Morgunblaðið - 14.01.1968, Qupperneq 15
ICrOKGUNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14; JANÚAR 19Q8
15
\ iðurkeniiing úr
óvæntri átt
Yfir öllum þeim, sem fást við
fitstörf að staðaldri, vofir sú
hætta, að skrif þeirra verði of
einhæf. Þess vegna er ánægju-
legt að lesa það, er ungur Fram-
sóknarma'ður segir í Tímanum sl.
fimmtudag um „efni“ Reykjavík-
urbréfa, sem hann segir vera hin
„ólíklegustu":
„Verk ungskálda, erjur
menntaskólastráka, trúmáladeil-
ur, ævisögur, málverkasýningar,
útgerð og aflabrögð, vexti og
lánastefnu, ferðalög fyrirmanna,
styrjaldir og byltingar tvist og
bast um veröldina, verðbólgu og
vísitöluuppbætur, skepnuhátt og
ósvífni andstæðinganna, „kölk-
un“ Einars Olgeirssonar, „holl-
ustu“ Hannibals og urmul af
öðru, nánast flest milli himins
og jarðar.“
Úr gildi þessarar viðurkenn-
ingar dregur ekki það, þófct hinn
ungi Framsóknarmaður skilji
ekki tilgang Reykjavíkurbréfa
og hann fari hnjóðsyrðum um
þann, er hann hyggur vera höf-
und bréfanna, sem hann segir
þó hafa „alsjáandi auga“, og
„ekkert mannlegt sé honum
óviðkomandi“! Jafnvel höf-
undur bréfanna hafði ekki gert
sér grein fyrir, áð hann kæmi
svo víða við í rabbi sínu, að réfct-
lætti slíka viðurkenningu.
Nefnir ekki
Evstein
i j
Hinn ungi Framsóknarmaður
nefnir hins vegar ekki Eystein
Jónsson. En engum, sem hlustaði
á útvarpsþátt Björgvins Guð-
mundssonar sl. mánudagskvöld,
dylst hvern hinn ungi Framsókn
armaður hefur í huga, þegar
hann skrifar:
„Óðapólitíkin endurspeglast í
ófrjóum stjórnmálaumræðum,
þar sem klippingar úr gömlum
ræðum andstæðinganna og ófor-
skammaðir útúrsnúningar eru
taldir helztu kostir, og sá er
mestur, sem oftast grefur upp úr
rykföllnum Alþingistíðindum að
fyrir ævalöngu sagði einhver
eitthváð sem er öðru vísi en
sami eða aðrir segja nú. Eðli
sjálfra vandamálanna, mat á
gögnum og hlutlægar upplýsing-
ar, röksemdir með eða móti og
ákveðnar ítarlegar tillögur eru
eitur í beinum boðbera óðapóli-
fcíkurinnar, valdhafanna í land-
inu.“
Síðustu þremur orðunum hef-
ur verið bætt inn í því skyni
að greinin fengi rúm í Tíman-
um. Að öðru leyti er þessi máls-
grein nákvæm lýsing á frammi-
stöðu Eysteins Jónssonar í þess-
um útvarpsþætti. Og er raunar
ekki furða, þótt hinum unga
manni ofbjóði það, sem hann
kallar hið „alsjáandi auga“ and-
stæðings síns miðað við þröng-
sýni síns eigin formanns. I út-
varpsþættinum reyndi Eysteinn
Jónsson að villa um fyrir mönn-
um, með því að vitna í ummæli
andstæðinga sinna, tekin úr
réttu samhengi, og vék sér und-
an að skýra afstöðu sína til þess
málefnis, er til umræðu var. Um
sumt fór Eysteinn með bein ó-
sannindi eins og varðandi yfir-
lýsinguna, sem Tíminn gaf á kjör
dag 1956. Hann sagði, að i Tim-
anum hefði verið sagt, að Fram-
sókn og Alþýðuflokkur þyrfti að
fá nógu mörg þingsæti, svo að
komizt yrði hjá samvinnu við
Alþýðubandalagið. Yfirlýsingin
hljóðaði hins vegar svo:
„Ekkert samstarf verður haft
við þetta bandalag kommúnist-
anna um stjórn, af því að þeir
eru ekki hóti samstarfshæfari en
áður, þótt þeir hafi skipt um
nafn.“
„Fyrirgreiðslató
Framsóknar
Oft áður hefur verið vakin
athygli á því í Reykjavíkur-
I klifurgrind
(Ljósm. Mbl.: Ol. K. M.)
stæðismanna átti lengi örðugt j
uppdráttar. Meðan reynslan
hafði ekki skorið úr, héldu ýms-
ir, að það hlyti að verða verka-
mönnum til hags að „breyta þjóð
skipulaginu.“ Þess vegna væri
það éðlilegur tilgangur hreyfing-
ar þeirra að berjast fyrir nýju
þjóðskipulagi, þ.e. sósíalistísku
og rétt er að hafa það í huga
að þegar hér er talað um að
„breyta þjóðskipulaginu“, þá er
ekki um að ræða umbætur, held-
ur gerbreytingu, byltingu, eins
og kommúnistar segja, þegar j
þeir vilja ekki villa um fyrir
mönnum. Nú -hefur reynslan
skorið úr um það, að verkamönn
um líður sízt betur í þeim þjóð- j
félögum, þar sem þvílík bylting ;
hefur orðið. Enginn efi er t.d. á
því, að afkoma verkalýðs er mun
betri í Bandaríkjunum en Sov-
ét-Rússlandi. Eins er það, að hin-
ir socíaldemókratísku flokkar í
Evrópu hafa flestir kastað fyrir
borð hinum gömlu kenningum
um allsherjar þjóðnýtingu. Svo
hefur t.d. berum orðum verið
gert í Y.-Þýzkalandi og í fram-
kvæmd að verulegu leyti á Norð-
urlöndum og í Bretlandi. í lýð-
ræðislöndum læra flokkarnir
mikið hver af öðrum, þannig
hefur raunin orðið um alla vest-
anverða Evrópu og einnig hér
á landi.
Á síðasta Alþýðusambands-
þingi vildi Hannibal Valdimars-
REYKJAVÍKURBRÉF
bréfum, áð Framsóknarmenn
reyna iðulega að fela eigin at-
hafnir með því móti að ásaka
andstæðinga sína um það, sem
þeir sjálfir hafa gert, eru að gera
eða hafa í undirbúningi. Það er
þess vegna eftir öðru, ef Fram-
sóknarmenn ætla nú að hefja
áróður fyrir því, að ekki megi
blanda stjórnmálum, pólitík, í
alla hluti. Á íslandi hafa eng-
ir, jafnvel ekki kommúnistar,
gengið lengra í því en Fram-
sóknarmenn að blanda stjórn-
málum í fjarskyldustu efni. I
saklausasta formi birtist þessi
viðleitni í hinni svokölluðu „fyr-
irgreiðslu." Framsóknarmenn
hafa löngum haft þann hátt á að
bjóða einstökum kjósendum „fyr
irgreiðslu" sína um lausn hinna
ólíklegustu málefna. Nú getur
slíkt verið óhjákvæmilegt og m.a.
s. lofsvert í ýmsum tilfellum.
Hins vegar eru sagðar óteljandi
sögur af því, að ef einhver stofn-
un hefur afgreitt mál, á hag-
stæðan hátt fyrir mann úfci á
landi, þá hafi hann fengið skila-
boð, upphringingu, bréf, eða jafn
vel símskeyti frá Framsóknar-
þingmanni, þar sem skýrt er frá
afgreiðslu málsins, þó að hann
hafi hvergi nærri komið. Með
þessu á að telja mönnum trú
um, að lausnin hafi einungis
fengizt vegna „fyrirgreiðslu"
Framsóknarmannsins. Stöðug við
leitni Framsóknar til að efla vald
hinna og þessara nefnda og ráða
á einnig að nokkru leyti skýr-
ingu sína í því, að þessar stofn-
anir höguðu afgreiðslum sínum
allt of oft eftir áhrifum frá þess-
um „fyrirgreiðslumönnum." Með
þessu móti var flokksvélinni
fenginn möguleiki, ekki einung-
is að láta eins og einstökum
mönnum væri gerður greiði, held
ur einnig að gera þeim greiða
að vissu marki. Það fer og ekki
fram hjá neinum, að fylgisaukn-
ing Framsóknar í þéttbýlinu
stendur í nánum tengslum við
aukin umsvif SÍS og fyrirtækja
þess í ýmiss konar atvinnu-
rekstri, við stofnun Samvinnu-
trygginga og Samvinnubanka.
Eftir að þessar stofnanir kom-
ust upp, hafa áróðursmenn Fram
sóknar Seinlínis sófct á ýmsa kjós
endur í Reykjavík og nágrenni
og spurt hvort þeir þyrftu ekki
,,fyrirgreiðslu“ um lán til bíla-
kaupa eða einhvers ámóta. Þetta
er á allra vitorði og ágætt að
fcækifæri gefst til að ræða um það
opinberlega.
Laugardagur 13. jan.
Átökin innan
verkalýðshreyf-
ingarinnar
Innan verkalýðshreyfingarinn-
ar hafa allir flokkar látið til sín
taka, en tilgangur þeirra hefur
verið býsna ólíkur, eins og Magn-
ús Kjartansson réttilega drepur
á í grein, sem hann skrifar í
Þjóðviljann sl. miðvikudag, þar
sem hann m.a. segir:
„Vakin er athygli á þessum
sjónarmiðum Hannibals Valdi-
marssonar og Frjálsrar þjóðar
vegna þess að í þeim birtist eink-
ar greinilega sú stefna að skilja
á milli verkalýðsbaráttu annars
vegar og stjórnmálabaráttu hins
vegar, en þar er um að ræða
mjög skýr áhrif frá hinni borg-
arlegu verkalýðshreyfingu í ýms-
um löndum umhverfis okkur,
t.d. í Bandaríkjunum. Hin borg-
aralega verkalýðshreyfing sníð-
ur athöfnum sínum þann stakk
að starfa innan ríkjandi þjóð-
skipulags og vera eins konar
hluti af ríkisvaldinu hverju
sinni, taka m.a. að sér a’ð vinna
að ýmiss konar framkvæmda-
atriðum sem vissulega geta ver-
ið býsna mikilvæg stundum. Sós-
íalistísk verkalýðshreyfing setur
sér hins vegar stærri markmið,
tilgangur hennar er sá, að breyta
þjóðskipulaginu, og þess vegna
eru verkalýðsmál og stjórnmál
ævinlega samofin í afchöfnum
hennar.“
Framsókn og
kommai vilja mis-
notknn verkalýðs-
arinnar
Það hefur verið höfuðmark-
mið Sjálfstæðismanna innan
verkalýðshreyfingarinnar frá
upphafi, að skilja á milli verka-
lýðsbaráttu annars vegar og
stjórnmálabaráttu hins vegar.
Þetta er nauðsynlegt þegar af
því, að í verkalýðshreyfingunni
eru menn úr öllum stjórnmála-
flokkunum. Þessi skoðun Sjálf-
son koma á „þjóðstjórn” það er
að segja raunverulegri þátttöku
allra flokka í miðstjórn Alþýðu-
sambandsins. Þetta komst á í orði
kveðnu, þó að samvinna á jafn-
réttisgrundvelli væri hindruð.
Framsóknarmenn studdu línu
kommúnista eindregið í því að
reyna að halda stjórnarstu'ðnings
mönnum, Alþýðuflokksmönnum
og þá einkum Sjálfstæðismönn-
um, utan við miðstjórn Alþýðu-
sambandsins. Og er raunar of
vægt til orða tekið að segja,
að Framsókn hafi stutt línu-
kommúnista í þessu, því að Fram
sókn var þarna mun harðari og
ögraði línukommum til að láta
ekki undan síga.
Ösranir Fram-
sóknar
Þessar ögranir Framsóknar eru
ekkert eindæmi. Á Alþingi hefur
máfct heyra stöðugar brýningar
frá formanni flokksins og rit-
stjóra Tímans til verkalýðsfor-
ingjanna, um, a'ð þeir hafi verið
of linir í kröfum. Á hinu sama
hefur svo verið síhamrað í Tím-
anum og Kristján Thorlacius gat
ekki stillt sig um að ráðast með
beinum illyrðum að forustumönn
um Alþýðusambandsins fyrir að
leggja ekki út í stórverkfall hinn
1. des. sl. Samtímis fjargviðrast
svo þessir sömu menn yfir verð-
hækkunum og verðbólgu í land-
inu! Engu að síður blasir við öll-
um, sem hið sanna vilja vifca, a'ð
hækkandi verðlag hér á fyrst og
fremst rætur sínar að rekja til
hækkaðs kaupgjalds og þar af
leiðandi hækkaðs verðs á inn-
lendri framleiðslu. Orsakasam-
hengið er svo augljóst, að Fram-
sóknarherrarnir reyna ekki að
rökræða það, heldur kaldhamra
stöðugt á sömu fjarstæðunum í
þeirri fullvissu, að einhverjir
ver’ði til þess að trúa því að
ómögulegt sé, að ábyrgir menn
haldi slíkum málstað fram ár
eftir ár gegn betri vitund í al-
geru blygðunarleysi.
Af liverjii koma
vamlræðin?
Það kann að láta vel í eyr-
um ókunnugra að halda því
fram, að ótrúlegt sé, að
mikil vandræði gætl nú
verið á fer'ðum, því ár:ð 1967 sé
fjórða mesta aflaár í íslandssögu
og afurðaverð hafi þó ekki lækk
að meira en niður í meðaltal
síðustu 5 ára, eða sem svarar því
er var á árinu 1964. Nú er það
að vísu svo, að orsakir vandans
eru engan veginn taldar allar
með þessu. T.d. er ekki minnzt
á það, hversu miklu kostnaðar
meira varð vegna ógæfta og fjar-
lægra miða að afla sama magns
nú en áður. Þá er því einnig
sleppt, að í landinu liggur skreið
fyrir eitthvað nærri 300 millj-
ónir króna, sem me'ð öllu hefur
reynzt óseljanleg. Sú staðreynd
ein hlýtur að hafa í för með sér
ekki einungis tekjurýrnun á ár-
inu 1967, heldur og, að ekki þýð-
ir að fiska í skreið á árinu 1968
með öllum þeim breytingum í
veiðiaðferðum, sem slíku er sam
fara. Augljóst er einnig, að hvert
einstakt atriði út af fyrir sig
mundi valda miklu minni erfið-
leikum, en þegar þau koma öll
saman á einu ári. Það er ein-
mitfc þessi samtvinning vanda-
málanna, sem gerir þau óvenju-
lega erfið viðureignar nú, og
ekki erfiðari en svo, að ef menn
vilja um sinn laga lífshætti sína,
eftir því, sem var fyrir 2—3 ár-
um, þá er öllu borgið, þ.e.a.s.
eftir því, sem fjárhagsráðstafan-
ir duga. Málið er hins vegar
margþættara eins og lýsir sér í
því, að óhjákvæmilegt er að
breyta til um veiðiaðferð-
ir. Fróðir menn telja, að
netaveiðar hljóti að miklu
leyti að falla niður úr því,
að skreiðarverkun er úr sög-
unni á þessu ári. Til þess að vega
þar á móti, er eina ráðið að heim
ila botnvörpuveiðar innan fisk-
veiðilögsögunnar. Vísindamenn
hafa í mörg ár ráðlagt, að svo
skyldi gert, en fordómar og hér-
aðarígur hefur hindrað það. Nú
verða menn að hefja sig upp
yfir þvílíka þröngsýni, ekki til
þess að ónýta friðun fiskimið-
anna, heldur í því skyni að hag-
nýta þau í samræmi við tillög-
ur hinna hæfustu manna.
Of einhæfir at-
vinnuvegir
Á sl. ári lögðust óteljandi or-
sakir á eitt að skapa örðugleika
fyrir okkar einhæfu afcvinnu-
vegi. Engir hafa oftar né stað-
fastlegar varað við þvílíkum
hættum en Sjálfstæðismenn. Nú
láta hinir, sem minnst úr hætt-
unum hafa viljað gera, eins og
þeir hafi verið hrópandans rödd!
Hvað sem slíkum deilum líður,
þá getur það, sem aðra skiptir
sáralitlu, ráðið úrslitum hjá okk
ur. í International Herald Trib-
une, hinn 8. jan. er t.d. birt lítil
frétt frá Boston, dags. hinn 7.
jan. Fyrri hluti fregnarinnar
hljóðar svo:
„Niðurfelling banns rómversk-
kaþólsku kirkjunnar gegn því að
borða kjöt á föstudögum hefur
lækkað fiskverð í Nýja Englandi
um 12,5% að sögn Federal Res-
erve Bank of Boston.“
í Bandaríkjunum er nánast
sagt frá þessu sem skrítnum
hlut undir gamansamri fyrir-
sögn, um „svartan föstudag“
fyrir fiskimenn. Hér á Islandi
varðar þetta raunverulega hag
hvers einasta mannsbarns, þeg-
ar margt annað okkur öndvert
bætist við. Fiskveiðar hafa hlut-
fallslega mun meirri þýðingu
fyrir Norðmenn en Bandarikja-
menn. Engu að síður skipta fisk-
veiðar þjóðarbúið norska ekki
ýkja miklu máli. Samt sem áður
finna þeir nú til verðfallsins eins
og sést af því að heildarafli Norð
manna á árinu 1967 er talinn
hafa aukizt um 14%, en engu að
síður hefur útflutningsandvirð-
ið minnkað um 14%, samanbor-
ið við 1966! Við hverju er þá að
búast hjá okkur sem höfum orð-
ið að sæta ver'ðfallinu ofan á
27—28% minni afla, að viðbætt-
um stórauknum kostnaði vegna
illviðra og fjarlægra miða.