Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR 20. MARZ 196« 5 Fyrsta sjálfstæða málverka- sýning Einars Hákonarsonar — í Bogasal Þjóðminjasafnsins EINAR HÁKONARSON held ur málverkasningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins um þess- ar mundir. Á sýningunni eru 15 olíumyndir og eru þær flestar málaðar á síðaste ári. Einar er fæddur í Reykja vik 1945, en stundaði nám í Myndlistar- og handíðaskóla íslands á árunum 1960—1961. Síðan stundaði hann fram- haldsnám í Valands konst- högskóla 1661—1967. Við lit- um inn á sýningu Einars í gær, og ræddum þá lítillega við listamanninn. — Jú, þetta er fyrsta sjálf- stæða sýningin, sem ég held, sagði Einar. Ég hef áður tek- ið þátt í nokikrum samsýn- ingU'm hér heima og erlendis. Meðal annars átti ég myndir á sýningu í Gautaíborg 1965, á afm,ældssýningu N.G.U. í Helsingfors, og norrænni sýn ingu í Hesselby Slott í Stokk- hólmi, en hér heima hef ég tekið þátt í Haustsýningu F.f.M. og sýningunni Ungir myndlistarmenn ’67. — Myndirnar, sem hér á sýningunni, eru flestar mál- aðar á sL ári, og eru þetta allt olíumálverk. Ég hef aot- að ýmiss hjálpargögn í sum- ar myndirnar og hef fellt inn i þær plastfleti, stál og tré. Myndirnar eru allar til sölu að einni undanskildri, og er verðið á myndunum frá 9 þúsund upp í 50 þúsund á stærstu myndinni. Við spyrjum Einar þeirrar sígildu spurningar, hvort tjáningarform hans falli und- ir ákveðin „isma“. — Það er ákaflega erfitt fyrir mig að gefa formmu nafn, og reyndar ekki mitt hlutverk, heldur er það í verkahring listfræðinganna, Þó má allavega segja um myndir þessar, að þær höfði til nútímans. — Teluh þú þig vera undir áhrifum frá einhverri ákveð- inni liststefnu? — Nei, það held ég varla. Á hinn bóginn má segja að myndir mínar á þessari sýn- ingu séu keimlíkar því, sem er að gerast meðal yngri rrianna í enskri myndlist. Ég hef þó aldrei stundað nám í Englandi en fylgzt með því sem þar er að gerast, með því að s'koða sýningar þeirra. Einar hefur tvívegis hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir myndir sínar, fyrst hlaut hann verðlaun Norðurlanda- ráðs á fyrstu sýningu ungra myndlistarmanna á Norður- löndum í Danmörku árið 1966, og ári síðar hlaut hann verð- laun á alþjóðlegri sýningu í Ljubljana í Júgóslavíu. Við spyrjum því Einar hvort hann hafi fengið boð um að sýna á fleiri alþjóðlegum sýn- ingum. —Jú, ég fékk nýlega boð frá Júgóslavíu um að taka þátt í alþjóðlegu sýningunni, sem þar er haldin á teikn- ingum áður en langt um líð- ur. Kemur þetta boð eflaust í kjölfar þátttöku minnar á grafíksýningunni. Þá hefur mér einnig borizt boð frá Pól- landi að taka þátt í alþjóð- legri grafíksýningu, sem þar verður haldin, og ennfremur sendi ég fyrir nokkru 75 grafíkmyndir til Svíþjóðar, sem eru þar á 30 sýningum víðs vegar um landið. Kall- ast sýning þessi „Nordisk impuls", og eiga myndlistar- menn frá öllum Norðurlönd- unum verk á henni. Þarna eru sýnd málverk, keramik, skúlptúr, silfursmíði og vefn- aður, svo að eitthvað sé nefnt. — Þú hefur mikið dálæti á grafík, Einar? — Já, hún er mér mjög hugleinkin. Ég hef sérstakan áhuga á því að ryðja grafík- inni braut hér heima, þar sem hún hefur orðið mjög út undan hér, enda þótt hún sé höfð i miklum hávegum er- lendis. Hafa margir af fremstu meisturum veraldar- innar fengist við hana og Einar Hákonarson við eina af mynðum sinum. málaralistina um. Við biðjum greina grafík jöfnum hönd- Einar fyrir að skil- okkur í stuttu máli, og hann segir: — Grafísk mynd er þrykkt af plötu eða formi, sem lista- maðurinn hefur skorið út eða mótað með öðrum hætti. Plöt- ur þessar eru úr ákaflega mis- Hér er Einar Hákonarson ásamt nemendum sínum úr Myndlistar- og handíðaskóla íslands og gerir þeim grein fyrir myndum sínum. Einar hefur kennt við skólann frá því að hann lauk námi í Gautaborg. munandi efni, svo sem tré eða plast, kalksteinn og einnig eru notaðar koparplötur, en þær eru etsaðar“ með sýrum. Myndirnar eru þrykktar af í ákveðnum upplögum, sem áritaðar eru af listamannin- um, og eru þessar myndir bæði til í svart-hvítu og í lit- um. Víða erlendis sjá stór út- gáfufyrirtæki um dreifingu á grafíkmyndum um allan heim, og ennfremur eru þær vinsælar í bókaskreytingum. — Hefur þú fengizt eitt- hvað við skúlptúr? — Já, en það hefur verið í miklu minna mæli en á öðr- um sviðum myndlistarinnar. Skilin milli einstakra þátta myndlistarinnar hafa minnk- að mjög mikið á síðustu ár- um, þannig að flestir yngri myndlistarmenn spreyta sig nú á flestum tjáningarform- unum. Að svo mæltu ljúkum við þessu spjalli við Einar, en þess skal að endingu getið, að sýning hans í Bogasalnum er opin daglega frá 2—10 til 24. marz. Hefur aðsókn fram að þessu verið með ágætuim og hefur Einar þegar selt þrjár myndir, þar af tvær til Lista- safns ríkisins. Aftur hægt að kalla inn sjúklinga — sem urðu að víkja af sjúkrah Vel tókst að sjá um þá sem þar dvöldust 1 NÝLOKNU verkflalli urðu miklir erfiðleikar í sjúkraihús- um í Reykjavík, þar sem ekki fékkst undanþága fýrir aðstoð- arstúlkur þær, sem eru í starfe- stúlknafélaginu Sókn, svo þær mættu lieysa atf hendi vinnu á sjúkralhúsunum. Voru sjúklingar senidir heim og aðeins gerðar bráðnauðsynlegustu aðgerðir. Tókst enn er verkfalli lauk að sjá sjúklingum þeim sem eftir voru fyrir fæði og hreinu líni með geysimiklu álagi á ráðskon- ur þær sem máttu vinna. A næstu dögum verður nú hægt að koma starflsemi ríkrsspítal- anna aiftur í venjulegt horf, að því er Georg LúðVíkssion, fram- kvæmdastjóri tjáði Mbl. og síð- degis í gær var þegar búið að kalla inn stúlkur til starfa í þvottahúsi og eldlhúsum. Er bú- izt við enn meir sjúkrarúma- skorti um sinn en áður í þessum sjúkrahúsum, þar eð vinna þarf upp tapaðan tíma. Georg Lúðvíksson sagði, að síðustu dagana hefðu í Lands- spítalanum verið 208, 209 og 214 sjúklingar, en þar eru 300 sjúkrarúm. Af Kleppi voru 10 sendir heim og 2—3 af Vflfils- stöðum. Og Haúkur Benedikts- son veitti þær upplýsingar um borgarsjúkralhúsin, að á Hvíta- bandinu hefðu á laugardag ver- ið 2.1 sjúklingur, en 40 rúm til ráðsfcöfunar, í Biorgarspítalanum í Fossvogi og deildinni á Heilsu- verndarstöðinni 61 sjúklingur en 92 sjúkrarúm til í Farsóttartoús- inu 27 rúm en lð sjúklingar. Og á Fæðingarheimilinu voru 16 sjúklingair en 25 rúm, Engri konu var þó vísað frá, en konur sendar heim á 6. degi í stað 8. dags. Haukur sagði, að rekstur hefði gengið nokkuð vel, en starfs- fólk verið orðið langþreytt, bæði í deildum og eldhúsi. En í borgarsjúkraihúsunum var hægt að þvo þvottinn, þar sem þar starfa stúlkur úx félaginu Fram sókn og fyrir þær fékkst undan- þága vegna spítalanna og yfir- leitt frá öllum félögum nema Sókn. f borgarspítölunum hófst eðlileg starfsemistrax í gær. En margir sjúklingar bíða. T. d. hef ur ekkert verið skorið upp í Hvítabandinu síðan verkfall byrjaði, og annars staðar aðeins í nauðsynlegustu tilfellum. En ekki er alltaf gott að vita hvað hefði verið nauðsynlegt. Þetta er því hættulegur leikur, sagði Haukur. Georg Lúðvíksson sagði, að ekki hefði komið til beinna vand ræa í sjúkrahúsum ríkisspítal- anna. Undirbúið var, eins og mögulegt þótti, unnið fram á síðustu stund fyrir verkfall og dregið að mikið af hálftilbúnum mat í kæligeymslu.r og frysti- hól-f. í þvottahúsum var hægt að afgreiða 400—500 kg. af þvotti þar eð 4 ráðskonur og vélgæzlu- menn eru á fastlaunakjörum og gátu unnið. Var sá þvottur not- aður í skurðdeild, fæðingardeild og barnaspítala og þar sem mest lá við. Auk þess voru settar strangar reglur í öllum deildum að nota ekkii þvott að óþörfu og nýta hreint tau eins og hægt væri í samráði við yfirlækna deildanna og hjúkrunarkonur. Um matinn var erfiðara. Á Kleppi og Vífilsstöðum, þar sem venjulega eru 12—14 í eldhúsi, voru tvær konur á hvorum stað. Á þær lagðist gífurleg vinna. í Landsspítalanum voru 4 ráðs- konur og 1 bakari. Komust þau afburðavel frá hinu mikla verk- efni, sem leysa þurfti, að sögn Georgs. Ef verkfall hefði staðið áfram þessa viku. hefði þau orðið miklum mun erfiðara að halda öllu gangandi. En hjúkr- unarlið við allar sjúkradeildir á sjúkraihúsunum var einhuga um að leggja fram starfskrafta sína og enn enginn billbugur á því að leysa þetta. Landisispítalinn hafði bráða- vakt síðustu viku, og varð að sitja fyrir að taka við þeim sjúklingum sem þannig komu, og frestað að kalla inn sjúklinga á innköllunarskrá. Nú verða þeir kallaðir inn eins hratt og mögulegt er, á að vera hægt að korna vinnu í eðlilegan gang á spítölunum á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.