Morgunblaðið - 01.02.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 01.02.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1966 Finnbogi Guðmundsson: Stöðvun hraðfrystihúsanna Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um stöðvun fyrstiiðnað- arins og hefur margt af því bent til þess, að ýmsir af þeim, sem þar hafa komið við sögu, hafi haft takmarkaða þekkingu á málunum og oft rangt mat á aðstæðum og jafnvel óvild í garð frystihúsaeig- enda samtaka þeirra og stjórnenda. í leiðara Morgunblaðsins, mið- vikudaginn 24. janúar, var vinsam- leg ábending til okkar, sem erum i forsvari fyrir samtökin, að við gerðum ekki nægilega grein fyrir sjónarmiðum okkar og rökum fyr- ir því, að við neyddumst til þess að stöðva framleiðslu svo algjört, sem raun varð á. Ég vil gjarnan játa það, að æski- legt væri að geta upplýst almenn- ing sem mest um frystiiðnaðinn og au vandamál, sem eru á vegi hans hverju sinni, svo þýðingarmikill er hann fyrir afkomu allrar þjóðar- innar. Ekki verður það umflúið, að velgengni eða erfiðleikar frystiiðn- aðarins hljóti að hafa áhrif á af- komu flestra eða allra borgara þjóðfélagsins, en þar sem hér er um framleiðslu- og sölusamtök að ræða, sem skipuleggur og selur alla frystiframleiðslu aðila þeirra, sem að samtökunum standa, er oftast nauðsynlegt að gæta varfærni um upplýsingar á hinum ýmsu mörk- uðum hverju sinni. Þótt kaupendur gefi oft miklar upplýsingar um markaðsstöðuna, hverju sinni, verð um við þó að vita enn betur, og reynum það a.m.k. Ég skrifaði grein I Morgunblað- ið í september s.l. og gerði þar grein fyrir erfiðleikum sjávarút- vegsins, eftir því sem þeir voru þá þekktir og náðu yfir það, sem þá var liðið af árinu 1967. Afkoman á árinu öllu er nú að mestu þekkt. Ég hefi nú nýlega lesið yfir þessa grein mína frá því 1 september, og komizt að raun um að allt, sem ég sagði þar, reyndist satt og rétt og því miður ekki of- mælt um erfiðleikana. Þar sem ég geri ráð fyrir, að mörgum muni finnast einkennilegt að saman fari erfiðleikar við öfl- un fiskjar og þar af leiðandi minni framleiðsla hjá okkur og söluerfið- leikar og lækkandi verð á afurðum finnst mér rétt að minna á kjarna vandamálsins, eða þær ytri að- stæður, sem hér er um að ræða. Undanfarin ár, 1963—1964—1965, og fram á mitt ár 1966 var mikil eftirspurn eftir flestum fiskafurð- um. Ástæður til þess voru, að afli hjá flestum fiskveiðiþjóðum hafði farið ört minnkandi, en jafnframt aukin fjölbreytni 1 nýtingu aflans, sem varð til þess að neyzlan fór vaxandi, og þar af leiðandi aukin eftirspurn og hækkað verð. Á þessu tímabili hefur verið frekar frið- sælt, ófriðarhættan ekki alvarleg. Stórþjóðirnar gátu því leyft sér að draga úr vígbúnaði, en létu í þess stað mikla fjármuni í stor og full- komin fiskiskip og fljótandi fisk- vinnslustöðvar. Stórfelldast hefur þetta verið hjá Sovétríkjunum og Japan, en einnig er um miklar að- gerðir í þessa átt hjá Bretum, Þjóð verjum, Frökkum, Spánverjum, Portugölum, Pólverjum og fl. Þess- ir stórkostlegu fiskiflotar hafa svo spanað um öll heimsins höf og mok að upp ógrynni fiskjar, og yfirfyllt þá takmörkuðu markaði, sem fyrir voru. Afleiðingin er of mikið fram boð og lækkandi verð. Þetta hefur komið harðast miður á freðfiskin- um. Ef afkoma útflutningsatvinnu- vega okkar og efnahagsafkoma á síðastliðnu ári hefði verið athuguð til hlítar í septemer, sem auðvelt hefði verið, og sjá má af því hvað mér tókst að draga upp rétta mynd af ástandinu í septembergrein minni, sem þó varð að byggjast á tiltölulega takmörkuðum athugun- um. Þá hefði einnig verið hægt að gera sér mjög rétta mynd af efna- hagsafkomunni og efnahagsstöð- unni, þá strax. Ef þessar athuganir hefðu verið gerðar ítarlega og samvizkusam- lega, þá hefði komið í ljós, að rétt hefðiverið og nauðsynlegt, að leið- rétta gengisskráninguna sem næst 25% gengisskráninguna sem næst ember s.l. En vegna þess að staða útflutn- ingsatvinnuveganna fór enn mjög versnandi, vegna óhagstæðrar veðr áttu og aflaleysis, og enn frekara verðfalls afurðanna, og síðast en ekki sízt gengisfelling sterlings- pundsins, sem hafði mjög mikil á- hrif á að auka á efnahagserfið- leika okkar Þá þurfti jafnframt annarra ráðstafana við. Það er of mikið mál og flókið, að fara nánar út í þessi atriði hér. En hver sem hefur til þess þekkingu og vilja getur sannfærst um þessi sannindi. Það er því alveg augljóst nú, og hefði átt að vera það strax, að gengislækkun sú, sem framkvæmd var í nóvemberlok sl., var hvergi nærri nægileg til þess að leið- rétt það, sem með þurfti. Gengis- ísl. krónunnar hefði sennilega þurft að vera helmingi meiri, ef hún ein átti að nægja. Ég lét þessa skoðun í ljós rétt eftir að gengislækkunin var framkvæmd í vor í áheyrn Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra og Jónasar Haralz efnahagsráðunautar en þeir tóku það ekki til greina. Eftir að hafa hlustað á útvarps- umræðurnar s.l. nóvember, um van traust á ríkisstjórnina, var mér Ijóst, að bæði sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar, svo og ráðherrarnir og alþingismennirnir, sem tóku þátt í umræðunum, höfðu ekki gert sér grein fyrir þvi, hvaða áhrif lækkun sterlingspundsins hafði haft á afkomu okkar íslendinga til hins verra. Virtist jafnvel svo, sem sér- fræðingarnir og ráðherrarnir, hefðu ruglað saman gengislækkun sterl- ingspundsins og íslenzku krónunn- ar, og teldu þær gjörðir verka I sömu átt, til hagsbóta fyrir útfltun- ingsatvinnuvegina. Er furðulegt að gáfaðir og hámenntaðir menn skyldu ekki hafa gert sér grein fyr ir jafnaugljósum staðreyndum. Efnahagsstofnunin hefur nú loks lokið við að athuga afkomu frysti húsanna, og komizt að þeirri niður- stöðu, að útilokað sé, að þau geti greitt það hráefnisverð og kostnað, sem óumflýjanlega þarf að greiða, með tekjum þeim, sem hugsanlegt er að fáist út úr markaðsverði afurðanna á þessu ári, og vantar þar mörg-hundruð milljonir króna til. Þó hafa þeir metið markaðs- aðstöðuna mun djarfar en við höf um þorað að gera. Þessar athuganir hagfræðinga Efnahagsstofnunarinnar eru byggð ar á raunverulegri rekstrarafkomu þeirra frystihúsa, sem störfuðu á árinu 1966, og er síðan framreikn að á árið 1968. Afkoma frystihús- anna á árinu 1967 hefur enn ekki verið athuguð af þeim, og ekki held ur bókfærslulega af okkur. En þar sem það er vitað, að afkoman var mjög slæm á árinu, eða að ég áætla ekki undir kr. 2 milljónir tap á hús að meðaltali, er augljóst, að skuldasöfnunar fáist í föst lang- veruleg áhrif á afkomumöguleika til hins verra á þessu ári. Vaxta- byrðin hefur aukizt um kr. 160- 180 þúsund á hús að meðaltali, og greiðsluerfiðleikar hafa vaxið mjög mikið, þótt nokkur hluti þessarar skuldasöfnunar fáist í föst lang- tímalán, sem ekki verður komizt hjá. í leiðara Alþýðublaðsins mið- vikudaginn 24. þ.m. var deilt hart á okkur frystihúsamenn fyrir að stöðva rekstur nú um áramótin, sér Freiburg, 30. jan. — NTB WALTER Scheel, fyrsti þróunar málaráffherra V-Þýzkalands, var í dag útnefndur formaffur Frjáls Iynda demókrataflokksins, eina stjórnarandstöffuflokksins í v- þýzka Sambandsþinginu. Scheel tekur viff af dr. Eric Mende, sem dró sig í hlé til þess aff geta helgaff sig kaupsýslu. Dr. Mende var varaforsætisráffherra í sam- steypustjórn Ludwig Erhards: stjórn Kristilegra demókrata og Frjálsra demókrata. Við formannskosninigarnar í dag hlauit Scheel 216 atkvæðd af 251 mögulegu. Átta greiddu at kvæði á rnóti og 24 sátu hjá. Frjálsir demókratar berjast nú fyrir tilveru sinni, en flokkurinn á á hættu að þurrkast igjörsam staklega var það talið vítavert, af forraðamönnum þeirra 20 frystihús sem höfðu haft góða afkomu, eins og mig minnir, að það hafi verið orðað. Þar sem ég geri mér vonir um, að það fyrirtæki, sem ég stjórna, sé í þessum flokki, finnst mér rétt að gera grein fyrir mínu viðhorfi, og þá um leið þeirra ann- arra, sem þar eru í sama báti. Frystihísin munu vera um 90 á öllu landinu. Þar af munu 68 hafa starfað á árinu 1966, hin ca. 20-30 höfðu gefizt upp fyrir það ar, vegna greiðsluþrots, með ýmsu móti, og yfirleitt komizt í eign ríkisins, eða ríkisstofnana. Af þessum 68 frystihúsum voru 20, sem höfðu lítilsháttar hagnað. Þó ekki nægilegan til þess að greiða arð af framlögðu fé eigenda. 28 frystihús koma út með mjög mikið rekstrartap. Hin, sem eftir voru, með stórkostlegt rekstrartap. Þau frystihús, sem með einhverju móti gátu náð út greiðslugetu eða til- trú, héldu áfram starfsemi sinni, þrátt fyrir augljóst tap. sem hef- ur numið 2 milljónum króna á hús að meðaltali Þetta var gert af þegn skap við fólkið, sem hafði bund- ið afkomumöguleika sína við þenn an atvinnuveg, og þjóðfíélagið í heild, í trausti þess að athugunum þeim, sem voru á döfinni, yrði hraðað, og ráðamenn þjóðarinnar framkvæmdu fljótlega leiðréttingar sem yrðu til þess að afkoman yrði viðunandi. Af þessum 20 beztu frystihúsum voru aðeins eftir 12 um síðustu áramót, 8 höfðu orðið að hætta vegna greiðsluþrots, mis- jafnlega snemma á árinu. Nú er það svo, að landslög og siðferðislegt lögmál banna afdrátt- arlaust einkaaðilum að tapa vísvit- andi fjármunum annarra aðila. Ég held, að við 12, sem þraukuðum út árið, þurfum ekki að biðja einn eða neinn afsökunar, þótt við stöðv um fyrirsjáanlegan taprekstur fyr- irtækja okkar, áður en fjárhags- staða þeirra er orðin þannig, að óumflýjanlegt er að við verðum svikarar við þá, sem hafa sýnt okkur tiltrú. Eða ætlast ritstjóri A1 þýðublaðsins til þess, að við höld um áfram starfsemi, þar til verka- fólkið, sem hjá okkur vinnur, neyð ist til þess að ganga út af vinnu- stað, vegna þess að það hafði ekki fengið greitt umsamið kaup í 2-5 víkur, eins og dæmi munu til. Vilja þeir herrar, sem þannig hugsa,vera í sporum þess fólks, sem neyðist til þess að yfirgefa vinnustað, eft- ir að hafa unnið kauplaust I marg- ar vikur, og fara út. í atvinnuleysi eða á annan vinnustað og fá þar svipaða útreið? Vegna þeirrar deilu, sem upp hef ur risið milli S.H. og Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur út af afgreiðslu- stöðvun á fiskumbúðum, sem nær til allra frystihúsa, er þetta að segja í stuttu máli. Heildartap BÚR til ársloka 1966, mun hafa numið nm 130 milljónum króna, er það vegna útgerðar og fiskverkunar. Enginn ber brigður á, að stjórnendur BÚR hafa verið og eru prýðismenn og staifi sinu vaxnir, en þrátt fyrir það, hefur verið tap á rekstri fyrirtækisins. Að mínu mati má rekja þetta til tveggja meginástæðna: lega út í þingkosningunum næsta ár. Mesti keppinautur flokksins er fllokkur hægrisinnaðra þijóðernis sinna (NPD), en næstu kosning ar munu skera úr um hvort það verður NPD eð,a Frjálsir dernó- kra.tar, sem verður þriðji flokk- urinn á þingi, við hliðina á Kristilegum demó,krötum og Sósíaldemókrötuim. Sdheel álítur, að Frjálsir demó kratar hafi mikla möguleika á að treysta aðstöðu sína í stjórn- mála,heimi V-Þýzkalands í næstu kosningum, þar sem kjósendur muni greiða þeim atkvæði í mót- mællaskyni vió hina miklu sam- steypu Kristilegra og Sósialdemó krata. í fyrsta lagi hefur rekstrargrund völlur bolfiskútgerðar og fiskverk unar verið mjög veikur, og oft á tíðum óviðunandi. Hefur það að sjálfsögðu orsakað tap hjá BÚR, sem flestum öðrum. f öðru lagi hefur það ýtt undir rg aukið hallarekstur BÚR, um- fram flest önnur sambærileg fyrir- tæki, að stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki og geta ekki tekið sjálf- stæðar ákvarðanir um rekstur BÚR, nema að t akmörkuðu leyti, þar sem þeir eru háðir vilja og duttl- ungum þeirra stjórnmálaflokka, sem þeir eru raunverulega fulltrú- ar fyrir. Það er alkunnugt og viðurkennd staðreynd, að rekstrarmarkmið stjórnmálaflokkanna með BÚR byggist fyrst og fremst á atvinnu- bóta-sjónarsviðinu, óháð afkom- unni Það er ekki meginatriðið með rekstri BÚR, að fyrirtækið skili hagnaði, en án slíks sjónarmiðs gæti ekkert einkafyrirtæki þrifist. Það er galli við bæj arútgerðir að stjórnendur fyrirtækjanna eru full- trúar sfjórnmálaflokkanna, sem hafa valið þá, en ekki borgaranna sjálfra, sem verða að koma til með að greiða tapið. Ég þekki fyrirhyggju stjórnenda BÚR það vel, að það.er sannfær- ing mín, að ef þeir hefðu ætlað að halda áfram rekstri hraðfrysti- hússins, þá hefðu þeir verið búnir að tryggja sér nægar birgðir af umbúðum í tæka tíð. Það er greini legt að önnur öfl og annað mark- mið felst á bak við aðgerðir út- gerðarráðs BÚR gegn SH., heldur en knýjandi þörf á að halda gang- andi hraðfrystihúsi, sem sannan- lega er rekið mið milljónatapi. Um þátt sérfræðinga (haffræð- inga, viðskiptafræðinga o.þ.h.) í ÁTTATÍU ára er í dag 1. febrú- ar, Helgi Daníelsson, Iaugar- vegi 27, Siglufirði. Hann er fæddur 1. febrúar 1888 í Austur-Húnavatnssyslu, en er annars Skagfirðingur í bað ar ættir, sonur hins kunna pósts Daníesl Sigurðssonar á Steins- stöðum og Sigríðar Sigurðar- dóttur frá Víðivöllum. Bjó hann á ýmsum stöðum í Skagafirði framan af ævi, síðast að Sléttu í Fljótum, en fluttist til Siglu- fjarðar um 1930, og hefur búið þar óslitið síðan, þótt stundað hafi hann að nokkru búskap í öðru héraði um stund og öðrum þræði. Mest orð hefir farið af Helga sem hestamanni og ferðamanni, enda á hann ekki langt að sækja dálæti á góðum hestum og dugn að og útsjónarsemi í ferðalögum. Var faðir hans, svo sem áður er sagt, Daníel Sigurðsson, póstur, en af honum og ferðalögum hans er sagt skilmerkilega í Söguþátt um landpóstanna. Helgi hefur og sjálfur oft komizt í hann krapp- an í hinum mörgu vetrarferðum sínum fyrr á árum, svo sem skráðir þættir eru til um. Hef- ir það þá oft komið sér vel og bjargað lífi hans og annarra, að þrátt fyrir kapp hans og á- ræði í ferðalögum, hefir forsjá og fyrirhyggju aldrei verið varp að fyrir borð, þar sem hann hef- málefnum atvinnuveganna, hlýt- ur það að vekja bjóðarathygli, að allur hinn mikli fjöldi þessara manna, sem starfa hjá hinu opin- bera í Seðlabankanum. Efnahags- stofnuninni, Hagstofunni og Stjórn arráðinu, hafa hvergi látið opin- berlega þá skoðun í ljós, að þeim þyki það athugavert, að haldið skuli áfram taprekstri opinberra fyrirtækja, eins og t.d. bæjarútgerð um. sem munu liklegast hafa ver- ið reknar með 3-400 millj. kr. tapi til ársloka 1966, og eru þetta þó aðeins þrjú fyrirtæki, En á sama tíma finnst þessum ágætu sérfræð- ingum, og eru þeir ósparir á að setja fram þær skoðanir sínar, sjálf sagt, að lögð skuli niður einkafyr- irtæki, sem hafa staðið sig mun bet ur við erfiðar aðstæður, þar sem þau standa nú höllum fæti vegna þeirrar neikvæðu þróunar, sem orð ið hefur innanlands sem erlendis. Álíta þessir sérfræðingar það fræðilega æskilegra að betra sé að halda áfram stórtaprekstri í opin- berum fyrirtækjum og jafna því síð an þegjandi og hljóðalaust á bæjar búana, eða skapa einkafyrirtækj- um, sem hafa sýnt betri útkomu, réttan starfsgrundvöll, vegna breyttra aðstæðna? Það kann að vera , að hraðfrystihús landsmanna séu orðin of mörg, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að vegna þjóðarinnar, verður að starfrækja meginþorra þeirra. Þjóðin, sem heild, fer ekki í neinar grafgötur um það, að fyrirtækin í einkarekstri . hafa verið farsælli og skilað henni jákvæðari árangri, heldur en hin opinberu. Það vitum við einka- rekstursmenn. Þess vegna gefumst við ekki upp, þrátt fyrir skilnings leysi og takmarkaða raunhæfa þekk ingu sérfræðinganna á atvinnumál- ir ráðið ferð. Yndi er að hlusta á Helga Daníelsson segja frá hinu og öðru, sem á daga hans hefir drifið í fjölmörgum vetrar ferðum hans yfir fjöll og fim- indi íslenzkra heiða og öræfa. Er þá ekki laust við, að sum- um, sem á hlýða og engir eru ferða-og fjallamenn, finnist ferð ir hans sumar hafa nálgsst svað ilfarir, bótt allt hafi jafnan lán- ast fyrir honum farsællega að y_ lokum. Svo sem að líkum læt- ur af jafnmiklum ferðamanni og Helgi er, hefir hann átt margan gæðinginn um dagana, sem hann hefir kunnað vel að meta og vel með að fara. Er ekki örgrannt, að hann hafi enn ánægju og raunar yndi af þessum vinum sínum og geti vel sprett úr spori, þótt kominn sé hann á þennan aldur, sem hann ber þó svo, að ókunnugir myndu ætla hann að minsta kosti 10 árum yngri en hann er. Hann er fæddur fjör- kálfur, glaðvær og orðheppinn og hrókur alls fagnaðar í hverj- um hóp. Rausn hans og höfð- ingsskap er viðbrugðið og marg- ir eru þeir, sem minnast ótalinna ánægjustunda á heimili hans fyrr og síðar. En Helgi Daníels- $ son fer ekki staðið einn í lífi sínu og starfi. Hann kvæntist ár ið 1919 Guðbjörgu Jóhannsdótt- ur, ættaðri úr Skagafirði. Hún hefir hvergi verið eftirbátur manns síns í rausn og höfðings- lund og vakið hvers mann traust og virðingu, sem henni hefir kynnzt, með ljúflyndi sínu og hógværri rósemi. Þeim Helga og Guðbjörgu hefir ekki orðið barna auðið, en þáu ólu upp Daníel Helgason, nú starfsmann flug- þjónustunnar og gengu honum í foreldra stað. Son eignaðist Helgi áður en hann kvæntist, Steinþór, útgerð- armann á Akureyri. Helgi Daníelsson er maður stað . fastur í skoðunum, traustur og hollur fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins um langan aldur. Margir munu hugsa hlýtt til Helga á þessu merkisafmæli. Þakka margar ánægjustundir á heimili hans og utan þess, þakka drenglyndi hans, greiðasemi og göfuglyndi og óska þess af heil- um hug, að hann megi enn njóta margra ánægjustunda á ókomn- um árum yið hugðarefni sín. E.L Scheel lormaður Frfúlsra demókrata um. Helgi Daníelsson Siglufirði — áttræður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.