Morgunblaðið - 28.02.1968, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.02.1968, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1968 M. Fagias: FIMMTA KOJAAN situr við hliðina á mér í skól- anum. Faðir hans vinnur í græn metiisverzlun í Hold-gatu for- stjóri eða eitthvað svoleiðis. Þa? var talsvert erfitt fyrir Sandor að Komast að glugganum. Frú Schultz vildi engan fá inn til sín. Hún sagði að enginn skyldi fá að eyðileggja íbúðina sína. En þegar Sandor var búinn að þurka vel af fótunum, og lofa upp á æru og trú að snerta á engu með skítugum fingrum, gerði hún reyndar undantekn- ingu, og leyfði honum að standa við gluggann og skjóta. — Taktu nú eftir Pétur. Nem- etz reyndi að brýna röddina. Mig gildir alveg einu þó bekkj- arbræður þínir sprengi rúss- neska skriðdreka í loft upp í tugatali. En þið verðið hér heima þangað til ég segi að þið megið fara út. Skilurðu það? — Já, Lajos frændi, andvarp- aði drengurinn. Agnes systir hans stóð víð hliðina á þeim og beið með ó- þreyju eftir því að komast að til þess að segja eitthvað. — Lajos frændi, Lajos frændi, sagði hún, ég þori að veðja að þú veizt ekki hvað hinn dreng- urinn heitir. Hún horfði á Nem etz eins og hún byggi yfir al- veg óvenjulegri vitneskju. — Hvaða drengur? — Hann, sem var með Zolli. — Nei, það veit ég ekki. Hún horfði glettnislega á Nem etz. — Hann heitir Aladar, og er frá Tata, sagði hún hátíðlega. — Og hvað með það? sagði móðir hennar. Ó hvað þetta barn fer í taugarnar a inér. Alltaf skal hún vera svo merkileg með sig. Nemetz horfði á úrið, sem var tuttugu mínútur yfir átta. Hann varð að komast af stað, ef hann átti að koma einhverju í verk. Hann fór í frakkann sinn — hann var minnst sjö ára gamal] og farinn að trosna við hnappa- götin — (mágkona hans hafði svo mánuðum skipti lofað að gera við hann) — vafði sínum hlýjasta trefli um hálsinn og lagði af stað á lögreglustöðina. Veðrið var millt, af október morgni að vera, og það leit út fyrir sólskin. Þótt enn væri út- göngubann, var talsvert slangur af fólki á götunni, og hingað og þangað voru matvörubúðir opnar. Aftur gekk hann framhjáBoz an-brauðgerðinni. Þar var lok að og nú var enginn að gera hreint. Aðaldyr hússins voru einnig lokaðar, samkvæmt út- göngubanninu. Nemetz hringdi. Smáhlera var skotið til hliðar og rjótt konuandlit, með rottu- augu, kom í ljós. Fyrst neitaði hún með öllu að vita um nokk- urt lík á „sinni gangstétt", en mundi svo, eftir nokkurt þjark, að Rauðakrossbíll hefði um miðnættið sótt þau lík, sem ekki þekktust. Frá lögreglustöðinni hringdi Nemetz á höfuðstöðvar Rauða- krossins. Þegar hann fékk þær upplýsingar að sambandið væri rofið, sendi hann einn af þeim fáu lögregluþjónum, sem enn voru í starfi, til þess að hafa upp á líkinu, og ef það heppnað- ist, að senda það lyflæknisdeild ríkisins til krufningar. Maðurinn, dugandi rannsókn- arlögreglumaður, að nafni Ferenc Kaldy, kom til baka með þau tíðindi að öll óþekkt lík á Fimmta svæði hefðu verið sótt um nóttina, og grafin í fjölda- gröf í garðinum við Þjóðminja- safnið fyrverandi. í hinni mildu októberveðráttu var hættan á farsóttum alveg yfirvofandi, svo bæði Rússar og uppreisnarm enn hröðuðu sér, sem mest þeir máttu, að jarða hina látnu. Undir venjulegum kringum- stæðum mundi það hafa verið mjög einfalt mál að fá opnaða gröf, en nú voru á því vand- kvæði, sem virtust óyfirstígan- leg. Nemetz þurfti á leyfi dr. Hammers að halda, sem var lög- reglufulltrúi, en hann hafði ekki sézt síðustu daga, og aðstoðar- maður hans var alltof hræddur og ringlaður til þess að koma öllu meira í verk en að kveikja ljós síðdegis til að slökkva það svo aftur eftir skrifstofutíma. Samt sem áður ákvað Nemetz að gefast ekki upp, og sendi lög- reglumanninn til þess að herja út leyfi. Um hádegið gekk hann til sjúkrahússins. Sunnudagsins frið ur og ró hvíldi þar yfir öllu, svo og nærliggjandi götum, eins og vopnahléið, sem Nagy for- sætisráðherra hafði fyrirskipað um morguninn, væri haldið bæði af Rússum og uppreisnarömnn- um. Konur, í einkennisbúningi þessara daga: skíðabuxur og sjal um herðar, sátu í löngum röð- um á bekkjum fordyrisins. Þær biðu tíðinda frá sjúkradeildun- um. Þær töluðu lágt og störðu á stigann. Blær angistarbland- innar vonar gaf þeim öllum hið sama útlit, án tillits til stéttar eða aldurs. ' Nemetz gekk upp í ganginn 1 handlæknadeildinni. Þegar upp var komið, var þar ein- Jkennilega þögult og eyðilegt. Hann gekk inn í deildina, gegn ;um dyr, þar sem stóð á gler- prúðunni: „Heimsóknatími, mið- ;vikudag og sunnudag 15—17“. í>að var það eina, sem minnti ;á horfinn frið. ; En innan við rúðuna, ríkti jófriðurinn — þar lágu sjúkir ;og særðir á dýnum og ábreið- ;um, um allt slitna gólfið. | Sjúkrastofurnar voru í röð Nið ganginn. Síðast var skurð- Jstofan. Nemetz gægðist inn í Jfyrstu stofuna. A venjulegum ;tímum var þetta tíu rúma stofa, ;en nú var svo að segja allt gólfið þakið af rúmum, sjúkra- ;börum, hálmdýnum og beddum. Hinir særðu — og það voru bæði karlar. konur og börn, sumir í laslegum sjúkrúhúss— náttfötum en aðrir í krukluðum og óhreinum fötum sínum — lágu þarna í einni kös. Rauð- eygð hjúkrunarkona gekk eins og afturgnnga milli sjúkling- •anna. Næst dyrunum lágu sex Rússar í rúmum, sem hafði ver- ið ýtt upp að vegnum. Tveir þeirra voru enn í buxum og stígvélum, en einkennisbúning- ar hinna héngu upp yfir höfða- laginn, en þeir sváfu. Hjúkrunarkonan laut yfir þá, en gekk svo að ungri stúlku ungverskri sem hafði misst ann- an handlegginn í bardögunum. — Það er svo sárt, systir, kveinaði hún. — Jafnvel í fingr unum. Hvernig getur það verið, þegar þeir eru farnir? — Þetta stendur ekki lengi, svaraði hjúkrunarkonan róandi. — Ég er að leita að Halmy lækni, sagði Nemetz við hana. — Hvar skyldi ég geta fundið hann? — Hann var héma, rétt fyr- ir skömmu. Ef ég man rétt, var hann eitthvað að tala um að leggja sig, andartak. Sannast að segja, er ég steinhissa á, að hann skuli ekki vera hniginn niður fyrir löngu. Hann hefur verið að vinna í þrjá sólar- hringa. Nemetz varð þess var, að henni hafði verið breytt í sjúkrastofu handa minnstu sjúklingum barnadeildarinnar. Roskin, borg araklædd kona var þarna að gæta einna tuttugu grenjandi krakka. Hárið á henni var úf- ið, og hún leit út eins og hún ætlaði að fara að sleppa sér. — Hann er víst niðri í rannsóknarstofunni, ásamt ung- frú Mehley. Það er búið að setja legubekk þangað inn, svo að læknarnir geti hvílt sig and- artak, ef þeir sleppa frá verki. — Hver er ungfrú Mehely? spurði Nemetz. — Ein aðstoðarstúlkan. Nemetz sneri sér til að fara, en konan kallaði á hann aftur. — Vekið hann ekki, ef hann hefur sofnað. Ég á við Halmy lækni. Hann þarf að hvíla sig. Og hamingjan skal vita, að þess þurfum við öll. Rannsóknarstofan var á götu- hæðinni. Einhver hreyfði sig inni, gekk til dyra, sneri lyklin- um í skránni, og opnaði síðan í hálfa gátt. 11 Nemetz stóð frammi fyrir ung ri stúlku í stífuðum, hvítum ljóst hár, sem féll í úfnum lokk- um niður um andlitið. Hún var grönn, háfætt og með fallega ökla, sem virtust næstum of- Hörundið var fölt og hálf gagn- sætt eins og mjólk. Það var hreinleiki í svip hennar. — Get ég nokkuð gert fyrir yður? spurði hún hvíslandi. — Get ég fengið að tala við Halmy lækni? Ég er Nemetz saka miálafulltrúi frá morðdeildinni. — Halmy læknir er að hvíla sig. Það má ekki ónáða hann. Nemetz tók eftir því, að andar- dráttur hennar varð örari. Og hann mundi eftir stúlkunni, sem Anna Halmy hafði sagt, að væri komin uup á milli beirra hión- crrrria. — Kannski getið þér þá hjálp að mér? — HVernig þ'á? spurði hún, eins og hikandi. Hún gekk út í ganginn og lokaði á eftir sér. Þau gengu út í næsta glugga- krók í meterþykkum múrveggn- um. Nemetz sikrifaði hjá sér helztu deili á henni: Alexa Meh ely, 26 ára, ógift, aðstoðar stúlka. Bústaður: Bajzagötul20. móðir: María Szell. Blýantur- inn stöðvaðist. — Tibor Mehely? Var hann ekki landbúnaðarráðherra á styr j aldarárunum? Stúlkan yppti öxlum, um leið og hún svaraði: — Jú, það var hann, en þér megið ekki láta mig gjalda þess. Hún var nú aftur komin í jafnvægi og röddin var kulda- leg og ofurlítið hæðnisleg. Hún dró bréf af ódýrum vindlingum upp úr sloppvasanum og bauð Nemetz. Þegar hann afþakkaði, spurði hún hann með formlegri kurteisi, hvort hann hefði nokk uð að athuga við það þó hún reykti. — Það er hræðilegur ávani, bara ekki, að ég losni við hann. sagði hún. — Því miður held ég Hún kveikti í með kveikjara úr ósviknu gulli. Hann stakk dálítið í stúf við þennan ómerkj lega vindling, sem hún var að reykja. — Jæja, um hvað snýst heyrsla? — Það á ekkert skylt við þriðjugráðu, ungfrú Mehely. Ég þarf bara á að halda fáeinum Konuna sálugu læknisins. Hann beið til þess að sjá, hvernig hún brygðist við þessu, en þar var ekkert að sjá — aðeins hvarf brosið af andliti hennar smámsaman. — Ég tel víst, að þér vitið, að frú Halmy hefur verið myrt, hélt Nemetz áfram, Þegar þögnin ætlaði að fara að verða dálítið löng. — Já, Rússarnir voru þar að verki. Orðin gáfu til kynna frá- sögn af staðreynd. — Ég er hræddur um, að eng- in sönnun sé fyrir því. — Ég heyrði í útvarpinu, að þeir hefðu hafið skothríð á bið röð fyrir framan Bózan—brauð- gerðina. Og frú Halmy var ein þeirra, sem fyrir henni varð. — Það hafið þér einmitt ekki heyrt í útvarpinu. Nemetz hristi höfuðið. Hún þagði andartak og leit út um gluggann. — Það er rétt hjá yður, full- trúi. — Það var Halmy læknir, sem sagði mér það. það? Nú varð ofurlítið hlé milli spurningar og svars. — f gærkvöldi. Það er annar lyflæknirinn. Og frú Schultz, hjúkrunarkonan. Bíðið andartak, nú man ég þetta ná- kvæmlega. Við stóðum öll við opinn glugga hérna á ganginum. Þau þrjú höfðu komið út úr skurðstofunni, til þess að geta fengið sér ofurlítið ferskt loft. Ég náði í stól handa Halmy lækni, en hann vildi ekki sitja. Hann sagði, að ef hann settist, gæti hann aldrei staðið upp aft- ur. Hann var í æsingi og lá afskaplega illa á honum. Fjórtán ára drengur var rétt nýdáinn meðan á uppskurðinum stóð. Röddin í henni var köld og yfirborðskennd, en æft eyra Nemetz gat samt merkt áhyggj- ur og skjálfta í henni. — Hve l'engi hafið þér þekkt Halmy lækni? spurði hann. Aftur kom ofurlítið hik, sem gaf til kynna, að hann hefði þarna snert auman blett. — Síðan ég fór að vinna hérna; Hvað er núna? Október lok. Ég byrjaði í marzmánuði. Fyrsta marz. — Og hvert er samband yðar Við hann? Hittið þér Halmy lækni stundum utan sjúkrahús ins? — Það væri ekki nema mitt mál, herra sakamálafulltrúi. Svarið kom einbeitt, án þess að vera ókurteist. Hún hefði varla getað sýnst ókurteisi, jafnvel þótt hún hefði reynt til þess. Ef Nemetz átti að bera saman þessar tvær konur, Önnu Halmy Hrúturinn 21. marz — 20 apríl. Reyndu að eignast fleiri vini og lokaðu þig ekki inni. Vertu þolinmóður og athugull og taktu ekki þýðingarmiklar ákvarð- anir nema að vel ígrunduðu máli. Farðu i leikhús í kvöld. Nautið 21 apríl — — 21. maí. Bjóddu vinum þínum gömlum og nýjum heim til þín og allir munu hafa ánægju af. Þú skalt sinna áhugamálum þínum og þau munu bera ríkulegan ávöxt. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Þú getur buizt við miklu annríki á næstunni og það á vel við þig, þvi að þú ert upplagður og hress þessar vikumar. Öll peningamál mjög álitleg I dag. Krabbinn 22. júní —23. júlí. Þetta verður óvenjulegur dagur á flestan hátt en heilla- drjúgur þegar á heildina er litið. Búðu þig undir að takast á við nýtt viðfangsefni af einb<8tni. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Leggðu peninga fyrir í dag. Kvöldið verður sérlega gleðilegt og erfiði þitt að undanförnu færðu margborgað. Þú skalt gleðjast með öðrum sem þátt eiga í því og ekki ofnetast af þínum hlut. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Dagurinn kennir þér margt nýtt og merkilegt og þú skalt færa þér það í nyt. Deildu gleði og geði með vinum i kvöld en forðastu óþarflega mikla peningaeyðslu. Vogin 24. september — 23. október. Þú skalt vinna að áhugaefni þínu eftir föngum og ganga að því sem og öðru með hugprýði og gleði. Þú ert ekki eins þunglyndur ogg einrænn og að undanförnu og er það vel. Drekinn 24. oktober — 22 novembér. Keyptu inn í dag fyrir maka þinn eða vin og sýndu hugsunar- semi. Þú skalt bjóða til þín gestum í kvöld. Gerðu áætlanir langt fram í tímann. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Þú ættir að sýna börnum í fjölskyldunni meiri ræktunarsemi, engir verða eins þakklátir og böm. Kvöldið skaltu nota til leikhúsferða eða annars sem til menningar horfir. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Nágrannar og vinir eru I einkar góðu skapi i dag og þú munt heyra margt fagurt hólið um ágæti þitt. Sumt af því er satt, en ekki allt, svo að þú ættir ekki að gleypa við öllu. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Vertu mjög hagsýnn í fjármálum og eyddu ekki meira en þú aflar helzt minna. Reyndu að leggja peninga fyrir og láttu ekki á þig fá, þó að sumir kalli þig nízkan. Kvöldið verður ánægjulegt í alla staði. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Vertu ákveðinn og haltu þínu máli til streitu. Þú hefur mest vit á því sjálfur. Farðu ekiki út í öfgar 1 fullvissu þinni og hjálpaðu þeim, sem ekki eru eins öruggir og þú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.