Morgunblaðið - 28.02.1968, Síða 1

Morgunblaðið - 28.02.1968, Síða 1
28 SIÐLR 50. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Eiliðaárnar skaðræðisfljót Verið að hjarga Sveini Kristj ánssyni úr vatnsflaumntun við Elliðaár í gær. Sjá frásögn og myndir á bls. g. Myndirnar tók Ól.K.M. StórfelKdar um- ferðartruflanir — Skemmdir á mannvirkfum — Lá við slysum á mönnum og dýrum í FYRRADAG og fyrrakvöld var skollin á hér á Suðvest- urlandi sunnan og suðaustan átt með hlýviðri og mikilli rigningu af og til. Hvasst var og hávaðarok með köflum. I fyrrinótt herti veðrið enn og gekk vítt yfir Suður- og Vesturland. Rok var þá mik- ið hér í Reykjavík, en veð- urlýsingar frá öðrum stöðum á landinu eru í sérstakri frétt. Veður þetta olli miklum vatnsflaumi víða og urðu skemmdir í húsum, og hér í nágrenni borgarinnar voru hús umflotin vatni og bæði menn og skepnur í hættu stödd. Vegaskemmdir urðu miklar. Orsökuðu þær um- ferðarstöðvun á Suður- og Vesturlandi og var um skeið nær ófært að og frá höfuð- borginni, bæði um Suður- landsveg og Vesturlandsveg. Stórir bílar komust þó leiðar sinnar og vegagerðin var til aðstoðar eftir föngum. Mestar hamfarir urðu hér í nágrenni borgarinnar og í borginni sjálfri við Elliða- árnar. Þar lá við skemmd- um á brúm yfir árnar og stíflur hennar, svo og á öðr- um mannvirkjum, sem við árnar eru. Menn lentu í hrakningum er þeir fóru að reyna að bjarga hestum sín- um, sem eru í mörgum hús- um víðsvegar upp með Elliða ám. Einn maður var þar hætt kominn og var bjarg- að frá drukknun á síðustu stundu, eins og nánar er skýrt frá á öðrum stað hér í blaðinu. Bílar voru víða fast- ir, eða umflotnir. Var ekki ljóst í gærkvöldi hve miklar eða víðtækar skemmdir höfðu orðið af þessum miklu flóðum og vatnsflaumi og í gærkvöldi jafnvel talin hætta á að Árbæjarstíflan brysti og vafasamt hvort Elliðaár- brýrnar stæðust vatnsflaum- inn. Ein helzta ástæða flóð- anna er að mikill klaki er í jörð og leitar vatnið útrásar þar sem hægast er. I gærkvöldi um kl. 8 flæddi vatnið yfir Elliðaárbrýrnar og bar með sér íshröngl. Var umferð um brýrnar þá stöðv- uð alveg og lögregla gætti þess, að engir færu yfir. Safn aðist mikill fjöldi manna saman sitt hvoru megin við brúarendana, og voru það ýmist þeir sem áttu heima upp í Árbæ, eða þeir sem voru á leið í borgina. Einnig var töluvert af fólki. sem var að fylgjast með náttúruham- förunum. Laust eftir kl. 9 var fólki leyft að fara í smá hópum yfir brýrnar, en þá hafði vatnsyfirborðið lækk- að það mikið, en rétt jaðraði við að vatnið flæddi yfir. — KI. 9,30 var umferð aftur leyfð fyrir bifreiðar, og var umferðinni stjórnað af lög- reglunni. Hjálparsveit skáta var við Elliðaárnar og ætlaði hún ásamt lögreglunni að halda vörð við Elliðaárnar í nótt. Klukkan tæplega tíu í gær- morgun lögðu fréttamenn Morg- unblaðsins upp er þeir höfðu haft spurnir af flóðunum á Austurvegi. Við Elliðaár var þá skaplegt yfirferðar, en þó kom- ið skarð í veginn vestan vfð vestari brúna. Haldið var áfram, því vitað var, að uppi í Lækjarbotnum var vegurinm nærfellt ófær. Skörð voru víða í veginn upp fyrir Geitháls og við Hólmsá keyrði um þverbak. Austan Hólmsár var að sjá nærfellt sam felldur vatnsflaumur, er féll suð ur yfir veginn. Flutningabílar og jeppar voru þar að koma að austan og gekk hægt og síg- andi, án óhappa. Er þeir voru komnir yfir héldu fréttamenn áfram og allt upp undir Gunnarshólma. Var túnið þar að mestu undir vatni og flaut árstraumur beggja vegna bæjarhúsanna. Fyrir ofan bæinn féll straum- ur nodður yfir veginn og þar var numið staðar. Blasti þá veg- urinn um Lækjarbotna við og var hann til að sjá sem beijandi va'tnsfall. Þar fóru þá enn stór- ir flutningabílar og jeppar yfir. Einnig voru stórir bílar frá vega gerðinni þar á ferð. Þessu næst var haldið vestur veginn hjá Gunnarshólma á ný og hafði flóðið þá enn aukizit og mátti heita að vegurinn væri allur undir vatni, frá því á móts við bæjarhús og niður að Hólmsárbrú. Bílar fóru þó enn um, nema hinir smærri, sem komu frá Reykj’vik snéru all- ir aftur við Hólmsá. Næst var haldið nfður í Ár- bæjarhverfi og þar yfir að Vatnsveitubrúnni á Elliðaám. Nokkru fyrir ofan brúna, norð- an megin, féll k'v'ís'l úr ánum austur með klakhúsinu, sem þar stendur. Var þar vatnsflaumur mikill og féll vestur með brekk unum og yfir veginn austan ár- innar og var sýnilegt að hún myndi skola veginum burtu. Næst var haldið suður yfir Vatnsveitubrú og var þá vatns- strengurinn byrjaður að skella á brúnni sjálfri. Eftir að hafa séð a'ð engin hætta var við hesthúsin sunnan árinnar, nokkru ofan brúarinnar, var haldið til baka. Sást einnig að ekki myndi hús- unum hætt austan árinnar nokkru ofan við klakhúsin, en húsunum, sem standa skammt neðan við Elliðavatnsstífluna virtist hætta búin, enda um- flotin að mestu. Ákváðu fréttamenn nú að halda niður Blesugróf og upp Breiðlholtsveg upp á Rjúpnalhæð og að Elliðaárstíflu, enda illfært yfir árnar neðan hennar þegar flóð eru. Fram'h. á bls. 2 Þessi mynd er tekin upp eftir veginum norðan EHiðaáa neðst við klakhúsið ofan Vatns- veitubrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.