Morgunblaðið - 07.01.1968, Page 15

Morgunblaðið - 07.01.1968, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 7. JANÚAR 1968 15 Þeir hverfa einn af öðrum Það er lífsins lögmál, að eftir því sem menn eldast hverfa æ fleiri samferðamenn þeirra, einn af öðrum. í Reykjavíkurbréfi hef ur ekki fyrr gefizt færi á að minnast tveggja manna, sem mik ið létu að sér kveða í félagslífi Reykjavíkur, að nokkru hvor á sínum vettvangi og báðir önd- uðust nokkru fyrir hátíðir. Þess- ir menn eru Sveinn Helgason stórkaupmaður og Haraldur Hjálmarsson matsveinn, nú síð- ast forstjóri Hafnarbúða. Sveinn Helgason var lengi í fremstu röð verzlunar- og kaup- manna hér í bæ. Hann var aldrei sérlega umsvifamikill eða fyrir að láta á sér bera en naut trausts allra þeirra, sem honum kynntust, og þokaðist því fyrir annarra atbeina í fremstu röð þeirra samtaka, sem hann tók þátt í. Ber þar fyrst að telja fé- lagsskap hans eigin stéttar, þá KlakabundiÖ skip i Reykjavíkurhöfn. Ljósm. Kr. Ben. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 6. jon bindindishreyfinguna og loks Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík, einkum Varðarfélagið. Sízt mun ofmælt þó a'ð sagt sé, að engum einum manni sé meira að þakka, að upp er risið hið glæsilega hús Góðtemplarareglunnar á Skóla- vörðuhæð. Áhugamál Sveins var, að það yrði um langa framtíð höfuðstöð heilbrigðs skemmtana- lífs í bænum, og er óskandi, að svo verði. I Varðarfélaginu reynd ist Sveinn óþreytandi vi'ð öll þau störf, sem hann tók að sér og átti þar fáa sína jafningja. Sér- staklega verður hans þó minnst fyrir það, hversu tillögugóður hann ætíð reyndist. Eins og verða vill hefur verzlunarstéttin á stundum talið á sig hallað eða ekki nógu örugglega staðið á verði um sina hagsmuni. Sveinn var einn hennar ötulasti tals- maður, en hann kunni einnig að meta það, sem vel var gert, og lét það ekki liggja í þagnar- gildi, enda skildi hann, að án samhugs annarra er öllum, jafnt stéttum og mönnum, vo'ðinn vís. Haraldur Hjálmarsson var lengi á sjó og gerðist þegar á þeim árum oddviti stéttarbræðra sinna. Síðar komst hann í eins- konar lykilstöðu sem umsjónar- maður verkamannaskýlisins og síðar forstjóri Hafnarbúða. Hann vann traust þeirra, sein hann hafði samskipti við, enda misnot- aði hann aldrei aðstöðu sína í pólitískum tilgangi, þrátt fyrir mikinn stjórnmálaáhuga. En hann fór heldur aldrei dult með skoðanir sínar, hvorki gagnvart þeim mikla fjölda, sem hann umgekkst í daglegu starfi né gagnvart flokksbræðrum, þegar hann af hreinskilni sagði hvern hug hann hélt, að almenningur bæri til framkvæmda, sem yfir stóðu, og ráðagerða, sem uppi voru. Sjálfstæðisflokknum er mikill missir að þeim báðum, Sveini Helgasyni og Haraldi Hjálmars- syni. Ásg isgeirsson eir lætur af forsetastörfum Þó að rétt það sé, sem herra Ásgeir Ásgeirsson sagði i ára- mótaávarpi sínu, að kveðjustund hans sem forseti Islands væri ekki komin, þá er eðlilegt, að mönnum verði tíðrætt um þá yfirlýsingu hans, að hann muni ekki oftar verða í kjöri. Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti eftir harða kosningabaráttu og auðvitað hafa ekki allir verið sammála um allt, sem hann hef- ur gert í starfi sínu. En enginn efi er á, að yfirgnæfandi meiri- hluti manna telur, að hann hafi rækt starf sitt með afbrigðum vel. Sú staðreyhd, að eftir fyrstu kosningarnar hefur aldrei verið boðið fram á móti honum, sýnir sannfæringu forystumanna um lýðhylli herra Ásgeirs, og a'ð vísu einnig vilja þeirra til að hefja forsetaembættið upp yfir dægurþras. Slíkt getur forsetinn einn, þótt ágætur sé, ekki gert. Til þess þarf samkomulag, — í þessu tilfelli þegjandi — yfir- gnæfandi meirihluta áhrifa- manna með þjóðinni. Það sam- komulag ber því fremur að virða sem herra Ásgeir hefur stundum ekki komizt hjá að taka ákvarð- anir, er menn voru mismunandi ánægðir með. Öllum kemur sam an um. að herra Ásgeir Ásgeirs- son sé í senn maður varfærinn og hygginn, en hann hefur aldrei hikað við, er á reyndi, að taka þá ákvör’ðun, sem hann taldi rétta, þó að hann vissi, að hann kynni þess vegna að verða fyrir aðkasti um sinn. Enda vita menn í þvílíkum ábyrgðarstöðum, að þeir þurfa hvort tveggja, að hlýta dægurdómum og dómi sög- unnar. Umræður um verk þeirra eru því óhjákvæmilegar, og eng- um til góðs, að þagað sé um það, sem menn eru ósammála. En um forseta ber öðrum fremur að gæta þess, að persónuleg áreitni eigi sér ekki stáð, þó að sitt sýn- ist hverjum um málefni. Ánægju efni er, að þetta hefur yfirleitt tekizt um þá tvo forseta íslands, sem hingað til hafa setið. ,Ber að halda í hæstum heiðri46 V' í áramótaávarpi sínu minntist forseti á staðreynd, sem mjög hefur mótað hans eigin viðhorf og íslenzka þjóðin má aldrei missa sjónir á. Hann sagði: „Og þá minnist ég ekki sízt Alþingishátíðarinnar 1930, sem átti ríkan þátt í að efla sjálfs- traust íslendinga og athygli og álit erlendra manna á fámennri, afskekktri þjóð, sem átti þúsund ára þingsögu að baki. Einn brezki fulltrúinn stóð að vísu fast á því, að brezka Parliamentið væri móðir þjóðþinganna, en játaði fúslega, að Alþingi íslendinga væri þá amma þeirra. Með slíka forsögu getum vér hvorki leyft oss né megum óvirða vort eigið Alþingi. Því ber að halda í hæst- um heiðri.“ Þetta er þörf áminning lífs- reynds manns, eins þeirra, sem allra lengst hefur starfað að stjórnmálum hér á landi. Saga Alþingis er að vísu mjög breyti- leg. Um margar aldir voru völd þess lítil, allt önnur og ólíkt minm en í upphafi og á síðustu áratugum. En þrátt fyrir breyt- ingarnar, hefur Alþingi ætíð verið meginás innlendrar ís- lenzkrar stjórnskipunar, og ým- ist helzti fulltrúi sjálfstæðis þjóðarinnar e'ða helzta táknið í baráttunni fyrir því. Vilji og vonir almennings hafa lýst sér í ályktunum Alþingis. I sumum lögum er þjóðhöfðinginn uppi- staða stjórnskipunarinnar; svo var hér einungis á ófrelsisöld- um þjóðarinnar, og þá var hann handhafi og umboðsmaður hins erlenda valds, sem Alþingi eftir megni stóð á móti og að lokum tókst að losa þjóðina við. Islend- ingar þurfa þó ekki síður á þjóðhöfðingja að halda en aðr- ar norrænar þjó'ðir, sem búa við svipaða menningu og stjórn- arhætti en hjá öllum þessum þjóðum, er hann fyrst og fremst sameiningartákn og er því aðeins ætlað að taka sjálfstæðar ákvarð- anir, að aðrir handhafar ríkis- valdsins bili. Engu að síður hefur þjóðhöfðinginn hjá þeim miklu sterkari sögulega hefð en hér- lendis. Eins og þeim hentar okk- ur áreiðanlega bezt, að á milli kosninga sé Alþingi a'ðalvaldhaf- inn, sem kveði á um hverjir fari með rikisstjórn og hafi úrslita- ráð um stefnu hennar og störf. Það er eftirminnilegt vitni um hinn glögga skilning herra Ás- geirs Ásgeirssonar á starfi sínu, að hann skyldi minna á þetta í hinu síðasta áramótaávarpi sínu. „Koraið inn á hætlusvæði á ófriðartíma“ Herra Ásgeir Ásgeirsson á einnig þakkir skyldar fyrir það, að hann nú eins og oft áður, er ekki myrkur í máli um það, að íslendingar verða að taka afleið- ingunum af breyttum tímum og aðstæðum. Forsetinn sagði: „Svo virðist sem ýmsir hafi áhyggjur af því, að einangrun íslands sé úr sögunni. Og ekki er því að neita, að á þessari öld tækninnar, kafbáta, flugvéla og eldflauga er ísland eins og önn- ur lönd, komið inn á hættusvæði ófriðartíma. Atomöldin gengur og jafnt yfir alla. Og þá er að taka því með skilningi og drengi- legri sambúð við aðrar þjóðir. Vér búum við gott nágrenni. Ófriðarhætta milli þeirra þjóða, sem búa á ströndum norðanverðs Atlantshafs að vestan og austan, er einnig úr sögunni. Oss ber að rækja góða frændsemi við skyld- ar þjóðir, og vinskap við allar þjóðir, sem vér höfum nokkur samskipti og viðskipti við. Stór- veldisdraumar eru engin freist- ing fyrir vopnlausa, fámenna þjóð." Alit er þetta satt og rétt, mætti raunar segja, að það ætti að vera svo auðsætt, að óþarft væri að hafa orð á því. En því miður eru enn furðu margir, sem ekki gera sér grein fyrir þessum auðsæju staðreyndum. Sumir harma. að éinangrunin sé úr sög- unni og virðast vilja láta þjóð- ina hegða sér eins og engin breyt ing sé á orðin. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er einangrunin horfin og kemur aldrei aftur. Flestir þeir, sem þekkja sögu Islands, mundu bæta við: Sem betur fer. Á síð- ustu misserum heyra menn raun- ar þá nýjung, að misskilningur sé, að Island hafi áður fyrri verið einangrað. Einn eða fleiri kommúniskir sagnfræðingar eru að reyna að lauma þessari hugs- un inn hjá mönnum, að því er ætla verður í þeim tilgangi, að ekki séu teknar eðlilegar, óhjá- kvæmilegar afleiðingar af ger- breyttu ástandi. Auðvitað hefur einangrun Islands verið misjafn- lega mikil og þjóðin ætíð orðið fyrir einhverjum erlendum áhrif- um. Menning þjóðarinnar náði fyrrum hæst, þegar mest voru samskipti við aðrar þjóðir. Á hinum dimmu, döpru öldum hafði einangrunin sem sé ekki aðeins nærri drepið þjóðina í bókstaflegum skilningi, heldur var hún komin langt með að eyða menningu hennar, jafnvel þó að líftóra héldist með því fáa fólki, sem eftir hjarði. Óþarft er að deila héðan af um það, hvílíkan skaða einangrunin gerði okkur því að hvort tveggja er óhagganlegt, að hún var fyrir hendi og er nú horfin. Þá er að taka afleiðingunum af því, þar á meðal, eins og forsetinn segir, gera sér grein fyrir að ísland er komið inn á hættusvæði ófriðar- tíma. Þegar af þeirri ástæðu eiga Islendirgar sjálfs sín vegna að hjálpa til að halda því öryggi, sem bezt tryggir frið í okkar heimshluta. Ekki „fornminjar íí hættu. Prófessor Þorkell Jóhann- esson vakti athygli á því, að þrátt fyrir einangrunina voru öldum saman erlendar bækistöðv ar umhverfis allt land, bæki- stöðvar, þangað sem allur al- menningur varð að sækja hluta af s:nni lífsbjörg og þá a. m. k. öðru hvoru að bregða fyrir sig erlendu tungutaki. Auðlærð er ill danska, eins og þar stendur. Það var fyrst eftir að einangrun- in fór að hverfa og samtímis brotthvarfi hennar, sem lands- menn tóku markvisst að hreinsa mál sitt. Nú gæta menn þess svo vel, — flestir, sem komnir eru t.l vits og ára, — að óhikað og yfirlætislaust má segja, að aldrei hefur verið lögð á það önnur eins stund að yfirlögðu ráði. I þessu sambandi er raun- ar ekki alsendis ófróðlegt að kynnast því, sem nýjustu rann- sóknir sýna, að áhrif talvéla og fjölmiðlunartækja við tungumála kennslu virðast vera miklu minni en menn lengi hugðu. Þeir sem þvílíkra tækja njóta taka sízt meiri framförum í tungumála- námi, en hinir, sem búa við gam- aldagsaðferðir. Áhrifaríkasta kennslan fæst við að dvelja nokk urn'tíma meðal þeirra þjóða, sem sjálfar tala tunguna, sem læra á. Bezta verndin fyrir viðhald ís- lenzkunnar ætti samkvæmt því að vera sú að hindra, að a. m. k. unglingar færu úr landi! Sem betur fer eru íslendingar nú orðn ir svo margir veraldarvanir og meðvitandi um gildi tungu sinn- ar, að sennilega hefur hún aldrei verið í minni hættu en nú. At- hyglisvert er einnig, að einmitt endalok einangrunarinnar hjá öðrum þjóðum — og var einangr- unin þar þó miklu síður tilfinn- anleg en hér — hafa víðsvegar vakið upp aukinn áhuga fyrir fornri tungu, frelsi og þjóðmenn- ingu. Svo er t. d. í Skotlandi og Wales, að Irlandi ógleymdu. I sjónvarpinu mátti fyrir fáum kvöldum sjá myndir frá Indlandi, þar sem stúdentar þar mótmæltu því, að enska væri lögfest sem höfuðmál, og hefur hún þó um aldir verið það tungumál, sem Indverjar úr ólíkum landshlut- um urðu að tala saman til að skilja hvern annan. Hinsvegar fengu menn enn síðasta gamlárs- kvöld að sjá og heyra, að frænd- ur okkar á Norðurlöndum, sem búið er að telja trú um, að við séum að hverfa í gin Ameríkana, eru mun ameríkanséraðri en við. a Síðar í ræðu sinni segir forset- inn: „Sumir virðast og hafa aukn- ar áhyggjur um framtíð íslenzks máls og menningar. En þá væri hvort tveggja lítils virði, ef það gæti ekki þrifizt nema í einangr- un, eins og viðkvæm jurt undir glerþaki eða fornminjar á safni. íslenzkt þjóðerni er málið, hugs- unarhátturínn og óslitin saga frá upphafi íslands byggðar. Hrein og svipmikii tunga stóð af sér allar hættur nýlenduáranna um margar dimmar aldir.“ Einnig í þessum efnum segir herra Ásgeir sannindi, sem sum- ir sýnast ekki hafa gert sér nógu ljós. Vel má vera, að einangrun- in hafi um skeið verið nokkur vernd íslenzkri tungu. En á mestu niðurlægingar- og einangr unartímum var hún þó í mestri Dr, Páll ísólfsson hættir störfum Menning nútímaþióðar er ekki takmörkuð við tungumálið eitt, hversu mikið sem menn vilja úr því gera. Um það ber ævistarf Páls ísólfssonar glöggt vitni. Á meðan fslendingar bjuggu við einangrun hefði þvílíkur lífsfer- ill verið óhugsandi á tslandi. Fáir gerum við okkur enn fulla grein fyrir því, hvílíkt þrekvirki Páll vann á unga aldri, þegar hann komst í allra fremstu röð organ- ista og það í höfuðkirkiu, þar sem sú list hafði náð einna eða allra hæst i heimsbyggðinni. Þeir, sem vit hafa á hljómlist, segja frá afrekum Páls í þeim efnum. Það er ógleymanleg sjón að hafa séð Pál og séra Biarna saman við ótal jarðarfarir áður fyrri. Og séra Halldór á Reynivöllum skrifaði um það á sínum tíma, hve hneylcslanlegt væri, að menn hreyfðu sig í Dómkirkiunni fyrr en Páll hefði lokið leik sínum. Jafnvel þeir, sem um þetta gerðu sig seka, fundu, að Páll átti rík- an þátt í að gera kirkiusókn að hátíð fyrir þá sem hennar vildu njóta. Nú hefur Páll endanlega látið af því starfi, en hann mun lengi lifa í minningu manna, ekki einungis fyrir músíkafrek sín heldur ætíð á meðan sam- tíðarmenn hans hafa ánægju af að ryfja upp góðlátlega og græskulausa gamansemi. Minn- ingarbæltur hans tvær tryggja raunar að það verða ekki sam- tímamennirnir einir, sem þeirrar ánægju njóta, heldur einnig hin- ir, sem gaman hafa af góðum bókmenntum um ókomnar aldir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.