Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1967, Blaðsíða 3
3 H I , : { í .Ií>A -■ • Jfi i I tJíiJiOí/ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. DES. 1967 Brynjólfur Jóhannesi-jan í einu Ieikatrðanna. Jólaleikrit Leikfélagsins er: ,,Koppalogn" — eftir Jónas Arnasori KOPPALOGN nefnist jólaleikrit Leikfélags Reykjavikur og er eftir Jónas Árnason. Verður leikritið frumsýnt hinn 29. des-! ember nJr. í Iðnó. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en leikmyndir eru eftir Steinþór Sigurðsson. Leikendur * eru 12 talsins, Steindór Hjörl-ei'fsson, sem fer nú ! með nýtt hlutverk í fyrsta sinn ! frá því að hann réðst til sjón- varpsins fyrir tveimur árum, BrynjóMuir Jóhannesison,' Jón Aðils, Jón Sigurtojörnsson, Guð- mundur Pálsson, Borgar Garð- arsson, Pétur Einarsson, Margrét1 Ólaifsdóittir, Sigriðiur Hagalín, Sigmundiur Örn Arngrímsson, 1 Guðmunduir Erlendsson og Hrafn hildur Guðmunidsdóttir ,sem er nýliði hjá LR., en hún er nýkom- in heim eftir leiklistarnám í Englandi. Koppalogn er þriðja leikrk Jónasar, sem sýnt er hér á sviði. j Leikfélagið sýndi Delerium i Bubonis við fádæma vmsældir fyrir fáeinum árum, og Þjóðleik- húsið sýndi Járnhausinn á 15 éra ! afmæli sínu, einnig við ágætar undrtektir. Æfingar á Koppa- logni hafa staðið yfir frá því í október—nóvember. Leikritið er í tveimur þáttum, og gerist annar þátturinn við sjávarsíðuna skömmu eftir heim- styrjöldina fyrri, en hinn gerist upp til sveita nú á dögum. Að sögn Sveins Einarssonar, leik- hússtjóna, er hér um að ræða gamansamar þjóðlífslýsingar, rammíslenzkar í gerð, en verða eins og heimurinn í hnotskurn. Jónas hefur verið viðstaddur margar æfingar á leikriti sínu, og gert talsverðar breytingar á. því þar í samráði við leikstjór- ann. Koppalögn er eitt af þremur íslenzkuim leikritum, sem tekið er til sýningar á þessu leikáiri, auk Fjalla-Eyvindar, en það var einnig sýnt í fyrravetur. Tvö leikrirt eru nú í æfingu hjá Leik- félaginu, — Sumarið 37 eftir Jökul Jakobsson, en leikstjÓTÍ þar er Helgi Skúlaison og leik- myndir gerir Steinþór Sigurðs- son, og ennfremur Hedda Gabler eftir Iixsen í nýrri þýðingu Árna Guðnasonar. Leikstjóri eir Sveinn LAX er var merktur sem göngu seiði í Laxaeldisstöð rikisins vor ið 1966, veiddist nýlega við Vestur-Grænland og er þetta í fyrsta sinni, sem slíkt gerist,svo vita ð sé. Mbl. barst i gær frétta- tilkynning frá Veiðimálastofnun- inni, en þar segir: „Veiðimálastofnuninni hefur nýlega borizt merki af laxi, sem veiddist við Grænland í haust, og er það fyrsti íslenzki laxinn, sem veiðst hefur við Grænland svo öruggt sé. Laxinn var merkt ur sem gönguseiði í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði 11. maí 1966 og var þá 15 sm. að lengd. Lax- inn veiddist í september við kaupstaðiinn Sukkertoppen á Vestur-Grænlandi (65°25’N og 52°50’V), en hann liggur á svip- aðri breidd og Patreksfjörður og er um 900 km norður af suð- urodda Grænlands eftir strand- línu. Laxinn var 65 til 69 sm. að lengd og vóg 2,5 kg. slægður en með haus. Er hann af stærð laxa, sem algengust er í Græn- landsveiðunum og hafði hann dvalizt tvö sumur í sjó eins og flestir laxanna, sem veiðast við Grænland. Laxar, sem eru eitt ár í sjó eins og rúmlega helm- ingur íslenzka laxastofnsins, hafa ekki veiðst við Grænland. Vorið 1966 voru merkt um 8500 gönguseiði á vegum Veiðimála- stofnunarinnar. í síldveiðihrotunni seint í nó- vember véiddist lax með síld- inni fyrir Austurlandi frá um Einarsson, en leikmyndir hef- ur norskur leikmyndateiknari, Snorrie Tindberg að nafni, gert. Sýningair standa nú yfi r é Indíánalei'k, og hefur hann verið sýndur 18 sinnum við vaxandi vinsældir, að sögn Sveins Einars- sonar. Þá er einniig veri að sýna barnaleikritið Snjókarlinn okkar eftir Odd Bj-ör nsson, og verða sýningar á því á annan í jólum og nýársdag. 80 til 120 sjómíiur austur af landinu. Er vitað um nokkra báta, sem fengu frá fáeinum og allt upp í 30 laxa í kasti. Þessi lax hefur dvalizt í sjó frá því síðastliðið vor og er 44—50 sm. að lengd og 1 kg að þyngd. Skoð að hefur verið hreistur af nokkr um löxum og hafa þeir dvalizt þrjú ár í Sjó. Ekki er vitað um frá hvaða landi laxar þessir eru ættaðir. Er þetta í fyrsta skiptið, sem Veiðimálastofnun- inni hefur borizt vdtneskja um lax af nefndri stærð, sem veidd- ur hefur verið í sjó hér við land.“ Jólnsvipur ú Stykkishólmi Slykkishólmi, 20. desember. JÓLASVIPUR er nú að færast á Stykkishólm. Verzlanir og ein- staklingar sitja nú mislitt og ým islegt fallegt jólaskraut við hý- býli sin, og setur þetta mikinn svip á bæinn. Þá hefur hreppur- inn komið fyrir fallegu jólatré í miðbænum og var kveikt á því í kvöld. Stykkisihólmshreppur hefur nú flutt skrifstofur sínar á efri hæð í hinu nýja húsi Búnaðarbank- ans og fær þarna stór og vi,st- leg salarkynni fyrir starfsemi sína. — FréttaritarL „StjiirmE- fræði gerð auðskilin44 „STJÖRNUFRÆÐI gerð auð- skilin" nefnist ný bók, eftir Jónás S. Þorsteinsson kennara. Undirtitill er „Siglt og flogið eftir vitum loftsins". Bókin er aðallega ætluð verðandi skip- stjórnarmönnum og flugmönn- um. Höfundur segir m.a. í formála: „Vegna fjölda askorana frá sigl- ingafræðingum, flugmönnum, skipstjórnarmönnum og nem- endum mínum, var þessi bók skrifuð. Ýmis tækniorð, sem not uð eru af sigliiígafræðingum í flestum löndum, hafa ekki ver- ið þýdd. Bókin er þannig unnin að allt, sem að gagni má koma í sambandi við himinhnattaat- huganir á siglingunni eða á flug leiðinni er tekið á fljótasta, létt- asta og öruggasta hátt. Aðeins þarf að kunna barnaskólareikn- ing til að geta gert þær athug- anir, sem lýst er í bókinni." Bókin er 100 bls. að stærð. í henni er fjöldi mynda og teikn- inga efninu til skýringa, Útgef- andi er ísafold. r Oknyttnhverii í Reykjnvík LÖGREGLUNNI hafa að undan- förnu borizt ítrekaðar kvartanir vegna þjófnaða og skemmdar- starfsemi unglinga á Skólavörðu- holtinu. Er þarna um að ræða nokkurn hóp unglinga á aldrin- um 12 til 15 ára og venja ungl- ingarnir komur sínar í nýbygg- ingu Iðnskólans, þar sem þeir virðast hafa nokkurs konar bækistöð. Það eru aðallega kaupmenn á svæðinu, sem hafa orðið fyrir barðinu á óknyttum þessara unglinga, sem valda oft miklum skemmdum í innbrotum sínum. Eru jafnvel dærni þess, að ungl- ingarnir leggist út um nætur og eru þeir þá iðnir mjög við óknyttastarfsemi sína. Fyrir nokkru kom lögreglan svo að þremur unglingum í ný- byggingu Iðnskólans, sem voru undir áhrifum áfengis. Höfðu þeir stolið Carlsberg-bjór í tog- araafgreiðslunni og bergt á hon- um i fylgsininu með fyrrgreind- um afleiðiingum. Motmæla margföldun fasteignomots MBL barst í gær svohljóðandi tilkynning frá Húseigendafélagi Reykjavikur: Stjórn Húseigendafél. Reykja víkur ítrekar fyrri ályktun um mótmæli gegn margföldun gild- andi fasteignamats við virðingu á fasteignum til eignaskatts, og skorar á Alþingi að fella fram- komna tillögu um níföldun fast- eignamatsins í þessu skyni. Engin trygging hefur verið gefin fyrir því, að fyrningarfrá- dráttur til skatts vegna fast- eigna verði miðaður við nífalt fasteignamat, en það ætti að vera í rökréttu samhengi við álagningarhækkunina, verði hún lögfest. UNDANFARIÐ hefur færð á þjóðvegum landsins verið með afbrigðum góð, en í gær tók að snjóa á Norðurlandi og færð um leið að byngjast. Nokkuð mikið er um bleytur í vegum fyrir norðan og Múlavegur til Ólafs- fjarðar var í gær orðinn ófær. Einnig var vegurinn yfir Holta- vörðuheiði orðin ill yfirferðar og var búizt við að hann teppt- ist algjörlega. , STAKSTEII\I/VR Þung spor Á miðvikudag fóru fram kosn ingar í nckkrar nefndir á Al- þingi. Venjulega vekja slíkar kosningar enga sérstaka efiir- tekt en að þessu sinni beindist athygli manna sérstaklega að kcsninu í stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Þar hefur full- trúi Alþýðubandalagsins verið Björn Jónsson. En Björn hefur ekki sótt þingflokksfundi Al- þýðubandalagsins það sem af er þessum mánuði, eftir atburðina á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins. Og siðustu dagana áður en þessi kosning fór fram gætti töluverðrar taugaspennu í hópi þeirra þingmanna Alþýðu- bandalagsins, sem enn teljast til þingflokka hans. Áttu þeir að kjósa Björn eða áttu þeir að kjósa einhvern annan. Þessi spurnin þvældist fyrir þessum heiðursmönnum fram á síðustu stund. Þeir höfðu uppi ýmsa til- burði til þess að fresta vandan- um, en stóðu þó frammi fyrir honum að lokum. Hugarstríð þingflokksformannsins var mik- ið. Hann vissi að það mundi mælast mjög illa fyrir í herbúð- um stuðningsmanna sinna, ef Björn yrði kosinn. en hann gerði sér líka grein fyrir þvi, að ef Björn yrði ekki kosinn og þar með brotið samkomulag, sem gert var í þingflokki Alþ.bl. fyrr i haust, mundi að líkindum sjóða endanlega upp úr. Þingflokks- formaðurinn og fylgdarmenn hans stóðu því frammi fyrir tveimur kostum og báðum ill- um. Þeir völdu þann, sem þeir töldu að mundi skapa þeim minni vandræði. Þeir kusu Björn. F.n ekki er ólíklégt, að hendur sumra í þeim hópi hafi skolfið dálítið þegar þeir merktu seðil sinn þeim bókstaf, sem veitti Birni atkvæði. Það voru þung sþor fyrir suma Alþýðu- bandalagsmenn á miðvikudaginn. Blikur á lofti Sagt er, að ýmsar blikur séu á lofti innan Framsóknarflokks íns um þessar mundir og að til tíðinda kunni að draga á flokks þingi hans snemma á næsta ári. f kosningabaráttunni sl. vor sagði einn þingmaður Framsókn arflokksins, að stjórnartimabil núverandi ríkisstjórnar hefðu verið ár „hinna glötuðu tæki- færa“. Margir Framsóknarmenn telja nú, að haustmánuðirnir hafi verið tímar „hinna glötuðu tækifæra" Framsóknarflokksins og þeir kenna Eysteini Jónssyni um. Framsóknarmenn hafa aldrei þolað til lengdar menn, sem þeir hafa valið til forustu Á sínum tíma viku þeir Jónasi frá Hriflu frá án nokkurra orða lenginga 'og vitað er, að Her- manni Jónassyni var það á móti skapi að láta af flokksfor- mennsku Framsóknarflokksins, þegar Eysteinn tók við. Þegar þing kom saman í haust voru Framsóknarmenn vonglaðir mjög. Eysteinn var búinn að gera bandalag við Lúðvík og þeir voru þess fullvissir, að þeir mundu komnir í ráðherrastóla áður en árið væri liðið. En það fór á annan veg eins ©g allir vita. Samsæri Eysteins og Lúð- víks gegn hagsmunum þjóðarinn ar fór út um þúfur og Fram- sóknarmenn telja það tækifæri, sem þeir héldu sig hafa í haust endanlega runnið út í sand- inn. Þess vegna er nú röðin kom in að Eysteini að ganga þá braut, sem þeir Jónas og Hermann hafa troðið á undan lionum. íslenzkur lax veiðist við Grænland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.