Morgunblaðið - 07.01.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.01.1968, Qupperneq 1
28 SIÐUR OG LESBOK 5. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1968. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Það er ekki oft sem báta- < dekk klæðast fögrum skrúða, t en á jnyndinni sézt afturhlutii bátadekks, sem stendur áj bryggjusporðinum í Keflavíkt og er það þakið isdrönglum ( og grýlukertum, en í baksýn I grillir í Akrafjallið. í kvæðinu „Stjáni blái“, eft-i ir Örn Arnarson segir svo: í „Norðanfjúkið. frosti remmt, í fáum hefur betur skemmt, 7 sýldi hárið salti stemmt 1 sævi þvegið, stormi kembt". í Ljósm.: Sv. Þorm. í Sjá grein á bls. 3. 7 Grikkland: Kunnur bankastjóri lætur af starfi Bandar.kjastjórn leitar samninga við Kambodíu —■ um leyfi til oð veita Viet Cong eftirför yfir landamæri landsins Washington, New Delhi, 6. jan., AP-NTB. JOHNSON Bandaríkjaforseti hefur afráðið, að senda am- bassador Bandaríkjanna í Indlandi til höfuðborgar Kambodíu, Pnom Penh, til að ræða við forseta Kambodiu, um sex stöðvar að ræða, en sex aðrar munu vera í bygg- ingu. Sihanouk fursti hefur löngum neitað því, að her- flokkar hliðhollir Hanoi- stjórninni hefðu aðsetur inn- an landamæra Kambodiu. Bandaríkjamenn hafa hrvað eft ir annað bent á, að þeiir vi/ti ná- kvæmlega uim staðsetningu stöðva Viet Cong í Kamibodiu og fyrir fáeinum dögunn viður- kenndi Sihanouk fursti, að ver- ið gæti að Viet Cong hefði leiit- að sér skjóls fyrdr árásum Banda ríkjamanna á hilutlausu svæði. Benti hann á, að her Kambodiu telidi einungis 30.000 manas og væri ekki nægilega öflugur til Framhald á bls. 27. Thsombe sleppt úr fangelsi í Alsír AJgeirsborig. 6. jan. AP. HAFT er eftir heimildum, sem taldar eru áreiðanlegar, að Moise Thsombe fyrrum forsætisráð- herra í Kongó verði brátt látinn laus úr fangelsi í Alsír og verði honum vísað burt úr landinu. án þess þó að hann verði framseld- ur í hendur yfirvöldum í Kongó. Fregnin hefur ekki fengizt stað- fest af hálfu yfirvaldanna í Alsír. Thsombe var handtekinn 30. júní sl. Þá krafðist stjónn Kongó þess, að hann yrði framseldur Framhald á bls. 27. Vegobiéfsóntun fromlengd Saigon, 6. jan. — AP: ÚTIBÚ SSTJÓRA bandariska tímaritsins Newsweek í Saigon, Everett Martin, hefur verið ieyft að dveljast í S-Vietnam til 15. marz. S-vietnamska ríkis- stjórnin hafði fyrr í þessari viku neitað að framlengja vegabréfs- áritun Martins og konu hans, en það jafngildir brottrekstri frá landinu. Newsweek hefur hvað eftir annað verið gert upptækt í Saigon vegna greina tímaritsins um Vietnam-stríðið. Engin opinber yfirlýsing hef- ur borizt frá ríkisstjórninni varð andi þessa hugarfarsbreytingu, en frá aðalstöðvum Newsweek í New York berast þær fregnir, að bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hafi skorizt í leikinn og feng- ið ríkisstjórn S-Vietnam til að framlengja dvöl Martins í land- inu. Aþenu, 4. jan. NTB-Reuter. EINN af mörgum fyrrverandi forsætisráðherrum Grikkilands, Yannis Paraskevopoulos^ hefur látið af störfum sem bankastjóri gríska þjóðbankans. Samtímis þvi hafa fjórir atkvæðamiklir bankamenn dregið sig í hlé, að því ecr tilkynnt var í Aþenu í dag. Sihanouk fursta um stöðvar herflokka N-Vietnam og Viet Cong- hreyfingarinnar í frum skógum Kambodiu, sem er hlutlaust í Vietam-deilunni. Samkvæmt upplýsingum leyniþjónustu Bandarikja- anna og annarra rikja er hér Barnard vill græða hjarta í blökkumann Höfðaborg, 6. jan. NTB — AP. DR. PHILIP BLAIBERG, sem hjartað var grætt í á dögnnum virðist á góðum batavegi. Hann sat uppi í rúmi sinu í morgun og snæddi hádegisverð með beztu lyst. Nú eru fimm dagar liðnir frá því aðgerðin var gerð og er nú að hefjast hættulegasta tíma- bilið, þegar hætta er á, að lík- aminn reyni að visa frá sér hin- nm framandi vef. Enn er ekkert að sjá á Blaiberg, sejjj bendir til þessa. Dr. Chris Barnard, fyrirliði læknaliðsins við Grote Schuur sjúkrahúsið, sem aðgerðina fram- kvæmdi, sagði í dag, að kæmi til þess að hjartað, sem grætt var í dr. Blai'berg, brygðiist, væri alveg hugsanlegt að græða annað hjarta í hann. Jafnframt sagði dr. Barnard, að hann langaði til að Framhald á bls. 27. Skógarhöggsmaður í stríði við Bandaríkiastiórn Round Mountain, 5. jan., AP. Skógarhöggsmaður einn, sem býr með fjölskyldu sinni um 400 km norðaustur af San Francisco hefur um tveggja mánaða skeið staðið í stríði við bandarísk yfirvöld og varð loks að láta undan í gær. Skógarhöggsmaðurinn, Virgil Gray að nafni, neitaði yfirvöldunum um leyfi til að leggja rafmagnsleiðslur yfir 40-ekra land sitt frá Bonne- ville-stíflunni í Columbia- fljóti. Rafmagnsleiðslurnar eru 1455 km langar og eiga að sjá Suður-Kaliforniufylki fyrir rafmagni. Nemur kostn- aðurinn við þessar fram- kvæmdir 700 millj. dollara. Vopnaður riflum og hagla- byssum hefur Gray hvað eft- ir annað hrakið lögreglufor- ingja og verkfræðinga af landi sínu. Gaf fylkisstjórnin loks út handtökuheimild á Gray, en þá gafst hann upp og lét son sinn semja við stjórnarerindrekana af sinni hálfu, fyrir þrábeiðni konu sinnar og barna. Mestu mun þó hafa ráðið um uppgjöf Grays að tvö börn hans lágu veik. Tjáði Gray lögreglu- mönnunum, sem komu til að handtaka hann, að hann vildi ekki að börnin yrðu hrædd. Fór svo að ekkert varð af handtökunni. Þegar Gray loks fékkst til að tala við fréttamenn sagði hann, að aðgerðir stjórnarinn- ar væru smánarlegur þjófnað- ur á hans eigin landi. Gray sagði: „Það, sem mest er um vert í þessu lífi er ekki að vera ástfanginn eða dauð hetja, heldur embættismaður sjálfs sín, húsbóndi eigna sinna.“ Fyrrum þegar Gray sá blaðamenn nálgast greip hann riffil sinn og hljóp til skógar. Þessi einbeitti, stolti mað- ur var í slæmu skapi, er hann ræddi við fréttaþjónustuna: „Eg hef ekki getað gengi'ð að verki, ekki höggvið tré fyrir snápum ríkisstjórnarinnar, sem eru eins og plága á mínu landi. Ég vil ekki að rafmagn verði leitt yfir mitt land. Ég mun aldrei vilja það. Ég vil ekki mútur frá ríkisstjórninni. Ég vil að ég sé látinn í friði.“ Síðan bætti hann við dap- urlega: „En ég get ekki barizt einn á móti þeim öllum.“ * M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.