Morgunblaðið - 20.03.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.03.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1968 21 Ummæli um Sigurð heitinn Hallbjarnarson niðrandi fyrir minningu hans — Hœstaréttardómur vegna meiðyrða í Hvítum seglum ettir Jóhannes Helga HINN 31. janúar siðastliðinn var felldur í Hæstarétti dóm- ur í máli Ólafar Guðmunds- dóttur og sjö barna hennar gegn Andrési Péturssyni Matthíassyni, Jóhannesi Helga Jónssyni, rithöfundi, og Am- birni og Sigurjóni Kristins- sonum fyrir hönd bókaútgáf- unnar Setbergs s/f. Voru þeir félagar, Andrés, Jóhannes, Arnbjörn og Sigurjón dæmd- ir til þess að greiða í ríkis- sjóð 4.000.00 króna sekt hver samkvæmt 234. gr. 240. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 13. gr. laga nr. 57/1946 um prentrétt, en enn- fremur vom ummæli um lát- inn mann Ólafar, Sigurð Hall- bjarnarson, skipstjóra, í bók- inni „Hin hvitu segl“ dæmd ómerk, þar eð Hæstiréttur áleit að ummælin væru niðr- andi fyrir minningu Sigurðar heitins. Málavextir eru þeir að í desember ári'ð 1962 gaf Set- berg sf. út bókina „Hin hvítu segl, æviminningar Andrésar Péturssonar Matthíassonar“ eftir Jóhannes Helga. Á bls. 55—57 í bókinni voru um- mæli þau, er málaferlunum ollu og var þar Sigurði Hall- bjarnarsyni gefið viðurnefn- ið „skurður", sem þó er þekkt sem viðurnefni annars manns, Sigurðar Jóhannssonar, er grunaður var um morð á Salo moni Jónssyni, aðfaranótt 22. desember 1891 í Klofnings- dal við Önundarfjörð. Morð- mál þetta varð frægt mjög um land allt og þá einkum vegna þess að það varð upp- haf Skúlamálsins, og hafði þannig miklar afleiðingar í för með sér. Þá gátu ekkja Sigurðar Hall bjarnarsonar og börn ekki sætt sig vi'ð persónulýsingu á Sigurði, sem fram kemur á umræddum síðum bókarinn- ar. Honum er þar lýst: „.... hann étur hákarl og drekkur brennivín og lýsi og treður illsakir við báða heimana, og þegar refsingin kemur yfir hann og skip hans er að brotna undir honum, þá kast- ar Sigurður skurður fram vísu. Makalaus maður Sigurð- ur Hallbjarnarson. Hann stendur gjallandi upp í and- litið á mönnum og gerir grín að þeim, setur sig aldrei úr færi að eignast óvin og verð- ur ágengt, harðduglegum manninum til orðs og æ'ðis. Jón Pálmason á Súgandafirði er einn þeirra, sem Sigurði tekst að egna til fjandskapar við sig, og sá fjandskapur nær yfir landamæri lífs og dauða." Töluverð blaðaskrif urðu út af bók þessari á árinu 1963. Jón Ingiberg Bjarnason ritar í Morgunblaðið 27. janúar grein er hann nefnir Nokkr- ar athugasemdir við bók Jó- hannesar Helga Jónssonar „Hin hvítu segl“ og bendir á sæg missagna í bókinni, en spyr jafnframt hvort máls- grein á 11. síðu bókarinnar eigi að duga sem lífbelti fyr- ir söguhöfund, eða vera af- sökun fyrir þeim rangfærsl- um, sem á eftir fara í bók- inni. Málsgreinin er svona: „Satt var það, og gamli maðurinn vissi það vel, að hann var ekki sterkminnugur á ártöl og honum gat skeikað með eftirnöfn manna. Styrj- aldirnar, sem hann hafði lif- að runnu saman í eina, atvik úr þeirri fyrri átti hann til að staðsetja í þeirri síðari og öf- ugt.“ Barkarblettir á „Hinum hvítu seglum" kallar Gunnar M. Magnúss grein er hann rit aði í Þjóðviljann 23. febrúar 1963. Gunnar segir í grein- inni að hann hafi verið ná- kunnugur Sigurði Hallbjarn- arsyni og að hann viti vel deili á þeim atburðum, sem tæpt sé á í bókinni. Segir hann frásögnina einhvers konar graut af öfugmælum og öfgum, heilaspuna og mis- minni. Um Sigurð Hallbjarn- arson sagði Gunnar: „Sigurður Hallbjarnarson er fallinn frá, hann lézt árið 1946, tæplega sextugur að aldri. Hann hafði vafalaust mannlega galla, eins og við hinir, ég ætla ekki að hvít- þvo hann. En sú mynd, sem dregin er af honum í Hvítum seglum er vanvirða fyrir höfund bókarinnar. Úr þessari einu opnu bók- arinnar, sem ég hef gert að umtalsefni, hafa drifið dökk- ar slettur á Hin hvítu segl. Það er vonandi, að seglin dökkni ekki meira.“ Hinn 8. marz svarar Jó- hannes Helgi Gunnari M. Magnúss í grein í Þjóðviljan- um. Þar segir hann að hann hafi skrifað Hin hvitu segl með sama rétti og íslendinga- söigurnar eru skrifaðar, eins og þær eru skrifaðar. „Með sama rétti og þjóðsagan öðl- ast líf og tekur myndbreyt- ingum frá manni til manns — nema sköpunartími Hinna hvítu segla er styttri. Sögu- persónurnar og afkomendur þeirra í þriðja og fjórða lið eru ekki dauðar. Sá er mun- urinn. Við lifum á öld hrað- ans og fjórðu víddarinnar — eða hvað, fræðimaður?" spyr Jóhannes Gunnar, og hann heldur áfram: „Ég held áfram að sanna mál mitt, Vökudraumur, það form sem ég smíða'ði sögunni, réttlætir tilfærslur á sagn- fræðilegum staðreyndum. Sag an er för um hugarheim gam- als manns á bjartri sumar- nótt. Sagnfræðilegt mat verð- ur þess vegna ekki lagt á verkið, heldur listrænt. Hefðina brjóta menn ef þeim sýnist svo og þora að taka á sig áhættuna." Páll Hallbjörnsson, bróðir Sigurðar ritar í Morgunblaðið hinn 10. marz 1963 og svarar þar þeim „vanvirðu- og sví- virðingarorðum" um • bróður sinn, sem viðhöfð eru í Hvít- um seglum. Segir hann um- mælin vera „óhróður og hreinar álygar“, rekur síðan nokkur og svarar þeim, en lýsir að lokum bróður sínum með svofelldum orðum: „Sigurður Hallbjörnsson var sannur heiðursmaður, sem gott var fyrir unglinga að taka sér til fyrirmyndar. Hann var mjög vinsæll og vinmargur, um Vestfirði alla, Siglufjörð, Njarðvík syðra, Keflavík og Reykjavik. Alls staðar hafði hann á þessum stö'ðum kynnzt mönnum og verið formaður og skipstjóri, og séð jafnan um útgerð sína með sóma. Með atorku sinni og dugnaði dró hann mikla björg í þjóðarbúið, því hann var stjórnsamur og heppinn formaður. Auk þess eignaðist hann tólf efnileg börn og kom þeim upp án annarrar hjálpar, en konu sinnar. Hann var ávallt í hópi for- ystumanna í sinni stétt. At- orkusamur og framsækinn, stakur reglumaður á vín og allt annað, er hann hafði með höndum fyrir útgerðina og fólk er hjá honum vann. Hann var árei'ðanlegur í við- skiptum við aðra og orðheld- inn maður, og þótt oft væri erfiður fjórhagur hans fram- an af ævi, bæði vegna ómegð- ar og þess að mörgum reynd- ist erfitt á fyrri hluta þess- arar aldar að vinna sig upp frá allsleysi til mannvirðing- ar og efna. Þetta tókst hon- um samt með fádæma dugn- aði, ráðdeild og því að treysta á siálfan sig fyrst og fremst. Hann var nýtur og góður sonur lands síns og trúr í starfi unz yfir lauk.“ Hinn 13. marz svarar Jó- hannes Helgi Páli Hallbjörns- syni í Morgunblaðinu. Grein sína kallar hann: „Bls. 56 og 57.“, og hann segir: „Greinarhöfundur, Páll Hall björnsson, kennir þar rang- lega broður sinn heitinn, sem átti bát, sem Samson hét og strandaði á Brimnesstánni út af Suðureyri í eina tíð, en við mannlýsinguna á bróður sín- um kannast greinarhöfundur ekki. Það er heldur ekki von. Sá sem siglir Samson í Hinum hvítu seglum er ekki bróðir hans, heldur þjóðsagnaper- persóna, sem sameinar ýmsa eðlisþætti vestfirzkra sjó- manna fyrr á tímum, gráa og kuldalega glettni Sigurðar skurðs og harðfengi manna á borð við Sigurð . Hallbjörns- son. Og vísuna, sem Sigurður skudður kastar fram á stund strandsins, fær hann að láni hjá skáldinu á Þröm. Sögur taka það sem þær þarfnast. Þannig eru þær færðar í stíl.“ „Nýtízkuleg ævisagnagerð" nefnir Sveinn Benediktsson grein, er hann ritar í Morgun blaðið 17. marz 1963. Hann drepur í upphafi á greinar Jóhannesar og þá einkum stað hæfingar hans um að bókin hafi „á sér skýr einkenni þjóðsögunnar" og sagnfræði- legt mat verði þess vegna ekki á hana lagt, heldur list- rænt. Síðan segir Sveinn: „Hér hefur skrásetjari ævi- minninganna heldur betur snúist í hring. Bókina nefndi hann eins og áður segir: „Hin hvítu segl. Æviminningar Andrésar Pét- urssonar Matthíassonar." Á kápu bókarinnar segir útgef- andi hennar, Setberg, m.a.: „Andrés man ennfremur minnisstæða menn eins og Jó- hannes föðurbróður sinn á Þingeyri, Ellefsen á Sólbakka, Hannes Hafstein í a'ðförinni að landhelgisbrjótnum á Dýra firði.... “ „Allt þetta og miklu meira rifjar Andrés upp og Jóhannes Helgi kem- ur æviminningum hans ó- gleymanlega á framfæri við lesendur." Það er ekki um að villast að nafn bókarinnar, æviminn ingar ákveðins manns skráð- ar af rithöfundi, gefur til kynna að hér sé um sann- sögulegt rit að ræða. Útgefandinn Setberg legg- ur áherzlu á hið sama í kápu- auglýsingunni. Það er fyrst þegar fjölda af rangfærslum og tilhæfulausu níði um látna menn, Sigurð Hallbjörnsson, skipstjóra og útgerðarmann, og Jóhannes Gúðmundsson, formann á Bessastöðum, hefur verið mót mælt og því verið lýst yfir opinberlega að vænta megi málssóknar, að Jóhannes Helgi sér sitt óvænna og vendir sínu kvæði í kross. Nú er ekki lengur um ævi- minningar að ræða, heldur þjóðsögur og þjóðsagnaper- sonur „til að ná því sem sag- an þarfnast." “ Undir lok greinar sinnar segir Sveinn Benediktsson: „Það er hin grófasta móðg- un við íslenzka sagnaritun, þegar Jóhannes Helgi segist rita „æviminningar" á þann hátt er hann igerir: „með þeim rétti, sem heitir að færa í stíl. Me'ð sama rétti og Is- lendingasögurnar eru skrifað- ar.“ Var það ekki jafnan háttur góðra sagnritara íslenzkra, að Sigurður Jóhannsson, sá er hafði viðurnefnið „skurður“ og Sigurði Hallbjarnarsyni var ruglað saman við. Mynd- ina tók Vilmundur Jónsson, læknir, og er myndin úr bók- inni „Eldur í æðum“ eftir Þorstein Thorarensen. fara að dæmi Ara hins fróða, höfundar íslendingabókar, að tekja skylt að hafa það held- ur er sannara reynist? Ég trúi því ekki að „ný- tízkuleg ævisagnagerð" af því tagi er fram kemur í ævi- minningum Andrésar Péturs- sonar Matthíassonar eftir Jó- hannes Helga eigi sér framtíð í íslenzkum bókmenntum, nema til varnaðar." í Hæstaréttardómnum, sem felldur var 31. janúar síðast- liðinn segir svo: „Ummæli þau í bókinni „Hin hvítu segl“, sem stefndu eru saksóttir fyrir eru rakin í héraðsdómi. Þau eru nfðr- andi fyrir minningu Sigurðar heitins Hallbjarnarsonar og varða hina stefndu Andrés Pétursson Matthíasson sem sagnamann, Jóhannes Helga Jónsson sem höfund nefndrar bókar svo og Arnbjörn Krist- insson og Sigurjón Kristins- son sem útgefendur bókarinn- ar refsingu samkvæmt 234. gr. 240. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 og 13. gr. laga nr. 57/ 1956 um prentrétt. Refsing þeirra ákveðst kr. 4.000 fé- sekt til ríkissjóðs, sem afplán- ist með 6 daga varðhaldi, ef hún greiðist eigi ihnan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um ó- merkingu ummæla staðfest- ast. Lagaskilyrði brestur til þess að dæma áfrýjendum fé- gjalda úr hendi stefnu vegna hinna niðrandi ummæla sbr. 264. gr. laga nr. 19/1940.“ Söngskóli IVIaríu Markan — IMemendatónleikar SÖNGSKÓLI Maríu Marik'an er orðinn gróin stofnun í þjóðfé- laginu, þótt ekki sé hann ýkja gamall að árum. Margir fylgjast með starfsemi hans og framför- um einstakra nemenda af vak- andi athygli og áhuga. Nemenda tónleilkar, sem skólinn hefur haldið nokkuð reglulega síðustu áriin, hafa auðvelidað þetta og jaifnframt skapað þessum skóla sénstakan sess í vitund almenn- ing, umfram aðra samibærilega kennslustarfsemi í borginni. Þessi ágæti siður hef-ur án efa eflt skólann til muna, enda hafa tónleikarnir borið glöggt vitni þeirri miklu alúð, seim María Markan leggur við starf sitt, og ræktarsemi hennar í garð nem- endanna. En fyrir þá af nemend- unum, sem hyggja til atvarlegra starfa á söngsviði, er slík reynsla ómetanleg. Á síðuistu nemendatónleikum Maríu Markan, sem haldnir voru í Gamla bíói 24. f.m., komu fraim .á víxl 'fimm bvísöngvarar. Allt þetta söngfólk mun áður hafa heyrzt á nemendatónleikum Maríu, og hjá ýmsum þeirra er um mjög eftirtektarverðar fram- farir að ræða. Hér verður ekki farið út í að vega eða meta af- reks hvers einstaks, enda naum- ast tímabært ,þegar um nem- endatónleika er að ræða. Þó mun engum gert ramgt til, þótt sérstök athygli sé vakin á sópr- ansöngkonunni EMnu Sigurvins- dóttir, sem tvímælalaust virðist hafa mjög margt til að bera til að verða ágætur söngvari og hef ur nú þegar náð verulegum þroska, bæði í raddmeðferð og túlkun viðfangsefna. Jón Þórarinsson. - I.O.G.T. - St. Einingin nr. 14. Bræðrakvöldið er í kvöld. Dagskrá: Það nýjasta í sam- kvæmislífinu. Minni kvenna. Tvísöngur með gítarundirleik. Kappræður. Bingó. Félagar fölmennið. — Æðstitmplar. --------------------------------- Ekki á vegum IVfiorgunblaðsins NOKKRAR unglingsstúlkur hafa að undanförnu gengið í hús í Háaleitishverfi og ef til vill víð- ar og safnað fé í „Vestfjarða- söfnunina“. Hafa stúlkumar sagt, að þær gerðu þetta á veg- um Morgunblaðsins. Mbl. vill taka það fram, að þessi söfnun stúlknanna er ekki á vegum blaðsins og þv. með öllu óvið- komandi. Hins vegar er tekið á móti gjöfum í „Vestfjarðasöfn- unina“ á skrifstofu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.