Morgunblaðið - 07.01.1968, Side 14

Morgunblaðið - 07.01.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1968 Útgefandi: Fr amk væmdas tj ór i: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: flausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði 'nnanlands. TEKKÓSL Ó VAKÍA Á NÝRRI LEIÐ? A fli^l iit UIKt J III 0 'AN IÍD HFIMI 1 nll UU nLIIVII Eftirköst menning- arbyltingarinnar ÞEIR leiðtogar kínverskra kommúnista, sem hingað til hafa lifað af hinar víðtæku pólitísku hreinsanir reyna nú af öllum mætti að koma reglu á hreinsanirnar eða menning- arbyltinguna. Fyrsta verkefnið er, að stöðva óhemjulegar aðgerðir byUingarsamtakanna", sem spruttu upp á síðasta ári til að verja Mao formann og meginreglur hans. Næsta verk er að hopa ögn á hæli með glæsibrag til að sann- færa ráðvillta Mao-isinna um að breytingarnar, sem orð ið hafa, hafi verið réttar og nauðsynlegar. í þriðja lagi þarf að beita kænsku við hinn fámenna og einarða hóp þeirra afturhaldsafla, sem hafa stolið slagorðum menn- ingarbyltingarinnar og hafa reynt að ýta undir erfiðleik- ana með háðslegri notkun á orðunum „lengst til vinstri". Pekingstjórninni hefur orð- ið nokkuð ágengt í málum þessum, en þó ekki svo að verulegur ábati sé af. Segja má, að Kína þjáist enn af hastarlegum timburmönnum eftir byltingarofsann. „Lengst til vinstri" er eins konar McCart'hyismi, sem í Kína lýsir sér í því, að þykj- ast sjá auðvaldssinna og arð- ræningja í hverju skúm.a- skoti. Herinn hefur fengið skipun um að koma aftur á lögum og reglu úti á landsbyggðinni. Sérstakar nefndir hafa verið settar á laggirnar í nálega hverju héraði til að vinna að framgangi málsins. En herinn hefur orðið að snúa sér til hinna gömlu em- bættismanna skriffinnsku- stjórnar til að koma ýmsuim verkefnum sínum í fram- kvæmd, en það var einmitt andúðin á þessu skrifstofu- valdi, sem mikinn þátt átti í að hrinda menningarbylting- unni af stað, með Rauðu varð liðana fremsta í flokki. Margir atkvæðamiklir stjórnmálamenn hafa verið sviptir völdum, eða látnir draga sig í hlé, þar á meðal Liu S'hao-chi, Teng Hsiao- Pmg og Peng Chen. En þús- undir annarra, bæði hátt- settra embættismanna og stjórnmálamanna virðist nú eiga að ,,endurreisa“ og hef- ur það vakið í senn gremju og ugg hjá mörgum ein-sýnum Mao-sinnum. Annað flókið vandamál er, að fjandskapurinn og túlkun- armisræmið út af kenningum Maos — sem einna helzt má líkja við rökræður guðfræð- inga á miðöldum — hefur ekki minnkað neitt að ráði. Næstum hver verksmiðja, skrifstofa, eða bær hefur að minnsta kosti tvo Mao-sér- fræðinga, sem deila harka- lega innbyrðis hvernig túlka og skilja beri ýmis atriði í kenningum Mao formanns. Undir yfirborði hinnar nýju hógværu stefnu, sem Chou- en lai, forsætisráðherra boð- ar, er greinilegt, að Maosinn- ar hafa barizt fyrir völdum og áhrifum til einskis í ein- stökum fylkjum og ríkjum, og að reynt verður að stemma stigu fyrir að þessir hópar og klíkur komist upp með m.oð- reyk. f mörgum héruðum hefur herinn neytt byltingarsinnuð Mao-samtök að hætta starf- semi og sameinast öðrum, sem byggð eru á því eina rétta kerfi. Þessum bita hef- ur mörgum reynzt erfitt að kingja og í mörgum fylkjum er þetta endurnýjunarstarf aðeins á frumstigi. Sumsstaðar hefur Chou, sér til að leysa slík samtök upp að bragði, en hefur samið einskonar vopnahlé við hina æstu miðlim.i þeirra. Chou en lai. En kínverska pressan og útvarpið virðast nú eiga að taka að sér að varða veginn - að nýju, en þrátt fyrir það segja ferðamenn sem nýlega hafa verið í Kína, að hvar- vetna verði vart óvissu og óöryggis, fól'k veit ekki leng- ur hvað snýr upp og hvað niður, hvað er hvítt og hvað er svart. Það hefur áreiðanlega veikt stöðu hersins í Kína, að honum hefur verið att fram sem eins konar oddamanni, en gífurlegur áróður er nú rekinn um gervallt landið til að fá almenning til að trúa öllu bezta um herinn og fylkja sér um hann. Kínverjar eru hvattir til að gagnrýna eigin mistök og láta aðra hafa áhyggjur af pólitískum skyss- um. Ekki verður annað sagt en hér kveði við nokkuð ann- an tón en þann, sem byltingin barðist fyrir. (Þýtt og endursagt úr Her- ald Tribune). Lóð Hrafnistu skipulögð — Byggð einbýlishús tyrir roskin hjón fpékkóslóvakía var þegar fyrir heimsstyrjöldina síð- ari háþróað iðnaðarríki og m.a. þekkt fyrir bifreiðaiðnað á háu stigi, gleriðju og fleira. Áður en heimsstyrjöldin síð- ari hófst urðu Tékkar að þola ásælni hinna þýzku nazista og eins og margar aðrar þjóð- ir hersetu herja Hitlers á styrjaldarárunum. Að heims- styrjöldinni síðari lokinni gerðu menn sér vonir um, að lýðræði yrði endurreist í Tékkóslóvakíu og frá þeim tíma ber hæst í sögu írjálsrar Tékkóslóvakíu nöfn manna á borð við Benes og Mazaryk. En Sovétríkin voru staðráðin í að koma sér upp belti lepp- ríkja í A-Evrópu og snemma á árinu 1948 frömdu komm- únistar hið svívirðilega valda- rán sitt en Jan Mazaryk fannst látinn fyrir neðan gluggann á skrifstofu sinni í utanríkisráðuneytinu hinn 10. marz það ár. Allt frá þeim örlagríku tím- um hefur Tékkóslóvakía ver- ið í hópi þeirra Austur- Evrópuríkja, sem fylgt hafa Sovétríkjunum af mestri spekt og má vart á milli sjá, hvort ríkjanna hefur reynzt Moskvu fylgispakara, Austur- Þýzkaland eða Tékkósló- vakía. Um miðjan síðasta ára- tug, þegar veldi Sovétríkj- anna í Austur-Evrópu riðaði til falls vegna byltingartil- rauna í Ungverjalandi og Pól- landi og uppreisn verka- manna í Austur-Berlín, hreyfði Tékkóslívakía sig ekki. Á síðustu árum hafa ýmis Austur-Evrópuríki og þá sérstaklega Rúmenía, en einnig að nokkru leyti Ung- verjaland, sýnt ákveðnar til- hneigingar til þess að rjúfa hin nánu tengsl, sem bundið hafa þessi lönd við Moskvu og hefur þessi þróun valdið ráðamönnum í Kreml mikl- um áhyggjum. En enn hreyfði Tékkóslóvakía sig ekki. Nú hafa hins vegar borizt fregnir um það, að aðalritara tékkneska kommúnistaflokks ins Novotny, hafi verið vikið úr embætti og jafnframt gerð ar verulegar breytingar á stjórn landsins og kommún- istaflokksins. Þessar breyt- ingar verða mánuði eftir að Brésnev, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, kom í óvænta heimsókn til Prag, til þess að reyna að styrkja stöðu Novotnys. Fregnir herma, að þeir, sem nú hafa tekið við völdum í Tékkóslóvakíu séu frjálslvndari menn af nýjum skóla og þótt að sjálfsögðu sé ekkert hægt að fullyrða um það enn, verður vissulega fróðlegt að fylgjast með þró- uninni í Tékkóslóvakíu á næstu mánuðum. Tékkóslóvakía er um margt til þess fallin að hafa forustu fyrir Austur-Evrópuríkj un ■ um. Því forustuhlutverki hafa Tékkar ekki gegnt, þeir hafa ekki verið í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisbaráttunni gegn Moskvu. Nú kann svo að fara, að nýir tímar séu í nánd í Tékkóslóvakíu og fylgi Tékk- ar í fótspor Rúmena og Ung- verja, getur mikilla tíðinda verið að vænta frá Austur- Evrópu á næstunni. SÍÐBORIN VIÐURKENNING ryrri hluta árs 1958 felldi vinstri stjórnin gengi ís- lenzku krónunnar með sér- kennilegum hætti. í stað þess að viðurkenna gengisfelling- una í raun, var lagt á svo- nefnt yfirfærslugjald, mis- munandi eftir því til hvers nota átti gjaldeyrinn, en yfir- færslugjaldið var frá 30—- 55%. Vinstri stjórnin og for- vígismenn hennar neituðu stöðugt að um gengislækkun væri að ræða. S.l. föstudag skrifar Þórar- inn Þórarinsson, alþingismað- ur og ritstjóri grein í blað sitt, þar sem hann ræðir ýmsa atburði á árinu 1958 og segir þar m.a.: ,Það var Ijóst vorið 1958, að óhjákvæmilegt var að grípa til meirháttar efnahagsað- gerða, ef atvinnulífið átti ekki að stöðvast. Árin á undan höfðu verið óhagstæð útflutn- ingsframleiðslunni og hafði því orðið að grípa til útflutn- ingsuppbóta í sívaxandi mæli. Tekna var aðallega aflað með háum tollum á minna nauð- synlegar vörur. Þegar það bættist við, að árið 1957 var enn óhagstæðara en hin fyrri varð ekki komist hjá því að gera nýjar ráðstafanir til hjálpar útflutningsframleiðsl- unni. Framsóknarmenn töldu málum svo alvarlega komið, að ekki yrði komizt hjá geng- isfellingu, en vegna afstöðu samstarfsflokkanna var held- ur valin óbein gengisfelling, það er að lagt var á 30—55% yfirfærslugjald á nær allan seldan gjaldeyri. Þetta fé var notað til útflutningsuppbóta." Með þessum tilvitnuðu orð- um hafa þau stórtíðindi gerzt, Á SJÓMANNADAGINN 1954 lagði Forseti íslands hornstein byggingar sjómannaheimilisins að Hrafnistu, en þá var fyrsti hluti byggingarinnar fokheldur. einum áratug eftir að vinstri stjórnin felldi gengi íslenzku krónunnar, að einn af helztu stuðningsmönnum hennar hef ur loks talið fært að viður- kenna þá staðreynd, sem öll- um var raunar ljós fyrir 10 árum, en vinstri stjórnin og stuðningsflokkar hennar vildu þá ekki viðurkenna og hafa aldrei viðurkennt þar til nú, að um stórfellda gengis- fellingu var að ræða 1958. Fyrstu tvær álmur heimilisins voru opnaðar vistfólki á sjó- mannadaginn 1957. í annarri þeirra voru 41 einbýlisherbergi og 6 hjónaherbergi, en í hinni 9 einbýlisherbergi, 8 tvíbýlisher- bergi, 2 þríbýlisherbergi og sjúkradeild með 44 rúmum. í þessum byggingum voru enn- fremur borðsalur er rúmar um 150 manns, eldhús stofnunarinn ar, þvottahús og geymslur. Á sjómannadaginn 1962 var opnuð ný álma með tilheyrandi milliálmu, eða tengiálmu og varð heildarvistmannafjöldi þá 196 manns. Á sjómannadaginn 1965 var opnuð ein álma enn með 63 einbýlisherbergjum, er jöfnum höndum má nota sem hjónaher- bergi og á sjómannadaginn 1967 var tekin í notkun seinasta álma byggingarinnar, sem verður not uð sem hjúkrunardeild á neðstu haeð, en með einbýlisherbergjum á 2 efri hæðum og er heildar- vistmannafjöldi nú tæplega 400 manns. Næst liggur fyrir að skipuleggja lóðina í kring um Hrafnistu og byggja einbýlis- hús á lóðinni fyrir roskin hjón. Gullsmygl í Japan Qsaka, 6. jan. AP. JAPANSKIR tollverffir og lög- reglurncnn hafa komið upp um umfangsmesta gullsmyglara- hring eftirstríffsáranna í Japan. Hafa 15 menn veriff handteknir aff sögn lögreglunnar í Osaka. Yfirvöldin segja að hringurinn hafi samanistaðið af fjórum hóp- um og smyglað inn í landið gulli, sem jafngildir næstum 7 millj. dollara á tveimur árum. Segir lögreglan, að gullinu hafi verið smyglað inn í ýmsum myndum frá Hong Kong, Líbanon, Sviss og Bretlandi. Gullið var notað í skrautgripi í Japan og selt til skartgripáverzlana um landið allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.