki aðeins vegna sénhvers nýs höfundar, heldur all't eins vegna hins, að þannig má gileggst greina sjálfan undir- Þorsteinn Jósepsson: Harmsögur og hetjudáðir. Myndskreytingar: Hringur Jóhannesson, listmálari. Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. Reykjavík 1967. ÞORSTEINN Jósepsson var Lengi með svipmestu blaðamönnum landsins. Hann var mi'kill fierða- maður; greinar hanis og lijós- myndir bera ást hans á landinu fagur.t vitni. Það er því engin furða, að seinasta bókin, sem hann bjó sjálfur ti'l prentunar, sfcuii heita rammíslensku nafni, sem segir meira en rnörg orð um efni hennar: Harmsögur og hetjudáðir í sitórhríðum á fjöll- um uppi. Hvaða íslendingur heyrir ekki hin myrku veðurhljóð þjóðlífs- inis, þegar hann les þetta bókar- heiti? Og hvaða íslendingur hefur ekki áhuga á slíku lestr- arefni? Bókin hefst á kafla, sem nefn ist Leit að rjúpnaskyttu, og seg ir hann frá leitkmi að Jóhanni Löve, sem eins og flestir muna, týndist í Skjaldbreiðarhrauni fyrir tveimur ánum. Vel fer á því, að hefja bókina á þessari greinargóðu lýsingu, sem sýnir okkur glögglega að enn enu til þrekmenni á íslandi; það er ekki einungis fortíðin, sem hef- ur einkarétt á því að eiga hetj- rr: þær er i þegar vej er að gáð mitt á meðal okkar. Einnig fræð ir þessi kafli okkur um björg- unarstörf nútímans; ætli það hefði ekki einhvern tíma komið í góðar þarfir að geta sent þyrl- ur inn á heiðar og fjallvegi til að tína upp menn í nauðum stadda? Þorsteinn kemur víða við í bók sinni; hann ritfjar upp lítfs- baráttu og hjátrú liðinna alda jafn'framt því sem hann niefnir okkur dæmi úr nútímanum. Við kynnumst fjölda manna og kvenna, ýmist með beinni frá- sögn höfunidarins sjálfs atf rauin- um þeirra, eða viðtölum, sem hann hetfur átt við þau á blaða- mennskuferli sínuim. Margt veuður minnisstætft úr þessari bók, og má netfna Ör- lagaþátt úr ævi Helgu frá Vík; Gekk í berhögg við álögin; og Með lík í lestinini og átján hunda. Allir eru þættir bókarinnar fyr- ir margar sakir forvitnilegir, og blaðamennska höfundarins er atf því tagi, að hún reyniist trú- verðug. Hann er varkár og um- hyggjusamur gagnvartf fólki, sem örlögin hafa leikið grátt. Hann fer aldrei að mönnum með bægslagangi, reynir í staðinn að skilja þá, og sýna þeiim saimúð, og þanmg fær hann mun fleira að vita en algengast er að frá- sagnir í blöfflum segi okkur frá. Einhverjir menn hatfa verið að tala um það í blöðunum, að blaðamennska geti hatft bók- menntalegt gildi. Þetta er að vísu óskhyggja hjá sumum, en í bók Þorsteins Jósepssonar er að finna blaðamennsku, sem í heiil'd skapar þann andlblæ og þá spennu fnásagnarinnar, að les- andi verður fyrir sömu áhriifum og í samfylgd glóðs rithöfunidar. Góður blaðamaður er alltatf góður rithöfundur, svo má deila um það endalaust hvað sé gott og slæmt. Einkenni Þonsteins Jósepsson- ar sem góðs rithöfundar koma skýrit í ljós i löngum katfla, sem kallast Vetrarangiur á Holta- vörðuheiði. Þorsteinn bregður sér í gervi fiæðiffnannsins, rifjar upp sagnir um hrakninga og slysfarir á þessari frægu heiði um leið og hann eykur við heim ildum um sjálfan sig, og segiir samtímasögur, sem vanpa Ijósi á andstæðurnar í lífi fyrri tíð- ar manna og þeirra, sem einnig lenda í villum á dögum geitm- skipanna. Þegar Þorsteinn var 16 eða 17 ára, fór hann í fyrsita skipti norð ur yfir Holtavörðuheiði. Erindi hans var að sækja brúna hryssu, sem faðir 'hans hafði keypt í Mið firði. Á heimleiðinni rak hann Brúnku á undan sér suður heið- ina vegna þess að færð var ekki góð: „En þegar komið var suðuirá heiðina, þar sem hún er hæst, og Brúnka sá, að Norðurland, henn ar gamla heimkynni, var að hvenfa, greip hana alllt í eiruu heimþrá. Hún sneri sknydilega við, sveigði út atf götunni og tók á sprett á leið til síns fyrri heima. Þótt ég væri vanur göngum og hlaupum á þessum árutn, var mér ljóst, að ég var ekki hest- frár. En þarna hafði ég engan umhugsunartímia, heldur brá á sprett eins og Brúnka til að reyna að komast í veg fyrir hana. Ef hún sliyppi úr greipum mér þarna, myndi það kosta mig tveggja daga ferð á eftir henni norður í Miðtfjörð, og síðan aðra tvo daga suður yfir heiði. Það væri meira en erfiðið ei'tt, það Þorsteinn Jósepsson. yrði hneisa, sem ég fengi ekki undir risið.“ Þarna segist Þorsteinn hafa hlaupið harðast á ævi sinni, enda náði hann Brúnku; hryssan lenti í skatfli og sat þar föst. En þesisi litla saga er ein af mörgum í bók Þorsteins, sem sanna getu hans til að draga upp fróðlegar myndir úr lífi sínu og annarra. Þessarar gáfu nýtur bók hans, verður lesanda sú skemmtun, sem lýsir í gegnum hríðina, dap urleik harmsagnanna. Hringur Jóhannesson, lisbmál ari hefur gert blýantsteikningar í bókina. Þær njóta sín veL, eru yfirleitt vel gerðar, þótt sumar beri þess merki, að Hringur er ekki vanur að fást við mynd- skreytingar. En það er ánægju- legt að hlutgengur liðlsmaður bætist í fámennan hóp islenzkra bókaskreytingamanna. Útl'it Harmsaga og hetjuidáða, er einstaklega vandað, þannig að hún er með glæsilegustu bókum á þessu ári. Það er alltaf gleði- efni að geta sagt þau tíðindi um bók, að hún sé þannig úr garði gerð, að það auki hróður bóka- gerðar í landinu. Jóhann Hjálinarssou.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.